Mun þögn Þjóðkirkjunnar senda tvo menn í fangelsi? Hjalti Rúnar Ómarsson skrifar 21. mars 2022 09:31 Nú standa yfir réttarhöld yfir tveimur mönnum sem verða mögulega dæmdir í þriggja ára fangelsi. Í ákærunni er glæpur þeirra sagður sá að svíkja „fjárframlög úr ríkissjóði“ og valda „íslenska ríkinu verulegri fjártjónshættu og fjártjóni í reynd“. Þessi meintu fjárframlög úr ríkissjóði voru sóknargjöld. Í hvert einasta skipti sem rætt hefur verið um upphæð sóknargjalda á Alþingi hefur yfirstjórn Þjóðkirkjunnar, með biskup í fararbroddi, mótmælt því harðlega að sóknargjöld séu framlög úr ríkissjóði. Þjóðkirkjan heldur því staðfastlega fram að þetta séu þvert á móti félagsgjöld, sem ríkið er einungis að innheimta fyrir hönd trúfélaganna. Í nýlegri umsögn biskupsstofu við fjárlög 2022 var meira að segja fullyrt að núverandi fjármálaráðherra hefði viðurkennt að lækkun sóknargjalda væri „ígildi fjárdráttar eða þjófnaðar“ - það er að segja að ríkið væri að stela peningum Þjóðkirkjunnar! Ef það er rétt, þá eru þessir tveir menn saklausir. Þá voru engin framlög úr ríkissjóði svikin út og ekkert fjártjón sem íslenska ríkið varð fyrir. Þá fengu þessir menn einfaldlega félagsgjöld frá meðlimum í félaginu þeirra, sem ríkið innheimti fyrir þá. Um þetta hefur verið deilt í réttarhöldunum. Saksóknarinn segir að það sé „lífsseigur misskilningur að ríkið innheimti sóknargjöld“, heldur sé í reynd „um að ræða styrki til trúfélaga sem greiddir séu af almennu skattfé“. Verjandinn mótmælti og sagði að ríkið „átti sennilegast aldrei neitt tilkall til þessara peninga“, sem er satt og rétt, **ef** sóknargjöld eru félagsgjöld. Af hverju hefur ekkert heyrst frá Þjóðkirkjunni til varnar þessum mönnum? Jafnvel þó yfirstjórn Þjóðkirkjunnar sé sama um hvort þessir menn muni dúsa nokkur ár í fangelsi eða ekki, hlýtur hún að mótmæla því að núna verði fest með dómi að sóknargjöld séu ríkisstyrkir en ekki félagsgjöld. Reyndar eru til ein ummæli frá Agnesi biskupi um þetta mál úr viðtali (áður en þetta varð að dómsmáli). Hún sagði að þarna hefði fólk séð „möguleika á því að fá fjármagn frá ríkinu“. Þau ummæli benda reyndar til þess að Agnes líti á sóknargjöld sem framlög frá ríkinu, en ekki félagsgjöld. Þannig að hugsanlega má skilja þögn Þjóðkirkjunnar sem svo að þau viti vel að þetta séu framlög frá ríkinu, en ekki félagsgjöld, og að fullyrðingar þeirra um “félagsgjöld" séu einungis notaðar þegar Þjóðkirkjan reynir að réttlæta hærri framlög frá ríkinu. Er þögn Þjóðkirkjunnar samþykki? Höfundur er í stjórn Vantrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Zuism Dómsmál Alþingi Þjóðkirkjan Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Nú standa yfir réttarhöld yfir tveimur mönnum sem verða mögulega dæmdir í þriggja ára fangelsi. Í ákærunni er glæpur þeirra sagður sá að svíkja „fjárframlög úr ríkissjóði“ og valda „íslenska ríkinu verulegri fjártjónshættu og fjártjóni í reynd“. Þessi meintu fjárframlög úr ríkissjóði voru sóknargjöld. Í hvert einasta skipti sem rætt hefur verið um upphæð sóknargjalda á Alþingi hefur yfirstjórn Þjóðkirkjunnar, með biskup í fararbroddi, mótmælt því harðlega að sóknargjöld séu framlög úr ríkissjóði. Þjóðkirkjan heldur því staðfastlega fram að þetta séu þvert á móti félagsgjöld, sem ríkið er einungis að innheimta fyrir hönd trúfélaganna. Í nýlegri umsögn biskupsstofu við fjárlög 2022 var meira að segja fullyrt að núverandi fjármálaráðherra hefði viðurkennt að lækkun sóknargjalda væri „ígildi fjárdráttar eða þjófnaðar“ - það er að segja að ríkið væri að stela peningum Þjóðkirkjunnar! Ef það er rétt, þá eru þessir tveir menn saklausir. Þá voru engin framlög úr ríkissjóði svikin út og ekkert fjártjón sem íslenska ríkið varð fyrir. Þá fengu þessir menn einfaldlega félagsgjöld frá meðlimum í félaginu þeirra, sem ríkið innheimti fyrir þá. Um þetta hefur verið deilt í réttarhöldunum. Saksóknarinn segir að það sé „lífsseigur misskilningur að ríkið innheimti sóknargjöld“, heldur sé í reynd „um að ræða styrki til trúfélaga sem greiddir séu af almennu skattfé“. Verjandinn mótmælti og sagði að ríkið „átti sennilegast aldrei neitt tilkall til þessara peninga“, sem er satt og rétt, **ef** sóknargjöld eru félagsgjöld. Af hverju hefur ekkert heyrst frá Þjóðkirkjunni til varnar þessum mönnum? Jafnvel þó yfirstjórn Þjóðkirkjunnar sé sama um hvort þessir menn muni dúsa nokkur ár í fangelsi eða ekki, hlýtur hún að mótmæla því að núna verði fest með dómi að sóknargjöld séu ríkisstyrkir en ekki félagsgjöld. Reyndar eru til ein ummæli frá Agnesi biskupi um þetta mál úr viðtali (áður en þetta varð að dómsmáli). Hún sagði að þarna hefði fólk séð „möguleika á því að fá fjármagn frá ríkinu“. Þau ummæli benda reyndar til þess að Agnes líti á sóknargjöld sem framlög frá ríkinu, en ekki félagsgjöld. Þannig að hugsanlega má skilja þögn Þjóðkirkjunnar sem svo að þau viti vel að þetta séu framlög frá ríkinu, en ekki félagsgjöld, og að fullyrðingar þeirra um “félagsgjöld" séu einungis notaðar þegar Þjóðkirkjan reynir að réttlæta hærri framlög frá ríkinu. Er þögn Þjóðkirkjunnar samþykki? Höfundur er í stjórn Vantrúar.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun