Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar

Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómi tálbeitunnar í Gufunesmálinu svokallaða og krefst þess að hún verði sakfelld. Þrír aðrir sakborningar hafa áfrýjað þungum dómum í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Lands­bankinn breytir fram­boði á lánum eftir vaxtadóminn

Aðeins fyrstu kaupendur geta nú fengið verðtryggt íbúðalán og breytilegir vextir bera fast álag ofan á stýrivexti Seðlabankans samkvæmt breytingum sem Landsbankinn hefur gert á framboði sínu á nýjum lánum. Breytingarnar eru gerðar eftir dóm Hæstaréttar sem gerði ákveðna skilmála lána með breytilegum vöxtum ólöglega.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tví­buranna og Samúels Jóa

Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Samúels Jóa Björgvinssonar og tvíburanna Elíasar og Jónasar Shamsudin. Tvíburarnir hluti tveggja og hálfs árs dóma í Landsrétti fyrir fíkniefnalagabrot og Samúel Jói þriggja ára. Ríkissaksóknari óskaði eftir áfrýjunarleyfi og krefst allt að sjö ára fangelsis.

Innlent
Fréttamynd

Laga­leg ó­vissa og kaup­endur byrjaðir að fá nei frá bankanum

Ákvörðun fjármálastofnana um að setja afgreiðslu umsókna um verðtryggð húsnæðislán á ís er þegar farin að hafa áhrif á fasteignamarkaðinn. Dæmi eru um að kaupendur sem höfðu þegar fengið samþykkt greiðslumat vegna fasteignakaupa hafi ekki fengið umbeðin lánagögn afhent þar sem bankinn sagði nei, auk þess sem fáar fyrirspurnir eru að berast fasteignasölum og léleg mæting á opin hús.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Refsi­dómi Diddy verði á­frýjað

Bandaríski tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem P Diddy, hyggst áfrýja fangelsisdómnum sem hann hlaut í byrjun október fyrir vændisstarfsemi. Diddy hlaut fimmtíu mánaða fangelsisdóm og gert að greiða 500 þúsund Bandaríkjadala sektargreiðslu fyrir brot í tveimur ákæruliðum er tengjast flutningi fólks í tengslum við vændisstarfsemi. Hann var sýknaður af öðrum ákæruliðum í sumar.

Erlent
Fréttamynd

Lán­veit­endum vex Vaxta­málið í augum

Arion banki, Landsbankinn og minnst þrír lífeyrissjóðir hafa takmarkað afgreiðslu nýrra íbúðalána í kjölfar dóms Hæstaréttar þar sem ákveðnir lánaskilmálar Íslandsbanka voru dæmdir ólögmætir. Arion banki og Landsbankinn bíða þess að Hæstiréttur dæmi í svipuðum málum höfðuð gegn þeim.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“

Móðir ungs manns sem drukknaði í Vopnafirði í sínum fyrsta túr á sjó segir erfitt að hugsa til þess að skjótari viðbrögð skipverja á bátnum hefðu getað bjargað lífi hans. Hún og barnsfaðir hennar hafa tapað máli gegn útgerðinni á tveimur dómstigum, en ætla sér alla leið með málið hvað sem það kostar.

Innlent
Fréttamynd

Gaf í skyn gróft kyn­líf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi

Bjarki Fjarki Rúnar Gunnarsson hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot með því að ganga í skrokk á konu sem vildi stunda með honum kynlíf. Þótt Bjarki hefði gefið í skyn að vilja stunda gróft kynlíf var talið ljóst að hann gekk langt fram yfir þau mörk sem konan hefði samþykkt. Konan segist tveimur og hálfu ári síðar enn finna verki sem minna hana daglega á barsmíðarnar. 

Innlent
Fréttamynd

Fimm ár fyrir að stinga mann í tví­gang í brjóstið

Landsréttur staðfesti fimm ára fangelsisdóm yfir Sindra Kjartanssyni fyrir tilraun til manndráps í gær. Ekki var fallist á rök Sindra að hann hefði stungið mann í tvígang með hnífi í brjóstið í neyðarvörn eftir að ráðist hefði verið á hann kynferðislega.

Innlent
Fréttamynd

Sýrlendingar sam­þykkja að taka við Kourani

Yfirvöld í Sýrlandi hafa samþykkt að taka við Mohamad Kourani, sem var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir rúmu ári, verði hann sendur þangað. Nú stendur það aðeins á náðunarnefnd að hann verði fluttur úr landi og settur í endurkomubann í áratugi.

Innlent
Fréttamynd

Átta daga seinkun kostar ríkið ní­tján milljónir

Íslenska ríkið þarf að greiða fasteignafélagi í Reykjavík 19 milljónir króna í skaðabætur vegna ólömætrar skyndifriðunar Minjastofnunar árið 2019. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að hóteleigendur hafi misst af átta daga virði af leigutekjum vegna tafa sem friðunin olli.

Innlent
Fréttamynd

Refsing Kristjáns Markúsar milduð

Kristján Markús Sívarsson var í dag dæmdur í eins árs fangelsi í Landsrétti fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Hann hlaut sextán mánaða fangelsisdóm í héraði. Konan sem hann réðst á hlaut höfuðkúpubrot þegar hann kastaði ótilgreindum hlut í hana.

Innlent
Fréttamynd

Bankinn hefur sam­band ef hann skuldar þér pening

Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að því að endurgreiða viðskiptavinum sem hafa greitt of mikið af fasteignalánum sínum, samkvæmt vaxtadómi Hæstaréttar, að sögn bankastjóra. Nú sé verið að skoða hvað það séu margir. Frummat á fjárhagslegu tjóni bankans er þegar komið fram. Bankastjóri útilokar ekki að þriðji aðili endurreikni líka lánasamninga.

Innlent