Gamaldags hugsun í heilbrigðiskerfinu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 17. mars 2022 08:01 Nýlega fóru fram tvennar umræður þingmanna á Alþingi við heilbrigðisráðherra, annars vegar um fjarheilbrigðisþjónustu og hins vegar um geðheilbrigðismál. Oft var enda þörf en nú nauðsyn. Rannsóknir og mælingar benda til þess að geðheilsa hafi farið mjög versnandi og að geðheilbrigðisvandi íslensku þjóðarinnar sé umfangsmikill. Þar spilar heimsfaraldur auðvitað sitt hlutverk, en aðgerðir stjórnvalda til að sporna við faraldrinum hafa haft sérstaklega slæm áhrif á andlega líðan fólks, ekki síst barna og ungmenna. Fjarheilbrigðisþjónusta hefur verið veitt með góðum árangri í dreifbýlum löndum í áratugi. Enda eykur tæknin aðgengi þeirra sem búa í dreifbýli gríðarlega. Á sama tíma og eftirspurn eftir geðheilbrigðisþjónustu hefur aukist, skýtur skökku við að hið opinbera hafi ekki nýtt fjarheilbrigðisþjónustu til að bæta aðgengi og vinna á geðheilbrigðisvandanum. Fjölmargar einkareknar stofur í geðheilbrigðisþjónustu nýta sér þessa tækni sem hefur gefist vel, en hins vegar nýtir engin opinber þjónustustofnun sér hana. Og það þrátt fyrir að til staðar sé íslensk tækni sem hefur öll tilskilin leyfi Landlæknis. Af hverju gengur hinu opinbera mun hægar en einkaaðilum að brjóta niður þá veggi sem stjórnvöld segja að séu til staðar á milli þjónustunnar og þeirrar tækni sem er til staðar? Með því að bjóða bæði upp á stað- og fjarþjónustu um allt land er hægt að stytta biðtíma og -lista, nýta tíma heilbrigðisstarfsfólks betur og byggja upp sterkt teymi stuðnings og aðstoðar. Efling geðheilbrigðisþjónustu er forgangsmál í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar líkt og í þeim fyrri. Getur verið að gamaldags hugsun komi í veg fyrir skynsama uppbyggingu á heilbrigðiskerfinu? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Geðheilbrigði Alþingi Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega fóru fram tvennar umræður þingmanna á Alþingi við heilbrigðisráðherra, annars vegar um fjarheilbrigðisþjónustu og hins vegar um geðheilbrigðismál. Oft var enda þörf en nú nauðsyn. Rannsóknir og mælingar benda til þess að geðheilsa hafi farið mjög versnandi og að geðheilbrigðisvandi íslensku þjóðarinnar sé umfangsmikill. Þar spilar heimsfaraldur auðvitað sitt hlutverk, en aðgerðir stjórnvalda til að sporna við faraldrinum hafa haft sérstaklega slæm áhrif á andlega líðan fólks, ekki síst barna og ungmenna. Fjarheilbrigðisþjónusta hefur verið veitt með góðum árangri í dreifbýlum löndum í áratugi. Enda eykur tæknin aðgengi þeirra sem búa í dreifbýli gríðarlega. Á sama tíma og eftirspurn eftir geðheilbrigðisþjónustu hefur aukist, skýtur skökku við að hið opinbera hafi ekki nýtt fjarheilbrigðisþjónustu til að bæta aðgengi og vinna á geðheilbrigðisvandanum. Fjölmargar einkareknar stofur í geðheilbrigðisþjónustu nýta sér þessa tækni sem hefur gefist vel, en hins vegar nýtir engin opinber þjónustustofnun sér hana. Og það þrátt fyrir að til staðar sé íslensk tækni sem hefur öll tilskilin leyfi Landlæknis. Af hverju gengur hinu opinbera mun hægar en einkaaðilum að brjóta niður þá veggi sem stjórnvöld segja að séu til staðar á milli þjónustunnar og þeirrar tækni sem er til staðar? Með því að bjóða bæði upp á stað- og fjarþjónustu um allt land er hægt að stytta biðtíma og -lista, nýta tíma heilbrigðisstarfsfólks betur og byggja upp sterkt teymi stuðnings og aðstoðar. Efling geðheilbrigðisþjónustu er forgangsmál í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar líkt og í þeim fyrri. Getur verið að gamaldags hugsun komi í veg fyrir skynsama uppbyggingu á heilbrigðiskerfinu? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar