Er eitt stig af karlrembu í lagi? Anna Þorsteinsdóttir skrifar 13. febrúar 2022 22:31 „Já það má segja það, við erum ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, við erum að mæta karlrembu á hæsta stigi.“ Á þessum orðum Kristrúnar Heimisdóttur hefst greinin „Konur í knattspyrnu þurfa að berjast fyrir lífi sínu“ sem birtist í 2. tölublaði Skinfaxa árið 1991. Kristrún var á þessum tíma ritari Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna sem stofnað var árið 1990. Verkefni þessara samtaka voru svo sannarlega stór. Eitt af fyrstu baráttumálum samtakanna var að endurvekja íslenska kvennalandsliðið sem hafði verið lagt niður, einungis nokkrum árum eftir stofnun þess í kringum 1980. Baráttumál samtakanna voru mörg og sum þeirra eiga sem betur fer ekki við í dag. Á þessum tíma var föstum deildarleikjum kvenna frestað skyndilega vegna óvæntra heimaleikja karlaliðs í bikarkeppni eða vegna þess að það gleymdist hreinlega að boða dómara á kvennaleiki. Svo þurfti einnig að berjast fyrir því að mega nota eins takkaskó og karlarnir þegar spilað var á grasi. Í dag eru 31 ár síðan greinin kom út og það er ljóst að margt hefur áunnist í málefnum kvennaknattspyrnunnar á Íslandi. Það veit ég af eigin raun þar sem ég hóf minn knattspyrnuferil ári eftir að samtökin voru stofnuð og ákveðið var að snúa vörn í sókn eins og Kristrún segir í greininni. Það var gaman að alast upp í kvennafótbolta þegar við vorum í sókn en stundum getur verið erfitt að vera alltaf í sókn, sérstaklega þegar andstæðingurinn er hæsta stig af karlrembu. Smám saman dró því úr starfsemi samtakanna sem hefur nú ekki verið starfandi seinustu áratugi. Kannski ekki hæsta stig af karlrembu í dag en er eitt stig af karlrembu í lagi?Það var sláandi að lesa greinina og átta sig á því að allt of mörg baráttumál samtakanna árið 1991 eru að einhverju leyti enn baráttumál í dag. Í greininni er fjallað um skort á konum í stjórnum og þjálfun, orðræðu í kringum knattspyrnuna, dómaramál, leik- og æfingatíma, fjölmiðla, virðingu og mismunandi mat á árangri karla og kvennaliða. Þó svo að margt hafi breyst í þessum málum þá er potturinn enn brotinn á mörgum stöðum. Reyndar er potturinn svo brotinn að ég þurfti ekki að lesa þessa grein til að komast að því að við þurfum að gera betur. Við vorum nú þegar nokkrar konur úr ólíkum áttum fótboltans búnar að hópa okkur saman og komast að því að það er kominn tími. Það er kominn tími til að endurvekja samtökin sem hófu baráttuna fyrir þremur áratugum. Ekki vegna þess að við séum í vörn í dag heldur vegna þess að nú er meðbyr í samfélaginu. Nú er meðbyr með jafnrétti, nú er tækifæri til að stíga næstu skref og fara í sókn með öllu fótboltasamfélaginu. Það er kominn tími til að endurvekja samtökin en nú með öllum þeim sem vilja stuðla að jafnrétti. Samtök þar sem núverandi og fyrrverandi knattspyrnukonur, foreldrar og annað áhugafólk um jafnrétti og knattspyrnu sameinast um að klára verkið sem knattspyrnukonurnar byrjuðu á fyrir 32 árum. Við þurfum hagsmunasamtök fyrir konur í knattspyrnu sem hafa það markmið að auka samstöðu, sýnileika, jafnrétti og virðingu kvenna innan íþróttarinnar. Samtök sem eru hugsuð sem sameiningarafl í jafnréttisbaráttunni, jafnt innan knattspyrnuliðanna sem og hreyfingarinnar. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna verða formlega endurvakinn í Iðnó 25. febrúar 2022. Áhugasamir geta leitað nánari upplýsinga á Facebook hópnum Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna Höfundur er fyrrverandi knattspyrnukona og jafnréttissinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fótbolti Jafnréttismál KSÍ Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
„Já það má segja það, við erum ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, við erum að mæta karlrembu á hæsta stigi.“ Á þessum orðum Kristrúnar Heimisdóttur hefst greinin „Konur í knattspyrnu þurfa að berjast fyrir lífi sínu“ sem birtist í 2. tölublaði Skinfaxa árið 1991. Kristrún var á þessum tíma ritari Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna sem stofnað var árið 1990. Verkefni þessara samtaka voru svo sannarlega stór. Eitt af fyrstu baráttumálum samtakanna var að endurvekja íslenska kvennalandsliðið sem hafði verið lagt niður, einungis nokkrum árum eftir stofnun þess í kringum 1980. Baráttumál samtakanna voru mörg og sum þeirra eiga sem betur fer ekki við í dag. Á þessum tíma var föstum deildarleikjum kvenna frestað skyndilega vegna óvæntra heimaleikja karlaliðs í bikarkeppni eða vegna þess að það gleymdist hreinlega að boða dómara á kvennaleiki. Svo þurfti einnig að berjast fyrir því að mega nota eins takkaskó og karlarnir þegar spilað var á grasi. Í dag eru 31 ár síðan greinin kom út og það er ljóst að margt hefur áunnist í málefnum kvennaknattspyrnunnar á Íslandi. Það veit ég af eigin raun þar sem ég hóf minn knattspyrnuferil ári eftir að samtökin voru stofnuð og ákveðið var að snúa vörn í sókn eins og Kristrún segir í greininni. Það var gaman að alast upp í kvennafótbolta þegar við vorum í sókn en stundum getur verið erfitt að vera alltaf í sókn, sérstaklega þegar andstæðingurinn er hæsta stig af karlrembu. Smám saman dró því úr starfsemi samtakanna sem hefur nú ekki verið starfandi seinustu áratugi. Kannski ekki hæsta stig af karlrembu í dag en er eitt stig af karlrembu í lagi?Það var sláandi að lesa greinina og átta sig á því að allt of mörg baráttumál samtakanna árið 1991 eru að einhverju leyti enn baráttumál í dag. Í greininni er fjallað um skort á konum í stjórnum og þjálfun, orðræðu í kringum knattspyrnuna, dómaramál, leik- og æfingatíma, fjölmiðla, virðingu og mismunandi mat á árangri karla og kvennaliða. Þó svo að margt hafi breyst í þessum málum þá er potturinn enn brotinn á mörgum stöðum. Reyndar er potturinn svo brotinn að ég þurfti ekki að lesa þessa grein til að komast að því að við þurfum að gera betur. Við vorum nú þegar nokkrar konur úr ólíkum áttum fótboltans búnar að hópa okkur saman og komast að því að það er kominn tími. Það er kominn tími til að endurvekja samtökin sem hófu baráttuna fyrir þremur áratugum. Ekki vegna þess að við séum í vörn í dag heldur vegna þess að nú er meðbyr í samfélaginu. Nú er meðbyr með jafnrétti, nú er tækifæri til að stíga næstu skref og fara í sókn með öllu fótboltasamfélaginu. Það er kominn tími til að endurvekja samtökin en nú með öllum þeim sem vilja stuðla að jafnrétti. Samtök þar sem núverandi og fyrrverandi knattspyrnukonur, foreldrar og annað áhugafólk um jafnrétti og knattspyrnu sameinast um að klára verkið sem knattspyrnukonurnar byrjuðu á fyrir 32 árum. Við þurfum hagsmunasamtök fyrir konur í knattspyrnu sem hafa það markmið að auka samstöðu, sýnileika, jafnrétti og virðingu kvenna innan íþróttarinnar. Samtök sem eru hugsuð sem sameiningarafl í jafnréttisbaráttunni, jafnt innan knattspyrnuliðanna sem og hreyfingarinnar. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna verða formlega endurvakinn í Iðnó 25. febrúar 2022. Áhugasamir geta leitað nánari upplýsinga á Facebook hópnum Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna Höfundur er fyrrverandi knattspyrnukona og jafnréttissinni.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun