Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Barcelona vann 1-0 sigur á Benfica í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Fótbolti 5.3.2025 19:33
Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Bayern München er í fínum málum eftir 3-0 sigur á Bayer Leverkusen í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Fótbolti 5.3.2025 19:33
Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Liverpool getur þakkað fyrir að fara til baka frá París með 1-0 sigur á Paris Saint Germain en það lá á liðinu í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Fótbolti 5.3.2025 19:32
Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Manchester United þarf að slá út Orra Óskarsson og félaga í Real Sociedad til að eiga enn möguleika á titli á þessari leiktíð. Rúben Amorim, stjóri United, segir félagið hins vegar hafa um „stærri hluti“ að hugsa en að vinna titil í vor. Fótbolti 5. mars 2025 16:00
Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Í fyrsta sinn verður hálfleikssýning í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í fótbolta á næsta ári. Um er að ræða svipaða sýningu og er í úrslitaleik NFL-deildarinnar í Bandaríkjunum, Super Bowl. Fótbolti 5. mars 2025 15:18
Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Þeir Albert Ingason og Ólafur Kristjánsson hrósuðu Hákoni Arnari Haraldssyni, leikmanni Lille, í hástert fyrir frammistöðu hans í leiknum gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í gær. Þeir sögðu að Skagamaðurinn væri draumur þjálfarans. Fótbolti 5. mars 2025 14:32
Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Hákon Arnar Haraldsson skoraði jöfnunarmark Lille gegn Borussia Dortmund í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Fótbolti 5. mars 2025 13:03
FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Gabonski fótboltaþjálfarinn Patrick Assoumou Eyi, sem er jafnan kallaður Capello, hefur verið dæmdur í lífstíðarbann af Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, fyrir að beita leikmenn sína kynferðisofbeldi. Fótbolti 5. mars 2025 12:32
Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu í fótbolta eiga fyrir höndum einvígi við landsliðs Búlgaríu sem er allt í einu orðið þjálfaralaust eftir talsverða ringulreið. Fótbolti 5. mars 2025 12:02
Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, vill ekki ganga svo langt að segja að lið sitt sé það besta í Evrópu eins og Luis Enrique, stjóri PSG, talaði um í aðdraganda stórleiks liðanna í kvöld. Fótbolti 5. mars 2025 09:30
Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Hinn 19 ára Benoný Breki Andrésson skoraði annan leikinn í röð, með frábærum skalla, þegar hann tryggði Stockport County stig gegn Northampton Town í ensku C-deildinni í fótbolta í gærkvöld. Enski boltinn 5. mars 2025 09:30
Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Arsenal-menn fóru á kostum í Hollandi í gærkvöld og unnu frábæran 7-1 sigur gegn PSV Eindhoven sem án efa mun duga liðinu til að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Mörkin úr leiknum, sem og mörkin úr Madridarslagnum, má nú sjá á Vísi. Fótbolti 5. mars 2025 08:30
Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Jason McAteer spilaði á sínum tíma hundrað leiki fyrir Liverpool en hann hefur nú rætt opinskátt og af hugrekki um andlegu erfiðleika sína sem hann glímdi við eftir að fótboltaskórnir fóru upp á hilluna. Enski boltinn 5. mars 2025 07:02
Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hákon Arnar Haraldsson tryggði Lille 1-1 jafntefli á móti Borussia Dortmund í gær í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 5. mars 2025 06:31
Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Einn stærsti stuðningsmannaklúbbur Manchester United vill senda skýr skilaboð til eiganda félagsins á næsta heimaleik liðsins sem verður á móti Arsenal á Old Trafford. Enski boltinn 4. mars 2025 23:33
Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Hákon Arnar Haraldsson var kátur í viðtali í leikslok í kvöld en hann átti mjög góðan leik í 1-1 jafntefli Lille á útivelli á móti Borussia Dortmund. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 4. mars 2025 22:50
Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Declan Rice og félagar hans í Arsenal kláruðu einvígið við PSV Eindhoven í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar strax í fyrri leiknum með 7-1 sigri í Hollandi í kvöld. Fótbolti 4. mars 2025 22:25
Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var hetja síns liðs í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Fótbolti 4. mars 2025 21:56
Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Arsenal er nánast komið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu i fótbolta eftir stórsigur á útivelli í fyrri leiknum á móti PSV Eindhoven í kvöld. Fótbolti 4. mars 2025 21:55
Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Brahim Diaz var hetja Real Madrid í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á nágrönnum sínum í Atletico Madrid í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Fótbolti 4. mars 2025 21:52
Benoný Breki áfram á skotskónum Benoný Breki Andrésson tryggði Stockport County 1-1 jafntefli á útivelli á móti Northampton Town í ensku C-deildinni í fótbolta í kvöld. Enski boltinn 4. mars 2025 21:42
Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Valskonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Lengjubikar kvenna í fótbolta í kvöld en þær unnu þá 5-0 sigur á Tindastól á Hlíðarenda. Íslenski boltinn 4. mars 2025 21:21
Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Landsliðskonan Guðrún Arnardóttir leiddi lið sitt til sigurs í sænsku bikarkeppninni í kvöld. Fótbolti 4. mars 2025 19:49
Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Aston Villa gerði góða ferð til Belgíu í kvöld og vann þá 3-1 sigur á Club Brugge í fyrsta leik sextán liða úrslita Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Fótbolti 4. mars 2025 19:35