Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg

Næsta kvikmynd Baltasars Kormáks er spennutryllirinn The Big Fix frá Netflix um skrifstofumann hjá FIFA sem afhjúpar stórt veðmálasvindl tengt kínversku mafíunni og endar í eltingaleik við metnaðarfullan svindlara. Mark Wahlberg og Riz Ahmed fara með aðalhlutverkin.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai

Dominik Szoboszlai renndi boltanum undir varnarvegg og skoraði mark beint úr aukaspyrnu fyrir Liverpool í 3-0 sigri gegn Marseille í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Hann segir þetta ekki hafa verið neina skyndiákvörðun.

Fótbolti
Fréttamynd

Óttast að Grealish verði lengi frá

Stuðningsmenn Everton bíða með öndina í hálsinum eftir niðurstöðum úr rannsóknum vegna meiðsla Jack Grealish, stoðsendingahæsta leikmanns liðsins á tímabilinu. Óttast er að hann verði lengi frá.

Enski boltinn
Fréttamynd

Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös

Thomas Frank hefur verið undir mikilli pressu síðustu daga og vikur í starfi knattspyrnustjóra Tottenham, en hann fagnaði fyrsta sigri ársins í gærkvöldi og verðlaunaði sig með tveimur stórum rauðvínsglösum.

Fótbolti