Svandís staðfestir svikin við sjávarbyggðirnar! Eyjólfur Ármannsson skrifar 11. febrúar 2022 09:02 Hinn 7. febrúar sl. spurði ég Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á Alþingi hvort hún hygðist að styðja frumvarp Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur um að tryggja 48 veiðidaga strandveiðanna, festa í lög og auka heimildir ráðherra til að flytja milli flokka innan atvinnu- og byggðakvótakerfisins. Svandís hafði þá nýlokið við að skerða þorskveiðiheimildir í strandveiðikerfinu um 1.500 tonn sem var fyrsta embættisverk hennar í nýrri ríkisstjórn. Ég fór fram á einfalt svar frá ráðherra, já eða nei. Og svarið var afdráttarlaust NEI. Svandís samþykkir ekki frumvarp flokkssystur sinnar! Frumvarpið vakti eðlilega miklar væntingar meðal strandveiðimanna eftir hið furðulega útspil matvælaráðherrans og félög strandveiðimanna víða um landið höfðu lýst yfir stuðningi við það. Jafnframt studdi Flokkur fólksins frumvarpið heils hugar. Leikið tveimur skjöldum Neitun ráðherra VG er í hrópandi ósamræmi við hástemmdar yfrlýsingar VG í kosningabaráttunni í NV kjördæmi sl. haust: „Nýta má strandveiðar til að efla jafnrétti og stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Við viljum efla fjölbreytt útgerðarform með öflugum strandveiðum og byggðatengdum aflaheimildum og koma í veg fyrir mikla samþjöppun svo byggðirnar blómstri.“ Ákvörðun sjávarútvegsráðherra um skerðingu þorskveiðiheimilda er óskiljanleg sé mark tekið á kosningabaráttu VG og stefnuskrá flokksins. En hún er hins vegar auðskiljanleg þegar skrif sérhagmunagæslu stórútgerðarinnar og kvótaeigenda eru skoðuð. „Samtökin leggja þunga áherslu á að aflamagn til strandveiða verði ekki aukið með neinum hætti á kostnað atvinnuveiðanna.“ Brot á búseturétti og atvinnufrelsi Undan ströndum Íslands eru ein gjöfulustu fiskimið í heimi. Þessa auðlind hafa Íslendingar nýtt frá því land byggðist. Íbúar sjávarbyggðanna eiga tilkall til fiskimiðanna undan ströndum landsins. Takmarkanir stjórnvalda á veiðum íbúa undan ströndum sjávarbyggðanna eru því skerðing á búseturétti sjávarbyggðanna. Takmarkanir á atvinnufrelsi þurfa að byggjast á sterkum rökum og ekki ganga lengra en nauðsyn krefur, það er meðalhófið. Aflahámark, sem takmarkar fiskveiðar, á eingöngu að ná til þeirra veiða sem ógna fiskistofnum, ekki til veiða sem ógna þeim ekki. Handfæraveiðar ógna alls ekki fiskistofnum og það munar ekkert um þessi 1.500 tonn í heildarafla Íslendinga en sjávarbyggðunum blæðir ef þetta er tekið af þeim. Höfum hugfast að strandveiðar valda minnstu raski í hafrýminu, hafa minnsta kolefnissporið og hámarka verðmæti aflans. Barátta fyrir mannréttindum Sagt er að leiðin til Heljar sé vörðuð góðum áformum. Kvótakerfið, sem komið var á til bráðabirgða 1984, er slík varða fyrir margar sjávarbyggðir. Aflamark í þorski var þá lækkað í 220.000 tonn til að byggja upp þorskstofninn. Það eru sömu veiðiheimildir og í dag! Árangurinn er sem sagt enginn. Örfáir útgerðarmenn náðu með tímanum til sín mestum hluta aflamarksins og skeyttu litlu um sjávarbyggðirnar. Kvótakerfið er óbreytt og sjávarbyggðum heldur áfram að hnigna og íbúum fækkar. Þessi þróun mun halda áfram verði ekki nýtingarréttur sjávarbyggðanna viðurkenndur. Það er hin brennandi spurning um viðurkenningu á atvinnufrelsi og búseturétti fólksins í landinu. Bann við frjálsum handfæraveiðum er mannréttindabrot og svikin loforð VG við íbúa sjávarbyggða frá því fyrir kosningar tala sínu máli um pólitískan heiðarleika þess flokks sem stýrir þessum málaflokki í dag. Höfundur er alþingismaður Flokks fólksins fyrir Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Byggðamál Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Hinn 7. febrúar sl. spurði ég Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á Alþingi hvort hún hygðist að styðja frumvarp Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur um að tryggja 48 veiðidaga strandveiðanna, festa í lög og auka heimildir ráðherra til að flytja milli flokka innan atvinnu- og byggðakvótakerfisins. Svandís hafði þá nýlokið við að skerða þorskveiðiheimildir í strandveiðikerfinu um 1.500 tonn sem var fyrsta embættisverk hennar í nýrri ríkisstjórn. Ég fór fram á einfalt svar frá ráðherra, já eða nei. Og svarið var afdráttarlaust NEI. Svandís samþykkir ekki frumvarp flokkssystur sinnar! Frumvarpið vakti eðlilega miklar væntingar meðal strandveiðimanna eftir hið furðulega útspil matvælaráðherrans og félög strandveiðimanna víða um landið höfðu lýst yfir stuðningi við það. Jafnframt studdi Flokkur fólksins frumvarpið heils hugar. Leikið tveimur skjöldum Neitun ráðherra VG er í hrópandi ósamræmi við hástemmdar yfrlýsingar VG í kosningabaráttunni í NV kjördæmi sl. haust: „Nýta má strandveiðar til að efla jafnrétti og stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Við viljum efla fjölbreytt útgerðarform með öflugum strandveiðum og byggðatengdum aflaheimildum og koma í veg fyrir mikla samþjöppun svo byggðirnar blómstri.“ Ákvörðun sjávarútvegsráðherra um skerðingu þorskveiðiheimilda er óskiljanleg sé mark tekið á kosningabaráttu VG og stefnuskrá flokksins. En hún er hins vegar auðskiljanleg þegar skrif sérhagmunagæslu stórútgerðarinnar og kvótaeigenda eru skoðuð. „Samtökin leggja þunga áherslu á að aflamagn til strandveiða verði ekki aukið með neinum hætti á kostnað atvinnuveiðanna.“ Brot á búseturétti og atvinnufrelsi Undan ströndum Íslands eru ein gjöfulustu fiskimið í heimi. Þessa auðlind hafa Íslendingar nýtt frá því land byggðist. Íbúar sjávarbyggðanna eiga tilkall til fiskimiðanna undan ströndum landsins. Takmarkanir stjórnvalda á veiðum íbúa undan ströndum sjávarbyggðanna eru því skerðing á búseturétti sjávarbyggðanna. Takmarkanir á atvinnufrelsi þurfa að byggjast á sterkum rökum og ekki ganga lengra en nauðsyn krefur, það er meðalhófið. Aflahámark, sem takmarkar fiskveiðar, á eingöngu að ná til þeirra veiða sem ógna fiskistofnum, ekki til veiða sem ógna þeim ekki. Handfæraveiðar ógna alls ekki fiskistofnum og það munar ekkert um þessi 1.500 tonn í heildarafla Íslendinga en sjávarbyggðunum blæðir ef þetta er tekið af þeim. Höfum hugfast að strandveiðar valda minnstu raski í hafrýminu, hafa minnsta kolefnissporið og hámarka verðmæti aflans. Barátta fyrir mannréttindum Sagt er að leiðin til Heljar sé vörðuð góðum áformum. Kvótakerfið, sem komið var á til bráðabirgða 1984, er slík varða fyrir margar sjávarbyggðir. Aflamark í þorski var þá lækkað í 220.000 tonn til að byggja upp þorskstofninn. Það eru sömu veiðiheimildir og í dag! Árangurinn er sem sagt enginn. Örfáir útgerðarmenn náðu með tímanum til sín mestum hluta aflamarksins og skeyttu litlu um sjávarbyggðirnar. Kvótakerfið er óbreytt og sjávarbyggðum heldur áfram að hnigna og íbúum fækkar. Þessi þróun mun halda áfram verði ekki nýtingarréttur sjávarbyggðanna viðurkenndur. Það er hin brennandi spurning um viðurkenningu á atvinnufrelsi og búseturétti fólksins í landinu. Bann við frjálsum handfæraveiðum er mannréttindabrot og svikin loforð VG við íbúa sjávarbyggða frá því fyrir kosningar tala sínu máli um pólitískan heiðarleika þess flokks sem stýrir þessum málaflokki í dag. Höfundur er alþingismaður Flokks fólksins fyrir Norðvesturkjördæmi.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun