Málefni sjúklinga með endómetríósu tekin til tímabærrar skoðunar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 18. janúar 2022 07:01 Heilbrigðisráðherra hefur svarað fyrirspurn minni á Alþingi um meðhöndlun endómetríósu (legslímuflakks). Líkt og ég hef áður fjallað um á þessum vettvangi, getur sjúkdómurinn valdið sárum verkjum og ófrjósemi, en talið er að hann hrjái allt að 10% kvenna og að meðalgreiningartími hans sé allt að 7-9 ár. Í svari heilbrigðisráðherra kemur fram að meðalbiðtími sjúklinga sem þjást af endómetríósu eftir fyrsta viðtali við lækni á Kvenlækningadeild eru sex mánuðir, en 49 sjúklingar eru nú á bið eftir fyrsta viðtali og 92 eftir framhaldsviðtali eða eftirliti hjá læknum. Biðtími til að komast að í verkjateymi Landspítala er sömuleiðis sex mánuðir ef beiðni kemur að utan. Biðtími vegna beiðna innan spítalans vegna erfiðra vandamála er sagður vera yfirleitt innan við mánuður. Í svarinu kemur jafnframt fram að heilbrigðisráðherra vinni nú að styttingu biðtíma innan alls heilbrigðiskerfisins og að hann hafi nú kallað eftir upplýsingum frá Landspítala um hvort og þá hvernig megi stytta greiningartíma endómetríósu. Það er í samræmi við nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem leggur áherslu á heilbrigðisþjónustu út frá þörfum sjúklinga. Í svarinu kemur einnig fram að það sé til sérstakrar skoðunar innan heilbrigðisráðuneytisins hvernig hægt sé að efla þjónustu við sjúklinga sem glíma við endómetríósu. Það er mikið réttindamál fyrir svo stóran hóp sjúklinga að fá rétta greiningu og meðhöndlun við sjúkdómnum eins snemma og hægt er. Það er ekki boðlegt að fjöldi sjúklinga bíði árum saman eftir réttri greiningu og þá eftir viðtali og réttri meðhöndlun mánuðum saman. Af svari heilbrigðisráðherra má ráða að málefni sjúklinga með endómetríósa hafi nú verið tekin til tímabærrar skoðunar og að umbóta sé að vænta. Það er fagnaðarefni fyrir sjúklinga sem hafa liðið bæði líkamlegar og andlegar kvalir af völdum sjúkdómsins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Diljá Mist Einarsdóttir Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur svarað fyrirspurn minni á Alþingi um meðhöndlun endómetríósu (legslímuflakks). Líkt og ég hef áður fjallað um á þessum vettvangi, getur sjúkdómurinn valdið sárum verkjum og ófrjósemi, en talið er að hann hrjái allt að 10% kvenna og að meðalgreiningartími hans sé allt að 7-9 ár. Í svari heilbrigðisráðherra kemur fram að meðalbiðtími sjúklinga sem þjást af endómetríósu eftir fyrsta viðtali við lækni á Kvenlækningadeild eru sex mánuðir, en 49 sjúklingar eru nú á bið eftir fyrsta viðtali og 92 eftir framhaldsviðtali eða eftirliti hjá læknum. Biðtími til að komast að í verkjateymi Landspítala er sömuleiðis sex mánuðir ef beiðni kemur að utan. Biðtími vegna beiðna innan spítalans vegna erfiðra vandamála er sagður vera yfirleitt innan við mánuður. Í svarinu kemur jafnframt fram að heilbrigðisráðherra vinni nú að styttingu biðtíma innan alls heilbrigðiskerfisins og að hann hafi nú kallað eftir upplýsingum frá Landspítala um hvort og þá hvernig megi stytta greiningartíma endómetríósu. Það er í samræmi við nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem leggur áherslu á heilbrigðisþjónustu út frá þörfum sjúklinga. Í svarinu kemur einnig fram að það sé til sérstakrar skoðunar innan heilbrigðisráðuneytisins hvernig hægt sé að efla þjónustu við sjúklinga sem glíma við endómetríósu. Það er mikið réttindamál fyrir svo stóran hóp sjúklinga að fá rétta greiningu og meðhöndlun við sjúkdómnum eins snemma og hægt er. Það er ekki boðlegt að fjöldi sjúklinga bíði árum saman eftir réttri greiningu og þá eftir viðtali og réttri meðhöndlun mánuðum saman. Af svari heilbrigðisráðherra má ráða að málefni sjúklinga með endómetríósa hafi nú verið tekin til tímabærrar skoðunar og að umbóta sé að vænta. Það er fagnaðarefni fyrir sjúklinga sem hafa liðið bæði líkamlegar og andlegar kvalir af völdum sjúkdómsins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun