Legslímuflakk: bráðnauðsynlegar umbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 15. desember 2021 09:00 Legslímuflakk (endometriosis) er sjúkdómur sem getur valdið sárum verkjum og ófrjósemi, en talið er að sjúkdómurinn hrjái allt að 10% kvenna. Einkenni sjúkdómsins eru mismunandi og geta verið óljós og breytileg milli tímabila hjá sama sjúklingi og því getur reynst erfitt að greina hann. Greiningartími er því oftar en ekki fleiri ár. Á kvenlækningadeild Landspítalans starfar þverfaglegt legslímuflakks-teymi. Þangað er sjúklingum vísað með tilvísun eða beiðni frá sérfræðilæknum. Meðhöndlun legslímuflakks hefst oft með lyfjameðferð en þörf er á aðgerð í svæfingu til að staðfesta greiningu og til að meðhöndla sjúkdóminn ef lyfjameðferð dugar ekki. Sjúklingunum eru gefin verkjalyf við verkjum sem verulega takmarka lífsgæði. Auk þess felst meðferðin í félagsráðgjöf og sálfræðiþjónustu þar eð sjúkdómurinn getur haft mikil andleg áhrif og leitt til þunglyndis, kvíða og andlegrar vanlíðan. Að sögn samtaka um endómetríósu getur biðtími eftir viðtali verið langur og mikið er um rangar greiningar áður en sjúkdómurinn er loks greindur. Þá kann skaðinn að vera orðinn mikill, bæði líkamlega og andlega. Biðtími eftir aðgerð er sömuleiðis langur og þar sem hún er síðasta meðferðarúrræðið, er ástand sjúklingsins jafnan orðið mjög slæmt. Verkjaástand er orðið viðvarandi og viðkomandi jafnvel óvinnufær. Fjöldi sjúklinga innan samtakanna skoðar nú leiðir til að fá lausn sinna mála erlendis og þó nokkrir hafa þegar leitað út fyrir landsteinana til frekari meðhöndlunar þar. Það er mikið réttindamál fyrir svo stóran hóp sjúklinga að fá rétta greiningu og meðhöndlun við sjúkdómnum eins snemma og hægt er. Það er ekki boðlegt að fjöldi sjúklinga bíði árum saman eftir réttri greiningu og þá eftir viðtali og réttri meðhöndlun mánuðum saman. Þeir eru verkjaðir, upplifa sig hjálparlausa og eru jafnvel óvirkir í samfélaginu og á atvinnumarkaði. Upplýsingar og leiðbeiningar um greiningu og meðhöndlun legslímuflakks þurfa að vera útbreiddari. Mjög mikilvægt er að vinna á biðlistum eftir viðtali og meðhöndlun sjúkdómsins. Ég hef nú lagt fram fyrirspurn á Alþingi til heilbrigðisráðherra varðandi meðhöndlun legslímuflakks. Athygli heilbrigðisyfirvalda hefur skiljanlega beinst í eina átt um nokkurt skeið. Ég hef fulla trú á að ráðherra taki þetta nú til tímabærrar skoðunar og beiti sér fyrir bráðnauðsynlegum umbótum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Kvenheilsa Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Legslímuflakk (endometriosis) er sjúkdómur sem getur valdið sárum verkjum og ófrjósemi, en talið er að sjúkdómurinn hrjái allt að 10% kvenna. Einkenni sjúkdómsins eru mismunandi og geta verið óljós og breytileg milli tímabila hjá sama sjúklingi og því getur reynst erfitt að greina hann. Greiningartími er því oftar en ekki fleiri ár. Á kvenlækningadeild Landspítalans starfar þverfaglegt legslímuflakks-teymi. Þangað er sjúklingum vísað með tilvísun eða beiðni frá sérfræðilæknum. Meðhöndlun legslímuflakks hefst oft með lyfjameðferð en þörf er á aðgerð í svæfingu til að staðfesta greiningu og til að meðhöndla sjúkdóminn ef lyfjameðferð dugar ekki. Sjúklingunum eru gefin verkjalyf við verkjum sem verulega takmarka lífsgæði. Auk þess felst meðferðin í félagsráðgjöf og sálfræðiþjónustu þar eð sjúkdómurinn getur haft mikil andleg áhrif og leitt til þunglyndis, kvíða og andlegrar vanlíðan. Að sögn samtaka um endómetríósu getur biðtími eftir viðtali verið langur og mikið er um rangar greiningar áður en sjúkdómurinn er loks greindur. Þá kann skaðinn að vera orðinn mikill, bæði líkamlega og andlega. Biðtími eftir aðgerð er sömuleiðis langur og þar sem hún er síðasta meðferðarúrræðið, er ástand sjúklingsins jafnan orðið mjög slæmt. Verkjaástand er orðið viðvarandi og viðkomandi jafnvel óvinnufær. Fjöldi sjúklinga innan samtakanna skoðar nú leiðir til að fá lausn sinna mála erlendis og þó nokkrir hafa þegar leitað út fyrir landsteinana til frekari meðhöndlunar þar. Það er mikið réttindamál fyrir svo stóran hóp sjúklinga að fá rétta greiningu og meðhöndlun við sjúkdómnum eins snemma og hægt er. Það er ekki boðlegt að fjöldi sjúklinga bíði árum saman eftir réttri greiningu og þá eftir viðtali og réttri meðhöndlun mánuðum saman. Þeir eru verkjaðir, upplifa sig hjálparlausa og eru jafnvel óvirkir í samfélaginu og á atvinnumarkaði. Upplýsingar og leiðbeiningar um greiningu og meðhöndlun legslímuflakks þurfa að vera útbreiddari. Mjög mikilvægt er að vinna á biðlistum eftir viðtali og meðhöndlun sjúkdómsins. Ég hef nú lagt fram fyrirspurn á Alþingi til heilbrigðisráðherra varðandi meðhöndlun legslímuflakks. Athygli heilbrigðisyfirvalda hefur skiljanlega beinst í eina átt um nokkurt skeið. Ég hef fulla trú á að ráðherra taki þetta nú til tímabærrar skoðunar og beiti sér fyrir bráðnauðsynlegum umbótum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun