Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar 7. nóvember 2025 13:32 Á þingum Íþróttasambands Íslands og Ungmennafélag Íslands, fyrr á þessu ári var samþykkt ályktun um að fá ríkisvaldið, með íþróttahreyfingunni á Íslandi, í þá vegferð að greina hagræn áhrif íþrótta á Íslenskt samfélag. Þá var lagt til að eftirfarandi þættir yrðu greindir: Efnahagsleg áhrif. Félagsleg áhrif. Heilsufarsleg áhrif Samfélagslegt mikilvægi. Stjórnvöld hafa á undanförnum árum ráðist í ýmsar útttektir, á ýmsum málaflokkum og hagrænum áhrifum þeirra, m.a menningu og listum, ferðaþjónustu, tónlistarskólum ofl. Nú finnst okkur í íþróttahreyfingunni að það sé komið að okkur. Starfsemi íþróttahreyfingarinnar er ekki lögbundin, þó hennar sé getið í íþróttalögum.Vegna þess er hreyfingin mjög viðkvæm fyrir fjárframlögum og niðurskurði til hennar. Á góðum degi er hreyfingin mærð fyrir starfsemi sína og allt það forvarnargildi og góða starf sem unnið er með börnum og unglingum. En á sama tíma er fjármagn til hennar af mjög skornum skammti og hreyfingin á barmi þess að geta haldið þessu góða starfi áfram.Þess vegna er mikilvægt að framlag hreyfingarinnar til samfélagsins sé sýnilegt, það greint og fyrir liggi óyggjandi sönnun á mikilvægi starfsemi hennar. Íþróttir barna og unglinga snerta marga málaflokka, svo sem , heilbrigðismál, félagsmál, byggðamál ofl.Margar rannsóknir hafa staðfest, margítrekað, líkamleg, andleg og félagsleg áhrif íþrótta og hvað þær skipta miklu máli í samfélaginu. Þær hafa einnig sýnt að fjárfesting í íþróttastarfi, skilar sér margfalt til baka í sparnaði og ábata fyrir samfélagið. Tölur sem nefndar hafa verið í innlendum og erlendum rannsóknum, sýna að fyrir hverja krónu sem fjárfest er í íþróttum, skila sér að minnsta kosti 3-8 krónur til baka til samfélagsins, m.a í formi, betri heilsu, minni heilbrigðiskostnaðar, aukinnar framleiðni og sterkari félagslegrar samheldni. Vegna þessa ítrekar íþróttahreyfingin þá ósk að ríkisvaldið komi með í þá vegferð að greina þessi hagrænu áhrif, aðstæður og áskoranir í starfseminni, til þess að byggja undir traustar forsendur í starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga. Hreyfingin rær lífróður, hvað varðar fjárhagslegan rekstur hennar og aðkomu sjálfboðaliða að starfinu. Ef ekkert verður að gert, mun þetta starf leggjast af eða færast til ríkis og sveitarfélaga. En áður en til þess kemur vill hreyfingin reyna til þrautar að ná eyrum stjórnvalda, ríkis og sveitarfélaga, um enn nánara samstarf og fjárhagslega tryggingu, öllu samfélaginu til heilla. Helgi Sigurður Haraldsson formaður Ungmennafélags Selfoss og stjórnarmaður í UMFÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Á þingum Íþróttasambands Íslands og Ungmennafélag Íslands, fyrr á þessu ári var samþykkt ályktun um að fá ríkisvaldið, með íþróttahreyfingunni á Íslandi, í þá vegferð að greina hagræn áhrif íþrótta á Íslenskt samfélag. Þá var lagt til að eftirfarandi þættir yrðu greindir: Efnahagsleg áhrif. Félagsleg áhrif. Heilsufarsleg áhrif Samfélagslegt mikilvægi. Stjórnvöld hafa á undanförnum árum ráðist í ýmsar útttektir, á ýmsum málaflokkum og hagrænum áhrifum þeirra, m.a menningu og listum, ferðaþjónustu, tónlistarskólum ofl. Nú finnst okkur í íþróttahreyfingunni að það sé komið að okkur. Starfsemi íþróttahreyfingarinnar er ekki lögbundin, þó hennar sé getið í íþróttalögum.Vegna þess er hreyfingin mjög viðkvæm fyrir fjárframlögum og niðurskurði til hennar. Á góðum degi er hreyfingin mærð fyrir starfsemi sína og allt það forvarnargildi og góða starf sem unnið er með börnum og unglingum. En á sama tíma er fjármagn til hennar af mjög skornum skammti og hreyfingin á barmi þess að geta haldið þessu góða starfi áfram.Þess vegna er mikilvægt að framlag hreyfingarinnar til samfélagsins sé sýnilegt, það greint og fyrir liggi óyggjandi sönnun á mikilvægi starfsemi hennar. Íþróttir barna og unglinga snerta marga málaflokka, svo sem , heilbrigðismál, félagsmál, byggðamál ofl.Margar rannsóknir hafa staðfest, margítrekað, líkamleg, andleg og félagsleg áhrif íþrótta og hvað þær skipta miklu máli í samfélaginu. Þær hafa einnig sýnt að fjárfesting í íþróttastarfi, skilar sér margfalt til baka í sparnaði og ábata fyrir samfélagið. Tölur sem nefndar hafa verið í innlendum og erlendum rannsóknum, sýna að fyrir hverja krónu sem fjárfest er í íþróttum, skila sér að minnsta kosti 3-8 krónur til baka til samfélagsins, m.a í formi, betri heilsu, minni heilbrigðiskostnaðar, aukinnar framleiðni og sterkari félagslegrar samheldni. Vegna þessa ítrekar íþróttahreyfingin þá ósk að ríkisvaldið komi með í þá vegferð að greina þessi hagrænu áhrif, aðstæður og áskoranir í starfseminni, til þess að byggja undir traustar forsendur í starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga. Hreyfingin rær lífróður, hvað varðar fjárhagslegan rekstur hennar og aðkomu sjálfboðaliða að starfinu. Ef ekkert verður að gert, mun þetta starf leggjast af eða færast til ríkis og sveitarfélaga. En áður en til þess kemur vill hreyfingin reyna til þrautar að ná eyrum stjórnvalda, ríkis og sveitarfélaga, um enn nánara samstarf og fjárhagslega tryggingu, öllu samfélaginu til heilla. Helgi Sigurður Haraldsson formaður Ungmennafélags Selfoss og stjórnarmaður í UMFÍ.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun