Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar 6. nóvember 2025 21:03 Í svari ríkislögreglustjóra þann 5. nóvember, við beiðni dómsmálaráðherra um upplýsingar vegna furðulegra kaupa á „ráðgjöf“ fyrir á annað hundrað milljónir, segir eftirfarandi: „Embætti ríkislögreglustjóra tekur mjög alvarlega þá annmarka sem hafa komið fram um kaup stofnunarinnar á ráðgjöf og þjónustu utanaðkomandi sérfræðinga eða ráðgjafa og greiðslna til verktaka. Við höfum unnið að ítarlegum verklagsreglum um innkaup og samningagerð sem ætlað er að tryggja fullt gagnsæi og samræmi við lög um opinber innkaup. Drög að þessum reglum fylgja hér með til upplýsingar. Auk þess hefur verið settur á fót starfshópur innan embættisins með fulltrúa innkaupastjóra, fjármálastjóra og yfirlögfræðings til að fullvinna og innleiða framangreindar verklagsreglur fyrir 30. nóvember nk.“ Hér fer Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mildum orðum um eigið framferði, þar sem alvarleg brot eru bara "annmarkar". Maður veltir einnig fyrir sér hvað henni fannst áður fyrr um það gagnsæi sem ætti að ríkja í störfum hennar. Ekki síður áhugavert er að það sé fyrst nú sem henni finnst ástæða til að „tryggja“ að hún hagi sér í „samræmi við lög“. Ekki virðist ástæða til að efast um að það sem Sigríður nefnir í bréfinu sé nauðsynlegt, í ljósi framferðis hennar í umræddu máli. Hins vegar er full ástæða til að efast um að hinni seku, ríkislögreglustjóranum sjálfum, sé treystandi til að laga þessa bresti. Annars vegar er það jú hún sem braut svona alvarlega af sér, og hins vegar á hún að baki langan brotaferil í starfi, eins og rakið var hér, sem gerir hana ekki traustvekjandi umbótamanneskju. Síðast en ekki síst er orðið ljóst að Sigríður Björk er gersamlega rúin því trausti almennings sem nauðsynlegt er að æðsti yfirmaður lögreglu í landinu hafi, enda óviðunandi að í því embætti sitji manneskja sem sjálf er sífellt að brjóta lög. Ef friður á að skapast um störf lögreglu, og ef almenningur á að geta treyst æðsta yfirmanni hennar, þá verður Sigríður Björk að víkja. Höfundur er stærðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá? Þorkell Helgason Skoðun Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í svari ríkislögreglustjóra þann 5. nóvember, við beiðni dómsmálaráðherra um upplýsingar vegna furðulegra kaupa á „ráðgjöf“ fyrir á annað hundrað milljónir, segir eftirfarandi: „Embætti ríkislögreglustjóra tekur mjög alvarlega þá annmarka sem hafa komið fram um kaup stofnunarinnar á ráðgjöf og þjónustu utanaðkomandi sérfræðinga eða ráðgjafa og greiðslna til verktaka. Við höfum unnið að ítarlegum verklagsreglum um innkaup og samningagerð sem ætlað er að tryggja fullt gagnsæi og samræmi við lög um opinber innkaup. Drög að þessum reglum fylgja hér með til upplýsingar. Auk þess hefur verið settur á fót starfshópur innan embættisins með fulltrúa innkaupastjóra, fjármálastjóra og yfirlögfræðings til að fullvinna og innleiða framangreindar verklagsreglur fyrir 30. nóvember nk.“ Hér fer Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mildum orðum um eigið framferði, þar sem alvarleg brot eru bara "annmarkar". Maður veltir einnig fyrir sér hvað henni fannst áður fyrr um það gagnsæi sem ætti að ríkja í störfum hennar. Ekki síður áhugavert er að það sé fyrst nú sem henni finnst ástæða til að „tryggja“ að hún hagi sér í „samræmi við lög“. Ekki virðist ástæða til að efast um að það sem Sigríður nefnir í bréfinu sé nauðsynlegt, í ljósi framferðis hennar í umræddu máli. Hins vegar er full ástæða til að efast um að hinni seku, ríkislögreglustjóranum sjálfum, sé treystandi til að laga þessa bresti. Annars vegar er það jú hún sem braut svona alvarlega af sér, og hins vegar á hún að baki langan brotaferil í starfi, eins og rakið var hér, sem gerir hana ekki traustvekjandi umbótamanneskju. Síðast en ekki síst er orðið ljóst að Sigríður Björk er gersamlega rúin því trausti almennings sem nauðsynlegt er að æðsti yfirmaður lögreglu í landinu hafi, enda óviðunandi að í því embætti sitji manneskja sem sjálf er sífellt að brjóta lög. Ef friður á að skapast um störf lögreglu, og ef almenningur á að geta treyst æðsta yfirmanni hennar, þá verður Sigríður Björk að víkja. Höfundur er stærðfræðingur.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar