Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar 6. nóvember 2025 15:01 Stöku sinnum koma upp alvarleg mál sem skekja þjóðina um stund. Fjölmiðlar fara mikinn og yfirvöld heita því að fara ofan í sauma á málinu. Síðan líður og bíður. Málið hverfur úr umræðunni, því hefur verið stungið undir stól eða sópað undir teppi. Ýmsir vona að málið sé úr sögunni. En svo er alls ekki. Dæmi um slíkt mál er rannsókn á starfsemi vistheimilisins Arnarholts á Kjalarnesi. Fjögur ár eru liðin frá því borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti að ráðast í heildstæða athugun á starfseminni. Þar var vistað fólk sem þurfti stuðning samfélagsins, vegna fötlunar eða geðrænna vandamála, jafnvel fólk sem enginn vissi hvar ætti að vera. Þrátt fyrir fyrirheit borgaryfirvalda hefur engin rannsóknarskýrsla verið birt. Engin niðurstaða fengist, hvað þá afsökunarbeiðni eða viðurkenning á því sem fór úrskeiðis. Engu að síður eru til heimildir frá starfsfólki sem lýsti aðstæðum sem enginn ætti að þurfa að lifa við. Fólk var lokað inni í klefa, stundum daglangt en líka yfir lengra tímabil, jafnvel vikum saman, og þurfti að gera þarfir sínar í fötu. Hluti vistmanna var látinn hírast í gripahúsi. Lýsingar eru til um vistfólk sem var vanrækt, svangt og óhreint. Læknisþjónusta var afar takmörkuð og mannréttindi fótum troðin. Dæmi eru um fólk sem fannst látið eftir meinta vítaverða vanrækslu. Borgaryfirvöld hafa áður heitið því að skoða Arnarholt ofan í kjölinn. Þegar ásakanir um illa meðferð komu upp árið 1970, skipaði Reykjavíkurborg þriggja manna nefnd til að rannsaka starfsemina. Allir nefndarmenn voru læknar og sátu jafnframt í heilbrigðismálaráði borgarinnar, því sama ráði og bar ábyrgð á rekstri „hælisins” eins og það var jafnan nefnt á þeim tíma. Eftir 24 vitnaleiðslur skilaði nefndin áliti í apríl 1971. Niðurstaðan var sú að „ásakanir væru ekki á rökum reistar“. Sú niðurstaða var harðlega gagnrýnd. Steinunn heitin Finnbogadóttir, borgarfulltrúi og ljósmóðir, sem hafði fyrst vakið máls á aðstæðum, benti á að nefndin hefði hvorki verið óháð né trúverðug, því hún hefði í raun rannsakað eigin starfsemi. Rannsóknin var augljóslega gerð til að friða umræðuna, ekki til að finna sannleikann. Rúmlega hálfri öld eftir „hvítþvott” læknanna blasir sama mynstur við. Enn er verið að bíða eftir niðurstöðum „heildrænnar athugunar“ sem samþykkt var árið 2021. Engin skýrsla hefur birst, engin opinber ábyrgð hefur verið tekin. Það sem gerðist á Arnarholti er hluti af sögunni um það hvernig við fórum með fólk sem ekki átti sér rödd. Stundum er þögnin eftirsóknarverð en í þessu tilviki meiðir hún. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Stöku sinnum koma upp alvarleg mál sem skekja þjóðina um stund. Fjölmiðlar fara mikinn og yfirvöld heita því að fara ofan í sauma á málinu. Síðan líður og bíður. Málið hverfur úr umræðunni, því hefur verið stungið undir stól eða sópað undir teppi. Ýmsir vona að málið sé úr sögunni. En svo er alls ekki. Dæmi um slíkt mál er rannsókn á starfsemi vistheimilisins Arnarholts á Kjalarnesi. Fjögur ár eru liðin frá því borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti að ráðast í heildstæða athugun á starfseminni. Þar var vistað fólk sem þurfti stuðning samfélagsins, vegna fötlunar eða geðrænna vandamála, jafnvel fólk sem enginn vissi hvar ætti að vera. Þrátt fyrir fyrirheit borgaryfirvalda hefur engin rannsóknarskýrsla verið birt. Engin niðurstaða fengist, hvað þá afsökunarbeiðni eða viðurkenning á því sem fór úrskeiðis. Engu að síður eru til heimildir frá starfsfólki sem lýsti aðstæðum sem enginn ætti að þurfa að lifa við. Fólk var lokað inni í klefa, stundum daglangt en líka yfir lengra tímabil, jafnvel vikum saman, og þurfti að gera þarfir sínar í fötu. Hluti vistmanna var látinn hírast í gripahúsi. Lýsingar eru til um vistfólk sem var vanrækt, svangt og óhreint. Læknisþjónusta var afar takmörkuð og mannréttindi fótum troðin. Dæmi eru um fólk sem fannst látið eftir meinta vítaverða vanrækslu. Borgaryfirvöld hafa áður heitið því að skoða Arnarholt ofan í kjölinn. Þegar ásakanir um illa meðferð komu upp árið 1970, skipaði Reykjavíkurborg þriggja manna nefnd til að rannsaka starfsemina. Allir nefndarmenn voru læknar og sátu jafnframt í heilbrigðismálaráði borgarinnar, því sama ráði og bar ábyrgð á rekstri „hælisins” eins og það var jafnan nefnt á þeim tíma. Eftir 24 vitnaleiðslur skilaði nefndin áliti í apríl 1971. Niðurstaðan var sú að „ásakanir væru ekki á rökum reistar“. Sú niðurstaða var harðlega gagnrýnd. Steinunn heitin Finnbogadóttir, borgarfulltrúi og ljósmóðir, sem hafði fyrst vakið máls á aðstæðum, benti á að nefndin hefði hvorki verið óháð né trúverðug, því hún hefði í raun rannsakað eigin starfsemi. Rannsóknin var augljóslega gerð til að friða umræðuna, ekki til að finna sannleikann. Rúmlega hálfri öld eftir „hvítþvott” læknanna blasir sama mynstur við. Enn er verið að bíða eftir niðurstöðum „heildrænnar athugunar“ sem samþykkt var árið 2021. Engin skýrsla hefur birst, engin opinber ábyrgð hefur verið tekin. Það sem gerðist á Arnarholti er hluti af sögunni um það hvernig við fórum með fólk sem ekki átti sér rödd. Stundum er þögnin eftirsóknarverð en í þessu tilviki meiðir hún. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun