Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar 6. nóvember 2025 10:32 Þessa vikuna fyllist miðborg Reykjavíkur af tónlist, orku og sköpun þegar tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefst enn á ný. Hátíðin hefur í rúma tvo áratugi verið einn mikilvægasti vettvangur íslenskrar tónlistar — bifröst milli íslenskrar tónlistarsenu og goðheima nútímans.Á Airwaves fá nýir og upprennandi listamenn tækifæri til að stíga á svið við hlið reyndari listamanna, kynnast fagfólki úr heiminum og kynna verk sín fyrir alþjóðlegum áhorfendum. Fjölmargir hafa tekið sín fyrstu skref á þessari hátíð og notið árangurs langt út fyrir landsteinana. Fyrir marga hefur Iceland Airwaves verið upphafið að ferli sem breytti lífi þeirra.Þess vegna skiptir hátíðin máli — ekki aðeins sem tónlistar- og gleðihátíð, heldur sem einn öflugasti innviður íslenskrar menningar og skapandi efnahagslífs. Hún tengir fólk, kveikir vonir og skapar verðmæti.Hún er í senn vettvangur, brú og tákn um þann kraft sem býr í íslenskri tónlist.Fyrir fáum árum stóð hátíðin á illa. Þá steig SENA Live fram og bjargaði Iceland Airwaves frá glötun. Rekstur hennar hafði ratað í ógöngur, og ljóst var að grípa þyrfti til breytinga. SENA Live bauðst til og tók við keflinu með ábyrgð, sýn og kjark — og tryggði að hátíðin héldi áfram að lifa og þróast.Það hefur reynst mikið þrekvirki af þeirra hálfu – og alls ekki sjálfgefið.Mig langar með þessum línum að þakka SENU Live fyrir eljuna og baráttuna fyrir hönd íslenskrar tónlistar. Það er mitt mat að hátíðin sé nú í höndum traustra og faglegra aðila sem njóta virðingar bæði hér heima og erlendis. SENA Live er stærsti tónleikahaldari í sögu Íslands og stendur með reisn fyrir íslenska tónlist og menningu. Ég óska þeim, og öllu tónlistarfólkinu sem kemur fram þessa viku í Reykjavík, frábærrar uppskeru.Gleðilega og gefandi hátíð – sjáumst í borginni um helgina. Höfundur er formaður stjórnar Tónlistarmiðstöðvar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Iceland Airwaves Tónleikar á Íslandi Einar Bárðarson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Þessa vikuna fyllist miðborg Reykjavíkur af tónlist, orku og sköpun þegar tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefst enn á ný. Hátíðin hefur í rúma tvo áratugi verið einn mikilvægasti vettvangur íslenskrar tónlistar — bifröst milli íslenskrar tónlistarsenu og goðheima nútímans.Á Airwaves fá nýir og upprennandi listamenn tækifæri til að stíga á svið við hlið reyndari listamanna, kynnast fagfólki úr heiminum og kynna verk sín fyrir alþjóðlegum áhorfendum. Fjölmargir hafa tekið sín fyrstu skref á þessari hátíð og notið árangurs langt út fyrir landsteinana. Fyrir marga hefur Iceland Airwaves verið upphafið að ferli sem breytti lífi þeirra.Þess vegna skiptir hátíðin máli — ekki aðeins sem tónlistar- og gleðihátíð, heldur sem einn öflugasti innviður íslenskrar menningar og skapandi efnahagslífs. Hún tengir fólk, kveikir vonir og skapar verðmæti.Hún er í senn vettvangur, brú og tákn um þann kraft sem býr í íslenskri tónlist.Fyrir fáum árum stóð hátíðin á illa. Þá steig SENA Live fram og bjargaði Iceland Airwaves frá glötun. Rekstur hennar hafði ratað í ógöngur, og ljóst var að grípa þyrfti til breytinga. SENA Live bauðst til og tók við keflinu með ábyrgð, sýn og kjark — og tryggði að hátíðin héldi áfram að lifa og þróast.Það hefur reynst mikið þrekvirki af þeirra hálfu – og alls ekki sjálfgefið.Mig langar með þessum línum að þakka SENU Live fyrir eljuna og baráttuna fyrir hönd íslenskrar tónlistar. Það er mitt mat að hátíðin sé nú í höndum traustra og faglegra aðila sem njóta virðingar bæði hér heima og erlendis. SENA Live er stærsti tónleikahaldari í sögu Íslands og stendur með reisn fyrir íslenska tónlist og menningu. Ég óska þeim, og öllu tónlistarfólkinu sem kemur fram þessa viku í Reykjavík, frábærrar uppskeru.Gleðilega og gefandi hátíð – sjáumst í borginni um helgina. Höfundur er formaður stjórnar Tónlistarmiðstöðvar Íslands.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun