Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar 6. nóvember 2025 13:33 Aðför að Landsbyggðinni Hvers vegna er ríkisstjórnarflokkunum að því er virðist alveg sama um íbúa landsbyggðarinnar? Líklega er svarið það að þessir flokkar meta stöðuna þannig að fylgi þeirra í höfuðborginni sé mikilvægara en annað fylgi, enda er stefna þeirra að fjölga þingmönnum á suðvesturhorninu á kostnað landsbyggðarinnar. Ef horft er yfir það sem ríkisstjórnin hefur gert og stefnir að því að gera eru niðurstöðurnar sláandi. Hámarksútsvar sveitarfélaga Þeim sveitarfélögum sem hefur tekist að halda útsvarinu lægra en í hámarki eru nánast undantekningarlaust rekin með Sjálfstæðisflokkinn við völd. Með því að takmarka greiðslur úr jöfnunarsjóði við hámarksútsvar er nánast tryggt að öll sveitarfélög neyðist í hámarksútsvar. Það er skattahækkun í boði ríkisstjórnarinnar á laun fólks. Samsköttun hjóna Að afnema samsköttun hjóna er skattahækkun á fjölskyldur landsins. Samsköttun nýtist t.d foreldrum fatlaðra barna þar sem annar aðilinn þarf oft að vera meira heima til að sinna barni. Einnig má nefna dæmi um sjómannsfjölskyldur þar sem sjómenn eru oft lengi frá heimili vegna vinnu og makinn þarf að sinna heimili á meðan. Þessi aðgerð er aðför að fjölskyldum landsins. Skattur á bíla Hækkun kílómetragjalds, hærri vörugjöld á bíla, hærri álögur á bensín og svo mætti lengi telja hækkar flutningskostnað á vörum út á land og hækkar skatta á þá sem þurfa að fara yfir heiðar landsins til vinnu. Til dæmis kona sem ekur til vinnu frá Selfossi eða Hveragerði alla virka daga til að komast í höfuðborgina. Þessi kona verður skattlögð enn meira en áður og á sama tíma hækkar vöruverð í matvörubúðinni vegna aukins flutningskostnaðar sem ýtir undir verðbólgu og háa vexti. Allir tapa. Skattur á ferðaþjónustuna Hærri álögur á skemmtiferðaskip, gjöld á ferðamannastaði, hærri álögur á áfengi og vörugjöld á bílaleigubíla eru allt aðgerðir sem draga úr vægi ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni sem hefur notið góðs af blómstrandi ferðaþjónustu um land allt. Þetta er ekkert annað en enn einn landsbyggðarskatturinn. Skattur á sjávarútveginn Hækkun veiðileyfagjalda á sjávarútvegsbyggðir landsins dregur úr fjárfestingargetu greinarinnar, nánast allar framkvæmdir og fjárfestingar í greininni voru settar á frost auk uppsagna með einu pennastriki ríkisstjórnarinnar þegar alltof langt var gengið í einu lagi í skattlagningu á sjávarútveginn. Landsbyggðarskattur í sinni verstu mynd. Hér er aðeins stiklað á nokkrum þáttum sem ríkisstjórn valkyrjanna þriggja hefur eða stefnir á að framkvæma. Það er nauðsynlegt að vernda landsbyggðina fyrir ofsköttun stjórnvalda. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Breytingar á veiðigjöldum Vestmannaeyjar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Aðför að Landsbyggðinni Hvers vegna er ríkisstjórnarflokkunum að því er virðist alveg sama um íbúa landsbyggðarinnar? Líklega er svarið það að þessir flokkar meta stöðuna þannig að fylgi þeirra í höfuðborginni sé mikilvægara en annað fylgi, enda er stefna þeirra að fjölga þingmönnum á suðvesturhorninu á kostnað landsbyggðarinnar. Ef horft er yfir það sem ríkisstjórnin hefur gert og stefnir að því að gera eru niðurstöðurnar sláandi. Hámarksútsvar sveitarfélaga Þeim sveitarfélögum sem hefur tekist að halda útsvarinu lægra en í hámarki eru nánast undantekningarlaust rekin með Sjálfstæðisflokkinn við völd. Með því að takmarka greiðslur úr jöfnunarsjóði við hámarksútsvar er nánast tryggt að öll sveitarfélög neyðist í hámarksútsvar. Það er skattahækkun í boði ríkisstjórnarinnar á laun fólks. Samsköttun hjóna Að afnema samsköttun hjóna er skattahækkun á fjölskyldur landsins. Samsköttun nýtist t.d foreldrum fatlaðra barna þar sem annar aðilinn þarf oft að vera meira heima til að sinna barni. Einnig má nefna dæmi um sjómannsfjölskyldur þar sem sjómenn eru oft lengi frá heimili vegna vinnu og makinn þarf að sinna heimili á meðan. Þessi aðgerð er aðför að fjölskyldum landsins. Skattur á bíla Hækkun kílómetragjalds, hærri vörugjöld á bíla, hærri álögur á bensín og svo mætti lengi telja hækkar flutningskostnað á vörum út á land og hækkar skatta á þá sem þurfa að fara yfir heiðar landsins til vinnu. Til dæmis kona sem ekur til vinnu frá Selfossi eða Hveragerði alla virka daga til að komast í höfuðborgina. Þessi kona verður skattlögð enn meira en áður og á sama tíma hækkar vöruverð í matvörubúðinni vegna aukins flutningskostnaðar sem ýtir undir verðbólgu og háa vexti. Allir tapa. Skattur á ferðaþjónustuna Hærri álögur á skemmtiferðaskip, gjöld á ferðamannastaði, hærri álögur á áfengi og vörugjöld á bílaleigubíla eru allt aðgerðir sem draga úr vægi ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni sem hefur notið góðs af blómstrandi ferðaþjónustu um land allt. Þetta er ekkert annað en enn einn landsbyggðarskatturinn. Skattur á sjávarútveginn Hækkun veiðileyfagjalda á sjávarútvegsbyggðir landsins dregur úr fjárfestingargetu greinarinnar, nánast allar framkvæmdir og fjárfestingar í greininni voru settar á frost auk uppsagna með einu pennastriki ríkisstjórnarinnar þegar alltof langt var gengið í einu lagi í skattlagningu á sjávarútveginn. Landsbyggðarskattur í sinni verstu mynd. Hér er aðeins stiklað á nokkrum þáttum sem ríkisstjórn valkyrjanna þriggja hefur eða stefnir á að framkvæma. Það er nauðsynlegt að vernda landsbyggðina fyrir ofsköttun stjórnvalda. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun