Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 7. nóvember 2025 17:02 Hæstiréttur Íslands ógilti nýverið úrskurð Persónuverndar í máli sem sneri að Íslenskri erfðagreiningu og aðkomu fyrirtækisins að söfnun og vistun blóðsýna í upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar.Dómurinn varpar ljósi á hversu langt íslensk stjórnvöld og Alþingi gengu við innleiðingu á evrópsku persónuverndarreglugerðinni (GDPR), hversu langt Persónuvernd hefur gengið í túlkun sinni á persónuverndarlögum og hvaða áhrif það hefur á atvinnulíf og nýsköpun hér á landi. Of ströng túlkun hamlar framförum Þessi niðurstaða ætti að verða tilefni til umræðu um hver markmiðin eru hvað varðar persónuvernd og um jafnvægið milli verndar einstaklinga og þess að skapa umhverfi sem styður við nýsköpun og þar með verðmætasköpun. Samtök iðnaðarins hafa ítrekað bent á að of ströng og ósveigjanleg túlkun persónuverndarlaga geti staðið í vegi fyrir rannsóknum og þróun og þar með nýsköpun. Það snýst ekki um að draga úr vernd einstaklinga heldur að tryggja traust og öryggi án þess að kæfa framfarir. Sérstaklega á þetta við í menntatækni. Þar hafa fyrirtæki og skólar lent í því að úrskurðir Persónuverndar, sem síðar hafa verið ógiltir, hafi tafið eða stöðvað verkefni sem miðuðu að því að bæta námsumhverfi og nýta gögn á ábyrgan hátt til að auka gæði menntunar. Þessi óvissa veldur því að mörg fyrirtæki sem þróa tæknilausnir þora ekki að stíga næstu skref, þó svo að tilgangurinn sé góður og gagnavinnslan í raun innan ramma laganna. GDPR í gylltum búning Samtök iðnaðarins gagnrýndu á sínum tíma hvernig staðið var að innleiðingu evrópsku persónuverndarreglugerðarinnar (GDPR) hér á landi. Í ljós hefur komið að gagnrýnin var réttmæt, í íslenskum rétti var gengið lengra í strangri túlkun reglugerðarinnar en þörf var á, með gullhúðun sem hefur gert framkvæmdina stífa og flókna. Þá hefur íslenskum fyrirtækjum reynst erfitt að fá leiðbeiningar frá Persónuvernd um hvernig nauðsynlegt er að búa um hnútana til þess að þau uppfylli þær ströngu kröfur sem löggjöfin setur og Persónuvernd túlkar og beitir sér samkvæmt. Þörf á nýju jafnvægi Ef byggja á framtíð Íslands á þekkingu, þróun og nýsköpun er nauðsynlegt að enduskoða persónuverndarlöggjöfina og hvernig henni er beitt. Reglur sem eiga að vernda okkur mega ekki verða hindrun sem heldur aftur af framförum. Það er kominn tími til að stjórnvöld rýni í hlutverk og framkvæmd Persónuverndar með það að markmiði að tryggja skýra ogsanngjarna framkvæmd sem styður nýsköpun í stað þess að kæfa hana. Hulda Birna er sérfræðingur í mennta- og mannauðsmálum hjá Samtökum iðnaðarins og Nanna Elísa er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Dómsmál Nýsköpun Evrópusambandið EES-samningurinn Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hæstiréttur Íslands ógilti nýverið úrskurð Persónuverndar í máli sem sneri að Íslenskri erfðagreiningu og aðkomu fyrirtækisins að söfnun og vistun blóðsýna í upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar.Dómurinn varpar ljósi á hversu langt íslensk stjórnvöld og Alþingi gengu við innleiðingu á evrópsku persónuverndarreglugerðinni (GDPR), hversu langt Persónuvernd hefur gengið í túlkun sinni á persónuverndarlögum og hvaða áhrif það hefur á atvinnulíf og nýsköpun hér á landi. Of ströng túlkun hamlar framförum Þessi niðurstaða ætti að verða tilefni til umræðu um hver markmiðin eru hvað varðar persónuvernd og um jafnvægið milli verndar einstaklinga og þess að skapa umhverfi sem styður við nýsköpun og þar með verðmætasköpun. Samtök iðnaðarins hafa ítrekað bent á að of ströng og ósveigjanleg túlkun persónuverndarlaga geti staðið í vegi fyrir rannsóknum og þróun og þar með nýsköpun. Það snýst ekki um að draga úr vernd einstaklinga heldur að tryggja traust og öryggi án þess að kæfa framfarir. Sérstaklega á þetta við í menntatækni. Þar hafa fyrirtæki og skólar lent í því að úrskurðir Persónuverndar, sem síðar hafa verið ógiltir, hafi tafið eða stöðvað verkefni sem miðuðu að því að bæta námsumhverfi og nýta gögn á ábyrgan hátt til að auka gæði menntunar. Þessi óvissa veldur því að mörg fyrirtæki sem þróa tæknilausnir þora ekki að stíga næstu skref, þó svo að tilgangurinn sé góður og gagnavinnslan í raun innan ramma laganna. GDPR í gylltum búning Samtök iðnaðarins gagnrýndu á sínum tíma hvernig staðið var að innleiðingu evrópsku persónuverndarreglugerðarinnar (GDPR) hér á landi. Í ljós hefur komið að gagnrýnin var réttmæt, í íslenskum rétti var gengið lengra í strangri túlkun reglugerðarinnar en þörf var á, með gullhúðun sem hefur gert framkvæmdina stífa og flókna. Þá hefur íslenskum fyrirtækjum reynst erfitt að fá leiðbeiningar frá Persónuvernd um hvernig nauðsynlegt er að búa um hnútana til þess að þau uppfylli þær ströngu kröfur sem löggjöfin setur og Persónuvernd túlkar og beitir sér samkvæmt. Þörf á nýju jafnvægi Ef byggja á framtíð Íslands á þekkingu, þróun og nýsköpun er nauðsynlegt að enduskoða persónuverndarlöggjöfina og hvernig henni er beitt. Reglur sem eiga að vernda okkur mega ekki verða hindrun sem heldur aftur af framförum. Það er kominn tími til að stjórnvöld rýni í hlutverk og framkvæmd Persónuverndar með það að markmiði að tryggja skýra ogsanngjarna framkvæmd sem styður nýsköpun í stað þess að kæfa hana. Hulda Birna er sérfræðingur í mennta- og mannauðsmálum hjá Samtökum iðnaðarins og Nanna Elísa er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar