Gleymd börn á gráu svæði Valgarður Lyngdal Jónsson skrifar 14. september 2021 13:00 Þegar málaflokkur þjónustu við fatlað fólk fluttist frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 „gleymdist“ að gera ráð fyrir þjónustu við börn með alvarlegar geð- og þroskaraskanir, börn sem gjarnan eru sögð glíma við svokallaðan fjölþættan vanda. Þetta eru börn sem auk meðferðar og búsetu utan heimilis, þurfa stuðning og gæslu í öruggu umhverfi. Hvert barn þarf umönnun og gæslu tveggja til þriggja starfsmanna, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Sem betur fer eru þetta ekki mörg börn sem þurfa þjónustu af þessu tagi en samkvæmt nýlegri skýrslu sem velferðarsviðin á höfuðborgarsvæðinu gerðu má áætla að þetta séu um 30 börn á landsvísu. Allt frá því að fyrrnefnd yfirfærsla átti sér stað, hafa sveitarfélögin og ríkið unnið að því, stundum í góðri samvinnu en því miður stundum í ákveðinni togstreitu, að reyna að fækka „gráu svæðunum“ í skilgreiningum á því hvað teljist vera þjónusta við fatlaða (á ábyrgð sveitarfélaga) og hvað teljist vera heilbrigðisþjónusta (á ábyrgð ríkisins). Þjónusta við börn með fjölþættan vanda er stödd á miðju slíku „gráu svæði“ og heyrir að einhverju leyti undir geðheilbrigðisþjónustu í ríkisreknu heilbrigðiskerfi en að öðru leyti undir þjónustu á grundvelli barnaverndarlaga eða laga um þjónustu við fólk með langvarandi stuðningsþörf. Börn með fjölþættan vanda eru þannig gleymd börn á gráu svæði – stödd í miðjum átökum um hver eigi að sjá þeim fyrir þjónustu og greiða fyrir hana, ríkið eða sveitarfélögin. Á síðustu árum hefur ríkið stöðugt dregið úr þeirri þjónustu sem það veitir þessum börnum. Meðferðarheimili Barnaverndarstofu, rekin af ríkinu, voru 10 talsins árið 2000, en þeim hefur fækkað mikið síðan, voru orðin 5 árið 2011 (þegar þjónusta við fatlað fólk færðist til sveitarfélaga) og nú árið 2021 er aðeins eitt eftir. Þar er ekkert rými fyrir gleymdu börnin. Þannig hefur myndast tómarúm í þjónustu við þessi börn sem einkaaðilar hafa stigið inn í og bjóða sveitarfélögunum þessa þjónustu gegn fullu gjaldi. Með þessum hætti hefur heilbrigðis- og búsetuþjónusta fyrir þessi börn verið einkavædd þegjandi og hljóðalaust og reikningurinn sendur sveitarfélögunum. Þessi einkafyrirtæki veita eflaust mjög góða og faglega þjónustu, en algengur kostnaður á hvert barn er um 60-80 milljónir á ári og getur hæglega farið upp í 130-150 milljónir. Fyrir eitt barn. Augljóst er að slíkur kostnaður getur verið mikið högg fyrir fjárhag eins sveitarfélags, hvað þá ef börnin eru fleiri en eitt. Á liðnu kjörtímabili hafa þingmenn Samfylkingarinnar ítrekað kallað eftir skýrri leiðsögn, skilvirku skipulagi og heildstæðri stefnu í geðheilbrigðismálum barna. Allt of mörg börn bíða nú greiningar og hjálpar og þau og fjölskyldur þeirra standa frammi fyrir skorti á úrræðum og ótal spurningum í flóknum kerfum. Á annað hundrað börn bíða nú eftir þjónustu á Barna- og unglingageðdeild og alls eru á annað þúsund börn á biðlista eftir sálfræðigreiningu eða meðferð í opinbera heilbrigðiskerfinu. Á sama tíma hafa starfsmenn stofnana ríkisins í auknum mæli haft frumkvæði að því að börn í þeirra þjónustu verði vistuð á einkareknum heimilum. Samfylkingin vill ráðast í þjóðarátak í geðheilbrigðismálum um allt land og gera geðheilbrigðisþjónustu að hluta af almenna heilbrigðiskerfinu. Með þessu erum við að tala um að þjónustan verði greidd af sjúkratryggingum Íslands, en einnig að geðheilbrigðisþjónusta verði ekki álitin afgangsstærð í íslensku heilbrigðiskerfi. Uppræta þarf biðlista barna og ungmenna eftir nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu og innleiða þarf gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu fyrir börn og ungmenni. Ríkið er eini opinberi aðilinn sem hefur bolmagn til að fjármagna þá þjónustu sem börn með fjölþættan vanda þurfa á að halda. Stöðva þarf hina hljóðlátu einkavæðingu þessarar þjónustu, ríkið þarf að axla sína ábyrgð og hætta að senda sveitarfélögunum reikninginn. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Geðheilbrigði Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Þegar málaflokkur þjónustu við fatlað fólk fluttist frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 „gleymdist“ að gera ráð fyrir þjónustu við börn með alvarlegar geð- og þroskaraskanir, börn sem gjarnan eru sögð glíma við svokallaðan fjölþættan vanda. Þetta eru börn sem auk meðferðar og búsetu utan heimilis, þurfa stuðning og gæslu í öruggu umhverfi. Hvert barn þarf umönnun og gæslu tveggja til þriggja starfsmanna, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Sem betur fer eru þetta ekki mörg börn sem þurfa þjónustu af þessu tagi en samkvæmt nýlegri skýrslu sem velferðarsviðin á höfuðborgarsvæðinu gerðu má áætla að þetta séu um 30 börn á landsvísu. Allt frá því að fyrrnefnd yfirfærsla átti sér stað, hafa sveitarfélögin og ríkið unnið að því, stundum í góðri samvinnu en því miður stundum í ákveðinni togstreitu, að reyna að fækka „gráu svæðunum“ í skilgreiningum á því hvað teljist vera þjónusta við fatlaða (á ábyrgð sveitarfélaga) og hvað teljist vera heilbrigðisþjónusta (á ábyrgð ríkisins). Þjónusta við börn með fjölþættan vanda er stödd á miðju slíku „gráu svæði“ og heyrir að einhverju leyti undir geðheilbrigðisþjónustu í ríkisreknu heilbrigðiskerfi en að öðru leyti undir þjónustu á grundvelli barnaverndarlaga eða laga um þjónustu við fólk með langvarandi stuðningsþörf. Börn með fjölþættan vanda eru þannig gleymd börn á gráu svæði – stödd í miðjum átökum um hver eigi að sjá þeim fyrir þjónustu og greiða fyrir hana, ríkið eða sveitarfélögin. Á síðustu árum hefur ríkið stöðugt dregið úr þeirri þjónustu sem það veitir þessum börnum. Meðferðarheimili Barnaverndarstofu, rekin af ríkinu, voru 10 talsins árið 2000, en þeim hefur fækkað mikið síðan, voru orðin 5 árið 2011 (þegar þjónusta við fatlað fólk færðist til sveitarfélaga) og nú árið 2021 er aðeins eitt eftir. Þar er ekkert rými fyrir gleymdu börnin. Þannig hefur myndast tómarúm í þjónustu við þessi börn sem einkaaðilar hafa stigið inn í og bjóða sveitarfélögunum þessa þjónustu gegn fullu gjaldi. Með þessum hætti hefur heilbrigðis- og búsetuþjónusta fyrir þessi börn verið einkavædd þegjandi og hljóðalaust og reikningurinn sendur sveitarfélögunum. Þessi einkafyrirtæki veita eflaust mjög góða og faglega þjónustu, en algengur kostnaður á hvert barn er um 60-80 milljónir á ári og getur hæglega farið upp í 130-150 milljónir. Fyrir eitt barn. Augljóst er að slíkur kostnaður getur verið mikið högg fyrir fjárhag eins sveitarfélags, hvað þá ef börnin eru fleiri en eitt. Á liðnu kjörtímabili hafa þingmenn Samfylkingarinnar ítrekað kallað eftir skýrri leiðsögn, skilvirku skipulagi og heildstæðri stefnu í geðheilbrigðismálum barna. Allt of mörg börn bíða nú greiningar og hjálpar og þau og fjölskyldur þeirra standa frammi fyrir skorti á úrræðum og ótal spurningum í flóknum kerfum. Á annað hundrað börn bíða nú eftir þjónustu á Barna- og unglingageðdeild og alls eru á annað þúsund börn á biðlista eftir sálfræðigreiningu eða meðferð í opinbera heilbrigðiskerfinu. Á sama tíma hafa starfsmenn stofnana ríkisins í auknum mæli haft frumkvæði að því að börn í þeirra þjónustu verði vistuð á einkareknum heimilum. Samfylkingin vill ráðast í þjóðarátak í geðheilbrigðismálum um allt land og gera geðheilbrigðisþjónustu að hluta af almenna heilbrigðiskerfinu. Með þessu erum við að tala um að þjónustan verði greidd af sjúkratryggingum Íslands, en einnig að geðheilbrigðisþjónusta verði ekki álitin afgangsstærð í íslensku heilbrigðiskerfi. Uppræta þarf biðlista barna og ungmenna eftir nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu og innleiða þarf gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu fyrir börn og ungmenni. Ríkið er eini opinberi aðilinn sem hefur bolmagn til að fjármagna þá þjónustu sem börn með fjölþættan vanda þurfa á að halda. Stöðva þarf hina hljóðlátu einkavæðingu þessarar þjónustu, ríkið þarf að axla sína ábyrgð og hætta að senda sveitarfélögunum reikninginn. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun