Þrettán orð sem breyttu öllu Halldóra Mogensen skrifar 9. september 2021 08:00 „Andstæðan við fíkn er ekki að vera allsgáður. Andstæðan við fíkn eru tengsl.“ Þessi þrettán orð Johann Hari breyttu því hvernig ég hugsaði um vímuefnavanda fólks. Hver rannsóknin á fætur annarri hefur enda sýnt að við manneskjurnar höfum meðfædda þörf fyrir tengsl. Þegar okkur líður vel, þegar við erum heilbrigð og hamingjusöm, þá tengjumst við öðrum. Ef við erum einangruð og líður illa þá tengjumst við einhverju sem veitir tímabundinn létti - eins og vímuefnum. Núverandi refsistefna í vímuefnamálum ýtir undir það síðarnefnda. Hún eykur jaðarsetningu vímuefnanotenda, gerir þeim erfiðara fyrir að tengjast samfélaginu, sem síðan ýtir undir aukinn fíknivanda þeirra. Ég ræddi við Johann Hari á aðalfundi Pírata í ágúst. Spjallið okkar má sjá hér að neðan. Gagnslaust og skaðlegt Það er útilokað að eyða vímuefnum úr samfélaginu. Við gætum varið öllum heimsins peningum og öllum starfskröftum lögreglu í að hafa uppi á efnunum en við myndum samt ekki útrýma þeim. Það sést einfaldlega best í fangelsum landsins. Meira að segja fangar undir strangri öryggisgæslu allan sólarhringinn geta nálgast skammtinn sinn. Við munum aldrei geta upprætt vímuefnin og þau verða hér svo lengi sem það er eftirspurn eftir þeim. Rannsóknir sýna að harðari refsingar í vímuefnamálum draga hins vegar ekki úr eftirspurn. Þrátt fyrir að Filippseyingar gangi meira að segja svo langt að drepa fíkniefnasala og viðskiptavini þeirra þá hefur staðan lítið breyst á eyjunum. Þó svo að við göngum blessunarlega ekki jafn langt í okkar refsistefnu þá er engu að síður ábyrgðalaust að halda áfram stefnu sem er ekki bara gagnslaus, heldur stórkostlega skaðleg. Hún ýtir notendum út á jaðarinn og viðheldur neyð þeirra. Nálgun sem virkar Það er þess vegna sem Píratar vilja hætta að refsa vímuefnanotendum með því að afglæpavæða neysluskammta vímuefna. Fólk með vímuefnavanda á heima í heilbrigðiskerfinu, ekki dómskerfinu. Píratar hafa alltaf beitt sér fyrir skaðaminnkun, einfaldlega af því að hún virkar. Í stað þess að jaðarsetja fólk sér skaðaminnkun til þess að komið er fram við fólk eins og manneskjur. Skaðaminnkunarnálgun hvetur til virkari þátttöku í samfélaginu og eykur þannig líkur á bata. Við drögum úr andstöðu samfélagsins við vímuefnanotendur, án þess að eyða andstöðunni við vímuefnin sjálf. Píratar vilja draga úr eftirspurn eftir vímuefnum með aðferðum sem virka: Með gagnreyndum forvörnum, fræðslu, viðhalds- og meðferðarúrræðum. Þar þarf sérstaklega að huga að áhrifaþáttum fíknar, svo sem áfalla í æsku og annarra félagslegra þátta. Við viljum setja nýja og mannúðlega stefnu í áfengis- og vímuvörnum samhliða afglæpavæðingu neysluskammta, þar sem áhersla verður lögð á skaðaminnkun, fræðslu og forvarnir. Engin slík stefna er í gildi hjá stjórnvöldum sem stendur. Velsæld og vímuefni Besta forvörnin í vímuefnamálum er þó að uppræta fátækt og neyð. Útrýma því sem einangrar fólk, lætur því líða illa og leiðir til þess að það leitar í tímabundinn létti vímuefnanna. Þess vegna tölum við Píratar fyrir velsældarhagkerfinu sem hvílir á þeirri hugmynd að hætta að einblína á hagvöxt sem eina mælitækið á gæði samfélagsins. Við þurfum fleiri og betri mælikvarða. Eins og hvort auðvelt sé að eignast húsnæði? Hvernig er geðheilbrigði þjóðarinnar? Er umhverfið heilsusamlegt? Er menntakerfið gott? Er mikil lýðræðisleg þátttaka? Gott heilbrigðiskerfi? Mælikvarðar sem þessir breyta ekki aðeins hvötunum í hagkerfinu og auka gagnsæið, því þá veit fólk hvort skattpeningar þeirra séu raunverulega að bæta samfélagið, heldur stuðla jafnframt að alvöru lausnum gegn vímuefnavandanum. Við sköpum efnahagslegt svigrúm fyrir fólk til að huga að tilgangi og ástríðu, í stað þess að þræla sér út til þess eins að ná ekki einu sinni endum saman. Þannig fyrst getum við ræktað þá þætti samfélagsins sem ýta undir heilbrigða tengslamyndun sem dregur úr vímuefnavandanum, því jú: Andstæðan við fíkn er ekki að vera allsgáður. Andstæðan við fíkn eru tengsl. Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Norður fyrir alþingiskosningarnar 25. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Fíkn Heilbrigðismál Lögreglumál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
„Andstæðan við fíkn er ekki að vera allsgáður. Andstæðan við fíkn eru tengsl.“ Þessi þrettán orð Johann Hari breyttu því hvernig ég hugsaði um vímuefnavanda fólks. Hver rannsóknin á fætur annarri hefur enda sýnt að við manneskjurnar höfum meðfædda þörf fyrir tengsl. Þegar okkur líður vel, þegar við erum heilbrigð og hamingjusöm, þá tengjumst við öðrum. Ef við erum einangruð og líður illa þá tengjumst við einhverju sem veitir tímabundinn létti - eins og vímuefnum. Núverandi refsistefna í vímuefnamálum ýtir undir það síðarnefnda. Hún eykur jaðarsetningu vímuefnanotenda, gerir þeim erfiðara fyrir að tengjast samfélaginu, sem síðan ýtir undir aukinn fíknivanda þeirra. Ég ræddi við Johann Hari á aðalfundi Pírata í ágúst. Spjallið okkar má sjá hér að neðan. Gagnslaust og skaðlegt Það er útilokað að eyða vímuefnum úr samfélaginu. Við gætum varið öllum heimsins peningum og öllum starfskröftum lögreglu í að hafa uppi á efnunum en við myndum samt ekki útrýma þeim. Það sést einfaldlega best í fangelsum landsins. Meira að segja fangar undir strangri öryggisgæslu allan sólarhringinn geta nálgast skammtinn sinn. Við munum aldrei geta upprætt vímuefnin og þau verða hér svo lengi sem það er eftirspurn eftir þeim. Rannsóknir sýna að harðari refsingar í vímuefnamálum draga hins vegar ekki úr eftirspurn. Þrátt fyrir að Filippseyingar gangi meira að segja svo langt að drepa fíkniefnasala og viðskiptavini þeirra þá hefur staðan lítið breyst á eyjunum. Þó svo að við göngum blessunarlega ekki jafn langt í okkar refsistefnu þá er engu að síður ábyrgðalaust að halda áfram stefnu sem er ekki bara gagnslaus, heldur stórkostlega skaðleg. Hún ýtir notendum út á jaðarinn og viðheldur neyð þeirra. Nálgun sem virkar Það er þess vegna sem Píratar vilja hætta að refsa vímuefnanotendum með því að afglæpavæða neysluskammta vímuefna. Fólk með vímuefnavanda á heima í heilbrigðiskerfinu, ekki dómskerfinu. Píratar hafa alltaf beitt sér fyrir skaðaminnkun, einfaldlega af því að hún virkar. Í stað þess að jaðarsetja fólk sér skaðaminnkun til þess að komið er fram við fólk eins og manneskjur. Skaðaminnkunarnálgun hvetur til virkari þátttöku í samfélaginu og eykur þannig líkur á bata. Við drögum úr andstöðu samfélagsins við vímuefnanotendur, án þess að eyða andstöðunni við vímuefnin sjálf. Píratar vilja draga úr eftirspurn eftir vímuefnum með aðferðum sem virka: Með gagnreyndum forvörnum, fræðslu, viðhalds- og meðferðarúrræðum. Þar þarf sérstaklega að huga að áhrifaþáttum fíknar, svo sem áfalla í æsku og annarra félagslegra þátta. Við viljum setja nýja og mannúðlega stefnu í áfengis- og vímuvörnum samhliða afglæpavæðingu neysluskammta, þar sem áhersla verður lögð á skaðaminnkun, fræðslu og forvarnir. Engin slík stefna er í gildi hjá stjórnvöldum sem stendur. Velsæld og vímuefni Besta forvörnin í vímuefnamálum er þó að uppræta fátækt og neyð. Útrýma því sem einangrar fólk, lætur því líða illa og leiðir til þess að það leitar í tímabundinn létti vímuefnanna. Þess vegna tölum við Píratar fyrir velsældarhagkerfinu sem hvílir á þeirri hugmynd að hætta að einblína á hagvöxt sem eina mælitækið á gæði samfélagsins. Við þurfum fleiri og betri mælikvarða. Eins og hvort auðvelt sé að eignast húsnæði? Hvernig er geðheilbrigði þjóðarinnar? Er umhverfið heilsusamlegt? Er menntakerfið gott? Er mikil lýðræðisleg þátttaka? Gott heilbrigðiskerfi? Mælikvarðar sem þessir breyta ekki aðeins hvötunum í hagkerfinu og auka gagnsæið, því þá veit fólk hvort skattpeningar þeirra séu raunverulega að bæta samfélagið, heldur stuðla jafnframt að alvöru lausnum gegn vímuefnavandanum. Við sköpum efnahagslegt svigrúm fyrir fólk til að huga að tilgangi og ástríðu, í stað þess að þræla sér út til þess eins að ná ekki einu sinni endum saman. Þannig fyrst getum við ræktað þá þætti samfélagsins sem ýta undir heilbrigða tengslamyndun sem dregur úr vímuefnavandanum, því jú: Andstæðan við fíkn er ekki að vera allsgáður. Andstæðan við fíkn eru tengsl. Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Norður fyrir alþingiskosningarnar 25. september.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun