Fíkn

Fréttamynd

Tvö­földun seldra nef­úða á tíu árum: „Maður pantar tölu­verðar birgðir reglu­lega“

Sala nefdropa og -úða gegn kvefi hefur rúmlega tvöfaldast á tíu árum og árið 2024 voru seld yfir fjögur hundruð þúsund slík lausasölulyf. Hvorki háls-, nef- og eyrnalæknir né lyfjafræðingur hafa tekið eftir sérstakri fjölgun tilfella þeirra sem eru háðir spreyjunum. Lyfjafræðingurinn segir þó lyfið vera það vinsælasta á eftir almennum verkjalyfjum.

Innlent
Fréttamynd

Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir innflutning á 1.302 tveimur töflum af hinum ýmsu lyfjum og brot gegn valdstjórninni, með því að kýla og reyna að bíta tollvörð sem hafði afskipti af honum. Hann var ekki sakfelldur fyrir innflutning í ágóðaskyni þar sem hann hefur lengi átt við vímuefnavanda og fallist var á að töflurnar 1.302 hafi verið ætlaðar til eigin nota.

Innlent
Fréttamynd

Fólk farið að reykja kókaínið

Ópíóða- og kókaínfíkn er að aukast og reglulega kemur fólk sem reykir kókaín sem er enn hættulegra að sögn formanns Matthildarsamtakanna. Hún telur núverandi stefnu stjórnvalda í málaflokknum hafa gengið sér til húðar því þrátt fyrir met í haldlagningu vímuefna séu vísbendingar um að bæði framboð og eftirspurn hafi aukist á árinu.

Innlent
Fréttamynd

Glæpa­starf­semi á Ís­landi orðin jafn mikil og á Norður­löndum

Skipulögð glæpastarfsemi hefur aldrei verið eins umfangsmikil hér á landi og er nú svipuð og á öðrum Norðurlöndum að sögn stjórnanda hjá ríkislögreglustjóra. Gríðarlegt magn fíkniefna flæði til landsins samfara þróuninni. Það komi því ekki á óvart að hvert metið á fætur öðru hafi verið slegið í haldlagningu fíkniefna.

Innlent
Fréttamynd

Tíma­mót og bylting í nýju Konukoti

Mikil eftirvænting er meðal starfsfólks Rótarinnar og Reykjavíkurborgar eftir opnun nýs húsnæðis Konukots í desember. Starfsleyfið var formlega gefið út í síðustu viku og stendur til að flytja starfsemina í desember og opna samhliða því nýtt tímabundið húsnæðisúrræði fyrir konur sem hafa glímt við heimilisleysi

Innlent
Fréttamynd

Tólf ára börn í á­fengis- og vímefnavanda

Fjórtán tólf ára gömul börn hafa leitað til Foreldrahúss vegna áfengis- eða vímuefnavanda á þessu ári. Aldrei áður hafa jafn ung börn leitað þangað og segir framkvæmdastjórinn þetta til marks um vaxandi vanda.

Innlent
Fréttamynd

Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára

Bergþóra Þorsteinsdóttir, áhrifavaldur á TikTok, segist hafa verið svo langt leidd af kaupfíkn að hún faldi kvittanir í Cheerios-pökkum. Hún hefur sett sig í kaupbann þar sem eiginmaðurinn þarf að gefa grænt ljós á öll innkaup. Hún opnaði sig um kaupfíkn á samfélagsmiðlinum og ræddi áskorunina nánar í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Lífið
Fréttamynd

Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólar­hring síðar

Föðurbróðir 18 ára drengs sem fyrir fannst látinn tæpum sólarhring eftir að hann útskrifaði sig af fíknigeðdeild segir það skömm stjórnmálamanna og kerfisins alls að líf hans hafi endað með þessum hætti. Hann segir neyðarástand á Íslandi og kallar eftir raunverulegum viðbrögðum svo fleiri fari ekki sömu leið.

Innlent
Fréttamynd

„Ís­land þarf að vakna“

Fíknivandi ungs fólks hefur áhrif á allt samfélagið sem þarf að fara að vakna og bregðast við. Þetta segir ungur maður sem glímt hefur við fíkn, það gangi ekki að úrræðum fari fækkandi á meðan vandinn vex.

Innlent
Fréttamynd

Þekktu efnin enn þau vin­sælustu

Framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ segir talsvert færri sprauta sig með fíkniefnum en áður. Litlar breytingar á götuverði efna bendi til þess að nægt framboð sé á fíkniefnamarkaði. Amfetamín og kókaín séu enn vinsælustu ólöglegu efnin hér á landi. 

Innlent
Fréttamynd

Simmi Vill í með­ferð

„Áfengi er hætt að vera gleðigjafi og ég hef notað það sem flóttaleið í stað þess að nálgast það af gleði og hvað þá hófsemi. Flóttaleiðirnar með áfengi hafa verið margvíslegar og engar af þeim leiðum hafa verið farsælar. Það hefur hvorki verið farsælt né heilsusamlegt, og því er þetta skref bæði rétt og tímabært.“

Lífið
Fréttamynd

Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt

„Við erum sannarlega ekki í fósturstellingu grátandi yfir þessu,“ segir Bryndis Eva Ásmundsdóttir, íbúi í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík, sem kveðst gáttuð á háværri andstöðu nokkurra nágranna sinna við opnun Kaffistofu Samhjálpar í hverfinu. Hún brigslar nágranna sína um fordóma.

Innlent
Fréttamynd

Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu

Framkvæmdastjóri Samhjálpar segir að gera megi ráð fyrir því að ný kaffistofa Samhjálpar hefji ekki starfsemi fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót. Sem fyrrverandi embættismaður skilji hún vel að boðuð grenndarkynning taki tíma en hún segist ekki hafa eins mikinn skilning á því hvers vegna farið sé af stað með grenndarkynningu yfirhöfuð.

Innlent
Fréttamynd

„Hel­vítis kerling“ sé eitt en hótun um í­kveikju annað

Siðanefnd Félagsráðgjafafélags Íslands lýsir yfir áhyggjum vegna aukins ofbeldis, hótana, niðrandi ummæla og annarrar óviðunandi framkomu sem félagsráðgjafar verða fyrir í starfi sínu. Siðanefndin hefur sent út könnun á alla félagsmenn. Formaður nefndarinnar segir nefndina vilja kanna bæði algengi ofbeldis gegn félagsráðgjöfum í starfi og viðbrögð vinnuveitenda við því.

Innlent
Fréttamynd

R-BUGL: Á­byrgðin er okkar allra

Þegar barn eða ungmenni glímir við alvarlegan vanda standa foreldrar frammi fyrir erfiðum ákvörðunum. Í slíkum aðstæðum skiptir traust til kerfisins miklu máli. Það er því mikilvægt að minna á að meirihluti barna og ungmenna sem fá þjónustu innan barna og fjölskyldukerfis nær bata og heldur áfram í lífinu með aukinn stöðugleika.

Skoðun
Fréttamynd

Hjálpum spilafíklum

Það hefur varla farið frammhjá þeim sem lesa fréttir, hvort sem það er Vísir, MBL eða aðrir miðlar að fíkn er ekki djók og fíkn hrjáir samfélagið okkar. Fíkn er ekki bara áfengi og eiturlyf, ímynd sem Íslendingar hafa búið við of lengi, ímynd sem er þægileg og við höfum getað sætt okkur við.

Skoðun
Fréttamynd

Í­búar grátandi og í miklu upp­námi yfir flutningi Kaffi­stofunnar

Geir Rúnar Birgisson, formaður húsfélags Grensásvegar 44 til 50, segir íbúa hafa miklar áhyggjur af flutningi Kaffistofunnar í húsnæði við Grensásveg 46. Hann segir íbúa ósátta við það að framkvæmdir hafi hafist áður en flutningurinn fór í grenndarkynningu. Íbúar óttist aukið ónæði og fjölgun innbrota verði Kaffistofan opnuð á þessari staðsetningu. 

Innlent
Fréttamynd

Stöðvar fram­kvæmdir við nýja Kaffi­stofu Sam­hjálpar

Framkvæmdastjóri Samhjálpar hefur stöðvað framkvæmdir á nýrri Kaffistofu Samhjálpar við Grensásveg 46 þar til grenndarkynningu er lokið. Hópur íbúa sem býr í nágrenni við nýtt húsnæði kaffistofunnar hefur mótmælt opnun kaffistofunnar í hverfinu en í íbúagrúppu hverfisins á Facebook eru íbúar aftur á móti mjög jákvæðir.

Innlent
Fréttamynd

Gerir kröfu um að fjár­magn fylgi barni í vímu­efna­vanda

Halla Hrund Logadóttir þingkona Framsóknarflokksins vill að fjármagn fylgi barni þegar kemur að fíknimeðferðum. Hún segir að á meðan ekki sé hægt að tryggja aðgengi og öryggi barna í meðferðarúrræðum á Íslandi eigi foreldrar og forráðamenn að geta leitað annað og fengið fjármagn með.

Innlent
Fréttamynd

Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla

Móðir drengs sem svipti sig lífi eftir margra ára baráttu við fíknivanda segir meðferðarheimili Stuðla hafa gert illt verra og að sonur sinn hafi orðið fyrir ofbeldi innan heimilisins. Úrræðaleysi og afskiptaleysi taki við eftir átján ára aldur.

Innlent
Fréttamynd

Þögnin, skömmin og kerfið

Það er eins og við lærum aldrei. Hver einstaklingur eftir annan lendir í höndum kerfisins sem átti að vernda en býr aftur og aftur til nýtt sár. Nú síðast fjórtán ára drengur á Stuðlum, kallaður grenjuskjóða og tekinn hálstaki. Þetta er engu að síður ákveðið mynstur sem hefur viðgengist í áratugi þrátt fyrir endurteknar kvartanir og kærur.

Skoðun
Fréttamynd

Er hægt að sigra frjálsan vilja?

Frasinn „stríð gegn dópi“ (war on drugs) er rakinn til ársins 1971, þegar Richard Nixon Bandaríkjaforseti útnefndi vímuefnavandann sem óvin númer eitt og tilkynnti að stjórn hans myndi segja dópinu stríð á hendur - með öllum tiltækum ráðum átti að sigra dópið. Refsingar voru þyngdar, eftirlit stóraukið og valdheimildir lögreglu víkkaðar.

Skoðun
Fréttamynd

Herja á um­sækj­endur um alþjóð­lega vernd

Skipulagðir glæpahópar herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd, reyna að nýta sér þá og hafa af þeim peninga. Á sama tíma eru börn, allt niður í fimmtán ára, sífellt oftar nýtt sem burðardýr og við sölu og dreifingu fíkniefna af sömu hópum.

Innlent