Sterkara heilbrigðiskerfi Svandís Svavarsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 14:30 Það er hægt að nota ýmsar aðferðir til þess að meta gæði heilbrigðiskerfa og uppbyggingu þeirra, og bera þau saman við heilbrigðiskerfi annarra landa. Þar má til dæmis nefna mælikvarða um heilsu landsmanna, fjármögnun og hvernig heilbrigðiskerfum landa hefur tekist að bregðast við heimsfaraldri Covid-19. Þegar við ræðum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins skiptir líka máli að í málaflokknum gildi skýr stefna. Mælikvarðar um heilsu Ef mælikvarðar um heilsu landsmanna eru skoðaðir kemur Ísland vel út í alþjóðlegum samanburði. Meðalævilengd á Íslandi er með því lengsta í heiminum, eða 83 ár samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 2019. Meðalævilengdin er því sambærileg því sem best gerist í Evrópu og nokkuð hærri en til dæmis í Bandaríkjunum, þar sem meðalævilengdin er 79 ár. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar frá 2018 var ungbarnadauði hvergi í Evrópu jafn fátíður og hér á landi, en á tíu ára tímabili (2009–2018) var ungbarnadauði á Íslandi að meðaltali 1,7 af hverjum 1.000 lifandi fæddum. Einnig má nefna að hlutfall barna sem fæðast hér á landi með lága fæðingarþyngd er lægst í heiminum, dauðsföll af völdum heilablóðfalls eru með því lægsta sem gerist og svipaða sögu er að segja um dauðsföll af völdum kransæðasjúkdóma, samkvæmt upplýsingum OECD frá árinu 2020. Þau atriði sem hér hafa verið nefnd benda til þess að þegar horft er til mælikvarða um heilsu höfum við á Íslandi heilbrigðiskerfi sem á mikilvægum sviðum stenst samanburð við það sem best gerist. Engu að síður eru verkefnin óþrjótandi og ljóst að efla þarf heilbrigðisþjónustuna enn frekar. Því var það eitt af mikilvægustu verkefnum þessarar ríkisstjórnar að styrkja heilbrigðiskerfið. Fjármögnun heilbrigðiskerfisins Fjármagn til heilbrigðiskerfisins hefur verið aukið umtalsvert á kjörtímabilinu, þ.e. á árunum 2017-2021. Þegar heildarfjárheimildir til heilbrigðiskerfisins eru skoðaðar, það er bæði rekstur og fjárfestingar/framkvæmdir, á verðlagi hvers árs, hafa fjárheimildirnar aukist um 46%, eða 90 milljarða. Á föstu verðlagi gerir það um 16% hækkun. Þegar aðeins rekstur er skoðaður nemur hækkunin um 38% á kjörtímabilinu, eða um 10% á föstu verðlagi, umfram launa- og verðlagshækkanir. Útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu (VLF) hafa verið aukin úr 7,4% árið 2017 í 9,3% samkvæmt fjárlögum 2021. Ísland er enn eftirbátur Norðurlandanna þegar kemur að heilbrigðisútgjöldum sem hlutfall af VLF en við erum á réttri leið, eins og tölurnar sýna. Það sést til dæmis af því að þegar útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af heildarútgjöldum ríkissjóðs eru skoðuð kemur í ljós að framlag til heilbrigðismála hefur í því samhengi aldrei verið hærra, en árið 2019 runnu 25% af útgjöldum ríkissjóðs til heilbrigðismála (eða 247 milljarðar). Þegar útgjöld til heilbrigðismála á hvern íbúa í krónum talið eru skoðuð hafa þau aukist úr 578.188 kr. árið 2017 í 775.844 kr. árið 2021, eða um 34%. Á föstu verðlagi nemur þessi hækkun um 7% umfram launa- og verðlagshækkanir. Ef við skoðum einstakar stofnanir innan heilbrigðiskerfisins kemur í ljós að fjárframlög til reksturs Landspítala hafa á kjörtímabilinu aukist um 14% á föstu verðlagi (eða um 19 milljarða). Inni í þeirri tölu eru ekki útgjöld til byggingar nýs Landspítala, en þau nema um 26 milljörðum á kjörtímabilinu. Fjárframlög til reksturs heilsugæslunnar hafa einnig aukist mikið á tímabilinu, eða um 45% prósent á verðlagi hvers árs, eða um 23% á föstu verðlagi, umfram launa- og verðlagshækkanir, svo ljóst er að starfsemi heilsugæslunnar í landinu hefur verið styrkt svo um munar. Heimsfaraldur Engan óraði þó fyrir því fyrir einu og hálfu ári að við stæðum frammi fyrir heimsfaraldri sem myndi leggja miklar álögur á heilbrigðiskerfið um langan tíma. Enginn getur þó haldið öðru fram en að heilbrigðiskerfi okkar hafi hingað til staðist þessa þolraun með prýði þótt enn séu endalok þessa faraldurs óviss. Árangur okkar í bárattu við veiruna sýnir það; dauðsföll af völdum Covid-19 hafa óvíða verið færri og þorri þjóðarinnar hefur nú verið bólusettur. Uppbygging kerfisins snýst líka um stefnumótun og samhæfingu Þegar við tölum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins skiptir stefna í málaflokknum höfuðmáli. Á kjörtímabilinu var skrifuð og samþykkt á Alþingi heilbrigðisstefna til ársins 2030. Stefnan er vegvísir fyrir alla þá sem starfa í heilbrigðiskerfinu, en einnig fyrir notendur þess og samfélagið allt. Stefnan er okkur leiðarvísir við uppbyggingu á heildstæðu, öflugu og samhæfðu heilbrigðiskerfi til framtíðar. Í sumar var lýðheilsustefna til ársins 2030 einnig samþykkt, auk þess sem við höfum sett stefnur í málaflokkum á borð við meðferð og umönnun heilabilaðra, endurhæfingu, meðferð langvinnra verkja og fleira mætti telja. Samvinna heilbrigðisstofnana hefur aukist til um muna á kjörtímabilinu, þökk sé reglulegum samráðsfundum innan ráðuneytisins og utan, auk þess sem samráð og samvinna við veitendur geðheilbrigðisþjónustu hefur verið stóraukið, svo nokkur dæmi séu nefnd. Öll þessi vinna skiptir miklu þegar kemur að starfsemi heilbrigðiskerfisins því heilbrigðiskerfi þar sem stefnan er skýr, samhæfing ríkir og allir þættir kerfisins vinna vel saman að sameiginlegu markmiði virkar betur og er skilvirkara, sem skilar sér í betri heilbrigðisþjónustu. Niðurlag Samandregið er að mínu mati ljóst að heilbrigðiskerfið okkar er gott, og það stenst samanburð við það sem best gerist í heiminum. Verkefnin eru hins vegar óþrjótandi og þess vegna hefur heilbrigðiskerfið verið styrkt verulega með fjármunum á þessu kjörtímabili og jafnframt mörkuð skýr stefna um frekari styrkingu þess til ársins 2030. Við erum ekki komin á leiðarenda og kerfið okkar þarf að styrkja með fjármunum enn frekar, en við erum á góðri leið í átt að enn öflugra heilbrigðiskerfi, fyrir okkur öll. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Heilbrigðismál Landspítalinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er hægt að nota ýmsar aðferðir til þess að meta gæði heilbrigðiskerfa og uppbyggingu þeirra, og bera þau saman við heilbrigðiskerfi annarra landa. Þar má til dæmis nefna mælikvarða um heilsu landsmanna, fjármögnun og hvernig heilbrigðiskerfum landa hefur tekist að bregðast við heimsfaraldri Covid-19. Þegar við ræðum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins skiptir líka máli að í málaflokknum gildi skýr stefna. Mælikvarðar um heilsu Ef mælikvarðar um heilsu landsmanna eru skoðaðir kemur Ísland vel út í alþjóðlegum samanburði. Meðalævilengd á Íslandi er með því lengsta í heiminum, eða 83 ár samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 2019. Meðalævilengdin er því sambærileg því sem best gerist í Evrópu og nokkuð hærri en til dæmis í Bandaríkjunum, þar sem meðalævilengdin er 79 ár. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar frá 2018 var ungbarnadauði hvergi í Evrópu jafn fátíður og hér á landi, en á tíu ára tímabili (2009–2018) var ungbarnadauði á Íslandi að meðaltali 1,7 af hverjum 1.000 lifandi fæddum. Einnig má nefna að hlutfall barna sem fæðast hér á landi með lága fæðingarþyngd er lægst í heiminum, dauðsföll af völdum heilablóðfalls eru með því lægsta sem gerist og svipaða sögu er að segja um dauðsföll af völdum kransæðasjúkdóma, samkvæmt upplýsingum OECD frá árinu 2020. Þau atriði sem hér hafa verið nefnd benda til þess að þegar horft er til mælikvarða um heilsu höfum við á Íslandi heilbrigðiskerfi sem á mikilvægum sviðum stenst samanburð við það sem best gerist. Engu að síður eru verkefnin óþrjótandi og ljóst að efla þarf heilbrigðisþjónustuna enn frekar. Því var það eitt af mikilvægustu verkefnum þessarar ríkisstjórnar að styrkja heilbrigðiskerfið. Fjármögnun heilbrigðiskerfisins Fjármagn til heilbrigðiskerfisins hefur verið aukið umtalsvert á kjörtímabilinu, þ.e. á árunum 2017-2021. Þegar heildarfjárheimildir til heilbrigðiskerfisins eru skoðaðar, það er bæði rekstur og fjárfestingar/framkvæmdir, á verðlagi hvers árs, hafa fjárheimildirnar aukist um 46%, eða 90 milljarða. Á föstu verðlagi gerir það um 16% hækkun. Þegar aðeins rekstur er skoðaður nemur hækkunin um 38% á kjörtímabilinu, eða um 10% á föstu verðlagi, umfram launa- og verðlagshækkanir. Útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu (VLF) hafa verið aukin úr 7,4% árið 2017 í 9,3% samkvæmt fjárlögum 2021. Ísland er enn eftirbátur Norðurlandanna þegar kemur að heilbrigðisútgjöldum sem hlutfall af VLF en við erum á réttri leið, eins og tölurnar sýna. Það sést til dæmis af því að þegar útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af heildarútgjöldum ríkissjóðs eru skoðuð kemur í ljós að framlag til heilbrigðismála hefur í því samhengi aldrei verið hærra, en árið 2019 runnu 25% af útgjöldum ríkissjóðs til heilbrigðismála (eða 247 milljarðar). Þegar útgjöld til heilbrigðismála á hvern íbúa í krónum talið eru skoðuð hafa þau aukist úr 578.188 kr. árið 2017 í 775.844 kr. árið 2021, eða um 34%. Á föstu verðlagi nemur þessi hækkun um 7% umfram launa- og verðlagshækkanir. Ef við skoðum einstakar stofnanir innan heilbrigðiskerfisins kemur í ljós að fjárframlög til reksturs Landspítala hafa á kjörtímabilinu aukist um 14% á föstu verðlagi (eða um 19 milljarða). Inni í þeirri tölu eru ekki útgjöld til byggingar nýs Landspítala, en þau nema um 26 milljörðum á kjörtímabilinu. Fjárframlög til reksturs heilsugæslunnar hafa einnig aukist mikið á tímabilinu, eða um 45% prósent á verðlagi hvers árs, eða um 23% á föstu verðlagi, umfram launa- og verðlagshækkanir, svo ljóst er að starfsemi heilsugæslunnar í landinu hefur verið styrkt svo um munar. Heimsfaraldur Engan óraði þó fyrir því fyrir einu og hálfu ári að við stæðum frammi fyrir heimsfaraldri sem myndi leggja miklar álögur á heilbrigðiskerfið um langan tíma. Enginn getur þó haldið öðru fram en að heilbrigðiskerfi okkar hafi hingað til staðist þessa þolraun með prýði þótt enn séu endalok þessa faraldurs óviss. Árangur okkar í bárattu við veiruna sýnir það; dauðsföll af völdum Covid-19 hafa óvíða verið færri og þorri þjóðarinnar hefur nú verið bólusettur. Uppbygging kerfisins snýst líka um stefnumótun og samhæfingu Þegar við tölum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins skiptir stefna í málaflokknum höfuðmáli. Á kjörtímabilinu var skrifuð og samþykkt á Alþingi heilbrigðisstefna til ársins 2030. Stefnan er vegvísir fyrir alla þá sem starfa í heilbrigðiskerfinu, en einnig fyrir notendur þess og samfélagið allt. Stefnan er okkur leiðarvísir við uppbyggingu á heildstæðu, öflugu og samhæfðu heilbrigðiskerfi til framtíðar. Í sumar var lýðheilsustefna til ársins 2030 einnig samþykkt, auk þess sem við höfum sett stefnur í málaflokkum á borð við meðferð og umönnun heilabilaðra, endurhæfingu, meðferð langvinnra verkja og fleira mætti telja. Samvinna heilbrigðisstofnana hefur aukist til um muna á kjörtímabilinu, þökk sé reglulegum samráðsfundum innan ráðuneytisins og utan, auk þess sem samráð og samvinna við veitendur geðheilbrigðisþjónustu hefur verið stóraukið, svo nokkur dæmi séu nefnd. Öll þessi vinna skiptir miklu þegar kemur að starfsemi heilbrigðiskerfisins því heilbrigðiskerfi þar sem stefnan er skýr, samhæfing ríkir og allir þættir kerfisins vinna vel saman að sameiginlegu markmiði virkar betur og er skilvirkara, sem skilar sér í betri heilbrigðisþjónustu. Niðurlag Samandregið er að mínu mati ljóst að heilbrigðiskerfið okkar er gott, og það stenst samanburð við það sem best gerist í heiminum. Verkefnin eru hins vegar óþrjótandi og þess vegna hefur heilbrigðiskerfið verið styrkt verulega með fjármunum á þessu kjörtímabili og jafnframt mörkuð skýr stefna um frekari styrkingu þess til ársins 2030. Við erum ekki komin á leiðarenda og kerfið okkar þarf að styrkja með fjármunum enn frekar, en við erum á góðri leið í átt að enn öflugra heilbrigðiskerfi, fyrir okkur öll. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun