Slæmur endir á aprílmánuði um einhverfu hjá Reykjavíkurborg Sigrún Birgisdóttir og Guðlaug Svala Kristjánsdóttir skrifa 30. apríl 2021 15:49 Nýverið fengu foreldrar 30 barna í Reykjavík bréf um fyrirhugaða synjun við umsókn um skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Þau höfðu sótt um pláss í sérdeildum vegna þess að þau töldu börnin ekki höndla að vera inni í bekk allan daginn með sínum jafnöldrum. Hluti þessara barna hefur áður verið í almennum bekkjum og ekki notið sín í því umhverfi en flestar umsóknir komu frá foreldrum barna sem eru að hefja grunnskólagöngu. Þegar um einhverf börn er að ræða er að ýmsu að huga varðandi skólagöngu. Eru bekkir nógu fámennir? Hvernig er aðstaða í kennslustofunni þegar litið er til skynjunar, svo sem varðandi hljóðvist, lýsingu og eril? Er stuðningur nægilegur og haldbær þekking á einhverfu til staðar? Er fagþekking í skólanum til að mæta þörfum barnsins t.d. þroskaþjálfi, iðjuþjálfi eða sérkennari? Er námsefnið við hæfi eða er þekking til að búa til námsefni fyrir nemandann sem byggir á hans áhugasviði? Býðst nemandanum stuðningur í félagslegum samskiptum utan sem innan kennslustunda? Þetta er meðal þess sem þarf að vera í lagi en þó engan veginn tæmandi listi. Einhverfusamtökin hafa lengi bent þörf fyrir Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir fólk á einhverfurófi og fólk með þroskahömlun. Einn þáttur í þeirri starfsemi væri fræðsla og ráðgjöf inn í skólasamfélagið til að auðvelda öllum skólum að taka á móti einhverfum nemendum og bjóða upp á það umhverfi sem hentar þeim hópi. Í grein um þessa yfirvofandi synjun sem birtist í Kjarnanum 30. apríl er vitnað í svör og ummæli fulltrúa Reykjavíkurborgar, þess efnis að metfjöldi umsókna í einhverfudeild í ár tengist meðal annars auknum greiningum en að einnig sé til staðar „misskilningur um að einhverfudeild sé framtíðarúrræði“ enda sé markmiðið að einhverfir nemendur fari í almennar bekkjardeildir. Þetta svar ýtir að okkar mati enn undir þörfina á því að sérþekkingu á einhverfu sé safnað á einn stað til að sporna gegn því að stefna aðila eins og Reykjavíkurborgar um að dreifa kröftunum hafi neikvæð áhrif á líf og líðan einhverfra barna. Hvað fjölgun greininga varðar er einnig rétt að halda því til haga að um þessar mundir bíða um 380 börn eftir greiningu vegna gruns um einhverfu á Þroska- og hegðunarstöð og einnig eru mörg börn á biðlista á Greiningar- og ráðgjafarstöð. Biðtíminn eftir greiningur er allt að 24 mánuðir. Því má áætla að mun fleiri börn þurfi þjónustu en þessi 30. Það er misskilningur að skóli án aðgreiningar þýði að öll börn þurfi að læra inni í sama rými. Skóli án aðgreiningar á að bjóða öll börn velkomin í sinn heimaskóla í aðstæður sem henta hverjum og einum. Helstu sérþarfir einhverfra snúa að umhverfi og samskiptum. Skynáreiti ráða miklu um getu þeirra til að njóta sín í námi og leik. Það gefur auga leið að auðveldara er að mæta þessum þörfum í sérhönnuðu umhverfi en í ólíkum bekkjardeildum í misjöfnu umhverfi eftir aðstæðum á hverjum stað fyrir sig. Markmið Reykjavíkurborgar um að einhverfudeildir heyri bráðum fortíðinni til eru afar metnaðarfull og í raun aðdáunarverð ef í þeim felst yfirlýsing um að bráðum verði öll rými í skólum borgarinnar einhverfuvæn. Að flúorperum verði útrýmt, hópar minnkaðir og hljóðvist bætt til muna. Það er sannarlega tilhlökkunarefni. Á raunsærri nótum munum við hins vegar enn um sinn halda áfram að berjast fyrir viðunandi úrræðum fyrir einhverf börn á þeirra eigin forsendum. Óvissustaða 30 barna núna, sem og allra hinna sem bíða greiningar og stuðnings, ýtir enn undir mikilvægi þess að stjórnvöld bregðist við kröfum Einhverfusamtakanna um stofnun Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar. Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, verkefnastjóri Einhverfusamtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Aldrei fleiri umsóknir um pláss í sérdeildir fyrir einhverf börn Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur aldrei fengið jafnmargar umsóknir um pláss í sérdeildir fyrir einhverf börn. Þær voru alls 38 þetta vorið. Í ár þurfti því að synja 30 börnum um pláss en viðkomandi hafa andmælarétt til 3. maí. Formaður Landssamtaka Þroskahjálpar segir foreldra þeirra barna sem ekki komast að í ár kvíða komandi tímum. 28. apríl 2021 13:27 Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Nýverið fengu foreldrar 30 barna í Reykjavík bréf um fyrirhugaða synjun við umsókn um skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Þau höfðu sótt um pláss í sérdeildum vegna þess að þau töldu börnin ekki höndla að vera inni í bekk allan daginn með sínum jafnöldrum. Hluti þessara barna hefur áður verið í almennum bekkjum og ekki notið sín í því umhverfi en flestar umsóknir komu frá foreldrum barna sem eru að hefja grunnskólagöngu. Þegar um einhverf börn er að ræða er að ýmsu að huga varðandi skólagöngu. Eru bekkir nógu fámennir? Hvernig er aðstaða í kennslustofunni þegar litið er til skynjunar, svo sem varðandi hljóðvist, lýsingu og eril? Er stuðningur nægilegur og haldbær þekking á einhverfu til staðar? Er fagþekking í skólanum til að mæta þörfum barnsins t.d. þroskaþjálfi, iðjuþjálfi eða sérkennari? Er námsefnið við hæfi eða er þekking til að búa til námsefni fyrir nemandann sem byggir á hans áhugasviði? Býðst nemandanum stuðningur í félagslegum samskiptum utan sem innan kennslustunda? Þetta er meðal þess sem þarf að vera í lagi en þó engan veginn tæmandi listi. Einhverfusamtökin hafa lengi bent þörf fyrir Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir fólk á einhverfurófi og fólk með þroskahömlun. Einn þáttur í þeirri starfsemi væri fræðsla og ráðgjöf inn í skólasamfélagið til að auðvelda öllum skólum að taka á móti einhverfum nemendum og bjóða upp á það umhverfi sem hentar þeim hópi. Í grein um þessa yfirvofandi synjun sem birtist í Kjarnanum 30. apríl er vitnað í svör og ummæli fulltrúa Reykjavíkurborgar, þess efnis að metfjöldi umsókna í einhverfudeild í ár tengist meðal annars auknum greiningum en að einnig sé til staðar „misskilningur um að einhverfudeild sé framtíðarúrræði“ enda sé markmiðið að einhverfir nemendur fari í almennar bekkjardeildir. Þetta svar ýtir að okkar mati enn undir þörfina á því að sérþekkingu á einhverfu sé safnað á einn stað til að sporna gegn því að stefna aðila eins og Reykjavíkurborgar um að dreifa kröftunum hafi neikvæð áhrif á líf og líðan einhverfra barna. Hvað fjölgun greininga varðar er einnig rétt að halda því til haga að um þessar mundir bíða um 380 börn eftir greiningu vegna gruns um einhverfu á Þroska- og hegðunarstöð og einnig eru mörg börn á biðlista á Greiningar- og ráðgjafarstöð. Biðtíminn eftir greiningur er allt að 24 mánuðir. Því má áætla að mun fleiri börn þurfi þjónustu en þessi 30. Það er misskilningur að skóli án aðgreiningar þýði að öll börn þurfi að læra inni í sama rými. Skóli án aðgreiningar á að bjóða öll börn velkomin í sinn heimaskóla í aðstæður sem henta hverjum og einum. Helstu sérþarfir einhverfra snúa að umhverfi og samskiptum. Skynáreiti ráða miklu um getu þeirra til að njóta sín í námi og leik. Það gefur auga leið að auðveldara er að mæta þessum þörfum í sérhönnuðu umhverfi en í ólíkum bekkjardeildum í misjöfnu umhverfi eftir aðstæðum á hverjum stað fyrir sig. Markmið Reykjavíkurborgar um að einhverfudeildir heyri bráðum fortíðinni til eru afar metnaðarfull og í raun aðdáunarverð ef í þeim felst yfirlýsing um að bráðum verði öll rými í skólum borgarinnar einhverfuvæn. Að flúorperum verði útrýmt, hópar minnkaðir og hljóðvist bætt til muna. Það er sannarlega tilhlökkunarefni. Á raunsærri nótum munum við hins vegar enn um sinn halda áfram að berjast fyrir viðunandi úrræðum fyrir einhverf börn á þeirra eigin forsendum. Óvissustaða 30 barna núna, sem og allra hinna sem bíða greiningar og stuðnings, ýtir enn undir mikilvægi þess að stjórnvöld bregðist við kröfum Einhverfusamtakanna um stofnun Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar. Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, verkefnastjóri Einhverfusamtakanna
Aldrei fleiri umsóknir um pláss í sérdeildir fyrir einhverf börn Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur aldrei fengið jafnmargar umsóknir um pláss í sérdeildir fyrir einhverf börn. Þær voru alls 38 þetta vorið. Í ár þurfti því að synja 30 börnum um pláss en viðkomandi hafa andmælarétt til 3. maí. Formaður Landssamtaka Þroskahjálpar segir foreldra þeirra barna sem ekki komast að í ár kvíða komandi tímum. 28. apríl 2021 13:27
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun