Samfylkingin endurskrifar söguna Þorsteinn Sæmundsson skrifar 12. apríl 2021 16:30 Undanfarið hafa Samfylkingarþingmenn farið mikinn vegna meintra flökkusagna okkar Miðflokksfólks um fjölda þeirra íbúða sem seldar voru ofan af fólki í hruninu og í kjölfar þess. Þingmennirnir hafa einnig efast um tölur yfir fjölda einstaklinga sem misstu húsnæði sitt. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar hóf umræðuna við atkvæðagreiðslu í þinginu og síðan hefur formaður velferðarnefndar og þingmaður SF tekið undir og talað niður þann fjölda fólks sem hér um ræðir. Samfylkingin hefur heldur engan áhuga á því hvað varð um þær eignir sem fólk missti á árunum eftir hrun. Svo undarlegt sem það nú er kemur þingflokksformaður Samfylkingar af Suðurnesjum en þar misstu einna flestir heimili sín á þessu tímabili. Flestar enduðu eignirnar í höndum risastórra leigufélaga eftir þó nokkuð brask. Þessir atburðir virðast hafa farið fram hjá þingflokksformanni Samfylkingarinnar. Það má með sanni segja að hún sé í nánu sambandi við nærumhverfi sitt eða hitt þó heldur. Ömurlegri er þó viðleitni þingmanna SF til að gera lítið úr tjóni þeirra fjölmörgu sem voru hrakin úr húsnæði sínu. Húseignir fólks voru hirtar á hrakvirði og síðan seldar ýmsum bröskurum. Íbúðalánasjóður og braskararnir græddu umtalsvert á kostnað almennings. Undirritaður hefur reynt að varpa ljósi á þessa atburðarrás með því að afla upplýsinga úr kerfinu um málið. Félags- og barnamálaráðherra var afar tregur til upplýsingagjafar og fór í bága við lög um ráðherraábyrgð og lög um þingsköp í viðleitni sinni til þöggunar. Eftir þriggja ára bið eftir upplýsingum liggur fyrir að aðeins Íbúðalánasjóður einn seldi rúmar fjögurþúsundogþrjúhundruð eignir á ellefu ára tímabili árin 2009 -2019. Ætla má að í þessum íbúðum hafi búið um tíu þúsund manns. Fjölmiðlar hafa sýnt þessum upplýsingum merkilegt fálæti. Hver skyldi ástæðan vera fyrir því? Er mönnum sama um tjón þúsunda einstaklinga vegna framkomu ríkisstjórnar þess tíma og fjármálakerfisins? Á Samfylkingin máske vildarvini í hópi fjölmiðlamanna? Nýlega var undirrituðum synjað um upplýsingar um sölu Landsbankans á fullnustuíbúðum en baráttan fyrir birtingu þeirra upplýsinga heldur áfram. Það kom hins vegar fram í svari dómsmálaráðherra á þingskjali 2051/2019 við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar þingmanns Miðflokksins að á árunum 2008-2018 voru fjármálafyrirtæki á einhverjum tímabilum þinglýstir eigendur frá rúmlega 600 til allt að 4.000 fasteigna á ári hverju þetta tímabil. Samtals tæplega 27 þúsund eignir. Það er því hafið yfir vafa að allt að tíu þúsund eignir voru hirtar af almenningi þessi ár. Nú er það að sumu leyti skiljanlegt að Samfylkingin reyni að klóra yfir þá staðreynd að á stjórnartíma flokksins í hruninu og árin eftir hrun sýndi flokkurinn engan áhuga á stöðu heimilanna. Það hefur greinilega ekkert breyst! Að lokum má vitna til orða löngu gegnins Hafnarfjarðarkrata sem ég þekkti en hann sagði þegar yfir hann gekk: ,,Svo kalla þeir sig Jafnaðarmenn þessir andsk…..“ Góð áminning í undanfara kosninga. Þær þúsundir sem misstu heimili sín hafa ekkert að sækja til Samfylkingar. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa Samfylkingarþingmenn farið mikinn vegna meintra flökkusagna okkar Miðflokksfólks um fjölda þeirra íbúða sem seldar voru ofan af fólki í hruninu og í kjölfar þess. Þingmennirnir hafa einnig efast um tölur yfir fjölda einstaklinga sem misstu húsnæði sitt. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar hóf umræðuna við atkvæðagreiðslu í þinginu og síðan hefur formaður velferðarnefndar og þingmaður SF tekið undir og talað niður þann fjölda fólks sem hér um ræðir. Samfylkingin hefur heldur engan áhuga á því hvað varð um þær eignir sem fólk missti á árunum eftir hrun. Svo undarlegt sem það nú er kemur þingflokksformaður Samfylkingar af Suðurnesjum en þar misstu einna flestir heimili sín á þessu tímabili. Flestar enduðu eignirnar í höndum risastórra leigufélaga eftir þó nokkuð brask. Þessir atburðir virðast hafa farið fram hjá þingflokksformanni Samfylkingarinnar. Það má með sanni segja að hún sé í nánu sambandi við nærumhverfi sitt eða hitt þó heldur. Ömurlegri er þó viðleitni þingmanna SF til að gera lítið úr tjóni þeirra fjölmörgu sem voru hrakin úr húsnæði sínu. Húseignir fólks voru hirtar á hrakvirði og síðan seldar ýmsum bröskurum. Íbúðalánasjóður og braskararnir græddu umtalsvert á kostnað almennings. Undirritaður hefur reynt að varpa ljósi á þessa atburðarrás með því að afla upplýsinga úr kerfinu um málið. Félags- og barnamálaráðherra var afar tregur til upplýsingagjafar og fór í bága við lög um ráðherraábyrgð og lög um þingsköp í viðleitni sinni til þöggunar. Eftir þriggja ára bið eftir upplýsingum liggur fyrir að aðeins Íbúðalánasjóður einn seldi rúmar fjögurþúsundogþrjúhundruð eignir á ellefu ára tímabili árin 2009 -2019. Ætla má að í þessum íbúðum hafi búið um tíu þúsund manns. Fjölmiðlar hafa sýnt þessum upplýsingum merkilegt fálæti. Hver skyldi ástæðan vera fyrir því? Er mönnum sama um tjón þúsunda einstaklinga vegna framkomu ríkisstjórnar þess tíma og fjármálakerfisins? Á Samfylkingin máske vildarvini í hópi fjölmiðlamanna? Nýlega var undirrituðum synjað um upplýsingar um sölu Landsbankans á fullnustuíbúðum en baráttan fyrir birtingu þeirra upplýsinga heldur áfram. Það kom hins vegar fram í svari dómsmálaráðherra á þingskjali 2051/2019 við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar þingmanns Miðflokksins að á árunum 2008-2018 voru fjármálafyrirtæki á einhverjum tímabilum þinglýstir eigendur frá rúmlega 600 til allt að 4.000 fasteigna á ári hverju þetta tímabil. Samtals tæplega 27 þúsund eignir. Það er því hafið yfir vafa að allt að tíu þúsund eignir voru hirtar af almenningi þessi ár. Nú er það að sumu leyti skiljanlegt að Samfylkingin reyni að klóra yfir þá staðreynd að á stjórnartíma flokksins í hruninu og árin eftir hrun sýndi flokkurinn engan áhuga á stöðu heimilanna. Það hefur greinilega ekkert breyst! Að lokum má vitna til orða löngu gegnins Hafnarfjarðarkrata sem ég þekkti en hann sagði þegar yfir hann gekk: ,,Svo kalla þeir sig Jafnaðarmenn þessir andsk…..“ Góð áminning í undanfara kosninga. Þær þúsundir sem misstu heimili sín hafa ekkert að sækja til Samfylkingar. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun