„Bara ef það hentar mér“ Jón Björn Hákonarson og Íris Róbertsdóttir skrifa 12. mars 2021 19:29 Að undanförnu hefur talsvert verið fjallað um málefni hjúkrunarheimila á landsbyggðinni. Víða um land hafa sveitarfélög haft umsjón með rekstri þeirra með samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Lengi hefur legið fyrir að rekstur heimilanna væri þungur, og að framlög ríkisins til rekstur þeirra dygðu engan veginn til. Sveitarfélögin reyndu lengi að fá fram breytingar á þessu, en ekkert gekk og á síðasta ári ákváðu fjögur sveitarfélög að segja upp samningum sínum við SÍ um reksturinn. Voru þetta Akureyri, Vestmannaeyjar, Sveitarfélagið Hornafjörður og Fjarðabyggð. Þá fóru í gang viðræður við Sjúkratryggingar Íslands, sem gengu erfiðlega þrátt fyrir mikla eftirgangssemi sveitarfélaganna. Ekkert gekk eða rak í viðræðunum og sífelt nálgaðist sá dagur þegar rekstur heimilanna átti ekki að vera lengur á hendi sveitarfélaganna. Sveitarfélögin gengu til þessara viðræðna með það að aðalmarkmiði að tryggja að vistaskiptin yfir til nýs rekstraraðila, hver sem hann yrði, gengju snuðrulaust fyrir sig og að standa vörð um réttindi þeirra starfsmanna sem starfa á heimilunum og að verja þá þjónustu sem þar er veitt. Það var svo loksins þann 3. mars sl. að heilbrigðisráðuneytið kom að málinu. Á fundi þennan dag var fulltrúum Fjarðabyggðar og Vestmannaeyja tilkynnt um þá ákvörðun ráðuneytisins að heilbrigðisstofnanir í hvorum landshluta tækju við rekstri heimilanna þann 1. apríl nk. Einnig kom ráðuneytið því skýrt á framfæri að lög nr.72/2002 um aðilaskipti giltu ekki um þessa yfirfærslu. Sveitarfélögunum yrði því nauðugur sá eini kostur að segja upp öllu starfsfólki sínu á hjúkrunarheimilunum - samtals um 140 starfsmönnum. Svo þetta sé sett fram á mannamáli, þá er það ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins að neyða sveitarfélögin til að segja upp 140 starfsmönnum á einu bretti, og skilja þannig þrjú hjúkrunarheimili með rúmlega 70 heimilismenn eftir án starfsmanna! „Ég er mjúkur á manninn, en í borðið svo ég ber, bara ef það hentar mér“ Að mati Fjarðabyggðar og Vestmannaeyjabæjar er það skýrt að lög um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum nr. 72/2002, sem tryggja störf og réttindi starfsfólks við yfirfærslu stofnana milli rekstraraðila, hafa áður verið látin gilda um tilflutning verkefna milli ríkis og sveitarfélaga. Að bera því við að heilbrigðisráðherra hafi ekki heimild til þess, er útúrsnúningur og ber þess merki að heilbrigðisyfirvöld vilji ekki tryggja hnökralausan tilflutning dvalar- og hjúkrunarheimilanna til ríkisins. Þegar málefni fatlaðra voru flutt frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 voru umrædd lög látin gilda. Þau voru einnig látin gilda þegar hluti starfsfólks hjúkrunarheimilisins á Hornafirði fluttust frá Sveitarfélaginu Hornafirði til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á síðasta ári, sömu stofnunar og mun nú taka við rekstri hjúkrunarheimilisins í Vestmannaeyjum. Þá stóð til að réttarstaða starfsfólks yrði tryggð við tilflutning hjúkrunarheimilisins á Akureyri til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands árið 2020, eins og fram kom í sameiginlegri fréttatilkynningu stjórnvalda og umræddra stofnana í ágúst sl. Fyrir nokkrum mánuðum var hægt að setja velferð heimilfólks og starfsfólkið í forgang, nokkrum mánuðum síðar er sú hugsun ekki efst í huga heilbrigðisráðuneytisins. Það virðist því auðvelt að beita umræddum lögum þegar það hentar ríkinu, en bera svo við heimildarleysi þegar það hentar ekki. Er það nema von að laglínur Stuðmannlagsins „Bara ef það hentar mér“ séu ofarlega í huga okkar við þessi sinnaskipti. Þá skal jafnframt áréttað að ráðherra getur tekið þá ákvörðun að fara ekki eftir þrengstu skilgreiningu laganna eða óskað eftir að bráðbirðgarákvæði verði sett í þau vegna þessara breytinga. Þetta var t.d. gert þegar málefni fatlaðra voru færð til sveitarfélaga á sínum tíma. Þetta snýst allt um hvar vilji ráðherrans liggur. Ráðuneytið ber ábyrgðina Það er svo auðvitað ótækt að ráðherra heilbrigðismála mæti fjölmiðla og reyni af öllum mætti að koma ábyrgð á þessu máli yfir á sveitarfélögin. Í dag ber hún því fyrir sig að það hafi verið ákvörðun sveitarfélaganna „ að veita ekki þessa þjónustu“. Rétt er að hafa í huga að öll sveitarfélögin sem hér um ræðir hafa um árabil reynt að ná til ráðuneytisins og ráðherra til að ræða þann vanda sem blasað hefur við í rekstri heimilanna. Sveitarfélögin hafa undanfarinn ár greitt hundruði milljóna með rekstri heimilanna, og við þá stöðu var ekki unað lengur. Það vantaði ekki vilja þeirra til að halda rekstrinum áfram, ef hægt hefði verið að ná samtali um raunhæf framlög ríkisins til málaflokksins, en það samtal var ekki hægt að fá. Það er rétt að halda því til haga að það er heilbrigðisráðuneytið sem ber ábyrgð á málaflokkunum sem snerta hjúkrunarheimilin, undan þeirri ábyrgð getur ráðherra málaflokksins ekki reynt að hlaupa. Fjarðabyggð og Vestmannaeyjabær hafa nú leitað til velferðarnefndar Alþingis og farið þess á leit við nefndina að hún stígi inn í þetta mál og sjái til þess að það fái farsæla lausn. Raunar hefði verið meiri bragur á því að ráðuneytið hefði lokið málinu með sómasamlegum hætti og sýnt því góða starfi sem unnið er á hjúkrunarheimilum víða um land virðingu, en ekki dottið í að bera fyrir sig sjálfskapaðan stjórnsýslulegan ómöguleika við þessa yfirfærslu. Jón Björn Hákonarson er bæjarstjóri Fjarðabyggðar og Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Heilbrigðismál Fjarðabyggð Vestmannaeyjar Íris Róbertsdóttir Jón Björn Hákonarson Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Skoðun Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur talsvert verið fjallað um málefni hjúkrunarheimila á landsbyggðinni. Víða um land hafa sveitarfélög haft umsjón með rekstri þeirra með samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Lengi hefur legið fyrir að rekstur heimilanna væri þungur, og að framlög ríkisins til rekstur þeirra dygðu engan veginn til. Sveitarfélögin reyndu lengi að fá fram breytingar á þessu, en ekkert gekk og á síðasta ári ákváðu fjögur sveitarfélög að segja upp samningum sínum við SÍ um reksturinn. Voru þetta Akureyri, Vestmannaeyjar, Sveitarfélagið Hornafjörður og Fjarðabyggð. Þá fóru í gang viðræður við Sjúkratryggingar Íslands, sem gengu erfiðlega þrátt fyrir mikla eftirgangssemi sveitarfélaganna. Ekkert gekk eða rak í viðræðunum og sífelt nálgaðist sá dagur þegar rekstur heimilanna átti ekki að vera lengur á hendi sveitarfélaganna. Sveitarfélögin gengu til þessara viðræðna með það að aðalmarkmiði að tryggja að vistaskiptin yfir til nýs rekstraraðila, hver sem hann yrði, gengju snuðrulaust fyrir sig og að standa vörð um réttindi þeirra starfsmanna sem starfa á heimilunum og að verja þá þjónustu sem þar er veitt. Það var svo loksins þann 3. mars sl. að heilbrigðisráðuneytið kom að málinu. Á fundi þennan dag var fulltrúum Fjarðabyggðar og Vestmannaeyja tilkynnt um þá ákvörðun ráðuneytisins að heilbrigðisstofnanir í hvorum landshluta tækju við rekstri heimilanna þann 1. apríl nk. Einnig kom ráðuneytið því skýrt á framfæri að lög nr.72/2002 um aðilaskipti giltu ekki um þessa yfirfærslu. Sveitarfélögunum yrði því nauðugur sá eini kostur að segja upp öllu starfsfólki sínu á hjúkrunarheimilunum - samtals um 140 starfsmönnum. Svo þetta sé sett fram á mannamáli, þá er það ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins að neyða sveitarfélögin til að segja upp 140 starfsmönnum á einu bretti, og skilja þannig þrjú hjúkrunarheimili með rúmlega 70 heimilismenn eftir án starfsmanna! „Ég er mjúkur á manninn, en í borðið svo ég ber, bara ef það hentar mér“ Að mati Fjarðabyggðar og Vestmannaeyjabæjar er það skýrt að lög um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum nr. 72/2002, sem tryggja störf og réttindi starfsfólks við yfirfærslu stofnana milli rekstraraðila, hafa áður verið látin gilda um tilflutning verkefna milli ríkis og sveitarfélaga. Að bera því við að heilbrigðisráðherra hafi ekki heimild til þess, er útúrsnúningur og ber þess merki að heilbrigðisyfirvöld vilji ekki tryggja hnökralausan tilflutning dvalar- og hjúkrunarheimilanna til ríkisins. Þegar málefni fatlaðra voru flutt frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 voru umrædd lög látin gilda. Þau voru einnig látin gilda þegar hluti starfsfólks hjúkrunarheimilisins á Hornafirði fluttust frá Sveitarfélaginu Hornafirði til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á síðasta ári, sömu stofnunar og mun nú taka við rekstri hjúkrunarheimilisins í Vestmannaeyjum. Þá stóð til að réttarstaða starfsfólks yrði tryggð við tilflutning hjúkrunarheimilisins á Akureyri til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands árið 2020, eins og fram kom í sameiginlegri fréttatilkynningu stjórnvalda og umræddra stofnana í ágúst sl. Fyrir nokkrum mánuðum var hægt að setja velferð heimilfólks og starfsfólkið í forgang, nokkrum mánuðum síðar er sú hugsun ekki efst í huga heilbrigðisráðuneytisins. Það virðist því auðvelt að beita umræddum lögum þegar það hentar ríkinu, en bera svo við heimildarleysi þegar það hentar ekki. Er það nema von að laglínur Stuðmannlagsins „Bara ef það hentar mér“ séu ofarlega í huga okkar við þessi sinnaskipti. Þá skal jafnframt áréttað að ráðherra getur tekið þá ákvörðun að fara ekki eftir þrengstu skilgreiningu laganna eða óskað eftir að bráðbirðgarákvæði verði sett í þau vegna þessara breytinga. Þetta var t.d. gert þegar málefni fatlaðra voru færð til sveitarfélaga á sínum tíma. Þetta snýst allt um hvar vilji ráðherrans liggur. Ráðuneytið ber ábyrgðina Það er svo auðvitað ótækt að ráðherra heilbrigðismála mæti fjölmiðla og reyni af öllum mætti að koma ábyrgð á þessu máli yfir á sveitarfélögin. Í dag ber hún því fyrir sig að það hafi verið ákvörðun sveitarfélaganna „ að veita ekki þessa þjónustu“. Rétt er að hafa í huga að öll sveitarfélögin sem hér um ræðir hafa um árabil reynt að ná til ráðuneytisins og ráðherra til að ræða þann vanda sem blasað hefur við í rekstri heimilanna. Sveitarfélögin hafa undanfarinn ár greitt hundruði milljóna með rekstri heimilanna, og við þá stöðu var ekki unað lengur. Það vantaði ekki vilja þeirra til að halda rekstrinum áfram, ef hægt hefði verið að ná samtali um raunhæf framlög ríkisins til málaflokksins, en það samtal var ekki hægt að fá. Það er rétt að halda því til haga að það er heilbrigðisráðuneytið sem ber ábyrgð á málaflokkunum sem snerta hjúkrunarheimilin, undan þeirri ábyrgð getur ráðherra málaflokksins ekki reynt að hlaupa. Fjarðabyggð og Vestmannaeyjabær hafa nú leitað til velferðarnefndar Alþingis og farið þess á leit við nefndina að hún stígi inn í þetta mál og sjái til þess að það fái farsæla lausn. Raunar hefði verið meiri bragur á því að ráðuneytið hefði lokið málinu með sómasamlegum hætti og sýnt því góða starfi sem unnið er á hjúkrunarheimilum víða um land virðingu, en ekki dottið í að bera fyrir sig sjálfskapaðan stjórnsýslulegan ómöguleika við þessa yfirfærslu. Jón Björn Hákonarson er bæjarstjóri Fjarðabyggðar og Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyja.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun