Fjarðabyggð

Fréttamynd

Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný

„Mjófirðingar og allir sem hafa einhverja tengingu við Mjóafjörð eru náttúrulega bara í skýjunum. Þetta breytir hreinlega öllu fyrir Mjóafjörð. Núna mun hann rísa úr ösku sinni og verða aftur að byggilegum stað innan fjórðungsins,“ segir Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar um breytta forgangsröðun jarðganga.

Innlent
Fréttamynd

Á­bati Fjarðarheiðarganga metinn nei­kvæður um 37 milljarða króna

Núvirtur ábati Fjarðarheiðarganga milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, sem ríkisstjórnin setti á ís í gær, er í greiningu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri metinn neikvæður upp á 37 milljarða króna. Ábati vegna Fjarðaganga, sem í skýrslunni eru nefnd Mjóafjarðargöng, er metinn neikvæður um 23,5 milljarða króna, það er 13,5 milljörðum króna skárri.

Innlent
Fréttamynd

Það er ekki eitt.. það er allt..

Sjaldan eða aldrei hefur kynningu samgönguráðherra á nýrri samgönguáætlun verið beðið með jafnmikilli eftirvæntingu og í dag, 3. desember 2025, en áætlunin var kynnt undir fyrirsögninni „Ræsum vélarnar“.

Skoðun
Fréttamynd

Fljótagöng sett í for­gang

Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán verða sett í forgang í nýrri jarðgangaáætlun sem kynnt verður í dag á fundi innviðaráðherra þar sem hann kynnir samgönguáætlun fyrir 2026 til 2040. Undirbúningur við næstu jarðgöng hefst 2026 og verður byrjað að bora 2027.

Innlent
Fréttamynd

Heiðar mætir með Dreka í nýja olíu­leit

Nýtt félag, Dreki Kolvetni, hefur verið stofnað um olíuleit og fer Heiðar Guðjónsson fjárfestir fyrir félaginu. Hann var áður stjórnarformaður Eykons Energy, sem fyrir áratug var helsta íslenska félagið í olíuleit á Drekasvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

And­staða al­mennings hvati til að búa vel um hnútana

Atvinnuvegaráðherra hefur beint því til Hafrannsóknastofnunar að framkvæma burðarþolsmat og koma með tillögur að eldissvæðum vegna laxeldis í Mjóafirði svo hægt verði að bjóða út leyfi næsta vor. Hún boðar frumvarp á nýju ári og segist ekki vera í andstöðu við kjósendur Viðreisnar í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Sendi yfir­völdum undir­skriftir vegna Fjarðarheiðarganga

Undirskriftir 2.729 einstaklinga til stuðnings Fjarðarheiðargöngum milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar hafa verið sendar rafrænt til samgönguyfirvalda. Keppni í söfnun undirskrifta milli stuðningshópa tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi heldur áfram á netinu en tólf dagar eru frá því innviðaráðherra voru afhentar 2.133 undirskriftir til stuðnings Fjarðagöngum, tvennum göngum milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð.

Innlent
Fréttamynd

Tveir ekki í öryggis­belti

Ökumaður og fjórir farþegar voru fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Öxi í gærkvöldi. Aðeins þrír voru í öryggisbeltum og einn farþegi festist undir bílnum þegar hann valt. 

Innlent
Fréttamynd

Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni

Fylgismenn Fjarðarheiðarganga hafa náð að safna fleiri undirskriftum en fylgismenn Fjarðaganga í ákafri keppni í söfnun undirskrifta sem stendur núna yfir á Austurlandi. Þar takast á stuðningshópar tveggja mismunandi jarðgangakosta í fjórðungnum.

Innlent
Fréttamynd

Á­köf undirskriftakeppni hafin vegna jarð­ganga

Áköf keppni eru hafin í söfnun undirskrifta milli stuðningsmanna tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi, annarsvegar Fjarðarheiðarganga og hinsvegar Fjarðaganga. Samtímis býður Vegagerðin út verkhönnun Fljótaganga, jarðganga á Norðurlandi, sem gæti bent til þess að þau verði næst í röðinni og tekin fram fyrir göng á Austfjörðum.

Innlent
Fréttamynd

Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar

Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar.

Innlent
Fréttamynd

Nýr lög­reglu­stjóri á Austur­landi verði skipaður á allra næstu dögum

Stefnt er að því að skipað verði í embætti lögreglustjórans á Austurlandi á allra næstu dögum, en þrír sóttu um embættið sem auglýst var laust til umsóknar í sumar. Staða lögreglustjórans á Austurlandi hefur verið laus síðan í vor eftir að fyrrverandi lögreglustjóri hvarf til annarra starfa, og hefur lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra verið settur lögreglustjóri í umdæminu síðan.

Innlent
Fréttamynd

Um­ferðar­slys á Fagra­dal og veginum lokað

Veginum um Fagradal hefur verið lokað vegna umferðarslyss sem þar varð síðdegis í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi standa enn yfir aðgerðir á vettvangi og hafa sjúkrabílar sótt slasað fólk á vettvang en ekki er talið að um alvarleg meiðsl sé að ræða, þó einhver. Nokkur vetrarfærð er á svæðinu og hefur fjallvegum í nágrenninu einnig verið lokað vegna ófærðar.

Innlent
Fréttamynd

Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Nor­rænu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú tvö stór fíkniefnamál sem tengjast komu Norrænu til Seyðisfjarðar í september. Alls varða málin 27 kíló af kókaíni, ketamíni og MDMA. Aldrei hefur meira magn ketamíns verið haldlagt í einu.

Innlent
Fréttamynd

Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga

Á síðustu fjórum árum hefur íbúum á Stöðvarfirði verið ráðlagt að sjóða vatnið sitt í alls 79 daga vegna sex mengunartilfella í vatnsbóli bæjarins. Þrjú af sex tilfellunum komu upp á síðustu þremur mánuðum.

Innlent
Fréttamynd

Hætta rekstri tveggja skipa í hag­ræðingar­skyni

Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur tekið ákvörðun um að leggja tveimur skipum í flota samstæðunnar. Ákvörðunin er hluti hagræðingaraðgerða til að bregðast við samdrætti aflaheimilda, áhrifum af hækkun á kostnaðarliðum og breytingum á rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Á­kveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu

Íbúi á Stöðvarfirði segist langþreytt eftir að hafa neyðst til að sjóða allt sitt neysluvatn í tvo mánuði. Hún biðlar til stjórnvalda að taka málum er varða neysluvatn alvarlega og segir ljóst að eitthvað þurfi að breytast.

Innlent