Vestmannaeyjar

Fréttamynd

Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði

Eftir tvö vonbrigðaár í loðnunni bárust loks gleðitíðindi í dag þegar Hafrannsóknastofnun lagði til fimmföldun loðnukvótans. Það þýðir að loðnuvertíðin næstu tvo mánuði gæti skilað þjóðarbúinu 35 til 40 milljarða króna útflutningstekjum, að mati forstjóra Síldarvinnslunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spenna vegna nýs mats á stærð loðnu­stofnsins

Sjávarútvegurinn bíður nú í ofvæni eftir nýju mati Hafrannsóknastofnunar á stærð loðnustofnsins. Fréttir sem bárust af loðnuleitinni um helgina juku mönnum bjartsýni um meiri loðnukvóta en urðu líka til þess að hlutabréf sjávarútvegsfyrirtækja hækkuðu í verði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ó­vissa um fram­boð bæði Írisar og listans

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hún gefi kost á sér í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þá segir hún ekki hafa verið ákveðið hvort bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey tefli fram lista í kosningunum.

Innlent
Fréttamynd

Veit Inga hvað hún syngur?

Byrjum á að slá þessu föstu: Það er enginn málaflokkur þýðingarmeiri í íslensku samfélagi en uppvöxtur, þroski og menntun barnanna okkar. Það er alveg sama hvað okkur tekst vel til á öðrum sviðum – ef okkur mistekst þarna er allt annað unnið fyrir gýg .

Skoðun
Fréttamynd

Hér sést hvar jarð­göngin eiga að opnast á Heimaey

Stjórnarformaður félags um Vestmannaeyjagöng vonast til þess að hægt verði að aka í jarðgöngum til Eyja eftir tíu ár. Stefnt er á að rannsóknarboranir hefjist í vor. Félagið hefur boðað til kynningarfundar í Eyjum í kvöld um verkefnið.

Innlent
Fréttamynd

Skamm­degið víkur með hækkandi sól

Dagsbirtan í Reykjavík í dag varði fimm mínútum lengur en í gær og hefur daginn núna lengt um rúma klukkustund í borginni frá stysta degi ársins. Lenging dagsins er mismunandi eftir því hvar menn eru staddir á landinu en landsmenn ættu samt flestir að vera farnir að finna fyrir því að skammdegið sé að víkja.

Innlent
Fréttamynd

Vest­manna­eyingar fá að eiga Vest­manna­eyjar

Óbyggðanefnd hefur úrskurðað að úteyjar og sker í kringum Vestmannaeyjar, að Surtsey frátaldri, tilheyri í raun Vestmannaeyjabæ. Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir úrskurðinn fullnaðarsigur í stórskrýtnu máli.

Innlent
Fréttamynd

Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur

Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 voru teknir í rekstur í dag. Í tilkynningu frá Landsneti segir að það sé sögulegt skref og að með tilkomu strengjanna aukist afhendingaröryggi raforku til Vestmannaeyja. Nú sjái þrír öflugir sæstrengir Vestmannaeyjum fyrir rafmagni.

Innlent
Fréttamynd

Laxar struku úr landeldi í Eyjum

Að minnsta kosti tveir laxar sluppu fyrir slysni úr landeldisstöð í Vestmannaeyjum og út í sjó. Ekki er útilokað að fleiri fiskar hafi sloppið.

Innlent
Fréttamynd

Eyja­menn ó­sáttir við nýbirta samgönguáætlun

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum gagnrýnir harðlega nýframkomna samgönguáætlun sem hún segir að komi Eyjamönnum afar illa. Hún segir eyjaskeggja ekki lesa það úr áætluninni að nú skuli ræsa vélarnar, eins og Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra varð tíðrætt um þegar áætlunin var kynnt.

Innlent
Fréttamynd

Húsið fal­lega í Eyjum komið langt á veg

Í síðasta þætti af Gulla Byggi fengu áhorfendur að fylgjast með framkvæmdum í Vestmannaeyjum. Um er að ræða einbýlishús hátt uppi á Heimaey með óborganlegu útsýni. Húsið ber nafnið Suðurgarður en hjónin Guðrún Möller og Ólafur Árnason standa í framkvæmdunum og keyptu þau eignina af móður Ólafs.

Lífið
Fréttamynd

Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal

Stundum velti ég því fyrir mér hvernig daglegt umhverfi bæjarstjórnar lítur út í samanburði við raunveruleikann sem fjölskyldur í Vestmannaeyjum búa við. Þeir mæta til starfa í einu glæsilegasta stjórnsýsluhúsi landsins, leggja bílnum fyrir framan nýuppgert hús sem kostaði verulegar fjárhæðir og ganga inn á parket sem minnir helst á innlit í þáttum á borð við Grand Designs. Þar hengja þeir yfirhafnir sínar á snaga sem kosta meira en flestir nenna að lesa verðið á.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­kyrrð í lægri flug­hæðum raskar innan­lands­fluginu

Aflýsa þurfti fyrsta áætlunarflugi í sögu Norlandair til Vestmannaeyja í dag vegna hvassviðris. Allt innanlandsflug féll niður í gær vegna ókyrrðar í lofti og í dag hefur aðeins tekist að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar og Bíldudals. Rétt fyrir fréttir stóðu þó vonir til að Egilsstaðir myndu einnig opnast í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Hrekur Walt-Disney líkingar þing­manns

Mat Náttúrustofu Suðurlands á lundaveiðum byggir á vísindalegum rannsóknum sem unnar eru af heilindum og metnaði. Veiðarnar eru ósjálfbærar við núverandi tímabil sjávarhlýnunar og ber skilyrðislaust að hvetja veiðimenn til að fara sér hægt á tímabilum þar sem stofninn á undir högg að sækja.

Innlent
Fréttamynd

Fólkið á lands­byggðinni lendir í sleggjunni

Hvers vegna er ríkisstjórnarflokkunum að því er virðist alveg sama um íbúa landsbyggðarinnar? Líklega er svarið það að þessir flokkar meta stöðuna þannig að fylgi þeirra í höfuðborginni sé mikilvægara en annað fylgi, enda er stefna þeirra að fjölga þingmönnum á suðvesturhorninu á kostnað landsbyggðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

„Mis­vitrir stjórn­mála­menn“ skattleggi út­gerðina í drep

Það er stormur í aðsigi í sjávarútvegi og greinin þarf að búa sig undir brimskafla að mati framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Það sé þó ekki óútreiknanlegri náttúru um að kenna heldur „misvitrum stjórnmálamönnum“ sem telji að hægt sé að auka hagsæld „með því að skattleggja allt í drep.“ 

Viðskipti innlent