„Í dag er fallinn tímamótadómur“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. desember 2020 18:30 Þórir Skarphéðinsson segir dóminn hafa ótvírætt fordæmisgildi. Vísir/Sigurjón Ríkissjóður gæti þurft að greiða lántakendum hjá Íbúðalánasjóði (nú ÍL-sjóðs) á annan tug milljarða eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi uppgreiðsluþóknun sjóðsins ólögmæta í dag. Lögmaður segir þetta tímamótadóm og mikinn sigur fyrir lántakendur. Um er að ræða lán sem veitt voru árin 2005 til 2013. Heimild sjóðsins til uppgreiðsluþóknunar var byggð á neyðarheimild sem átti að vera hugsuð til að forða áhlaupi og koma í veg fyrir að stórkostlegar uppgreiðslur gætu leitt til fjárþrots hans, en að mati dómsins var heimildin ekki geta verið grundvöllur að löglegri álagningu slíkra gjalda. „Í dag er fallinn tímamótadómur. Þetta er í rauninni sigur, ekki bara fyrir umbjóðendur mína heldur fyrir alla lántaka Íbúðalánasjóðs,“ segir Þórir Skarphéðinsson, lögmaður hjóna sem stefndu sjóðnum vegna gjaldtökunnar. Uppgreiðsluþóknun í þessu máli var sextán prósent, sem Þórir segir hafa verið byggða á ógagnsærri og flókinni reikniformúlu sem hafi gert fólki nánast ómögulegt að endurfjármagna lán sín. Þá feli niðurstaða dómsins enn fremur í sér að óheimilt hafi verið að krefjast þóknunar vegna innborgunar á lán hjá sjóðnum. „Það er þrennt sem þessi niðurstaða felur í sér. Í fyrsta lagi var Íbúðalánasjóði óheimilt að krefja lántaka sína um uppgreiðsluþóknun við uppgreiðslu lána hjá sjóðnum, í öðru lagi er óheimilt að krefjast þóknunar vegna innborgunar á lán hjá sjóðnum. Í þriðja og síðasta lagi þá er öllum þeim einstaklingum sem hafa ekki getað endurfjármagnað lán sín á hagstæðari kjörum vegna áskilnaðar Íbúðalánasjóðs um þóknun, nú á þeim að vera frjálst að gera það án greiðslu einhverra gjalda,“ segir Þórir. Samkvæmt svari við fyrirspurn sem Ólafur Ísleifsson lagði fram á Alþingi árið 2018 tóku tæplega 6.400 manns lán með uppgreiðsluþóknun árin 2008 til 2018. Þá tóku hátt í fjórtán þúsund manns húsnæðislán með skilmálum um uppgreiðslugjöld frá árinu 2005. Tugir milljarða hagsmunir eru því undir. „Það er viðbúið að þeir séu allverulegir,“ segir Þórir. „Það er ljóst að um verulega hagsmuni er að tefla, þannig að ef þetta verður niðurstaðan verður þetta væntanlega verulegt högg fyrir sjóðinn.“ Lögmaður Íbúðalánasjóðs sagði í samtali við fréttastofu að tekin verði ákvörðun eftir helgi um hvort málinu verði áfrýjað. Dómsmál Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Um er að ræða lán sem veitt voru árin 2005 til 2013. Heimild sjóðsins til uppgreiðsluþóknunar var byggð á neyðarheimild sem átti að vera hugsuð til að forða áhlaupi og koma í veg fyrir að stórkostlegar uppgreiðslur gætu leitt til fjárþrots hans, en að mati dómsins var heimildin ekki geta verið grundvöllur að löglegri álagningu slíkra gjalda. „Í dag er fallinn tímamótadómur. Þetta er í rauninni sigur, ekki bara fyrir umbjóðendur mína heldur fyrir alla lántaka Íbúðalánasjóðs,“ segir Þórir Skarphéðinsson, lögmaður hjóna sem stefndu sjóðnum vegna gjaldtökunnar. Uppgreiðsluþóknun í þessu máli var sextán prósent, sem Þórir segir hafa verið byggða á ógagnsærri og flókinni reikniformúlu sem hafi gert fólki nánast ómögulegt að endurfjármagna lán sín. Þá feli niðurstaða dómsins enn fremur í sér að óheimilt hafi verið að krefjast þóknunar vegna innborgunar á lán hjá sjóðnum. „Það er þrennt sem þessi niðurstaða felur í sér. Í fyrsta lagi var Íbúðalánasjóði óheimilt að krefja lántaka sína um uppgreiðsluþóknun við uppgreiðslu lána hjá sjóðnum, í öðru lagi er óheimilt að krefjast þóknunar vegna innborgunar á lán hjá sjóðnum. Í þriðja og síðasta lagi þá er öllum þeim einstaklingum sem hafa ekki getað endurfjármagnað lán sín á hagstæðari kjörum vegna áskilnaðar Íbúðalánasjóðs um þóknun, nú á þeim að vera frjálst að gera það án greiðslu einhverra gjalda,“ segir Þórir. Samkvæmt svari við fyrirspurn sem Ólafur Ísleifsson lagði fram á Alþingi árið 2018 tóku tæplega 6.400 manns lán með uppgreiðsluþóknun árin 2008 til 2018. Þá tóku hátt í fjórtán þúsund manns húsnæðislán með skilmálum um uppgreiðslugjöld frá árinu 2005. Tugir milljarða hagsmunir eru því undir. „Það er viðbúið að þeir séu allverulegir,“ segir Þórir. „Það er ljóst að um verulega hagsmuni er að tefla, þannig að ef þetta verður niðurstaðan verður þetta væntanlega verulegt högg fyrir sjóðinn.“ Lögmaður Íbúðalánasjóðs sagði í samtali við fréttastofu að tekin verði ákvörðun eftir helgi um hvort málinu verði áfrýjað.
Dómsmál Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira