Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Atli Ísleifsson skrifar 6. nóvember 2024 08:18 Ottó Freyr Jóhannsson, Lóa Bára Magnúsdóttir, Örn Þór Alfreðsson, Gunnar Már Petersen, Ari Daníelsson, Sigurður Tómasson, Árni Geir Valgeirsson og Dröfn Guðmundsdóttir. Origo Breytingar hafa verið gerðar á framkvæmdastjórn Origo ehf. í kjölfar endurskipulagningar félagsins til að skilja að starfsemi eignarhaldsfélagsins og rekstrarfélagsins Origo. Í tilkynningu frá félaginu segir að Ottó Freyr Jóhannsson, Lóa Bára Magnúsdóttir, Örn Þór Alfreðsson, Gunnar Már Petersen, Ari Daníelsson, Sigurður Tómasson, Árni Geir Valgeirsson og Dröfn Guðmundsdóttir myndi nýja framkvæmdastjórn félagsins. „Síðan árið 2018 hefur vörumerki Origo gegnt tveimur hlutverkum: Annars vegar sem rekstrarfélag með fjölbreytt framboð á sviði upplýsingatækni og hins vegar sem móðurfélag fjölda dótturfélaga. Tilgangurinn með skipulagsbreytingunni er að Origo ehf. leggi þyngri áherslu á vöruþróun og afhendingu framúrskarandi lausna og þjónustu til viðskiptavina. Eignarhaldsfélagið Skyggnir einblínir aftur á móti á að styðja eignasafn sitt til árangurs, en þar eru fjölbreytt félög innan upplýsingatækni, m.a. Origo ehf., Syndis, Helix og fleiri. Ný framkvæmdastjórn Nýtt skipulag hefur verið sett upp til að styðja við nýjar stefnuáherslur Origo ehf. Örn Þór Alfreðsson verður framkvæmdastjóri orku og innviða, sem markar aukna áherslu á innviði, orku og lausnir fyrir gagnaver og aðra stórnotendur búnaðar. Örn kemur úr hlutverki framkvæmdastjóra þjónustulausna og hefur starfað hjá Origo í yfir 6 ár. Hið nýstofnaða svið samanstendur af sérfræðingum með víðtæka reynslu og þekkingu á sviði innviða og orkulausna. Í samstarfi við heimsþekkta framleiðendur eins og Nvidia, Lenovo, IBM og Schneider Electric veitir starfsfólk sviðsins ráðgjöf um sérhæfðar lausnir sem mæta þörfum hvers og eins viðskiptavinar. Ottó Freyr Jóhannsson tekur við sviði þjónustu og reksturs. Með aukinni áherslu á rekstrarþjónustu er lagt upp með að efla frekar vöru- og þjónustuframboð Origo til að styðja viðskiptavini í öruggum upplýsingatæknirekstri. Ottó er með yfir 24 ára reynslu innan fyrirtækisins en síðustu ár hefur hann leitt fjölmörg teymi sérfræðinga sem forstöðumaður þjónustulausna Origo. Lóa Bára Magnúsdóttir tekur við hlutverki framkvæmdastjóra sölu- og markaðsmála. Hún hefur leitt markaðsstarf félagins en nú sameinast sölu- og markaðssvið með það markmið að samræma betur, efla samskipti og þjónustu við viðskiptavini og styðja við vöxt. Árni Geir Valgeirsson tók við hlutverki framkvæmdastjóra hugbúnaðarsviðs í október. Sigurður Tómasson hefur verið framkvæmdastjóri vaxtar og viðskiptaþróunar síðan í september, Gunnar Már Petersen er framkvæmdastjóri fjármála og Dröfn Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri mannauðs,“ segir í tilkynningunni. Origo er þekkingar- og nýsköpunarfyrirtæki í upplýsingatækniog starfa þar um þrjú hundruð manns. Upplýsingatækni Vistaskipti Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Í tilkynningu frá félaginu segir að Ottó Freyr Jóhannsson, Lóa Bára Magnúsdóttir, Örn Þór Alfreðsson, Gunnar Már Petersen, Ari Daníelsson, Sigurður Tómasson, Árni Geir Valgeirsson og Dröfn Guðmundsdóttir myndi nýja framkvæmdastjórn félagsins. „Síðan árið 2018 hefur vörumerki Origo gegnt tveimur hlutverkum: Annars vegar sem rekstrarfélag með fjölbreytt framboð á sviði upplýsingatækni og hins vegar sem móðurfélag fjölda dótturfélaga. Tilgangurinn með skipulagsbreytingunni er að Origo ehf. leggi þyngri áherslu á vöruþróun og afhendingu framúrskarandi lausna og þjónustu til viðskiptavina. Eignarhaldsfélagið Skyggnir einblínir aftur á móti á að styðja eignasafn sitt til árangurs, en þar eru fjölbreytt félög innan upplýsingatækni, m.a. Origo ehf., Syndis, Helix og fleiri. Ný framkvæmdastjórn Nýtt skipulag hefur verið sett upp til að styðja við nýjar stefnuáherslur Origo ehf. Örn Þór Alfreðsson verður framkvæmdastjóri orku og innviða, sem markar aukna áherslu á innviði, orku og lausnir fyrir gagnaver og aðra stórnotendur búnaðar. Örn kemur úr hlutverki framkvæmdastjóra þjónustulausna og hefur starfað hjá Origo í yfir 6 ár. Hið nýstofnaða svið samanstendur af sérfræðingum með víðtæka reynslu og þekkingu á sviði innviða og orkulausna. Í samstarfi við heimsþekkta framleiðendur eins og Nvidia, Lenovo, IBM og Schneider Electric veitir starfsfólk sviðsins ráðgjöf um sérhæfðar lausnir sem mæta þörfum hvers og eins viðskiptavinar. Ottó Freyr Jóhannsson tekur við sviði þjónustu og reksturs. Með aukinni áherslu á rekstrarþjónustu er lagt upp með að efla frekar vöru- og þjónustuframboð Origo til að styðja viðskiptavini í öruggum upplýsingatæknirekstri. Ottó er með yfir 24 ára reynslu innan fyrirtækisins en síðustu ár hefur hann leitt fjölmörg teymi sérfræðinga sem forstöðumaður þjónustulausna Origo. Lóa Bára Magnúsdóttir tekur við hlutverki framkvæmdastjóra sölu- og markaðsmála. Hún hefur leitt markaðsstarf félagins en nú sameinast sölu- og markaðssvið með það markmið að samræma betur, efla samskipti og þjónustu við viðskiptavini og styðja við vöxt. Árni Geir Valgeirsson tók við hlutverki framkvæmdastjóra hugbúnaðarsviðs í október. Sigurður Tómasson hefur verið framkvæmdastjóri vaxtar og viðskiptaþróunar síðan í september, Gunnar Már Petersen er framkvæmdastjóri fjármála og Dröfn Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri mannauðs,“ segir í tilkynningunni. Origo er þekkingar- og nýsköpunarfyrirtæki í upplýsingatækniog starfa þar um þrjú hundruð manns.
Upplýsingatækni Vistaskipti Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent