Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2024 18:49 Yngvi, Stacey og Siggeir. Þrír nýir stjórnendur hafa verið ráðnir til hugbúnaðarfyrirtækisins Wisefish ehf. Fyrirtækið starfar á sviði viðskiptalausna fyrir sjávarútveg og er hugbúnaður þess notaður víðsvegar um heiminn. Yngvi Halldórsson hefur verið ráðinn sem forstjóri félagsins, Stacey Katz hefur tekið við stöðu fjármálastjóra og Siggeir Örn Steinþórsson verður framkvæmdastjóri vörustýringar, sölu og markaðsmála. Í tilkynningu frá Wisefish segir einnig að fjárfestingarfélagið Adira, sem er aðaleigandi félagsins, hafi skuldbundið sig til að segja inn nýtt fjármagn til að styðja við vöxt Wisefish. „Fyrir hönd Adira þá erum við mjög ánægð að fá reynslumikla stjórnendur í þeim Yngva, Stacey og Siggeir til liðs við það frábæra starfsfólk og stjórnendur sem nú þegar eru hjá Wisefish. Lausnir félagsins hafa fylgt íslenskum sjávarútvegi í tugi ára og hefur mikið af starfsfólki félagsins unnið að lausnunum frá upphafi og er því hafsjór af þekkingu í bæði sjávarútvegi og hugbúnaði í félaginu. Félagið hefur á undanförnum árum fjárfest í að þróa lausnir félagsins þannig að hægt sé að selja þær sem hugbúnað sem þjónustu (SaaS). Wisefish kerfið er lykilstoð í rekstri viðskiptavina okkar og samhliða því hafa kröfur um áreiðanlegan rekjanleika í matvælaframleiðslu aukist sem hefur gert það að verkum að markaðsþörfin fyrir Wisefish er mikil. Með aukinni áherslu, sterkari markaðsnálgun á erlenda markaði og umbætum í rekstri, höfum við miklar væntingar til félagsins á komandi árum,” segir Valgarð Már Valgarðsson, stjórnarformaður Wisefish, í áðurnefndri tilkynningu. Þar er einni farið yfir ferla hinna nýju stjórnenda: Yngvi Halldórsson hefur verið ráðinn forstjóri. Yngvi kynntist Wisefish félaginu fyrst sem stjórnarmaður en tók síðar við sem tímabundinn forstjóri í apríl 2024. Yngvi starfaði síðast hjá Sýn frá árinu 2019. Síðast sem forstjóri Sýnar en þar áður rekstrarstjóri (COO) en Yngvi var einnig í vara- og aðalstjórn þar frá 2014. Yngvi starfaði einnig hjá Össur í ýmsum stjórnunarstöðum í 10 ár og áður en hann fór til Sýnar sem meðeigandi í Alfa Framtak. Yngvi er með B.S. gráðu í Viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Stacey Katz tekur við sem nýr fjármálastjóri. Stacey hefur starfað síðastliðin 10 ár hjá Marel í ýmsum stjórnunarstöðum en nú síðast sem fjármálastjóri. Stacey er með B.S. gráðu í viðskiptafræði frá Cornell University og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Stacey er löggiltur endurskoðandi frá New York og er með langa reynslu sem bæði endurskoðandi og ráðgjafi í bæði Bandaríkjunum og Íslandi í ýmsum starfsgreinum Siggeir Örn Steinþórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri vörustýringar, sölu og markaðsmála. Siggeir hefur varið síðustu 12 árum sem leiðtogi í vöruþróun og leitt umbreytingar í ýmsum starfsgreinum og löndum fyrir Novo Nordisk, Arion Banka, Marel og nú síðast Sýn sem forstöðumaður vörustýringar og upplifun viðskiptavina. Siggeir er með MSc gráðu í verkfræði frá Technical University of Denmark. Vistaskipti Sjávarútvegur Mest lesið Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Fleiri fréttir Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Sjá meira
Yngvi Halldórsson hefur verið ráðinn sem forstjóri félagsins, Stacey Katz hefur tekið við stöðu fjármálastjóra og Siggeir Örn Steinþórsson verður framkvæmdastjóri vörustýringar, sölu og markaðsmála. Í tilkynningu frá Wisefish segir einnig að fjárfestingarfélagið Adira, sem er aðaleigandi félagsins, hafi skuldbundið sig til að segja inn nýtt fjármagn til að styðja við vöxt Wisefish. „Fyrir hönd Adira þá erum við mjög ánægð að fá reynslumikla stjórnendur í þeim Yngva, Stacey og Siggeir til liðs við það frábæra starfsfólk og stjórnendur sem nú þegar eru hjá Wisefish. Lausnir félagsins hafa fylgt íslenskum sjávarútvegi í tugi ára og hefur mikið af starfsfólki félagsins unnið að lausnunum frá upphafi og er því hafsjór af þekkingu í bæði sjávarútvegi og hugbúnaði í félaginu. Félagið hefur á undanförnum árum fjárfest í að þróa lausnir félagsins þannig að hægt sé að selja þær sem hugbúnað sem þjónustu (SaaS). Wisefish kerfið er lykilstoð í rekstri viðskiptavina okkar og samhliða því hafa kröfur um áreiðanlegan rekjanleika í matvælaframleiðslu aukist sem hefur gert það að verkum að markaðsþörfin fyrir Wisefish er mikil. Með aukinni áherslu, sterkari markaðsnálgun á erlenda markaði og umbætum í rekstri, höfum við miklar væntingar til félagsins á komandi árum,” segir Valgarð Már Valgarðsson, stjórnarformaður Wisefish, í áðurnefndri tilkynningu. Þar er einni farið yfir ferla hinna nýju stjórnenda: Yngvi Halldórsson hefur verið ráðinn forstjóri. Yngvi kynntist Wisefish félaginu fyrst sem stjórnarmaður en tók síðar við sem tímabundinn forstjóri í apríl 2024. Yngvi starfaði síðast hjá Sýn frá árinu 2019. Síðast sem forstjóri Sýnar en þar áður rekstrarstjóri (COO) en Yngvi var einnig í vara- og aðalstjórn þar frá 2014. Yngvi starfaði einnig hjá Össur í ýmsum stjórnunarstöðum í 10 ár og áður en hann fór til Sýnar sem meðeigandi í Alfa Framtak. Yngvi er með B.S. gráðu í Viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Stacey Katz tekur við sem nýr fjármálastjóri. Stacey hefur starfað síðastliðin 10 ár hjá Marel í ýmsum stjórnunarstöðum en nú síðast sem fjármálastjóri. Stacey er með B.S. gráðu í viðskiptafræði frá Cornell University og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Stacey er löggiltur endurskoðandi frá New York og er með langa reynslu sem bæði endurskoðandi og ráðgjafi í bæði Bandaríkjunum og Íslandi í ýmsum starfsgreinum Siggeir Örn Steinþórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri vörustýringar, sölu og markaðsmála. Siggeir hefur varið síðustu 12 árum sem leiðtogi í vöruþróun og leitt umbreytingar í ýmsum starfsgreinum og löndum fyrir Novo Nordisk, Arion Banka, Marel og nú síðast Sýn sem forstöðumaður vörustýringar og upplifun viðskiptavina. Siggeir er með MSc gráðu í verkfræði frá Technical University of Denmark.
Vistaskipti Sjávarútvegur Mest lesið Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Fleiri fréttir Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Sjá meira