Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Lovísa Arnardóttir skrifar 5. nóvember 2024 07:50 SigurÝur Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/Egill Um 92 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja segja það skipta miklu máli fyrir rekstur þeirra að næsta ríkisstjórn skapi skilyrði fyrir lækkun vaxta og verðbólgu á næsta kjörtímabili. Um 79 prósent þeirra segja það skipta miklu máli að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að draga úr sköttum og gjöldum á fyrirtæki. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins. Þar kemur einnig fram að stjórnendur vilji að stjórnvöld grípi til aðgerða á framboðshlið hagkerfisins og auki þannig samkeppnishæfni þess. Það gæti verið gert, meðal annars, með því að grípa til aðgerða til að ná jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á húsnæðismarkaði, tryggja nægt framboð af raforku fyrir uppbyggingu atvinnulífsins, fjölga iðn- og STEAM-menntuðum á vinnumarkaði í takt við þarfir atvinnulífsins og liðka fyrir komu erlendra sérfræðinga í tæknigreinum. Þá vilja stjórnendur iðnfyrirtækja að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að nýframkvæmdir og viðhald innviða tryggi að staða þeirra sé góð og mæti þörfum atvinnulífsins. Þeir vilja einnig að kerfi skattafrádráttar vegna rannsókna og þróunar verði gert varanlegt. Þá vilja þeir að stjórnvöld leggi áherslu á eftirlit með starfsemi réttindalausra í iðnaðargreinum. Í greiningunni kemur fram að áherslan á lækkun verðbólgu og vaxta er mikil í öllum greinum iðnaðar en mest í mannvirkjaiðnaði þar sem 98 prósent stjórnenda segja að það skipti miklu máli fyrir rekstur þeirra að stjórnvöld leggi áherslu á að skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta og verðbólgu. Stjórnendur iðnfyrirtækja vilja að stjórnvöld leggi áherslu á að lækka vexti og verðbólgu, menntamál og að tryggja næga orku.Vísir/Vilhelm Meiri áhersla á orku- og menntamál Annar þáttur framboðshliðar hagkerfisins sem stjórnendur iðnfyrirtækja telja mikilvægt að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á eru raforkumálin. 77 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja segja að það skipti miklu máli fyrir rekstur þeirra að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að tryggja nægt framboð af raforku fyrir uppbyggingu atvinnulífsins. Einungis tæplega fimm prósent telja að það skipti litlu máli. Hlutfall þeirra sem telja þetta mikilvægt er sérstaklega hátt í framleiðsluiðnaði, þar á meðal í orkusæknum iðnaði samkvæmt tilkynningu um málið. Þá leggja stjórnendur í svörum sínum einnig áherslu á menntamál. Ríflega 70 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja segja að það skipti miklu máli fyrir fyrirtæki þeirra að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að fjölga iðn- og STEAM-menntuðum (vísindi, tækni, verkfræði, listir og stærðfræði) á vinnumarkaði í takt við þarfir atvinnulífsins. Þá kemur einnig fram í könnuninni að 67 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja telja mikilvægt að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á eftirlit með starfsemi réttindalausra í þeirra grein. Tæplega 13 prósent telja það ekki mikilvægt. Hæst er hlutfall þeirra stjórnenda sem telja mikilvægt að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á þetta í mannvirkjaiðnaði, eða 82 prósent. 111 spurningar til formanna Stjórnendur iðnfyrirtækjanna sem þátt tóku í könnuninni voru spurðir ef þeir hefðu möguleika á að koma að einni spurningu til formanna flokkanna, sem bjóða fram í komandi alþingiskosningum, hver væri hún. Í tilkynningu kemur fram að tillögur að 111 spurningum hafi borist frá stjórnendum. Þær snertu ýmis mál í umhverfi fyrirtækjanna eins og stöðugleika, verðbólgu og vexti, skattamál, tryggingargjald, innviðauppbyggingu, gullhúðun, opinbert eftirlit, húsnæðis- og lóðamál, orkumál, loftslagsmál, nýsköpun og skattahvata rannsókna og þróunar, menntamál og réttindamál. Könnunin var gerð af Outcome fyrir Samtök iðnaðarins meðal félagsmanna SI á tímabilinu 24. október til 1. nóvember 2024. Svarhlutfallið var 22 prósent. Könnunin meðal stjórnenda iðnfyrirtækja innan SI er gerð í tengslum við kosningafund SI sem fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag kl. 12-13.30. Alþingiskosningar 2024 Orkumál Skóla- og menntamál Samkeppnismál Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Sjá meira
Þar kemur einnig fram að stjórnendur vilji að stjórnvöld grípi til aðgerða á framboðshlið hagkerfisins og auki þannig samkeppnishæfni þess. Það gæti verið gert, meðal annars, með því að grípa til aðgerða til að ná jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á húsnæðismarkaði, tryggja nægt framboð af raforku fyrir uppbyggingu atvinnulífsins, fjölga iðn- og STEAM-menntuðum á vinnumarkaði í takt við þarfir atvinnulífsins og liðka fyrir komu erlendra sérfræðinga í tæknigreinum. Þá vilja stjórnendur iðnfyrirtækja að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að nýframkvæmdir og viðhald innviða tryggi að staða þeirra sé góð og mæti þörfum atvinnulífsins. Þeir vilja einnig að kerfi skattafrádráttar vegna rannsókna og þróunar verði gert varanlegt. Þá vilja þeir að stjórnvöld leggi áherslu á eftirlit með starfsemi réttindalausra í iðnaðargreinum. Í greiningunni kemur fram að áherslan á lækkun verðbólgu og vaxta er mikil í öllum greinum iðnaðar en mest í mannvirkjaiðnaði þar sem 98 prósent stjórnenda segja að það skipti miklu máli fyrir rekstur þeirra að stjórnvöld leggi áherslu á að skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta og verðbólgu. Stjórnendur iðnfyrirtækja vilja að stjórnvöld leggi áherslu á að lækka vexti og verðbólgu, menntamál og að tryggja næga orku.Vísir/Vilhelm Meiri áhersla á orku- og menntamál Annar þáttur framboðshliðar hagkerfisins sem stjórnendur iðnfyrirtækja telja mikilvægt að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á eru raforkumálin. 77 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja segja að það skipti miklu máli fyrir rekstur þeirra að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að tryggja nægt framboð af raforku fyrir uppbyggingu atvinnulífsins. Einungis tæplega fimm prósent telja að það skipti litlu máli. Hlutfall þeirra sem telja þetta mikilvægt er sérstaklega hátt í framleiðsluiðnaði, þar á meðal í orkusæknum iðnaði samkvæmt tilkynningu um málið. Þá leggja stjórnendur í svörum sínum einnig áherslu á menntamál. Ríflega 70 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja segja að það skipti miklu máli fyrir fyrirtæki þeirra að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að fjölga iðn- og STEAM-menntuðum (vísindi, tækni, verkfræði, listir og stærðfræði) á vinnumarkaði í takt við þarfir atvinnulífsins. Þá kemur einnig fram í könnuninni að 67 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja telja mikilvægt að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á eftirlit með starfsemi réttindalausra í þeirra grein. Tæplega 13 prósent telja það ekki mikilvægt. Hæst er hlutfall þeirra stjórnenda sem telja mikilvægt að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á þetta í mannvirkjaiðnaði, eða 82 prósent. 111 spurningar til formanna Stjórnendur iðnfyrirtækjanna sem þátt tóku í könnuninni voru spurðir ef þeir hefðu möguleika á að koma að einni spurningu til formanna flokkanna, sem bjóða fram í komandi alþingiskosningum, hver væri hún. Í tilkynningu kemur fram að tillögur að 111 spurningum hafi borist frá stjórnendum. Þær snertu ýmis mál í umhverfi fyrirtækjanna eins og stöðugleika, verðbólgu og vexti, skattamál, tryggingargjald, innviðauppbyggingu, gullhúðun, opinbert eftirlit, húsnæðis- og lóðamál, orkumál, loftslagsmál, nýsköpun og skattahvata rannsókna og þróunar, menntamál og réttindamál. Könnunin var gerð af Outcome fyrir Samtök iðnaðarins meðal félagsmanna SI á tímabilinu 24. október til 1. nóvember 2024. Svarhlutfallið var 22 prósent. Könnunin meðal stjórnenda iðnfyrirtækja innan SI er gerð í tengslum við kosningafund SI sem fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag kl. 12-13.30.
Alþingiskosningar 2024 Orkumál Skóla- og menntamál Samkeppnismál Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Sjá meira