Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Lovísa Arnardóttir skrifar 5. nóvember 2024 07:50 SigurÝur Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/Egill Um 92 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja segja það skipta miklu máli fyrir rekstur þeirra að næsta ríkisstjórn skapi skilyrði fyrir lækkun vaxta og verðbólgu á næsta kjörtímabili. Um 79 prósent þeirra segja það skipta miklu máli að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að draga úr sköttum og gjöldum á fyrirtæki. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins. Þar kemur einnig fram að stjórnendur vilji að stjórnvöld grípi til aðgerða á framboðshlið hagkerfisins og auki þannig samkeppnishæfni þess. Það gæti verið gert, meðal annars, með því að grípa til aðgerða til að ná jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á húsnæðismarkaði, tryggja nægt framboð af raforku fyrir uppbyggingu atvinnulífsins, fjölga iðn- og STEAM-menntuðum á vinnumarkaði í takt við þarfir atvinnulífsins og liðka fyrir komu erlendra sérfræðinga í tæknigreinum. Þá vilja stjórnendur iðnfyrirtækja að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að nýframkvæmdir og viðhald innviða tryggi að staða þeirra sé góð og mæti þörfum atvinnulífsins. Þeir vilja einnig að kerfi skattafrádráttar vegna rannsókna og þróunar verði gert varanlegt. Þá vilja þeir að stjórnvöld leggi áherslu á eftirlit með starfsemi réttindalausra í iðnaðargreinum. Í greiningunni kemur fram að áherslan á lækkun verðbólgu og vaxta er mikil í öllum greinum iðnaðar en mest í mannvirkjaiðnaði þar sem 98 prósent stjórnenda segja að það skipti miklu máli fyrir rekstur þeirra að stjórnvöld leggi áherslu á að skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta og verðbólgu. Stjórnendur iðnfyrirtækja vilja að stjórnvöld leggi áherslu á að lækka vexti og verðbólgu, menntamál og að tryggja næga orku.Vísir/Vilhelm Meiri áhersla á orku- og menntamál Annar þáttur framboðshliðar hagkerfisins sem stjórnendur iðnfyrirtækja telja mikilvægt að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á eru raforkumálin. 77 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja segja að það skipti miklu máli fyrir rekstur þeirra að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að tryggja nægt framboð af raforku fyrir uppbyggingu atvinnulífsins. Einungis tæplega fimm prósent telja að það skipti litlu máli. Hlutfall þeirra sem telja þetta mikilvægt er sérstaklega hátt í framleiðsluiðnaði, þar á meðal í orkusæknum iðnaði samkvæmt tilkynningu um málið. Þá leggja stjórnendur í svörum sínum einnig áherslu á menntamál. Ríflega 70 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja segja að það skipti miklu máli fyrir fyrirtæki þeirra að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að fjölga iðn- og STEAM-menntuðum (vísindi, tækni, verkfræði, listir og stærðfræði) á vinnumarkaði í takt við þarfir atvinnulífsins. Þá kemur einnig fram í könnuninni að 67 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja telja mikilvægt að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á eftirlit með starfsemi réttindalausra í þeirra grein. Tæplega 13 prósent telja það ekki mikilvægt. Hæst er hlutfall þeirra stjórnenda sem telja mikilvægt að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á þetta í mannvirkjaiðnaði, eða 82 prósent. 111 spurningar til formanna Stjórnendur iðnfyrirtækjanna sem þátt tóku í könnuninni voru spurðir ef þeir hefðu möguleika á að koma að einni spurningu til formanna flokkanna, sem bjóða fram í komandi alþingiskosningum, hver væri hún. Í tilkynningu kemur fram að tillögur að 111 spurningum hafi borist frá stjórnendum. Þær snertu ýmis mál í umhverfi fyrirtækjanna eins og stöðugleika, verðbólgu og vexti, skattamál, tryggingargjald, innviðauppbyggingu, gullhúðun, opinbert eftirlit, húsnæðis- og lóðamál, orkumál, loftslagsmál, nýsköpun og skattahvata rannsókna og þróunar, menntamál og réttindamál. Könnunin var gerð af Outcome fyrir Samtök iðnaðarins meðal félagsmanna SI á tímabilinu 24. október til 1. nóvember 2024. Svarhlutfallið var 22 prósent. Könnunin meðal stjórnenda iðnfyrirtækja innan SI er gerð í tengslum við kosningafund SI sem fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag kl. 12-13.30. Alþingiskosningar 2024 Orkumál Skóla- og menntamál Samkeppnismál Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Þar kemur einnig fram að stjórnendur vilji að stjórnvöld grípi til aðgerða á framboðshlið hagkerfisins og auki þannig samkeppnishæfni þess. Það gæti verið gert, meðal annars, með því að grípa til aðgerða til að ná jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á húsnæðismarkaði, tryggja nægt framboð af raforku fyrir uppbyggingu atvinnulífsins, fjölga iðn- og STEAM-menntuðum á vinnumarkaði í takt við þarfir atvinnulífsins og liðka fyrir komu erlendra sérfræðinga í tæknigreinum. Þá vilja stjórnendur iðnfyrirtækja að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að nýframkvæmdir og viðhald innviða tryggi að staða þeirra sé góð og mæti þörfum atvinnulífsins. Þeir vilja einnig að kerfi skattafrádráttar vegna rannsókna og þróunar verði gert varanlegt. Þá vilja þeir að stjórnvöld leggi áherslu á eftirlit með starfsemi réttindalausra í iðnaðargreinum. Í greiningunni kemur fram að áherslan á lækkun verðbólgu og vaxta er mikil í öllum greinum iðnaðar en mest í mannvirkjaiðnaði þar sem 98 prósent stjórnenda segja að það skipti miklu máli fyrir rekstur þeirra að stjórnvöld leggi áherslu á að skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta og verðbólgu. Stjórnendur iðnfyrirtækja vilja að stjórnvöld leggi áherslu á að lækka vexti og verðbólgu, menntamál og að tryggja næga orku.Vísir/Vilhelm Meiri áhersla á orku- og menntamál Annar þáttur framboðshliðar hagkerfisins sem stjórnendur iðnfyrirtækja telja mikilvægt að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á eru raforkumálin. 77 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja segja að það skipti miklu máli fyrir rekstur þeirra að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að tryggja nægt framboð af raforku fyrir uppbyggingu atvinnulífsins. Einungis tæplega fimm prósent telja að það skipti litlu máli. Hlutfall þeirra sem telja þetta mikilvægt er sérstaklega hátt í framleiðsluiðnaði, þar á meðal í orkusæknum iðnaði samkvæmt tilkynningu um málið. Þá leggja stjórnendur í svörum sínum einnig áherslu á menntamál. Ríflega 70 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja segja að það skipti miklu máli fyrir fyrirtæki þeirra að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að fjölga iðn- og STEAM-menntuðum (vísindi, tækni, verkfræði, listir og stærðfræði) á vinnumarkaði í takt við þarfir atvinnulífsins. Þá kemur einnig fram í könnuninni að 67 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja telja mikilvægt að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á eftirlit með starfsemi réttindalausra í þeirra grein. Tæplega 13 prósent telja það ekki mikilvægt. Hæst er hlutfall þeirra stjórnenda sem telja mikilvægt að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á þetta í mannvirkjaiðnaði, eða 82 prósent. 111 spurningar til formanna Stjórnendur iðnfyrirtækjanna sem þátt tóku í könnuninni voru spurðir ef þeir hefðu möguleika á að koma að einni spurningu til formanna flokkanna, sem bjóða fram í komandi alþingiskosningum, hver væri hún. Í tilkynningu kemur fram að tillögur að 111 spurningum hafi borist frá stjórnendum. Þær snertu ýmis mál í umhverfi fyrirtækjanna eins og stöðugleika, verðbólgu og vexti, skattamál, tryggingargjald, innviðauppbyggingu, gullhúðun, opinbert eftirlit, húsnæðis- og lóðamál, orkumál, loftslagsmál, nýsköpun og skattahvata rannsókna og þróunar, menntamál og réttindamál. Könnunin var gerð af Outcome fyrir Samtök iðnaðarins meðal félagsmanna SI á tímabilinu 24. október til 1. nóvember 2024. Svarhlutfallið var 22 prósent. Könnunin meðal stjórnenda iðnfyrirtækja innan SI er gerð í tengslum við kosningafund SI sem fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag kl. 12-13.30.
Alþingiskosningar 2024 Orkumál Skóla- og menntamál Samkeppnismál Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira