Hafna ásökunum um smánarlaun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2024 11:44 Enska stéttarfélagið Unite the Union hefur sett af stað herferð hér á landi, til höfuðs þeim Ágústi og Lýði Guðmundssyni. Vísir/Vilhelm Talsmenn Bakkavarar hafna alfarið ásökunum um greiðslu sultarlauna til starfsfólks verksmiðju í Englandi, en fulltrúar ensks stéttarfélags komu hingað til lands í vikunni og hófu herferð gegn íslenskum meirihlutaeigendum fyrirtækisins. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um aðgerðir enska stéttarfélagsins Unite the Union til höfuðs Bakkavör. Þeir Lýður og Ágúst Guðmundssynir og Sigurður Valtýsson fara með meirihluta í félaginu, sem nú stendur í kjaradeilu við starfsmenn í verksmiðju í Spalding á Englandi. Fulltrúar verkalýðsfélagsins vörpuðu í gær upp skilaboðum víða um höfuðborgarsvæðið vegna málsins, sem einkum er beint að bræðrunum tveimur, þar sem þeir eru sakaðir um að eyðileggja líf og greiða sultarlaun. Í tilkynningu frá Bakkavör segir að framsetning verkalýðsfélagsins sé villandi, og sýni skort þess á samningsvilja. Verkalýðsfélagið hafi ranglega haldið því fram að 700 félagar þess séu í verkfalli, þegar fjöldi þeirra sé nær 450. Tveir þriðju af 1400 starfsmönnum verksmiðjunnar séu því ekki í verkfalli. Allir aðrir hafi samið Þá séu ásakanir um smánarlaun úr lausu lofti gripnar. Bakkavör hafi boðið lægst launuðu starfsmönnum sínum 7,8 prósenta launahækkun og öðrum 6,4 prósenta hækkun. Það sé vel yfir breskum framfærsluviðmiðum og verðbólgu í Bretlandi, sem mælist 1,7 prósent. Laun hjá félaginu síðustu þrjú ár hafi þá hækkað umfram neysluvísitölu. Í tilkynningunni segir einnig að þrátt fyrir að staðhæfingar um áralanga raunlækkun launa kunni að vekja hörð viðbrögð séu þær forsendulausar. Bakkavör hafi lagt hart að sér við að verja starfsfólk við aðstæður þar sem verðlag hafi hækkað svo mikið að krísa hafi skapast, en það sé nokkuð sem ekki öll fyrirtæki geti státað sig af, auk þess sem hlunnindi starfsmanna hafi verið aukin til muna. Þá hafi samningar náðst við 13.500 starfsmenn í tuttugu öðrum verksmiðjum en í Spalding, þar sem hluti starfsfólks hefur verið í verkfalli síðan seint í september. Buðu 63 þúsund króna eingreiðslu „Til viðbótar við hækkunina sem boðin var í september hefur Bakkavör boðið öllu starfsfólki í Spalding 350 punda eingreiðslu til að reyna að fá fólk aftur til starfa. Samningsvilji hjá Bakkavör er því svo sannarlega til staðar og áttu fulltrúar fyrirtækisins samtal við verkalýðsfélagið í síðustu viku,“ segir í tilkynningunni, en 350 pund samsvara rúmlega 62.500 krónum. Þar er einnig tekið fram að ef verkalýðsfélagið samþykkir ekki tilboð Bakkavarar sé deilan í hnút, en fyrirtækið muni áfram leita leiða svo allt starfsfólk í verksmiðjunni fái afturvirka launahækkun og jólabónus. Fréttastofa hefur í dag reynt að ná tali af þeim Lýði og Ágústi Guðmundssonum og Sigurði Valtýssyni, án árangurs. Nokkrar staðreyndir: Verkalýðsfélagið heldur því ranglega fram að 700 félagar þess í Spalding séu í verkfalli. Það má vel vera að félagið sé með 700 félaga í Spalding af þeim 1400 sem þar starfa, en það eru aðeins um 450 manns sem ekki mæta til vinnu. Meira ein tveir þriðju af vinnufélögum okkar, meira en 950 manns, hafa ekki tekið þátt í verkfallinu og mæta til vinnu eins og venjulega. Við kunnum þeim miklar þakkir fyrir hollustuna og stuðninginn við aðstæður þar sem reynt er að trufla starfsemina og sverta. Verkalýðsfélagið hefur ítrekað sakað Bakkavör um greiða smánarlaun en sannleikurinn er allt annar. Í september setti Bakkavör fram nýtt tilboð um 7,8% til þeirra sem eru á lægstu laununum og 6,4% til allra annarra – vel yfir framfærsluviðmiðum í Bretlandi og einnig yfir verðbólgu sem nú er 1,7%. Á síðustu þremur árum hefur neysluvísitalan í Bretlandi hækkað um 21% á sama tíma og lægstu laun í Spalding hafa hækkað um 22,8% og öll önnur laun um 21,2% - hvoru tveggja yfir verðbólgu tímabilsins. Þar fyrir utan hafa ýmis hlunnindi verið bætt yfir sama tímabil. Staðhæfingar verkalýðsfélagsins um áralanga raunlækkun launa kunna að vekja hörð viðbrögð en eru algjörlega forsendulausar. Raunveruleikinn er sá að Bakkavör hefur lagt hart að sér að verja starfsfólk við aðstæður þar sem verðlag hefur hækkað svo mikið að krísa hefur skapast, krísa sem mörg önnur fyrirtæki hafa ekki getað tekist á við. Til viðbótar við hækkunina sem boðin var í september hefur Bakkavör boðið öllu starfsfólki í Spalding 350 punda eingreiðslu til að reyna að fá fólk aftur til starfa. Samningsvilji hjá Bakkavör er því svo sannarlega til staðar og áttu fulltrúar fyrirtækisins samtal við verkalýðsfélagið í síðustu viku. Starfsfólk nýtur að auki ýmissa hlunninda eins líftrygginga, persónulegra slysatrygginga og hefur það enn fremur aðgengi að fjölbreyttum smásöluafslætti og mikið niðurgreiddri matvöru í starfsmannaverslun Bakkavarar. Í Bretlandi hefur launahækkunum Bakkavarar verið vel tekið á hinum 20 starfsstöðvum fyrirtækisins þar sem 13.500 starfsmenn hafa þegið hana á meðan starfsfólk í Spalding bíður vegna verkfallsaðgerðanna. Fólk er ánægt í starfi hjá Bakkavör. Starfsaldursviðurkenningar hafa verið veittar fleiri en fjögur þúsund starfsmönnum, fyrir 5-35 ára starfsaldur, og þetta sannar að fólk vill vinna hjá Bakkavör til lengri tíma. Þetta er orðið sjaldgæft í iðnaði í dag en er til marks um góðan vinnustað. Fyrirtækið er skráð á markað og það er skylda okkar að reka fyrirtækið með sjálfbærum og ábyrgum hætti, yfir allar 21 starfsstöðvar fyrirtækisins. Við teljum að tilboð Bakkavarar sé mjög sanngjarnt miðað við starfsumhverfi fyrirtækisins. Verkalýðsfélagið hefur rétt á að heyja sína baráttu en það er skylda okkar, gagnvart nærsamfélaginu þar sem við sköpum störf, gagnvart hluthöfum og viðskiptavinum að reka fyrirtækið með sjálfbærni og sanngirni að leiðarljósi. Bretland er að koma út úr heimsfaraldri sem hefur haft veruleg áhrif á framfærslukostnað og það er því enn mikilvægara fyrir okkar rekstur að skapa verðmæti fyrir samfélagið. Samþykki verkalýðsfélagið ekki tilboð Bakkavarar í atkvæðagreiðslu er deilan í hnút og Bakkavör mun áfram leita leiða svo allt starfsfólk í Spalding fái afturvirka launahækkun og bónus fyrir jól eins og starfsfólkið vonast sjálft eftir. Bretland Kjaramál Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55 Mest lesið Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um aðgerðir enska stéttarfélagsins Unite the Union til höfuðs Bakkavör. Þeir Lýður og Ágúst Guðmundssynir og Sigurður Valtýsson fara með meirihluta í félaginu, sem nú stendur í kjaradeilu við starfsmenn í verksmiðju í Spalding á Englandi. Fulltrúar verkalýðsfélagsins vörpuðu í gær upp skilaboðum víða um höfuðborgarsvæðið vegna málsins, sem einkum er beint að bræðrunum tveimur, þar sem þeir eru sakaðir um að eyðileggja líf og greiða sultarlaun. Í tilkynningu frá Bakkavör segir að framsetning verkalýðsfélagsins sé villandi, og sýni skort þess á samningsvilja. Verkalýðsfélagið hafi ranglega haldið því fram að 700 félagar þess séu í verkfalli, þegar fjöldi þeirra sé nær 450. Tveir þriðju af 1400 starfsmönnum verksmiðjunnar séu því ekki í verkfalli. Allir aðrir hafi samið Þá séu ásakanir um smánarlaun úr lausu lofti gripnar. Bakkavör hafi boðið lægst launuðu starfsmönnum sínum 7,8 prósenta launahækkun og öðrum 6,4 prósenta hækkun. Það sé vel yfir breskum framfærsluviðmiðum og verðbólgu í Bretlandi, sem mælist 1,7 prósent. Laun hjá félaginu síðustu þrjú ár hafi þá hækkað umfram neysluvísitölu. Í tilkynningunni segir einnig að þrátt fyrir að staðhæfingar um áralanga raunlækkun launa kunni að vekja hörð viðbrögð séu þær forsendulausar. Bakkavör hafi lagt hart að sér við að verja starfsfólk við aðstæður þar sem verðlag hafi hækkað svo mikið að krísa hafi skapast, en það sé nokkuð sem ekki öll fyrirtæki geti státað sig af, auk þess sem hlunnindi starfsmanna hafi verið aukin til muna. Þá hafi samningar náðst við 13.500 starfsmenn í tuttugu öðrum verksmiðjum en í Spalding, þar sem hluti starfsfólks hefur verið í verkfalli síðan seint í september. Buðu 63 þúsund króna eingreiðslu „Til viðbótar við hækkunina sem boðin var í september hefur Bakkavör boðið öllu starfsfólki í Spalding 350 punda eingreiðslu til að reyna að fá fólk aftur til starfa. Samningsvilji hjá Bakkavör er því svo sannarlega til staðar og áttu fulltrúar fyrirtækisins samtal við verkalýðsfélagið í síðustu viku,“ segir í tilkynningunni, en 350 pund samsvara rúmlega 62.500 krónum. Þar er einnig tekið fram að ef verkalýðsfélagið samþykkir ekki tilboð Bakkavarar sé deilan í hnút, en fyrirtækið muni áfram leita leiða svo allt starfsfólk í verksmiðjunni fái afturvirka launahækkun og jólabónus. Fréttastofa hefur í dag reynt að ná tali af þeim Lýði og Ágústi Guðmundssonum og Sigurði Valtýssyni, án árangurs. Nokkrar staðreyndir: Verkalýðsfélagið heldur því ranglega fram að 700 félagar þess í Spalding séu í verkfalli. Það má vel vera að félagið sé með 700 félaga í Spalding af þeim 1400 sem þar starfa, en það eru aðeins um 450 manns sem ekki mæta til vinnu. Meira ein tveir þriðju af vinnufélögum okkar, meira en 950 manns, hafa ekki tekið þátt í verkfallinu og mæta til vinnu eins og venjulega. Við kunnum þeim miklar þakkir fyrir hollustuna og stuðninginn við aðstæður þar sem reynt er að trufla starfsemina og sverta. Verkalýðsfélagið hefur ítrekað sakað Bakkavör um greiða smánarlaun en sannleikurinn er allt annar. Í september setti Bakkavör fram nýtt tilboð um 7,8% til þeirra sem eru á lægstu laununum og 6,4% til allra annarra – vel yfir framfærsluviðmiðum í Bretlandi og einnig yfir verðbólgu sem nú er 1,7%. Á síðustu þremur árum hefur neysluvísitalan í Bretlandi hækkað um 21% á sama tíma og lægstu laun í Spalding hafa hækkað um 22,8% og öll önnur laun um 21,2% - hvoru tveggja yfir verðbólgu tímabilsins. Þar fyrir utan hafa ýmis hlunnindi verið bætt yfir sama tímabil. Staðhæfingar verkalýðsfélagsins um áralanga raunlækkun launa kunna að vekja hörð viðbrögð en eru algjörlega forsendulausar. Raunveruleikinn er sá að Bakkavör hefur lagt hart að sér að verja starfsfólk við aðstæður þar sem verðlag hefur hækkað svo mikið að krísa hefur skapast, krísa sem mörg önnur fyrirtæki hafa ekki getað tekist á við. Til viðbótar við hækkunina sem boðin var í september hefur Bakkavör boðið öllu starfsfólki í Spalding 350 punda eingreiðslu til að reyna að fá fólk aftur til starfa. Samningsvilji hjá Bakkavör er því svo sannarlega til staðar og áttu fulltrúar fyrirtækisins samtal við verkalýðsfélagið í síðustu viku. Starfsfólk nýtur að auki ýmissa hlunninda eins líftrygginga, persónulegra slysatrygginga og hefur það enn fremur aðgengi að fjölbreyttum smásöluafslætti og mikið niðurgreiddri matvöru í starfsmannaverslun Bakkavarar. Í Bretlandi hefur launahækkunum Bakkavarar verið vel tekið á hinum 20 starfsstöðvum fyrirtækisins þar sem 13.500 starfsmenn hafa þegið hana á meðan starfsfólk í Spalding bíður vegna verkfallsaðgerðanna. Fólk er ánægt í starfi hjá Bakkavör. Starfsaldursviðurkenningar hafa verið veittar fleiri en fjögur þúsund starfsmönnum, fyrir 5-35 ára starfsaldur, og þetta sannar að fólk vill vinna hjá Bakkavör til lengri tíma. Þetta er orðið sjaldgæft í iðnaði í dag en er til marks um góðan vinnustað. Fyrirtækið er skráð á markað og það er skylda okkar að reka fyrirtækið með sjálfbærum og ábyrgum hætti, yfir allar 21 starfsstöðvar fyrirtækisins. Við teljum að tilboð Bakkavarar sé mjög sanngjarnt miðað við starfsumhverfi fyrirtækisins. Verkalýðsfélagið hefur rétt á að heyja sína baráttu en það er skylda okkar, gagnvart nærsamfélaginu þar sem við sköpum störf, gagnvart hluthöfum og viðskiptavinum að reka fyrirtækið með sjálfbærni og sanngirni að leiðarljósi. Bretland er að koma út úr heimsfaraldri sem hefur haft veruleg áhrif á framfærslukostnað og það er því enn mikilvægara fyrir okkar rekstur að skapa verðmæti fyrir samfélagið. Samþykki verkalýðsfélagið ekki tilboð Bakkavarar í atkvæðagreiðslu er deilan í hnút og Bakkavör mun áfram leita leiða svo allt starfsfólk í Spalding fái afturvirka launahækkun og bónus fyrir jól eins og starfsfólkið vonast sjálft eftir.
Nokkrar staðreyndir: Verkalýðsfélagið heldur því ranglega fram að 700 félagar þess í Spalding séu í verkfalli. Það má vel vera að félagið sé með 700 félaga í Spalding af þeim 1400 sem þar starfa, en það eru aðeins um 450 manns sem ekki mæta til vinnu. Meira ein tveir þriðju af vinnufélögum okkar, meira en 950 manns, hafa ekki tekið þátt í verkfallinu og mæta til vinnu eins og venjulega. Við kunnum þeim miklar þakkir fyrir hollustuna og stuðninginn við aðstæður þar sem reynt er að trufla starfsemina og sverta. Verkalýðsfélagið hefur ítrekað sakað Bakkavör um greiða smánarlaun en sannleikurinn er allt annar. Í september setti Bakkavör fram nýtt tilboð um 7,8% til þeirra sem eru á lægstu laununum og 6,4% til allra annarra – vel yfir framfærsluviðmiðum í Bretlandi og einnig yfir verðbólgu sem nú er 1,7%. Á síðustu þremur árum hefur neysluvísitalan í Bretlandi hækkað um 21% á sama tíma og lægstu laun í Spalding hafa hækkað um 22,8% og öll önnur laun um 21,2% - hvoru tveggja yfir verðbólgu tímabilsins. Þar fyrir utan hafa ýmis hlunnindi verið bætt yfir sama tímabil. Staðhæfingar verkalýðsfélagsins um áralanga raunlækkun launa kunna að vekja hörð viðbrögð en eru algjörlega forsendulausar. Raunveruleikinn er sá að Bakkavör hefur lagt hart að sér að verja starfsfólk við aðstæður þar sem verðlag hefur hækkað svo mikið að krísa hefur skapast, krísa sem mörg önnur fyrirtæki hafa ekki getað tekist á við. Til viðbótar við hækkunina sem boðin var í september hefur Bakkavör boðið öllu starfsfólki í Spalding 350 punda eingreiðslu til að reyna að fá fólk aftur til starfa. Samningsvilji hjá Bakkavör er því svo sannarlega til staðar og áttu fulltrúar fyrirtækisins samtal við verkalýðsfélagið í síðustu viku. Starfsfólk nýtur að auki ýmissa hlunninda eins líftrygginga, persónulegra slysatrygginga og hefur það enn fremur aðgengi að fjölbreyttum smásöluafslætti og mikið niðurgreiddri matvöru í starfsmannaverslun Bakkavarar. Í Bretlandi hefur launahækkunum Bakkavarar verið vel tekið á hinum 20 starfsstöðvum fyrirtækisins þar sem 13.500 starfsmenn hafa þegið hana á meðan starfsfólk í Spalding bíður vegna verkfallsaðgerðanna. Fólk er ánægt í starfi hjá Bakkavör. Starfsaldursviðurkenningar hafa verið veittar fleiri en fjögur þúsund starfsmönnum, fyrir 5-35 ára starfsaldur, og þetta sannar að fólk vill vinna hjá Bakkavör til lengri tíma. Þetta er orðið sjaldgæft í iðnaði í dag en er til marks um góðan vinnustað. Fyrirtækið er skráð á markað og það er skylda okkar að reka fyrirtækið með sjálfbærum og ábyrgum hætti, yfir allar 21 starfsstöðvar fyrirtækisins. Við teljum að tilboð Bakkavarar sé mjög sanngjarnt miðað við starfsumhverfi fyrirtækisins. Verkalýðsfélagið hefur rétt á að heyja sína baráttu en það er skylda okkar, gagnvart nærsamfélaginu þar sem við sköpum störf, gagnvart hluthöfum og viðskiptavinum að reka fyrirtækið með sjálfbærni og sanngirni að leiðarljósi. Bretland er að koma út úr heimsfaraldri sem hefur haft veruleg áhrif á framfærslukostnað og það er því enn mikilvægara fyrir okkar rekstur að skapa verðmæti fyrir samfélagið. Samþykki verkalýðsfélagið ekki tilboð Bakkavarar í atkvæðagreiðslu er deilan í hnút og Bakkavör mun áfram leita leiða svo allt starfsfólk í Spalding fái afturvirka launahækkun og bónus fyrir jól eins og starfsfólkið vonast sjálft eftir.
Bretland Kjaramál Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55 Mest lesið Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sjá meira
Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55