Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Jón Þór Stefánsson skrifar 8. nóvember 2024 12:17 Eigandi gistiheimilisins skrapp frá í sauðburð. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa féllst ekki á kröfu erlendrar konu, sem kom hingað til lands til að ferðast, um að fyrirtæki sem seldi henni gistingu skyldi endurgreiða henni hluta þess sem hún hafði greitt fyrirtækinu. Konan keypti þjónustu af fyrirtækinu um miðjan apríl á þessu ári vegna ferðar hennar um Ísland milli 13. til 18. maí. Hún borgaði 847 Bandaríkjadali, sem jafngildir um 117 þúsund krónum, fyrir gistingu í fimm nætur víðs vegar um landið og afnot af bílaleigubíl. Síðdegis þann 16. maí kom konan á gistiheimili þar sem hún átti bókað. Enginn starfsmaður var í móttökunni heldur virtist gistiheimilið mannlaust. Olli henni miklum kvíða Miði með nafni hennar og lykli beið hennar á borði móttökunnar. Í úrskurði kærunefndarinnar er haft eftir konunni að vegna þess að hún var einsömul á ferðalagi hafi þessar aðstæður valdið henni miklum kvíða. Þá hafi hún verið búin að panta ákveðið herbergi, en lykillinn hafi verið að öðru herbergi sem hafi litið út eins og geymsla. Hún tók ljósmyndir af herberginu sem lágu fyrir í málinu. Konan sagðist hafa fundið einhver símanúmer í móttökunni, en hún hafi ekki getað hringt í þau því sími hennar virkaði ekki á Íslandi. Hún hafi því brugðið á það ráð að keyra á annan stað í þeim tilgangi að borða kvöldmat. Hún hafi ekki talið sig örugga á gistiheimilinu og borgaði því tvö hundruð Bandaríkjadali, tæplega 30 þúsund, fyrir aðra gistingu. Beið eftir konunni til miðnættis Daginn eftir hafi hún haft samband við áðurnefnt fyrirtæki sem hafi hafnað því að endurgreiða henni. Hún krafðist þess að fá tvö hundruð dali endurgreidda. Það var á þeim forsendum að gistingin sem hún pantaði hafi ekki verið sú sem hún fékk. Í gögnum málsins kom fram að eigandi gistiheimilisins hefði brugðið sér frá síðdegis þennan dag vegna sauðburðar. Hann hafi skilið eftir áðurnefndan miða með símanúmeri sínu myndi hún vilja ná í hann. Eigandinn sagðist síðan hafa komið aftur skömmu síðar og beðið konunnar til miðnættis, en hann vissi ekki að hún hefði komið og farið. Kærunefndin féllst á það með konunni að það herbergi sem hún fékk úthlutað hafi ekki verið jafn gott og herbergið sem hún pantaði. Þrátt fyrir það hefði ekki verið fullreynt milli hennar og eiganda gistiheimilisins að leysa úr þeim vanda þar sem hún hefði yfirgefið staðinn strax í leit að annarri gistingu, og tilkynnt eigandanum og fyrirtækinu það daginn eftir. Því hafnaði nefndin kröfu konunnar. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Sauðfé Neytendur Landbúnaður Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Konan keypti þjónustu af fyrirtækinu um miðjan apríl á þessu ári vegna ferðar hennar um Ísland milli 13. til 18. maí. Hún borgaði 847 Bandaríkjadali, sem jafngildir um 117 þúsund krónum, fyrir gistingu í fimm nætur víðs vegar um landið og afnot af bílaleigubíl. Síðdegis þann 16. maí kom konan á gistiheimili þar sem hún átti bókað. Enginn starfsmaður var í móttökunni heldur virtist gistiheimilið mannlaust. Olli henni miklum kvíða Miði með nafni hennar og lykli beið hennar á borði móttökunnar. Í úrskurði kærunefndarinnar er haft eftir konunni að vegna þess að hún var einsömul á ferðalagi hafi þessar aðstæður valdið henni miklum kvíða. Þá hafi hún verið búin að panta ákveðið herbergi, en lykillinn hafi verið að öðru herbergi sem hafi litið út eins og geymsla. Hún tók ljósmyndir af herberginu sem lágu fyrir í málinu. Konan sagðist hafa fundið einhver símanúmer í móttökunni, en hún hafi ekki getað hringt í þau því sími hennar virkaði ekki á Íslandi. Hún hafi því brugðið á það ráð að keyra á annan stað í þeim tilgangi að borða kvöldmat. Hún hafi ekki talið sig örugga á gistiheimilinu og borgaði því tvö hundruð Bandaríkjadali, tæplega 30 þúsund, fyrir aðra gistingu. Beið eftir konunni til miðnættis Daginn eftir hafi hún haft samband við áðurnefnt fyrirtæki sem hafi hafnað því að endurgreiða henni. Hún krafðist þess að fá tvö hundruð dali endurgreidda. Það var á þeim forsendum að gistingin sem hún pantaði hafi ekki verið sú sem hún fékk. Í gögnum málsins kom fram að eigandi gistiheimilisins hefði brugðið sér frá síðdegis þennan dag vegna sauðburðar. Hann hafi skilið eftir áðurnefndan miða með símanúmeri sínu myndi hún vilja ná í hann. Eigandinn sagðist síðan hafa komið aftur skömmu síðar og beðið konunnar til miðnættis, en hann vissi ekki að hún hefði komið og farið. Kærunefndin féllst á það með konunni að það herbergi sem hún fékk úthlutað hafi ekki verið jafn gott og herbergið sem hún pantaði. Þrátt fyrir það hefði ekki verið fullreynt milli hennar og eiganda gistiheimilisins að leysa úr þeim vanda þar sem hún hefði yfirgefið staðinn strax í leit að annarri gistingu, og tilkynnt eigandanum og fyrirtækinu það daginn eftir. Því hafnaði nefndin kröfu konunnar.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Sauðfé Neytendur Landbúnaður Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira