Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. nóvember 2024 23:16 Laugavegshlaupið er ómissandi hluti af hlaupasumri margra. vísir Kona, sem hafði skráð sig í Laugavegshlaupið svokallaða, en forfallast vegna rifbeins- og upphaldleggsbrot, fær enga endurgreiðslu frá skipuleggjendum. Þetta er niðurstaða kærunefndar vöru og þjónustukaupa sem kvað upp úrskurð í vikunni. Laugavegshlaupið er ekki nafngreint en af dagsetningu má ráða að umrætt hlaup sé hið 55 kílómetra langa hlaup frá Landmannalaugum til Þórsmerkur. Í úrskurðinum kemur fram að konan hafi skráð sig í hlaupið þann 6. nóvember 2023 í hlaupið sem fara átti fram 13. júlí ári síðar. Greiddi hún 51 þúsund krónur fyrir, en innifalið í gjaldinu er hlaupanúmer, tímatökuflaga, drykkjarstöðvar í hlaupi, öryggisvarsla, móttaka í marki auk merktrar hlaupapeysu. Undirbúningurinn gekk ekki betur en svo að konan upphandleggs- og rifbeinsbrotnaði í lok júní og gat því ekki tekið þátt. Bað hún mótshaldara um að koma til móts við sig en því var hafnað. Samkvæmt skilmálum mótsins fæst nefnilega engin endurgreiðsla á þátttökugjaldi eftir 1. mars. Þetta taldi konan ósanngjarnt og leitaði til úrskurðarnefndarinnar. Taldi hún skilmálana ósanngjarna og í ósamræmi við venju í almenningshlaupum þar sem hlaupurum væri ýmist gefið færi á endurgreiðslu eða nafnabreytingu. Hún krafðist þess að fá endurgreitt eða að fá að nýta skráninguna fyrir sama hlaup á næsta ári. Þá krafðist hún þess að skilmálum yrði breytt í þágu neytenda. Skipuleggjendur, Íþróttabandalag Reykjavíkur, sögðu skilmálabreytingu myndu hafa verulegt tekjutap í för með sér, nafnabreyting væri ekki leyfð af öryggisástæðum, meðal annars vegna ákveðinnar stigasöfnunar keppenda. Niðurstaða nefndarinnar var einföld. Konan hafði samþykkt fyrrgreinda skilmála um endurgreiðslu og skýran tímaramma. Ekki væri séð að samningur aðilia væri ósanngjarn eð stríði gegn góðum viðskiptaháttum og var kröfu konunnar því hafnað. Hér fyrir neðan má horfa á heimildarmyndina Laugavegurinn eftir Garp I. Elísabetarson. Myndin fjallar um Laugavegshlaupið og þar er hlaupurunum Þorsteini Roy Jóhannssyn og Andreu Kolbeinsdóttur fylgt eftir. Laugavegshlaupið Hlaup Neytendur Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Þetta er niðurstaða kærunefndar vöru og þjónustukaupa sem kvað upp úrskurð í vikunni. Laugavegshlaupið er ekki nafngreint en af dagsetningu má ráða að umrætt hlaup sé hið 55 kílómetra langa hlaup frá Landmannalaugum til Þórsmerkur. Í úrskurðinum kemur fram að konan hafi skráð sig í hlaupið þann 6. nóvember 2023 í hlaupið sem fara átti fram 13. júlí ári síðar. Greiddi hún 51 þúsund krónur fyrir, en innifalið í gjaldinu er hlaupanúmer, tímatökuflaga, drykkjarstöðvar í hlaupi, öryggisvarsla, móttaka í marki auk merktrar hlaupapeysu. Undirbúningurinn gekk ekki betur en svo að konan upphandleggs- og rifbeinsbrotnaði í lok júní og gat því ekki tekið þátt. Bað hún mótshaldara um að koma til móts við sig en því var hafnað. Samkvæmt skilmálum mótsins fæst nefnilega engin endurgreiðsla á þátttökugjaldi eftir 1. mars. Þetta taldi konan ósanngjarnt og leitaði til úrskurðarnefndarinnar. Taldi hún skilmálana ósanngjarna og í ósamræmi við venju í almenningshlaupum þar sem hlaupurum væri ýmist gefið færi á endurgreiðslu eða nafnabreytingu. Hún krafðist þess að fá endurgreitt eða að fá að nýta skráninguna fyrir sama hlaup á næsta ári. Þá krafðist hún þess að skilmálum yrði breytt í þágu neytenda. Skipuleggjendur, Íþróttabandalag Reykjavíkur, sögðu skilmálabreytingu myndu hafa verulegt tekjutap í för með sér, nafnabreyting væri ekki leyfð af öryggisástæðum, meðal annars vegna ákveðinnar stigasöfnunar keppenda. Niðurstaða nefndarinnar var einföld. Konan hafði samþykkt fyrrgreinda skilmála um endurgreiðslu og skýran tímaramma. Ekki væri séð að samningur aðilia væri ósanngjarn eð stríði gegn góðum viðskiptaháttum og var kröfu konunnar því hafnað. Hér fyrir neðan má horfa á heimildarmyndina Laugavegurinn eftir Garp I. Elísabetarson. Myndin fjallar um Laugavegshlaupið og þar er hlaupurunum Þorsteini Roy Jóhannssyn og Andreu Kolbeinsdóttur fylgt eftir.
Laugavegshlaupið Hlaup Neytendur Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira