Akademias tekur yfir rekstur Avia Árni Sæberg skrifar 4. nóvember 2024 15:45 Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias. Akademias Fræðslufyrirtækið Akademias tók nýverið yfir rekstur Avia, sem stofnað var árið 2021 og þjónustar nú þegar um fimmtán þúsund notendur hjá um fjörutíu vinnustöðum. Í fréttatilkynningu frá Akademias segir að með yfirtökunni styrki Akademias stöðu sína á íslenskum markaði þegar kemur að þjónustu við fræðslumál vinnustaða. ,,Láttu okkur um fræðslumálin” hafi verið eitt af leiðarljósum Akademias í þjónustu sinni en kaupin á Avia styðji við það markmið. Getur leyst Workplace af hólmi Avia hafi á undanförnum árum þróað fræðslukerfi sem hafi þá sérstöðu að vera bæði fræðslukerfi og samskiptakerfi auk þess að geta gegnt hlutverki innri vefs. Avia geti því ekki aðeins haldið utan um alla rafræna fræðslu, heldur einnig komið í stað Facebook Workplace, en sú þjónusta verður ekki í boði frá og með ágúst á næsta ári. Það sé því mikil hagkvæmni fólgin í því fyrir vinnustaði að taka Avia í notkun og um leið fækka aðeins í kerfisflórunni. Avia geti með einföldum hætti tengst öðrum kerfum, eins og mannauðskerfum, sem geri sjálfvirknivæðingu ferla að leik einum. Einn helsti styrkleiki Avia sé vel hannað notendaviðmót sem dragi úr þörf fyrir kennslu og þjálfun í notkun þess. Innleiðingarferlið verði þar af leiðandi einfalt og stutt að bíða þess að kerfið fari að styðja við aukinn árangur í fræðslustarfi vinnustaða, bæði fyrir stjórnendur og starfsfólk. Stór fyrirtæki þegar meðal viðskiptavina Avia hafi verið formlega stofnað árið 2021 og þjónusti í dag um fjörutíu vinnustaði og um fimmtán þúsund notendur í fjölbreyttum greinum. Meðal vinnustaða sem kjósi Avia megi nefna Ölgerðina, Póstinn, álverið í Straumsvík, Reykjanesbæ, Hrafnistu, Hafnarfjarðarbæ, ÍSÍ, og KEA Hótel. ,,Með Avia fá viðskiptavinir Akademias alhliða þjónustu við rafræna fræðslu á einum stað: greiningar, ráðgjöf, stærsta rafræna fræðslusafn á Íslandi, framleiðslu á sértæku námsefni og fræðslukerfi. Það hefur orðið gríðarleg fjölgun á vinnustöðum þar sem rafræn fræðsla er í lykilhlutverki fræðslustarfsins. Stjórnendur gera sér grein fyrir því að vel þjálfað starfsfólk skapar aukin verðmæti og draga úr rekstraráhættu í síbreytilegum heimi. Við erum afar ánægð með þessa viðbót við þjónustu Akademias sem viðskiptavinir hafa fagnað. Avia gerir okkur kleift að einfalda líf mannauðs- og fræðslustjóra gríðarlega mikið en jafnframt skapa mikið hagræði fyrir vinnustaði,“ er haft eftir Guðmundi Arnari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Akademias. Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Akademias segir að með yfirtökunni styrki Akademias stöðu sína á íslenskum markaði þegar kemur að þjónustu við fræðslumál vinnustaða. ,,Láttu okkur um fræðslumálin” hafi verið eitt af leiðarljósum Akademias í þjónustu sinni en kaupin á Avia styðji við það markmið. Getur leyst Workplace af hólmi Avia hafi á undanförnum árum þróað fræðslukerfi sem hafi þá sérstöðu að vera bæði fræðslukerfi og samskiptakerfi auk þess að geta gegnt hlutverki innri vefs. Avia geti því ekki aðeins haldið utan um alla rafræna fræðslu, heldur einnig komið í stað Facebook Workplace, en sú þjónusta verður ekki í boði frá og með ágúst á næsta ári. Það sé því mikil hagkvæmni fólgin í því fyrir vinnustaði að taka Avia í notkun og um leið fækka aðeins í kerfisflórunni. Avia geti með einföldum hætti tengst öðrum kerfum, eins og mannauðskerfum, sem geri sjálfvirknivæðingu ferla að leik einum. Einn helsti styrkleiki Avia sé vel hannað notendaviðmót sem dragi úr þörf fyrir kennslu og þjálfun í notkun þess. Innleiðingarferlið verði þar af leiðandi einfalt og stutt að bíða þess að kerfið fari að styðja við aukinn árangur í fræðslustarfi vinnustaða, bæði fyrir stjórnendur og starfsfólk. Stór fyrirtæki þegar meðal viðskiptavina Avia hafi verið formlega stofnað árið 2021 og þjónusti í dag um fjörutíu vinnustaði og um fimmtán þúsund notendur í fjölbreyttum greinum. Meðal vinnustaða sem kjósi Avia megi nefna Ölgerðina, Póstinn, álverið í Straumsvík, Reykjanesbæ, Hrafnistu, Hafnarfjarðarbæ, ÍSÍ, og KEA Hótel. ,,Með Avia fá viðskiptavinir Akademias alhliða þjónustu við rafræna fræðslu á einum stað: greiningar, ráðgjöf, stærsta rafræna fræðslusafn á Íslandi, framleiðslu á sértæku námsefni og fræðslukerfi. Það hefur orðið gríðarleg fjölgun á vinnustöðum þar sem rafræn fræðsla er í lykilhlutverki fræðslustarfsins. Stjórnendur gera sér grein fyrir því að vel þjálfað starfsfólk skapar aukin verðmæti og draga úr rekstraráhættu í síbreytilegum heimi. Við erum afar ánægð með þessa viðbót við þjónustu Akademias sem viðskiptavinir hafa fagnað. Avia gerir okkur kleift að einfalda líf mannauðs- og fræðslustjóra gríðarlega mikið en jafnframt skapa mikið hagræði fyrir vinnustaði,“ er haft eftir Guðmundi Arnari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Akademias.
Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira