Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. nóvember 2024 08:01 Kostanir eru vel þekkt fyrirbrigði í auglýsingageiranum en Ólafur Ingi Ólafsson segist einmitt vera kostuð eiginkona. Vegna starfa eiginkonu sinnar, Erlu Ýr Kristjánsdóttur, hefur Ólafur búið víða erlendis síðustu árin. Margir kenna Ólaf þó enn við Íslensku auglýsingastofuna og enn aðrir kannast við kappann úr golfinu. „Það er gott að eiga góða konu til dæmis,“ segir Ólafur Ingi Ólafsson sem þrátt fyrir fullan skilning á ritstjórnarvaldi blaðamannsins, getur ekki setið á sér að stinga upp á nokkrum góðum fyrirsögnum. „Eða Framtíðin á sér fortíð,“ nefnir hann sem annað dæmi. Tilvísun í verkefni sem honum er mjög hugleikið þessa dagana. Þar sem eldri reynsluboltar úr íslensku atvinnulífi vilja miðla af reynslu sinni: Með heimsóknum til fyrirtækja, stofnana í skóla og félagasamtök. Ólaf Inga þekkja margir úr auglýsingabransanum. Enda löngum þekktur þar, nánast frá frumkvöðlaárum þess bransa. Margir kenna Ólaf Inga enn við Íslensku auglýsingastofuna, sem var ein sú stærsta á Íslandi um langt árabil. Um tíma var Ólafur líka formaður SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa og eins um tíma fulltrúi Íslands í Samtökum Evrópskra auglýsingastofa. „Þetta er reyndar enn svo ung grein að þegar ég var að byrja, voru allir gömlu karlarnir um fertugt,“ segir Ólafur og hlær. Enn aðrir tengja Ólaf helst við golfið. Ástríðuáhugamál númer eitt en Ólafur er fyrrum formaður Nesklúbbsins. Síðustu ellefu árin hefur Óli, eins og hann er kallaður af flestum, búið erlendis: í London, Amsterdam og Dubai. „Ég er kostuð eiginkona,“ segir Óli og hlær. Í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni, ætlum við að kynnast Óla betur og rifja upp nokkur gullaldarár úr auglýsingageiranum. Síðustu ellefu árin hefur Ólafur búið erlendis: Í London, Amsterdam og Dubai. Ólafur hefur samt sett saman hópinn Framtíðin á sér fortíð, þar sem gamlir reynsluboltar úr íslensku atvinnulífi vilja miðla af reynslu sinni og heimsækja fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök. Að skilja húmorinn… Það þarf aðeins að skilja húmorinn hjá Óla. Því stundum getur hann hljómað kaldhæðnislega og jafnvel hrokafullur fyrir fólk sem ekki þekkir til. Til dæmis þetta með að vera „kostuð eiginkona.“ Sem Óli er að þýða frá enskunni „sponsored spouse,“ sem þýðir maki en ekki eiginkona. „Já ég veit það alveg,“ segir Óli og hlær. „Ég hef bara svo gaman að því að þýða þetta frekar svona þegar ég er að tala við Íslendinga.“ Því lengra nær þetta ekki. Enda kemur Óli að því í spjalli að ef eitthvað hefði mátt vera öðruvísi í íslenska auglýsingageiranum fyrr, þá hefði það verið að greiða fleiri konum hraðar framgöngu í geiranum og tryggja þannig fjölbreytnina. En við skulum byrja á byrjuninni…. Óli er fæddur árið 1956 í Borgarnesi. Ólafur eignaðist þrjú börn með fyrri eiginkonu sinni, en þau eru: María (f.1982), Sólveig (f.1989) og Bragi Þór (f.1993). Seinni kona Óla heitir Erla Ýr Kristjánsdóttir og í dag eru barnabörnin orðin sex. Óli var þriðji yngsti af tíu systkinahópi. „Enda var mamma ekki að vinna úti. Ég get alveg lofað þér því.“ Efst fv: Skírnarmynd af Ólafi en hann var þriðji yngsti af tíu systkinum og á efri mynd til hægri má sjá æskuheimilið hans í Borganesi. Á neðri mynd er Ólafur með börnunum sínum þremur og th. er mynd úr brúðkaupi hans og Erlu. Átta systkinanna eru enn á lífi en foreldrar Óla voru Guðbjörg Ásmundsdóttir innfæddur Borgnesingur og Ólafur Þórðarson mjólkurfræðingur úr Hafnarfirði. „Maður ólst þarna upp í miðpunkti kunnáttuleysisins í skíðaíþróttum til dæmis,“ segir Óli þegar hann rifjar upp æskuárin. Þar sem allt gekk út á körfubolta enda kunnu menn ekkert annað í Borganesi þá eins og hann orðar það. „Í mörg sumur var ég í sveit á Flúðum því þangað giftist elsta systir mín. Þar var maður farinn að keyra bíl og traktor tíu ára og þegar það þurfti að sækja mjólkina eins og var þá, skutlaðist maður í það á bílnum!“ segir Óli og bætir við nokkrum vangaveltum um hvort samfélagið sé að ganga of langt í að of vernda börn í dag miðað við það sem áður var. „Mágur minn var sæðingamaður og ég fór því með honum á hvern einasta bæ í Hrunamannahreppi, Gnúpverjahreppi og Biskupstungum. Þess á milli afgreiddi maður karlana þegar þeir tóku bensín. Þar þurfti maður að kunna öll nöfnin þannig að maður gæti heilsað og talað við alla en líka vegna þess að í þá daga voru öll viðskipti handskrifuð niður á blað.“ Óli fór í Menntaskólann í Hamrahlíð en tók lítið þátt í lífinu þar. Nei ég eiginlega bara missti af menntaskólaárunum. Var ofboðslega feiminn og óframfærinn og hef alla tíð verið mjög mikill sveitamaður í mér. Svo feiminn var ég reyndar að ég nánast frekar borðaði nestið mitt í fatahenginu en í mötuneytinu. Í MH var ekki bekkjarkerfi þannig að maður kannaðist við marga en þekkti engan.“ Þessi óframfæri sveitastrákur virtist þó stundum skipta um ham á heimahögunum því að þar spilaði hann í hljómsveit sem gerði út á sveitaböllin tvö sumur. „Það gaf reyndar helvíti vel af sér,“ segir hann en bætir þó við að sviðsframkoman og frægðin hafi svo sem ekki verið mikil. „Ég var fjarri því að vera eitthvað aðal í hljómsveitinni, var bara lélegur hljómborðsleikari en hafði líka það hlutverk að vera bílstjóri því ég lærði nú ekki að drekka fyrr en töluvert síðar.“ Snemma var Óli kominn á fast. Því barnsmóðirin, Ingibjörg Bragadóttir og Óli byrjuðu saman aðeins 15-16 ára gömul. „Þá hætti maður öllu. Það er svo mikil vinna að eiga kærustu,“ segir Óli. Meðal annars til skýringar á því hvers vegna hann hætti í körfubolta og fleira þegar þetta var. „Þótt ég sé svona mikill sveitamaður og hafi verið svona feiminn, þá verð ég alveg líka að viðurkenna það að ég hef lítið gaman af partíi nema ég sé ,,aðal.“ Svo mikill aðal vill ég vera að oft þurfa ekki nema fimm manns að koma saman til þess að mér finnist ég þurfa að halda ræðu eða lesa ljóð.“ Í menntaskóla var Ólafur svo feiminn að hann nánast valdi að borða nestið sitt í fatahenginu frekar en í mötuneytinu. Um tvítugt var hann farinn að kenna og eftir íslenskunám í HÍ réði hann sig í textagerð hjá auglýsingastofu. Um tvítugt í kennslu Það er stutt í húmorinn í allri frásögn Óla. Sem meðal annars lýsir því að þegar hann fór í íslensku í Háskóla Íslands, hafi það eiginlega verið Eiríkur Rögnvaldsson samnemandi hans sem þá kenndi þeim hinum. „Ég fór í íslensku því að íslenskukennararnir í MH voru svo skemmtilegir. Heimir Pálsson reið til dæmis um stofuna á kennaraprikinu og svo var sá stórfrægi Jón Böðvarsson sem fyllti Háskólabíó síðar óteljandi sinnu til að kenna fólki um Njálu“ nefnir Óli sem dæmi. Áður en Óli byrjaði í háskólanum, starfaði hann sem kennari í Borganesi og kenndi þá sex ára börnum. „Ég hitti stundum þessa krakka sem ég var að kenna. Sem segja mér að þeim fannst ég óskaplega gamall. Ég var 19 ára!“ segir Óli og hlær. Sem skýrist af því að hann kláraði stúdentinn á þremur árum en ekki fjórum. „Svo broslegt stundum þetta tal um styttingu framhaldsskólanámsins. Því það hefur verið hægt að klára stúdentinn á þremur árum að minnsta kosti frá því að ég útskrifaðist 1975.“ Í háskólanum kynntist Óli Aðalsteini Eiríkssyni sem þá var aðstoðarskólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík, en í námsleyfi. „Aðalsteinn fékk mig til að taka að mér kennslu í Kvennó og þar kenndi ég mörgum mjög klárum og flottum stelpum,“ segir Óli og nefnir til dæmis Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, Valgerði hjá SÁÁ eða Eddu Rós Karlsdóttur. Svo skemmtilega vill til að nokkrum áratugum síðar, tengdist Óli aftur Háskóla Íslands. „Ég var að hjálpa Kristínu vinkonu minni við framboðið hennar til rektors og hét á hana að ef hún yrði rektor, myndi ég vera í fyrsta útskriftarhópnum hennar.“ Sem Óli stóð við því árið 2005 kláraði hann loks BA ritgerðina sína og var þar með í fyrsta útskriftarhópnum sem Kristín Ingólfsdóttir þáverandi rektor HÍ útskrifaði. Þótt eflaust tengi Ólaf flestir við golfið eða auglýsingageirann finnst honum ekkert síður gaman að gera upp hús. Sem hann meðal annars gerði í Covid, þegar Erla þurfti næði fyrir fjarvinnu og Zoomfundi til London. Auglýsingabransinn í barnskónum Óli byrjaði í auglýsingabransanum árið 1980 og þótt margir kenni hann enn við Íslensku auglýsingastofuna, var heilmikil saga sem átti sér stað áður en hún varð til. „Ég réði mig sem textagerðarmann hjá Óla Stef, sem var mikill frumkvöðull í geiranum á þessum tíma, búinn að læra pr-mál og auglýsingafræði í Bandaríkjunum.“ Sem ekki margir höfðu þekkingu á þá. „Á þessum tíma voru engar tölvur. Auglýsingahönnun var því mjög mikil handavinna. Þetta var í rauninni handverk og margir af þeim sem maður vann með á upphafsárunum einfaldlega miklir listamenn.“ Enn fleiri nöfn eru talin upp þegar þessi tími er rifjaður upp. Menn eins og Halldór Guðmundsson, síðar kenndur við Hvíta húsið, Hilmar Sigurðsson í Argus, Bjarni Grímsson sem rak Almennu og Kristín Þorkelsdóttir, síðar kennd við AUK. Allt nöfn sem þeir eldri í auglýsingabransanum muna vel eftir. Og jafnvel þeir eldri í íslensku viðskiptalífi yfir höfuð því eins og þetta var þá, var auglýsingamennskan svolítið öðruvísi. Í mörg ár var maður ekki bara í sambandi við markaðsstjóra eða millistjórnendur fyrirtækja. Þetta voru alltaf forstjórarnir sjálfir. Þegar maður fór á fund, segjum til dæmis í Toyota, þá hitti ég kannski fyrir þar fjármálastjórann, sölustjórann og forstjórann. Forstjórinn var eiginlega alltaf.“ Skrifstofa ÓSA, eins og auglýsingastofa Óla Stef hét, var staðsett í Valhöll. „Þegar húsnæðið var sprungið stofnaði Óli aðra auglýsingastofu sem hét Gott fólk,“ segir Óli. „Ég varð framkvæmdastjóri og Kristján Friðriksson var aðalhönnuðurinn. Okkur gekk svakalega vel, vorum með marga flotta viðskiptavini og það var alltaf eitthvað hjá okkur sem vakti þvílíka athygli,“ segir Óli og ekki laust við að nú sjáist glampi í augunum. „Samfélagið var auðvitað allt annað þá. Því ekki þurfti annað en að birta heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu og auglýsingu eftir fréttir hjá RÚV og þar með var gulltryggt að öll þjóðin vissi hvað var í gangi.“ Lengi vel var það þannig að Ingólfur Guðbrandsson, sem þá var kenndur við Útsýn ferðaskrifstofu, átti alltaf blaðsíðu 3 á sunnudögum í Mogganum. „Ingólfur einfaldlega keypti blaðsíðu 3 allt árið.“ Á þessum tíma var tækniumhverfið allt annað í greininni. „Texti var skrifaður og merktur út fyrir prent. Ein stafsetningavilla þýddi að kópíuna þurfti að senda til baka frá prentsmiðjunni með leigubíl, eða skera í burtu stafsetningavilluna og fylla út með einhverju nýju,“ segir Óli og bætir við: „Þetta er bara svo ung grein. Ekki aðeins tæknilega séð, heldur líka sem fag. Það til dæmis var ekki fyrr en um aldamótin síðustu sem fyrsti starfsmaður á auglýsingastofu fór á eftirlaun. Það var kona sem vann um árabil á Íslensku en þetta er gott dæmi um, hversu ung auglýsingagreinin er á Íslandi.“ Svo ung á Íslandi er auglýsingagreinin að þegar Ólafur byrjaði að starfa hjá Óla Stef árið 1980, voru allir gömlu karlarnir í bransanum um fertugt! Ólafur segir mikilvægt að miðla reynslu á milli kynslóða. Það sé til dæmis ekki endilega rétt að sá sem viti mest um stafrænar dreifileiðir sé einnig sá sem viti best um hvað góð auglýsing gengur út á. Úr Valhöll á næstu stofu Þegar allt var á blússandi ferð og flugi í Góðu fólki, var Óli líka að koma undir sig fótunum sem ungur fjölskyldumaður. „Verðbólgan fór í 130% árið 1983,“ nefnir Óli sem dæmi um hversu íþyngjandi fjárhagurinn gat verið fyrir ungt fjölskyldufólk sem var að kaupa sínu fyrstu íbúð. Eins og Óli gerði á þessum tíma. „Það gekk svo vel að ég og Kristján vorum farnir að tala svolítið um hvort Óli myndi kannski láta okkur fá einhvern hluta í fyrirtækinu. Til dæmis að ég myndi fá 10% og hann 5%.“ Loks virtist tækifærið opnast. „Óli kallaði okkur á fund niður í Valhöll og ég man að á leiðinni ræddum við Kristján um hvort nú væri komið að því að karlinn ætlaði að bjóða okkur eignarhlut.“ En annað var raunin. Því Óli og Kristján voru reknir. Hann afhenti okkur ávísanir fyrir þriggja mánaða uppsagnarfrest, áætlaða yfirvinnu og orlof og allt en við ættum að skila lyklunum og þar við sat.“ Var þetta ekki svolítið sjokk? ,,Jú auðvitað,“ segir Óli og bætir við: „Ég tók strax eftir því hvað hann var stressaður. Sem var undarlegt því Óli var aldrei stressaður. Sjálfur fór ég bara að hlæja þegar hann tilkynnti okkur um starfslokin. Svona taugaveiklunarhlátri og spurði: Hvaða vitleysa er þetta?“ Kristján brást hins vegar reiður við og í uppnámi keyrðu félagarnir af fundi og til Kristins Björnssonar heitins, síðar kenndur við Skeljung en þáverandi forstjóri Nóa Síríus. Kristinn var góður félagi Óla, enda viðskiptavinur til margra ára. „Hann stakk upp á að við myndum stofna nýja auglýsingastofu og hann myndi koma með viðskiptin til okkar.“ Úr varð auglýsingastofan Svona gerum við, stofnuð 1985. „Var ég bölvaður þrjótur að gera þetta? Ég veit það ekki,“ segir Óli nokkuð hugsi á svipinn. Hvað áttu við? „Nei ég meina: Óli Stef var maðurinn sem hafði kennt mér allt sem ég kunni og við áttum alltaf mjög gott samband. Líka eftir þetta. En þetta gerðum við. Um leið og starfsfólkið á Góðu fólki gat sagt sig frá sínum störfum, fylgdi það síðan með. Og næstum allir viðskiptavinirnir. Sjóvá, Skeljungur, Nói Síríus og svo framvegis. Maður hefur stundum velt þessu fyrir sér svona í seinni tíð…“ Í dag eru barnabörn Ólafs sex og hér má sjá myndir af honum með hluta þeirra. Ólafur segir mikilvægt að miðla vel á milli kynslóða, gefa þurfi reynslu meira vægi en gert er í dag. Reynslan kenni það sem ekki fæst lært í skóla eða með gervigreind. Íslenska fæðist Óli segir Svona gerum við hafa verið heitustu stofuna í bransanum á þessum tíma. Landsbankinn kom í viðskipti á 100 ára afmæli sínu en árið 1987 dró aftur til tíðinda. „Við vorum mjög góðir í að gera auglýsingar. Ég er til dæmis asskoti góður textamaður svo ég segi sjálfur frá. Kristján er síðan afburða listamaður sem kann að gera rosalega flotta hluti. Óháð því hvort þeir eru síðan að borga sig eða ekki,“ segir Óli og brosir. Fleiri stjörnunöfn úr geiranum eru nefnd: Hilmar Sigurðsson, Gunnar Karlsson, Stefán Snær, Halla Helgadóttir og svo mætti lengi telja. Eins og margir muna, voru auglýsinga- og blaðamannahátíðirnar í den vægast sagt stórkostlegir viðburðir. „Svona eins og Eddan er í dag fyrir sjónvarp og kvikmyndir,“ segir Óli. Um árabil þekktist það vel að forsvarsmönnum auglýsingastofa var almennt boðið allt. Það var varla bíómynd frumsýnd án þess að manni væri boðið og ég get líka sagt að þegar ég var að vinna fyrir Óla Stef í gamla daga, þá var hann alltaf með happy hour á fimmtudögum en ekki föstudögum. Enda úr nægu að velja á föstudögum!“ Eitt kvöldið er Óli staddur á auglýsingahátíð í Broadway Óla Laufdals, sem þá var í Mjódd. „Þar hitti ég Jónas Ólafsson sem þá starfaði á auglýsingastofunni Octavo sem Jón Karlsson átti, en Jón var tengdasonur Valdimars Jóhannssonar í Iðunni,“ segir Óli. Það skrýtna við samtalið við Jónas var að eftir um tvær mínútur, sagði Jónas Óla hvað hann væri með í laun. „Sem voru miklu hærri laun en ég þekkti!“ Seinna meir dró Óli þá ályktun að þetta hafi verið með ráðum gert. Hugmyndin var þá þegar að tengja stofurnar saman. „Sem var auðvitað mjög gott því þarna sameinuðust annars vegar góðir peningamenn en hins vegar góðir hugmyndamenn.“ Íslenska auglýsingastofan varð síðan formlega til árið 1988. „Það sem Jón gerði og þótti nýstárlegt þá var að ráða viðskiptafræðinga til starfa.“ Enn á ný eru nokkur nöfn nefnd; Magnús Kristjánsson, Oddný Guðmundsdóttir og Ásta Maack. „Hugmyndin var að auglýsingastofan yrði markaðsþenkjandi fyrirtæki, eitthvað sem merkilegt nokk var svolítið nýtt í geiranum enn þá.“ Tölvurnar breyttu þó ýmsu. „Ég hef samt alltaf sagt með alla tækni: Þótt tölvan geri fólki kleift að búa til auglýsingar, er ekki þar með sagt að fólk hafi eitthvað vit á auglýsingum.“ Ólafur er ástríðukokkur og að sögn asskoti góður textasmiður. Ólafur hefur gefið út eina matreiðslubók en hún heitir Á að giska. Bókina gaf hann börnunum sínum í jólagjöf. Babb í bátinn eða hvað? Eignarhlutur Jóns Karlssonar var 63% í stofunni, Óli átti 17% og Jónas Ólafsson 20% því bræðurnir Kristján og Friðrik seldu sinn hlut frekar snemma. „Jón býður mér síðan í tveggja klukkustunda bíltúr og tilkynnir mér að hann sé búinn að gera samkomulagi við fimm starfsmenn um kaup á eignarhlutnum hans. Og að hann hafi sagt þeim að ég væri þegar búin að samþykkja það,“ segir Óli en bætir við: „Sem ég var alls ekki samþykkur og sagði honum að ég sæi ekki fyrir mér svona dreift eignarhald.“ Aftur fer Óli á fund til Kristins Björnssonar, sem þá var orðinn forstjóri Skeljungs. ,,Hann segir strax á þeim fundi að hann skuli bara lána mér fyrir því sem þurfi til að ég geti keypt þennan eignarhlut. Lánið yrði í formi óunninna verkefna,“ segir Óli og bætir við: „Næst ræddi ég við Jónas og spurði hann hvort hann væri til í að gera það sama. Hann þyrfti ekki nema að semja við Valdimar í Málningu sambærilega og ég við Kristinn og þá værum við búnir að fjármagna 63%.“ Sem varð raunin og næstu árin eða allt þar til 2003, áttu Óli og Jónas Íslensku auglýsingastofuna til helminga . „Um aldamótin skrifuðum við reyndar undir 300 milljóna króna samning um að OZ sem þá var og hét, myndi kaupa stofuna,“ segir Óli og bætir við: „Og ég verð að viðurkenna að það var fyrst þá sem maður áttaði sig á því að í þessu gætu verið stórir peningar. Því 300 milljónir voru miklir peningar þá.“ Hugmynd OZ var að reyna að komast inn í markaðsmálin hjá þeim stóru erlendu fjarskiptafyrirtækjum sem fyrirtækið var þá að semja við. „Samningurinn var háður því skilyrði að OZ myndi greiða okkur fyrir áramót því þeir áttu von á stórri greiðslu erlendis frá fyrir þann tíma.“ Þegar á reyndi, hættu Óli og Jónas við. „Þegar kom í ljós að OZ gat ekki staðið við að greiða fyrir jólin, hættum við Jónas við. Mánuðirnir sem liðu þarna á milli höfðu einfaldlega leitt til þess að við skiptum um skoðun.“ Árið 2005 gerðu þeir svo samning við arftakana Atla Frey Sveinsson og Hjalta Jónsson um að kaupa fyrirtækið. Við bjuggum til helvíti gott hvatakerfi sem var þannig að umfram ákveðinn arð, sem okkur fannst hæfilegt miðað við reksturinn eins og við þekktum hann þá, myndu þeir fá arðgreiðslurnar sem nýir hluthafar. Þann arð yrðu þeir hins vegar að nýta til að greiða okkur fyrir kaupin.“ Sem gekk eftir, því eignarhlutinn höfðu þeir meira og minna greitt upp árið 2007. Enda svo sem allt á þvílíku flugi í þjóðfélaginu þá. „Við höfðum starfað fyrir Landsbankann um árabil. En ég get alveg sagt þér að upphæðirnar sem við sáum frá bankanum fyrir hrun voru upphæðir sem ekkert okkar hafði séð áður. Svo háar voru þær,“ segir Óli og bætir við: „Skilaboðin frá bankanum voru einfaldlega: Kostnaðurinn skiptir engu máli. Við sáum það ágætlega inn á reikningunum okkar!“ Eftir hrun tók við annað tímabil. „Við komumst þó ágætlega út úr þessu miðað við marga. Allir tóku á sig launalækkun og allt það. Ég var hins vegar fljótlega orðin lélegur starfsmaður og alltaf minna og minna við,“ segir Óli og brosir. „Það sem ég á við er að ég vann frekar hratt af því að koma mínum viðskiptavinum af mér og til nýrra eigenda en vann svo sem áfram við textagerð, enda góður í því.“ Ólafur var um tíma fulltrúi Íslands í Samtökum Evrópskra auglýsingastofa og kynntist mörgum kollegum sínum í London og víðar, þegar hann starfaði á Íslensku auglýsingastofuna. Þegar að því kom að flytja til útlanda var það hins vegar vegna starfa eiginkonunnar en ekki hans, en Erla stýrir vörusviði í fimmþúsund manna hugbúnaðarfyrirtæki í fjártækni í Bretlandi. Kaflaskil: Útlönd og ný ævintýri Árið 2014 hætti Óli og hann og Erla eiginkona hans, fluttu til London. „Frekar skondið að mig hafði oft dreymt um að flytja til útlanda. Til dæmis til London þar sem ég hafði unnið með svolítið af auglýsingastofum og kynnst kollegum. Þegar við síðan fluttum út, var það ekki á mínum forsendum heldur því að Erlu var boðið gott starf í London.“ Tækifærin hafa bankað uppá hjá Erlu og valdið því að hjónin hafa flust milli landa. Í fjártækni, ráðgjöf og nú síðast 5000 manna hugbúnaðarfyrirtæki þar sem Erla stýrir vörusviði. Í Amsterdam voru þau í þrjú ár: „Þar verður maður sjálfkrafa umhverfissinni. Hér í Englandi gengur hins vegar allt út á að rækta garðinn sinn og hugsa vel um nærumhverfið sitt. Dubai er síðan bara kapítuli út af fyrir sig en það voru mjög áhugaverðir mánuðir líka.“ Vegna Covid, varð dvölin í Dubai styttri en áætlað var og bjuggu hjónin því um tíma á Íslandi. Þar sem Erla starfaði í fjarvinnu til London en Óli tók upp á að gera upp hús í Borganesi. Óli er líka ástríðukokkur. Hefur meira að segja gefið út eina matreiðslubók. „Hún heitir Á að giska,“ segir Óli en útskýrir að útgáfan hafi reyndar verið jólagjöf fyrir börnin. Ólafur segist aldrei leiðast að hafa ofan af fyrir sjálfum sér. Honum finnist þó mikilvægt að opna betur fyrir þá umræðu að reynslan hafi vægi. „Friðrik vinur minn var að hjálpa Hoobla og ég skráði mig þar inn. En hef tekið eftir því að þótt ég svari auglýsingum sem séu nánast eins og skrifaðar fyrir mig, þá fæ ég engin svör,“ segir Óli og skýrir út hvernig hugmyndin að verkefninu Framtíðin á sér fortíð kom til. „Allt í einu er ég orðin svo gamall að ég er orðin of gamall fyrir verkefni. Sem þó er dæmi sem gengur ekkert upp. Því á sama tíma og fólk er að eldast, er barneignum alls staðar að fækka og nú stækkar sífellt í þeim hópi fólks sem velur að hætta að vinna á aldrinum 55-65 ára,“ segir Óli og bætir við: Þannig að ég fór að hugsa: Hvers virði er reynslan? Hvers virði er ég? Það er fullt af fólki á mínum aldri og eldra sem er alveg til í að miðla af sinni reynslu og staðreyndin er einfaldlega sú að þessi reynsla er mjög dýrmæt. Því hún er hvorki kennd í skólanum né leyst með gervigreind.“ Á þriðjudaginn kemur stendur Framtíðin á sér fortíð fyrir fundi með Mannauði, samtökum mannauðsfólks á Íslandi, sem ber yfirskriftina Er reynsla vannýtt auðlind og er hægt að miðla henni betur á milli kynslóða? Fundarstjóri verður Margrét Kristmannsdóttir en frummælendur eru Margrét Guðmundsdóttir, Óskar Magnússon, Sverrir Briem og Ögmundur Jónasson. Fundurinn er haldinn í húsakynnum Arion og nánar má sjá um hann hér. „Við erum nú þegar komin með fullt af nöfnum í þennan hóp og það eiga enn eftir að bætast við fullt af nöfnum. Mín sýn er sú að í þennan hóp muni á endanum safnast bæði þekktir og óþekktir sérfræðingar og reynsluboltar af öllum sviðum, sem er ekki enn að vinna formlega en eru tilbúnir til að miðla af sinni reynslu,“ segir Óli og augljóst er að honum er heitt í hamsi. „Við þurfum að gefa reynslunni meira vægi. Ef við náum að miðla betur á milli kynslóða, er svo margt sem fólk sem getur forðað sér frá að brenna sig á ýmsu. Þótt auðvitað þurfi allir að taka út sinn þroska og allt það.“ Sem dæmi tekur Óli auglýsingageirann. „Landslagið fjölmiðla í dag er gjörbreytt, ekki síst með tilkomu samfélagsmiðlana. Nú eru allir með símann alltaf og dreifileiðirnar margar. Sá sem kann samt best á dreifleiðirnar er þó ekkert endilega sá sami og veit best, að góð auglýsing snýst um að koma skýrum skilaboðum á framfæri og byggja upp ímynd. Góð auglýsing er hluti af því sem innistæða um góða þjónustu eða vöru þarf að vera fyrir. Með góðri auglýsingu ertu á endanum að skapa traust. Það hvernig þú gerir það er allt annað en það hvernig þú ákveður dreifileiðirnar.“ Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01 „Strákarnir í MR sögðu oft að þeir þyrftu að frelsa okkur úr þessu fangelsi“ Það er ekki hægt að ímynda sér hversu margir hafa fundið draumastarfið sitt með aðstoð Katrínar S. Óladóttur. Sem einfaldlega allir þekkja ef svo má segja. Að minnsta kosti innan atvinnulífsins. 10. september 2023 08:00 „Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00 Steinhissa þegar Halla Bondó svarar enn í símann „Þetta voru allt aðrir tímar og helst fyrirmenn sem fengu kreditkort. Og nánast engar konur því á þessum tíma voru það karlarnir sem voru skráðir fasteignaeigendurnir og þar með höfðu eiginkonurnar ekkert á bakvið sig,“ segir Halla Guðrún Jónsdóttir hjá SaltPay þegar hún rifjar upp fyrstu árin eftir að kreditkort voru kynnt til sögunnar á Íslandi. 5. júní 2022 09:01 „Það var við múrinn sem hugmyndin vaknaði“ Lífshlaup og starfsferill Sigríðar Snævarr sendiherra hljómar eflaust eins og eitt stórt ævintýri fyrir marga. Ráðherrar, forsetar, njósnir, ísjaki til Parísar, Páfastóll í Róm, núvitund og nýsköpun, Harvard, Björn í ABBA og svo mætti lengi telja. Fyrir þann sem hefur auga fyrir ævintýrum og segir sögu sína út frá þeim, er hvert ævintýrið á fætur öðru í sögu sem þó er hvergi nærri lokið. 31. janúar 2021 08:00 Mest lesið Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira
„Eða Framtíðin á sér fortíð,“ nefnir hann sem annað dæmi. Tilvísun í verkefni sem honum er mjög hugleikið þessa dagana. Þar sem eldri reynsluboltar úr íslensku atvinnulífi vilja miðla af reynslu sinni: Með heimsóknum til fyrirtækja, stofnana í skóla og félagasamtök. Ólaf Inga þekkja margir úr auglýsingabransanum. Enda löngum þekktur þar, nánast frá frumkvöðlaárum þess bransa. Margir kenna Ólaf Inga enn við Íslensku auglýsingastofuna, sem var ein sú stærsta á Íslandi um langt árabil. Um tíma var Ólafur líka formaður SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa og eins um tíma fulltrúi Íslands í Samtökum Evrópskra auglýsingastofa. „Þetta er reyndar enn svo ung grein að þegar ég var að byrja, voru allir gömlu karlarnir um fertugt,“ segir Ólafur og hlær. Enn aðrir tengja Ólaf helst við golfið. Ástríðuáhugamál númer eitt en Ólafur er fyrrum formaður Nesklúbbsins. Síðustu ellefu árin hefur Óli, eins og hann er kallaður af flestum, búið erlendis: í London, Amsterdam og Dubai. „Ég er kostuð eiginkona,“ segir Óli og hlær. Í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni, ætlum við að kynnast Óla betur og rifja upp nokkur gullaldarár úr auglýsingageiranum. Síðustu ellefu árin hefur Ólafur búið erlendis: Í London, Amsterdam og Dubai. Ólafur hefur samt sett saman hópinn Framtíðin á sér fortíð, þar sem gamlir reynsluboltar úr íslensku atvinnulífi vilja miðla af reynslu sinni og heimsækja fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök. Að skilja húmorinn… Það þarf aðeins að skilja húmorinn hjá Óla. Því stundum getur hann hljómað kaldhæðnislega og jafnvel hrokafullur fyrir fólk sem ekki þekkir til. Til dæmis þetta með að vera „kostuð eiginkona.“ Sem Óli er að þýða frá enskunni „sponsored spouse,“ sem þýðir maki en ekki eiginkona. „Já ég veit það alveg,“ segir Óli og hlær. „Ég hef bara svo gaman að því að þýða þetta frekar svona þegar ég er að tala við Íslendinga.“ Því lengra nær þetta ekki. Enda kemur Óli að því í spjalli að ef eitthvað hefði mátt vera öðruvísi í íslenska auglýsingageiranum fyrr, þá hefði það verið að greiða fleiri konum hraðar framgöngu í geiranum og tryggja þannig fjölbreytnina. En við skulum byrja á byrjuninni…. Óli er fæddur árið 1956 í Borgarnesi. Ólafur eignaðist þrjú börn með fyrri eiginkonu sinni, en þau eru: María (f.1982), Sólveig (f.1989) og Bragi Þór (f.1993). Seinni kona Óla heitir Erla Ýr Kristjánsdóttir og í dag eru barnabörnin orðin sex. Óli var þriðji yngsti af tíu systkinahópi. „Enda var mamma ekki að vinna úti. Ég get alveg lofað þér því.“ Efst fv: Skírnarmynd af Ólafi en hann var þriðji yngsti af tíu systkinum og á efri mynd til hægri má sjá æskuheimilið hans í Borganesi. Á neðri mynd er Ólafur með börnunum sínum þremur og th. er mynd úr brúðkaupi hans og Erlu. Átta systkinanna eru enn á lífi en foreldrar Óla voru Guðbjörg Ásmundsdóttir innfæddur Borgnesingur og Ólafur Þórðarson mjólkurfræðingur úr Hafnarfirði. „Maður ólst þarna upp í miðpunkti kunnáttuleysisins í skíðaíþróttum til dæmis,“ segir Óli þegar hann rifjar upp æskuárin. Þar sem allt gekk út á körfubolta enda kunnu menn ekkert annað í Borganesi þá eins og hann orðar það. „Í mörg sumur var ég í sveit á Flúðum því þangað giftist elsta systir mín. Þar var maður farinn að keyra bíl og traktor tíu ára og þegar það þurfti að sækja mjólkina eins og var þá, skutlaðist maður í það á bílnum!“ segir Óli og bætir við nokkrum vangaveltum um hvort samfélagið sé að ganga of langt í að of vernda börn í dag miðað við það sem áður var. „Mágur minn var sæðingamaður og ég fór því með honum á hvern einasta bæ í Hrunamannahreppi, Gnúpverjahreppi og Biskupstungum. Þess á milli afgreiddi maður karlana þegar þeir tóku bensín. Þar þurfti maður að kunna öll nöfnin þannig að maður gæti heilsað og talað við alla en líka vegna þess að í þá daga voru öll viðskipti handskrifuð niður á blað.“ Óli fór í Menntaskólann í Hamrahlíð en tók lítið þátt í lífinu þar. Nei ég eiginlega bara missti af menntaskólaárunum. Var ofboðslega feiminn og óframfærinn og hef alla tíð verið mjög mikill sveitamaður í mér. Svo feiminn var ég reyndar að ég nánast frekar borðaði nestið mitt í fatahenginu en í mötuneytinu. Í MH var ekki bekkjarkerfi þannig að maður kannaðist við marga en þekkti engan.“ Þessi óframfæri sveitastrákur virtist þó stundum skipta um ham á heimahögunum því að þar spilaði hann í hljómsveit sem gerði út á sveitaböllin tvö sumur. „Það gaf reyndar helvíti vel af sér,“ segir hann en bætir þó við að sviðsframkoman og frægðin hafi svo sem ekki verið mikil. „Ég var fjarri því að vera eitthvað aðal í hljómsveitinni, var bara lélegur hljómborðsleikari en hafði líka það hlutverk að vera bílstjóri því ég lærði nú ekki að drekka fyrr en töluvert síðar.“ Snemma var Óli kominn á fast. Því barnsmóðirin, Ingibjörg Bragadóttir og Óli byrjuðu saman aðeins 15-16 ára gömul. „Þá hætti maður öllu. Það er svo mikil vinna að eiga kærustu,“ segir Óli. Meðal annars til skýringar á því hvers vegna hann hætti í körfubolta og fleira þegar þetta var. „Þótt ég sé svona mikill sveitamaður og hafi verið svona feiminn, þá verð ég alveg líka að viðurkenna það að ég hef lítið gaman af partíi nema ég sé ,,aðal.“ Svo mikill aðal vill ég vera að oft þurfa ekki nema fimm manns að koma saman til þess að mér finnist ég þurfa að halda ræðu eða lesa ljóð.“ Í menntaskóla var Ólafur svo feiminn að hann nánast valdi að borða nestið sitt í fatahenginu frekar en í mötuneytinu. Um tvítugt var hann farinn að kenna og eftir íslenskunám í HÍ réði hann sig í textagerð hjá auglýsingastofu. Um tvítugt í kennslu Það er stutt í húmorinn í allri frásögn Óla. Sem meðal annars lýsir því að þegar hann fór í íslensku í Háskóla Íslands, hafi það eiginlega verið Eiríkur Rögnvaldsson samnemandi hans sem þá kenndi þeim hinum. „Ég fór í íslensku því að íslenskukennararnir í MH voru svo skemmtilegir. Heimir Pálsson reið til dæmis um stofuna á kennaraprikinu og svo var sá stórfrægi Jón Böðvarsson sem fyllti Háskólabíó síðar óteljandi sinnu til að kenna fólki um Njálu“ nefnir Óli sem dæmi. Áður en Óli byrjaði í háskólanum, starfaði hann sem kennari í Borganesi og kenndi þá sex ára börnum. „Ég hitti stundum þessa krakka sem ég var að kenna. Sem segja mér að þeim fannst ég óskaplega gamall. Ég var 19 ára!“ segir Óli og hlær. Sem skýrist af því að hann kláraði stúdentinn á þremur árum en ekki fjórum. „Svo broslegt stundum þetta tal um styttingu framhaldsskólanámsins. Því það hefur verið hægt að klára stúdentinn á þremur árum að minnsta kosti frá því að ég útskrifaðist 1975.“ Í háskólanum kynntist Óli Aðalsteini Eiríkssyni sem þá var aðstoðarskólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík, en í námsleyfi. „Aðalsteinn fékk mig til að taka að mér kennslu í Kvennó og þar kenndi ég mörgum mjög klárum og flottum stelpum,“ segir Óli og nefnir til dæmis Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, Valgerði hjá SÁÁ eða Eddu Rós Karlsdóttur. Svo skemmtilega vill til að nokkrum áratugum síðar, tengdist Óli aftur Háskóla Íslands. „Ég var að hjálpa Kristínu vinkonu minni við framboðið hennar til rektors og hét á hana að ef hún yrði rektor, myndi ég vera í fyrsta útskriftarhópnum hennar.“ Sem Óli stóð við því árið 2005 kláraði hann loks BA ritgerðina sína og var þar með í fyrsta útskriftarhópnum sem Kristín Ingólfsdóttir þáverandi rektor HÍ útskrifaði. Þótt eflaust tengi Ólaf flestir við golfið eða auglýsingageirann finnst honum ekkert síður gaman að gera upp hús. Sem hann meðal annars gerði í Covid, þegar Erla þurfti næði fyrir fjarvinnu og Zoomfundi til London. Auglýsingabransinn í barnskónum Óli byrjaði í auglýsingabransanum árið 1980 og þótt margir kenni hann enn við Íslensku auglýsingastofuna, var heilmikil saga sem átti sér stað áður en hún varð til. „Ég réði mig sem textagerðarmann hjá Óla Stef, sem var mikill frumkvöðull í geiranum á þessum tíma, búinn að læra pr-mál og auglýsingafræði í Bandaríkjunum.“ Sem ekki margir höfðu þekkingu á þá. „Á þessum tíma voru engar tölvur. Auglýsingahönnun var því mjög mikil handavinna. Þetta var í rauninni handverk og margir af þeim sem maður vann með á upphafsárunum einfaldlega miklir listamenn.“ Enn fleiri nöfn eru talin upp þegar þessi tími er rifjaður upp. Menn eins og Halldór Guðmundsson, síðar kenndur við Hvíta húsið, Hilmar Sigurðsson í Argus, Bjarni Grímsson sem rak Almennu og Kristín Þorkelsdóttir, síðar kennd við AUK. Allt nöfn sem þeir eldri í auglýsingabransanum muna vel eftir. Og jafnvel þeir eldri í íslensku viðskiptalífi yfir höfuð því eins og þetta var þá, var auglýsingamennskan svolítið öðruvísi. Í mörg ár var maður ekki bara í sambandi við markaðsstjóra eða millistjórnendur fyrirtækja. Þetta voru alltaf forstjórarnir sjálfir. Þegar maður fór á fund, segjum til dæmis í Toyota, þá hitti ég kannski fyrir þar fjármálastjórann, sölustjórann og forstjórann. Forstjórinn var eiginlega alltaf.“ Skrifstofa ÓSA, eins og auglýsingastofa Óla Stef hét, var staðsett í Valhöll. „Þegar húsnæðið var sprungið stofnaði Óli aðra auglýsingastofu sem hét Gott fólk,“ segir Óli. „Ég varð framkvæmdastjóri og Kristján Friðriksson var aðalhönnuðurinn. Okkur gekk svakalega vel, vorum með marga flotta viðskiptavini og það var alltaf eitthvað hjá okkur sem vakti þvílíka athygli,“ segir Óli og ekki laust við að nú sjáist glampi í augunum. „Samfélagið var auðvitað allt annað þá. Því ekki þurfti annað en að birta heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu og auglýsingu eftir fréttir hjá RÚV og þar með var gulltryggt að öll þjóðin vissi hvað var í gangi.“ Lengi vel var það þannig að Ingólfur Guðbrandsson, sem þá var kenndur við Útsýn ferðaskrifstofu, átti alltaf blaðsíðu 3 á sunnudögum í Mogganum. „Ingólfur einfaldlega keypti blaðsíðu 3 allt árið.“ Á þessum tíma var tækniumhverfið allt annað í greininni. „Texti var skrifaður og merktur út fyrir prent. Ein stafsetningavilla þýddi að kópíuna þurfti að senda til baka frá prentsmiðjunni með leigubíl, eða skera í burtu stafsetningavilluna og fylla út með einhverju nýju,“ segir Óli og bætir við: „Þetta er bara svo ung grein. Ekki aðeins tæknilega séð, heldur líka sem fag. Það til dæmis var ekki fyrr en um aldamótin síðustu sem fyrsti starfsmaður á auglýsingastofu fór á eftirlaun. Það var kona sem vann um árabil á Íslensku en þetta er gott dæmi um, hversu ung auglýsingagreinin er á Íslandi.“ Svo ung á Íslandi er auglýsingagreinin að þegar Ólafur byrjaði að starfa hjá Óla Stef árið 1980, voru allir gömlu karlarnir í bransanum um fertugt! Ólafur segir mikilvægt að miðla reynslu á milli kynslóða. Það sé til dæmis ekki endilega rétt að sá sem viti mest um stafrænar dreifileiðir sé einnig sá sem viti best um hvað góð auglýsing gengur út á. Úr Valhöll á næstu stofu Þegar allt var á blússandi ferð og flugi í Góðu fólki, var Óli líka að koma undir sig fótunum sem ungur fjölskyldumaður. „Verðbólgan fór í 130% árið 1983,“ nefnir Óli sem dæmi um hversu íþyngjandi fjárhagurinn gat verið fyrir ungt fjölskyldufólk sem var að kaupa sínu fyrstu íbúð. Eins og Óli gerði á þessum tíma. „Það gekk svo vel að ég og Kristján vorum farnir að tala svolítið um hvort Óli myndi kannski láta okkur fá einhvern hluta í fyrirtækinu. Til dæmis að ég myndi fá 10% og hann 5%.“ Loks virtist tækifærið opnast. „Óli kallaði okkur á fund niður í Valhöll og ég man að á leiðinni ræddum við Kristján um hvort nú væri komið að því að karlinn ætlaði að bjóða okkur eignarhlut.“ En annað var raunin. Því Óli og Kristján voru reknir. Hann afhenti okkur ávísanir fyrir þriggja mánaða uppsagnarfrest, áætlaða yfirvinnu og orlof og allt en við ættum að skila lyklunum og þar við sat.“ Var þetta ekki svolítið sjokk? ,,Jú auðvitað,“ segir Óli og bætir við: „Ég tók strax eftir því hvað hann var stressaður. Sem var undarlegt því Óli var aldrei stressaður. Sjálfur fór ég bara að hlæja þegar hann tilkynnti okkur um starfslokin. Svona taugaveiklunarhlátri og spurði: Hvaða vitleysa er þetta?“ Kristján brást hins vegar reiður við og í uppnámi keyrðu félagarnir af fundi og til Kristins Björnssonar heitins, síðar kenndur við Skeljung en þáverandi forstjóri Nóa Síríus. Kristinn var góður félagi Óla, enda viðskiptavinur til margra ára. „Hann stakk upp á að við myndum stofna nýja auglýsingastofu og hann myndi koma með viðskiptin til okkar.“ Úr varð auglýsingastofan Svona gerum við, stofnuð 1985. „Var ég bölvaður þrjótur að gera þetta? Ég veit það ekki,“ segir Óli nokkuð hugsi á svipinn. Hvað áttu við? „Nei ég meina: Óli Stef var maðurinn sem hafði kennt mér allt sem ég kunni og við áttum alltaf mjög gott samband. Líka eftir þetta. En þetta gerðum við. Um leið og starfsfólkið á Góðu fólki gat sagt sig frá sínum störfum, fylgdi það síðan með. Og næstum allir viðskiptavinirnir. Sjóvá, Skeljungur, Nói Síríus og svo framvegis. Maður hefur stundum velt þessu fyrir sér svona í seinni tíð…“ Í dag eru barnabörn Ólafs sex og hér má sjá myndir af honum með hluta þeirra. Ólafur segir mikilvægt að miðla vel á milli kynslóða, gefa þurfi reynslu meira vægi en gert er í dag. Reynslan kenni það sem ekki fæst lært í skóla eða með gervigreind. Íslenska fæðist Óli segir Svona gerum við hafa verið heitustu stofuna í bransanum á þessum tíma. Landsbankinn kom í viðskipti á 100 ára afmæli sínu en árið 1987 dró aftur til tíðinda. „Við vorum mjög góðir í að gera auglýsingar. Ég er til dæmis asskoti góður textamaður svo ég segi sjálfur frá. Kristján er síðan afburða listamaður sem kann að gera rosalega flotta hluti. Óháð því hvort þeir eru síðan að borga sig eða ekki,“ segir Óli og brosir. Fleiri stjörnunöfn úr geiranum eru nefnd: Hilmar Sigurðsson, Gunnar Karlsson, Stefán Snær, Halla Helgadóttir og svo mætti lengi telja. Eins og margir muna, voru auglýsinga- og blaðamannahátíðirnar í den vægast sagt stórkostlegir viðburðir. „Svona eins og Eddan er í dag fyrir sjónvarp og kvikmyndir,“ segir Óli. Um árabil þekktist það vel að forsvarsmönnum auglýsingastofa var almennt boðið allt. Það var varla bíómynd frumsýnd án þess að manni væri boðið og ég get líka sagt að þegar ég var að vinna fyrir Óla Stef í gamla daga, þá var hann alltaf með happy hour á fimmtudögum en ekki föstudögum. Enda úr nægu að velja á föstudögum!“ Eitt kvöldið er Óli staddur á auglýsingahátíð í Broadway Óla Laufdals, sem þá var í Mjódd. „Þar hitti ég Jónas Ólafsson sem þá starfaði á auglýsingastofunni Octavo sem Jón Karlsson átti, en Jón var tengdasonur Valdimars Jóhannssonar í Iðunni,“ segir Óli. Það skrýtna við samtalið við Jónas var að eftir um tvær mínútur, sagði Jónas Óla hvað hann væri með í laun. „Sem voru miklu hærri laun en ég þekkti!“ Seinna meir dró Óli þá ályktun að þetta hafi verið með ráðum gert. Hugmyndin var þá þegar að tengja stofurnar saman. „Sem var auðvitað mjög gott því þarna sameinuðust annars vegar góðir peningamenn en hins vegar góðir hugmyndamenn.“ Íslenska auglýsingastofan varð síðan formlega til árið 1988. „Það sem Jón gerði og þótti nýstárlegt þá var að ráða viðskiptafræðinga til starfa.“ Enn á ný eru nokkur nöfn nefnd; Magnús Kristjánsson, Oddný Guðmundsdóttir og Ásta Maack. „Hugmyndin var að auglýsingastofan yrði markaðsþenkjandi fyrirtæki, eitthvað sem merkilegt nokk var svolítið nýtt í geiranum enn þá.“ Tölvurnar breyttu þó ýmsu. „Ég hef samt alltaf sagt með alla tækni: Þótt tölvan geri fólki kleift að búa til auglýsingar, er ekki þar með sagt að fólk hafi eitthvað vit á auglýsingum.“ Ólafur er ástríðukokkur og að sögn asskoti góður textasmiður. Ólafur hefur gefið út eina matreiðslubók en hún heitir Á að giska. Bókina gaf hann börnunum sínum í jólagjöf. Babb í bátinn eða hvað? Eignarhlutur Jóns Karlssonar var 63% í stofunni, Óli átti 17% og Jónas Ólafsson 20% því bræðurnir Kristján og Friðrik seldu sinn hlut frekar snemma. „Jón býður mér síðan í tveggja klukkustunda bíltúr og tilkynnir mér að hann sé búinn að gera samkomulagi við fimm starfsmenn um kaup á eignarhlutnum hans. Og að hann hafi sagt þeim að ég væri þegar búin að samþykkja það,“ segir Óli en bætir við: „Sem ég var alls ekki samþykkur og sagði honum að ég sæi ekki fyrir mér svona dreift eignarhald.“ Aftur fer Óli á fund til Kristins Björnssonar, sem þá var orðinn forstjóri Skeljungs. ,,Hann segir strax á þeim fundi að hann skuli bara lána mér fyrir því sem þurfi til að ég geti keypt þennan eignarhlut. Lánið yrði í formi óunninna verkefna,“ segir Óli og bætir við: „Næst ræddi ég við Jónas og spurði hann hvort hann væri til í að gera það sama. Hann þyrfti ekki nema að semja við Valdimar í Málningu sambærilega og ég við Kristinn og þá værum við búnir að fjármagna 63%.“ Sem varð raunin og næstu árin eða allt þar til 2003, áttu Óli og Jónas Íslensku auglýsingastofuna til helminga . „Um aldamótin skrifuðum við reyndar undir 300 milljóna króna samning um að OZ sem þá var og hét, myndi kaupa stofuna,“ segir Óli og bætir við: „Og ég verð að viðurkenna að það var fyrst þá sem maður áttaði sig á því að í þessu gætu verið stórir peningar. Því 300 milljónir voru miklir peningar þá.“ Hugmynd OZ var að reyna að komast inn í markaðsmálin hjá þeim stóru erlendu fjarskiptafyrirtækjum sem fyrirtækið var þá að semja við. „Samningurinn var háður því skilyrði að OZ myndi greiða okkur fyrir áramót því þeir áttu von á stórri greiðslu erlendis frá fyrir þann tíma.“ Þegar á reyndi, hættu Óli og Jónas við. „Þegar kom í ljós að OZ gat ekki staðið við að greiða fyrir jólin, hættum við Jónas við. Mánuðirnir sem liðu þarna á milli höfðu einfaldlega leitt til þess að við skiptum um skoðun.“ Árið 2005 gerðu þeir svo samning við arftakana Atla Frey Sveinsson og Hjalta Jónsson um að kaupa fyrirtækið. Við bjuggum til helvíti gott hvatakerfi sem var þannig að umfram ákveðinn arð, sem okkur fannst hæfilegt miðað við reksturinn eins og við þekktum hann þá, myndu þeir fá arðgreiðslurnar sem nýir hluthafar. Þann arð yrðu þeir hins vegar að nýta til að greiða okkur fyrir kaupin.“ Sem gekk eftir, því eignarhlutinn höfðu þeir meira og minna greitt upp árið 2007. Enda svo sem allt á þvílíku flugi í þjóðfélaginu þá. „Við höfðum starfað fyrir Landsbankann um árabil. En ég get alveg sagt þér að upphæðirnar sem við sáum frá bankanum fyrir hrun voru upphæðir sem ekkert okkar hafði séð áður. Svo háar voru þær,“ segir Óli og bætir við: „Skilaboðin frá bankanum voru einfaldlega: Kostnaðurinn skiptir engu máli. Við sáum það ágætlega inn á reikningunum okkar!“ Eftir hrun tók við annað tímabil. „Við komumst þó ágætlega út úr þessu miðað við marga. Allir tóku á sig launalækkun og allt það. Ég var hins vegar fljótlega orðin lélegur starfsmaður og alltaf minna og minna við,“ segir Óli og brosir. „Það sem ég á við er að ég vann frekar hratt af því að koma mínum viðskiptavinum af mér og til nýrra eigenda en vann svo sem áfram við textagerð, enda góður í því.“ Ólafur var um tíma fulltrúi Íslands í Samtökum Evrópskra auglýsingastofa og kynntist mörgum kollegum sínum í London og víðar, þegar hann starfaði á Íslensku auglýsingastofuna. Þegar að því kom að flytja til útlanda var það hins vegar vegna starfa eiginkonunnar en ekki hans, en Erla stýrir vörusviði í fimmþúsund manna hugbúnaðarfyrirtæki í fjártækni í Bretlandi. Kaflaskil: Útlönd og ný ævintýri Árið 2014 hætti Óli og hann og Erla eiginkona hans, fluttu til London. „Frekar skondið að mig hafði oft dreymt um að flytja til útlanda. Til dæmis til London þar sem ég hafði unnið með svolítið af auglýsingastofum og kynnst kollegum. Þegar við síðan fluttum út, var það ekki á mínum forsendum heldur því að Erlu var boðið gott starf í London.“ Tækifærin hafa bankað uppá hjá Erlu og valdið því að hjónin hafa flust milli landa. Í fjártækni, ráðgjöf og nú síðast 5000 manna hugbúnaðarfyrirtæki þar sem Erla stýrir vörusviði. Í Amsterdam voru þau í þrjú ár: „Þar verður maður sjálfkrafa umhverfissinni. Hér í Englandi gengur hins vegar allt út á að rækta garðinn sinn og hugsa vel um nærumhverfið sitt. Dubai er síðan bara kapítuli út af fyrir sig en það voru mjög áhugaverðir mánuðir líka.“ Vegna Covid, varð dvölin í Dubai styttri en áætlað var og bjuggu hjónin því um tíma á Íslandi. Þar sem Erla starfaði í fjarvinnu til London en Óli tók upp á að gera upp hús í Borganesi. Óli er líka ástríðukokkur. Hefur meira að segja gefið út eina matreiðslubók. „Hún heitir Á að giska,“ segir Óli en útskýrir að útgáfan hafi reyndar verið jólagjöf fyrir börnin. Ólafur segist aldrei leiðast að hafa ofan af fyrir sjálfum sér. Honum finnist þó mikilvægt að opna betur fyrir þá umræðu að reynslan hafi vægi. „Friðrik vinur minn var að hjálpa Hoobla og ég skráði mig þar inn. En hef tekið eftir því að þótt ég svari auglýsingum sem séu nánast eins og skrifaðar fyrir mig, þá fæ ég engin svör,“ segir Óli og skýrir út hvernig hugmyndin að verkefninu Framtíðin á sér fortíð kom til. „Allt í einu er ég orðin svo gamall að ég er orðin of gamall fyrir verkefni. Sem þó er dæmi sem gengur ekkert upp. Því á sama tíma og fólk er að eldast, er barneignum alls staðar að fækka og nú stækkar sífellt í þeim hópi fólks sem velur að hætta að vinna á aldrinum 55-65 ára,“ segir Óli og bætir við: Þannig að ég fór að hugsa: Hvers virði er reynslan? Hvers virði er ég? Það er fullt af fólki á mínum aldri og eldra sem er alveg til í að miðla af sinni reynslu og staðreyndin er einfaldlega sú að þessi reynsla er mjög dýrmæt. Því hún er hvorki kennd í skólanum né leyst með gervigreind.“ Á þriðjudaginn kemur stendur Framtíðin á sér fortíð fyrir fundi með Mannauði, samtökum mannauðsfólks á Íslandi, sem ber yfirskriftina Er reynsla vannýtt auðlind og er hægt að miðla henni betur á milli kynslóða? Fundarstjóri verður Margrét Kristmannsdóttir en frummælendur eru Margrét Guðmundsdóttir, Óskar Magnússon, Sverrir Briem og Ögmundur Jónasson. Fundurinn er haldinn í húsakynnum Arion og nánar má sjá um hann hér. „Við erum nú þegar komin með fullt af nöfnum í þennan hóp og það eiga enn eftir að bætast við fullt af nöfnum. Mín sýn er sú að í þennan hóp muni á endanum safnast bæði þekktir og óþekktir sérfræðingar og reynsluboltar af öllum sviðum, sem er ekki enn að vinna formlega en eru tilbúnir til að miðla af sinni reynslu,“ segir Óli og augljóst er að honum er heitt í hamsi. „Við þurfum að gefa reynslunni meira vægi. Ef við náum að miðla betur á milli kynslóða, er svo margt sem fólk sem getur forðað sér frá að brenna sig á ýmsu. Þótt auðvitað þurfi allir að taka út sinn þroska og allt það.“ Sem dæmi tekur Óli auglýsingageirann. „Landslagið fjölmiðla í dag er gjörbreytt, ekki síst með tilkomu samfélagsmiðlana. Nú eru allir með símann alltaf og dreifileiðirnar margar. Sá sem kann samt best á dreifleiðirnar er þó ekkert endilega sá sami og veit best, að góð auglýsing snýst um að koma skýrum skilaboðum á framfæri og byggja upp ímynd. Góð auglýsing er hluti af því sem innistæða um góða þjónustu eða vöru þarf að vera fyrir. Með góðri auglýsingu ertu á endanum að skapa traust. Það hvernig þú gerir það er allt annað en það hvernig þú ákveður dreifileiðirnar.“
Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01 „Strákarnir í MR sögðu oft að þeir þyrftu að frelsa okkur úr þessu fangelsi“ Það er ekki hægt að ímynda sér hversu margir hafa fundið draumastarfið sitt með aðstoð Katrínar S. Óladóttur. Sem einfaldlega allir þekkja ef svo má segja. Að minnsta kosti innan atvinnulífsins. 10. september 2023 08:00 „Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00 Steinhissa þegar Halla Bondó svarar enn í símann „Þetta voru allt aðrir tímar og helst fyrirmenn sem fengu kreditkort. Og nánast engar konur því á þessum tíma voru það karlarnir sem voru skráðir fasteignaeigendurnir og þar með höfðu eiginkonurnar ekkert á bakvið sig,“ segir Halla Guðrún Jónsdóttir hjá SaltPay þegar hún rifjar upp fyrstu árin eftir að kreditkort voru kynnt til sögunnar á Íslandi. 5. júní 2022 09:01 „Það var við múrinn sem hugmyndin vaknaði“ Lífshlaup og starfsferill Sigríðar Snævarr sendiherra hljómar eflaust eins og eitt stórt ævintýri fyrir marga. Ráðherrar, forsetar, njósnir, ísjaki til Parísar, Páfastóll í Róm, núvitund og nýsköpun, Harvard, Björn í ABBA og svo mætti lengi telja. Fyrir þann sem hefur auga fyrir ævintýrum og segir sögu sína út frá þeim, er hvert ævintýrið á fætur öðru í sögu sem þó er hvergi nærri lokið. 31. janúar 2021 08:00 Mest lesið Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira
Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01
„Strákarnir í MR sögðu oft að þeir þyrftu að frelsa okkur úr þessu fangelsi“ Það er ekki hægt að ímynda sér hversu margir hafa fundið draumastarfið sitt með aðstoð Katrínar S. Óladóttur. Sem einfaldlega allir þekkja ef svo má segja. Að minnsta kosti innan atvinnulífsins. 10. september 2023 08:00
„Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00
Steinhissa þegar Halla Bondó svarar enn í símann „Þetta voru allt aðrir tímar og helst fyrirmenn sem fengu kreditkort. Og nánast engar konur því á þessum tíma voru það karlarnir sem voru skráðir fasteignaeigendurnir og þar með höfðu eiginkonurnar ekkert á bakvið sig,“ segir Halla Guðrún Jónsdóttir hjá SaltPay þegar hún rifjar upp fyrstu árin eftir að kreditkort voru kynnt til sögunnar á Íslandi. 5. júní 2022 09:01
„Það var við múrinn sem hugmyndin vaknaði“ Lífshlaup og starfsferill Sigríðar Snævarr sendiherra hljómar eflaust eins og eitt stórt ævintýri fyrir marga. Ráðherrar, forsetar, njósnir, ísjaki til Parísar, Páfastóll í Róm, núvitund og nýsköpun, Harvard, Björn í ABBA og svo mætti lengi telja. Fyrir þann sem hefur auga fyrir ævintýrum og segir sögu sína út frá þeim, er hvert ævintýrið á fætur öðru í sögu sem þó er hvergi nærri lokið. 31. janúar 2021 08:00