Ólæsir ærslabelgir Karl Gauti Hjaltason skrifar 30. nóvember 2020 17:01 „Rúmlega helmingur landsmanna mun vera kvenfólk, tæplega helmingur landsmanna erum við menn“ Svona sungu Stuðmenn hér um árið. Þegar þeir sungu um menn er rétt að benda á að konur eru líka menn. Karlar eru tæplega helmingur þjóðarinnar og má með ýmsum rökum segja að staða þeirra, félagsleg, andleg og menntunarleg hafi farið síversnandi mörg undanfarin ár. Illa læsir drengir Þriðjungur drengja sem útskrifast úr grunnskóla getur ekki lesið sér til gagns. Í neðri stigum grunnskóla er hlutfallið allt að helmingur. Hermundur Sigmundsson er prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Reykjavík og við Háskólann í Þrándheimi í Noregi hefur bent á að hugsanlega sé verið að beita röngum aðferðum við lestrarkennslu. Hver svo sem skýringin er verður ekki við unað. Af hverju stafar brottfall? Brottfall ungra karla úr framhaldsskólum er mikið og sennilega er læsi eða skortur á læsi helsta skýringin. Tölurnar yfir nemendur í Háskóla Íslands eru sláandi en þar eru karlar einungis um 30% nemenda. Hlutfall drengja á aldrinum 10-15 ára sem nota ofvirknilyf hér á landi er 15%, samanborið við 5% í Noregi. Steininn tekur úr þegar tölur yfir vímuefnavanda, afbrot og sjálfsvíg eru skoðuð, þar eru ungir karlmenn í miklum meirihluta. Um langt skeið hefur umræða um hið unga karlkyn verið afar neikvæð. Getur verið að sú umræða hafi áhrif á unglingspilta sem eru að vaxa úr grasi? Þeir finni til vanmáttar og upplifi skömm með kyn sitt og hvatir. Séu óvissir um hlutverk sitt og stöðu? Taka þarf á öllum vanda Með þessu er ekki verið að segja að vandamál kvenna séu léttvægari. Þarfir drengja eru að mörgu leiti aðrar en stúlkna. Strákar þurfa meiri útrás fyrir hreyfi- og sköpunarþörf sína og þeir þurfa að fá tækifæri til að keppast og takast á. Getur verið að stefnubreyting hafi orðið í kennsluháttum eða uppeldi almennt undanfarin ár, drengjum í óhag? Kannski þurfum við að endurskoða samfélagið þegar kemur að uppeldi og kennslu þegar kemur að báðum kynjum. Nútíma samfélag hefur ef til vill þróast um of frá grunnþörfum barnanna og sérstaklega drengja. Ef svo er þarf að endurskoða kerfið, færa það til betra horfs. Leita þarf lausna til aukinnar virkni og menntunar ungra drengja og ungra karla, það mun skila arðbærara þjóðfélagi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Alþingiskosningar 2021 Íslenska á tækniöld Karl Gauti Hjaltason Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
„Rúmlega helmingur landsmanna mun vera kvenfólk, tæplega helmingur landsmanna erum við menn“ Svona sungu Stuðmenn hér um árið. Þegar þeir sungu um menn er rétt að benda á að konur eru líka menn. Karlar eru tæplega helmingur þjóðarinnar og má með ýmsum rökum segja að staða þeirra, félagsleg, andleg og menntunarleg hafi farið síversnandi mörg undanfarin ár. Illa læsir drengir Þriðjungur drengja sem útskrifast úr grunnskóla getur ekki lesið sér til gagns. Í neðri stigum grunnskóla er hlutfallið allt að helmingur. Hermundur Sigmundsson er prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Reykjavík og við Háskólann í Þrándheimi í Noregi hefur bent á að hugsanlega sé verið að beita röngum aðferðum við lestrarkennslu. Hver svo sem skýringin er verður ekki við unað. Af hverju stafar brottfall? Brottfall ungra karla úr framhaldsskólum er mikið og sennilega er læsi eða skortur á læsi helsta skýringin. Tölurnar yfir nemendur í Háskóla Íslands eru sláandi en þar eru karlar einungis um 30% nemenda. Hlutfall drengja á aldrinum 10-15 ára sem nota ofvirknilyf hér á landi er 15%, samanborið við 5% í Noregi. Steininn tekur úr þegar tölur yfir vímuefnavanda, afbrot og sjálfsvíg eru skoðuð, þar eru ungir karlmenn í miklum meirihluta. Um langt skeið hefur umræða um hið unga karlkyn verið afar neikvæð. Getur verið að sú umræða hafi áhrif á unglingspilta sem eru að vaxa úr grasi? Þeir finni til vanmáttar og upplifi skömm með kyn sitt og hvatir. Séu óvissir um hlutverk sitt og stöðu? Taka þarf á öllum vanda Með þessu er ekki verið að segja að vandamál kvenna séu léttvægari. Þarfir drengja eru að mörgu leiti aðrar en stúlkna. Strákar þurfa meiri útrás fyrir hreyfi- og sköpunarþörf sína og þeir þurfa að fá tækifæri til að keppast og takast á. Getur verið að stefnubreyting hafi orðið í kennsluháttum eða uppeldi almennt undanfarin ár, drengjum í óhag? Kannski þurfum við að endurskoða samfélagið þegar kemur að uppeldi og kennslu þegar kemur að báðum kynjum. Nútíma samfélag hefur ef til vill þróast um of frá grunnþörfum barnanna og sérstaklega drengja. Ef svo er þarf að endurskoða kerfið, færa það til betra horfs. Leita þarf lausna til aukinnar virkni og menntunar ungra drengja og ungra karla, það mun skila arðbærara þjóðfélagi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun