Ólæsir ærslabelgir Karl Gauti Hjaltason skrifar 30. nóvember 2020 17:01 „Rúmlega helmingur landsmanna mun vera kvenfólk, tæplega helmingur landsmanna erum við menn“ Svona sungu Stuðmenn hér um árið. Þegar þeir sungu um menn er rétt að benda á að konur eru líka menn. Karlar eru tæplega helmingur þjóðarinnar og má með ýmsum rökum segja að staða þeirra, félagsleg, andleg og menntunarleg hafi farið síversnandi mörg undanfarin ár. Illa læsir drengir Þriðjungur drengja sem útskrifast úr grunnskóla getur ekki lesið sér til gagns. Í neðri stigum grunnskóla er hlutfallið allt að helmingur. Hermundur Sigmundsson er prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Reykjavík og við Háskólann í Þrándheimi í Noregi hefur bent á að hugsanlega sé verið að beita röngum aðferðum við lestrarkennslu. Hver svo sem skýringin er verður ekki við unað. Af hverju stafar brottfall? Brottfall ungra karla úr framhaldsskólum er mikið og sennilega er læsi eða skortur á læsi helsta skýringin. Tölurnar yfir nemendur í Háskóla Íslands eru sláandi en þar eru karlar einungis um 30% nemenda. Hlutfall drengja á aldrinum 10-15 ára sem nota ofvirknilyf hér á landi er 15%, samanborið við 5% í Noregi. Steininn tekur úr þegar tölur yfir vímuefnavanda, afbrot og sjálfsvíg eru skoðuð, þar eru ungir karlmenn í miklum meirihluta. Um langt skeið hefur umræða um hið unga karlkyn verið afar neikvæð. Getur verið að sú umræða hafi áhrif á unglingspilta sem eru að vaxa úr grasi? Þeir finni til vanmáttar og upplifi skömm með kyn sitt og hvatir. Séu óvissir um hlutverk sitt og stöðu? Taka þarf á öllum vanda Með þessu er ekki verið að segja að vandamál kvenna séu léttvægari. Þarfir drengja eru að mörgu leiti aðrar en stúlkna. Strákar þurfa meiri útrás fyrir hreyfi- og sköpunarþörf sína og þeir þurfa að fá tækifæri til að keppast og takast á. Getur verið að stefnubreyting hafi orðið í kennsluháttum eða uppeldi almennt undanfarin ár, drengjum í óhag? Kannski þurfum við að endurskoða samfélagið þegar kemur að uppeldi og kennslu þegar kemur að báðum kynjum. Nútíma samfélag hefur ef til vill þróast um of frá grunnþörfum barnanna og sérstaklega drengja. Ef svo er þarf að endurskoða kerfið, færa það til betra horfs. Leita þarf lausna til aukinnar virkni og menntunar ungra drengja og ungra karla, það mun skila arðbærara þjóðfélagi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Alþingiskosningar 2021 Íslenska á tækniöld Karl Gauti Hjaltason Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
„Rúmlega helmingur landsmanna mun vera kvenfólk, tæplega helmingur landsmanna erum við menn“ Svona sungu Stuðmenn hér um árið. Þegar þeir sungu um menn er rétt að benda á að konur eru líka menn. Karlar eru tæplega helmingur þjóðarinnar og má með ýmsum rökum segja að staða þeirra, félagsleg, andleg og menntunarleg hafi farið síversnandi mörg undanfarin ár. Illa læsir drengir Þriðjungur drengja sem útskrifast úr grunnskóla getur ekki lesið sér til gagns. Í neðri stigum grunnskóla er hlutfallið allt að helmingur. Hermundur Sigmundsson er prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Reykjavík og við Háskólann í Þrándheimi í Noregi hefur bent á að hugsanlega sé verið að beita röngum aðferðum við lestrarkennslu. Hver svo sem skýringin er verður ekki við unað. Af hverju stafar brottfall? Brottfall ungra karla úr framhaldsskólum er mikið og sennilega er læsi eða skortur á læsi helsta skýringin. Tölurnar yfir nemendur í Háskóla Íslands eru sláandi en þar eru karlar einungis um 30% nemenda. Hlutfall drengja á aldrinum 10-15 ára sem nota ofvirknilyf hér á landi er 15%, samanborið við 5% í Noregi. Steininn tekur úr þegar tölur yfir vímuefnavanda, afbrot og sjálfsvíg eru skoðuð, þar eru ungir karlmenn í miklum meirihluta. Um langt skeið hefur umræða um hið unga karlkyn verið afar neikvæð. Getur verið að sú umræða hafi áhrif á unglingspilta sem eru að vaxa úr grasi? Þeir finni til vanmáttar og upplifi skömm með kyn sitt og hvatir. Séu óvissir um hlutverk sitt og stöðu? Taka þarf á öllum vanda Með þessu er ekki verið að segja að vandamál kvenna séu léttvægari. Þarfir drengja eru að mörgu leiti aðrar en stúlkna. Strákar þurfa meiri útrás fyrir hreyfi- og sköpunarþörf sína og þeir þurfa að fá tækifæri til að keppast og takast á. Getur verið að stefnubreyting hafi orðið í kennsluháttum eða uppeldi almennt undanfarin ár, drengjum í óhag? Kannski þurfum við að endurskoða samfélagið þegar kemur að uppeldi og kennslu þegar kemur að báðum kynjum. Nútíma samfélag hefur ef til vill þróast um of frá grunnþörfum barnanna og sérstaklega drengja. Ef svo er þarf að endurskoða kerfið, færa það til betra horfs. Leita þarf lausna til aukinnar virkni og menntunar ungra drengja og ungra karla, það mun skila arðbærara þjóðfélagi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun