Allir í fjarkennslu vegna smits í MR Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. september 2020 10:47 Nemendur við Menntaskólann í Reykjavík þurfa að vera í fjarnámi út þessa viku vegna smits sem fékkst staðfest hjá einum kennaranum á mánudagskvöld. Vísir/vilhelm Kennari við Menntaskólann í Reykjavík greindist með kórónuveiruna á mánudagskvöld. Þrjátíu sem útsettir þóttu fyrir smiti hafa verið sendir í sóttkví. Mbl.is greindi fyrst frá. „Við höfum verið mjög heppin. Það hefur ekki verið neitt smit hjá okkur þangað til bara núna,“ segir Elísabet Siemsen, rektor skólans sem hefur tekið málið föstum tökum. „Ég hef ekki heyrt að neitt af okkar fólki sé veikt með einkenni. Það eru tilviljanir sem allt í einu verða til þess að þetta kemst upp,“ segir Elísabet sem mærir árvekni umrædds kennara. Elísabet tók ákvörðun um að allir nemendur þyrftu að fara í fjarkennslu í kjölfar smitsins á meðan á sóttkví hinna þrjátíu stendur yfir. „Í framhaldi af því [smiti kennarans] þá var staðan orðin sú að það voru margir kennarar farnir að óska þess að vinna, allavega um einhverja hríð, heima út af undirliggjandi sjúkdómum eða sjúkdómum heima fyrir og þá var tekin ákvörðun um að létta aðeins á kerfinu því þetta hefur verið mjög flókið hjá okkur.“ Af sóttvarnarástæðum hafa kennarar í MR þurft að vinna jöfnum höndum í skólanum og í gegnum fjarkennslu. Helmingur hvers bekkjar hefur verið í fjarkennslu á meðan hinir hafa fengið að mæta. „Frá og með hausti hefur kennslan verið flókin því við höfum reynt að leggja á það áherslu að fá nemendur sem mest inn í skólana en út af húsnæðismálum og nándarreglu höfum við ekki geta haft nema hálfan bekk inn í stofunni í einu.“ Eftir helgi geta nemendur mætt í skólann að nýju en þá hefur sóttkví lokið hjá hópnum. „Það er alltaf ákveðið áfall þegar smit kemur inn í skóla, þó það sé svona seint í ferlinu og í rauninni ekki fleiri undir en þetta en þá er það ákveðið áfall,“ segir Elísabet. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Kennari við Menntaskólann í Reykjavík greindist með kórónuveiruna á mánudagskvöld. Þrjátíu sem útsettir þóttu fyrir smiti hafa verið sendir í sóttkví. Mbl.is greindi fyrst frá. „Við höfum verið mjög heppin. Það hefur ekki verið neitt smit hjá okkur þangað til bara núna,“ segir Elísabet Siemsen, rektor skólans sem hefur tekið málið föstum tökum. „Ég hef ekki heyrt að neitt af okkar fólki sé veikt með einkenni. Það eru tilviljanir sem allt í einu verða til þess að þetta kemst upp,“ segir Elísabet sem mærir árvekni umrædds kennara. Elísabet tók ákvörðun um að allir nemendur þyrftu að fara í fjarkennslu í kjölfar smitsins á meðan á sóttkví hinna þrjátíu stendur yfir. „Í framhaldi af því [smiti kennarans] þá var staðan orðin sú að það voru margir kennarar farnir að óska þess að vinna, allavega um einhverja hríð, heima út af undirliggjandi sjúkdómum eða sjúkdómum heima fyrir og þá var tekin ákvörðun um að létta aðeins á kerfinu því þetta hefur verið mjög flókið hjá okkur.“ Af sóttvarnarástæðum hafa kennarar í MR þurft að vinna jöfnum höndum í skólanum og í gegnum fjarkennslu. Helmingur hvers bekkjar hefur verið í fjarkennslu á meðan hinir hafa fengið að mæta. „Frá og með hausti hefur kennslan verið flókin því við höfum reynt að leggja á það áherslu að fá nemendur sem mest inn í skólana en út af húsnæðismálum og nándarreglu höfum við ekki geta haft nema hálfan bekk inn í stofunni í einu.“ Eftir helgi geta nemendur mætt í skólann að nýju en þá hefur sóttkví lokið hjá hópnum. „Það er alltaf ákveðið áfall þegar smit kemur inn í skóla, þó það sé svona seint í ferlinu og í rauninni ekki fleiri undir en þetta en þá er það ákveðið áfall,“ segir Elísabet.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent