Um menntun, reynzlu, laun og höfrungahlaup Ole Anton Bieltvedt skrifar 19. febrúar 2020 14:00 Fyrst skal það sagt um menntun, að velferð þjóðarinnar í framtíðinni mun ráðast af því, hversu vel tekst til, að byggja upp og bæta mennta- og upplýsingakerfi landsmanna, því menntun, þekking og vísindaleg kunnátta munu ráða því, hversu vel okkur tekst til um það, að standa að nýsköpun; byggja upp og reka sprotafyrirtæki og aðrar framtíðar atvinnugreinar, þar sem umfram vitneskja, vísindi og þekking geta gefa okkur tromp og umframstöðu í alþjóðlegri samkeppni. Menntun og þekking verða „auðlindir“ framtíðarinnar. Gamla máltækið, „mennt er máttur“, mun gilda, jafnvel meir og sterkar en nokkru sinni fyrr. Við verðum að stefna á, að vera „upplýsingaþjóðfélag“ á háu stigi. Að þessu sögðu, er kannske vert, að velta fyrir sér, hvað skólamenntun er og á hverju hún byggir. Þeir menn, sem gengu brautina fram á veg, á undan okkur, og öðluðust lærdóm og reynslu - oft af mistökum sínum, en líka af þekkingarleit, fróðleiksfýsn og sköpunargleði, vilja til að sigra sjálfa sig og umhverfi sitt, vilja til að skilja, breyta og bæta jarðlíf og tilveru, vilja til valda og áhrifa - skráðu reynslu sína og þekkingu í bækur, sem síðan eru kenndar við skóla, til að stytta öðrum leið. Grunnkennslan í skólum byggir því á reynslu þeirra, sem á undan okkur gengu. Góð og gild skólamenntun og próf eru því veigamikill þáttur, þegar vinnumframlag launþega og starfsmanna er metið til fjár, en auðvitað koma líka til almennir hæfileikar, vinnusemi, hollusta og reynsla. En hvað með þá, sem minni skólamenntun hafa? Margir mennta sig sjálfir, með margvíslegum hætti, sjálfmennta sig á hátt stig, aðrir læra af störfum sínum og reynslu, og geta búið yfir góðum hæfileikum og færni til starfs, jafnvel umfram þá, sem koma reynslulitlir af skólabekk. Ég hef hitt fyrir „ómenntaða menn“ um dagana, sem hafa staðið jafnfætis hámenntuðum mönnum í skýrleika, þekkingu, dugnaði og hæfileikum. Sumir þeir, sem hvað lengst hafa náð, eru sjálfmenntaðir. Það, sem lærist af eigini reynslu, er oft sterkari og áhrifameiri lærdómur, en sá, sem lærist af skólabókum, af því að hann er „lifandi lærdómur“. Ég er hér að hugsa til þess, að félagsmenn Eflingar eru nú í verkfalli, þar sem, annars vegar, er farið fram á verulegar hækkanir launa fyrir þá félagsmenn, sem litla formlega menntun hafa, „einföldustu“ störfin vinna og lægstu launin hafa, en þau eru auðvitað líka þýðingarmikil og nauðsynleg, til að heildar þjóðfélagsvélin snúist, og, hins vegar, er farið fram á, að félagsmenn Eflingar, sem gegna sömu störfum - hafa sömu skyldur og bera sömu ábyrgð - og betur menntaðir starfsmenn, en kannske reynsluminni, fái sömu laun fyrir þessi störf. Ég verð að viðurkenna, að ég hef samúð með þessari kröfugerð, í hvort tveggja tilliti, þó að sjálfgefið sé, að allt verði að vera í hófi og standast fjárhagslega ramma, líka vera í samræmi og jafnvægi við aðrar launaráðstafanir. Í mínum huga þarf að bæta hag þeirra sérstaklega, sem fá aðeins 270.000 krónur útborgaðar fyrir fulla vinnu. Bezt hefði verið, ef ríkið og sveitarfélögin hefði tekið af skarið með betri hætti gagnvart þessum lægst launaða hópi, með skatta- eða útsvarsívilnunum, kannske beinum styrkjum, til að raska ekki launajafnvægi og riðla launaflokkum. En, þar sem opinberir aðilar virðast hafa lagt sitt af mörkum, eftir föngum, í lífskjarasamningunum, er það mitt mat, að Reykjavíkurborg ætti nú, að sýna þeim lægst launuðu sérstaklega lit, umfram hina og umfram lífskjarasamninga. Það er líka mitt matt, að Reykjavíkurborg beri, að greiða sínum starfsmönnum sömu laun fyrir sömu vinnu, skyldur og ábyrgð, án tillits til baksgrunns eða skólamenntunar. Í raun er þetta sama barátta og kynjabaráttan fyrir sömu launum fyrir sömu vinnu. En þá kemur það fyrirbrigði, sem kallað er höfrungahlaup, en, það þýðir, í reynd, samanburð og meting, milli starfa og stétta, þar sem sumir telja sig meira virði en aðrir - og eiga rétt á hærri launum - m.a. vegna skólagöngu sinnar. Skólamenntun segir auðvitað nokkuð - kannske oft mikið - til um mögulegt vinnuframlag einstaklings, en engan veginn allt, og það eru til menn með hæfileika, sjálfmenntun og reynslu, sem standa þeim skólamenntuðu fullkomlega á sporði. Öðrum fleti má velta upp við mat á launaréttmæti skóla-menntaðra og þeirra, sem minni skólagöngu hafa, þó að þetta sé auðvitað bara einn vinkill af fjölmörgun: Við skulum miða við 15-16 ára aldur unglinga, en þá ræðst það oft, hverjir halda áfram námi og hverjir ekki. Þeir sem halda áfram, fara þá í menntaskóla eða annað framhaldsnám, næstu 3-4 árin, og svo yfirleitt í háskóla, kannske í önnur 5 ár, eða lengur. Skólar eru fjármagnaðir með sköttum, en skattar eru einkum greiddir af vinnandi fólki, en þeir, sem hætta í skóla 15-16 ára, fara þá oft að vinna...og greiða skatta. Bóknámsmenn stunda þannig sitt bóknám, að ég hygg sér mest að kostnaðarlausu, alla vega hér heima - líka með styrkjum og lánum, sem koma frá samfélaginu - í ca. 10 ár, en kostnaðinn við námið greiða þá m.a. þeir, sem hættu náminu. Á þetta þá að þýða það, að þeir, sem hafa stundað nám í 10 ár, að nokkru fjármagnað af þeim, sem stunduðu ekki nám, eigi svo að eiga rétt á miklu hærri launum en hinir, af því að þeir eru orðnir svo sprenglærðir og klárir, að nokkru þökk sé hinum? Þetta var auðvitað bara eitt sjónarhorn af fjölmörgum, en líka að mínu viti þess virði, að taka það með í heildarmyndina. Loks vil ég skora á samtök skólamenntaðra manna, að sýna sanngirni og hófsemi í sinni kröfugerð, til að spilla ekki fyrir þeim, sem minni skólamenntun hafa og minna mega sín, en leggja þó sinn skerf af mörkum til samfélagsins, á við þá sjálfa, þó með öðrum hætti sé. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Ole Anton Bieltvedt Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Fyrst skal það sagt um menntun, að velferð þjóðarinnar í framtíðinni mun ráðast af því, hversu vel tekst til, að byggja upp og bæta mennta- og upplýsingakerfi landsmanna, því menntun, þekking og vísindaleg kunnátta munu ráða því, hversu vel okkur tekst til um það, að standa að nýsköpun; byggja upp og reka sprotafyrirtæki og aðrar framtíðar atvinnugreinar, þar sem umfram vitneskja, vísindi og þekking geta gefa okkur tromp og umframstöðu í alþjóðlegri samkeppni. Menntun og þekking verða „auðlindir“ framtíðarinnar. Gamla máltækið, „mennt er máttur“, mun gilda, jafnvel meir og sterkar en nokkru sinni fyrr. Við verðum að stefna á, að vera „upplýsingaþjóðfélag“ á háu stigi. Að þessu sögðu, er kannske vert, að velta fyrir sér, hvað skólamenntun er og á hverju hún byggir. Þeir menn, sem gengu brautina fram á veg, á undan okkur, og öðluðust lærdóm og reynslu - oft af mistökum sínum, en líka af þekkingarleit, fróðleiksfýsn og sköpunargleði, vilja til að sigra sjálfa sig og umhverfi sitt, vilja til að skilja, breyta og bæta jarðlíf og tilveru, vilja til valda og áhrifa - skráðu reynslu sína og þekkingu í bækur, sem síðan eru kenndar við skóla, til að stytta öðrum leið. Grunnkennslan í skólum byggir því á reynslu þeirra, sem á undan okkur gengu. Góð og gild skólamenntun og próf eru því veigamikill þáttur, þegar vinnumframlag launþega og starfsmanna er metið til fjár, en auðvitað koma líka til almennir hæfileikar, vinnusemi, hollusta og reynsla. En hvað með þá, sem minni skólamenntun hafa? Margir mennta sig sjálfir, með margvíslegum hætti, sjálfmennta sig á hátt stig, aðrir læra af störfum sínum og reynslu, og geta búið yfir góðum hæfileikum og færni til starfs, jafnvel umfram þá, sem koma reynslulitlir af skólabekk. Ég hef hitt fyrir „ómenntaða menn“ um dagana, sem hafa staðið jafnfætis hámenntuðum mönnum í skýrleika, þekkingu, dugnaði og hæfileikum. Sumir þeir, sem hvað lengst hafa náð, eru sjálfmenntaðir. Það, sem lærist af eigini reynslu, er oft sterkari og áhrifameiri lærdómur, en sá, sem lærist af skólabókum, af því að hann er „lifandi lærdómur“. Ég er hér að hugsa til þess, að félagsmenn Eflingar eru nú í verkfalli, þar sem, annars vegar, er farið fram á verulegar hækkanir launa fyrir þá félagsmenn, sem litla formlega menntun hafa, „einföldustu“ störfin vinna og lægstu launin hafa, en þau eru auðvitað líka þýðingarmikil og nauðsynleg, til að heildar þjóðfélagsvélin snúist, og, hins vegar, er farið fram á, að félagsmenn Eflingar, sem gegna sömu störfum - hafa sömu skyldur og bera sömu ábyrgð - og betur menntaðir starfsmenn, en kannske reynsluminni, fái sömu laun fyrir þessi störf. Ég verð að viðurkenna, að ég hef samúð með þessari kröfugerð, í hvort tveggja tilliti, þó að sjálfgefið sé, að allt verði að vera í hófi og standast fjárhagslega ramma, líka vera í samræmi og jafnvægi við aðrar launaráðstafanir. Í mínum huga þarf að bæta hag þeirra sérstaklega, sem fá aðeins 270.000 krónur útborgaðar fyrir fulla vinnu. Bezt hefði verið, ef ríkið og sveitarfélögin hefði tekið af skarið með betri hætti gagnvart þessum lægst launaða hópi, með skatta- eða útsvarsívilnunum, kannske beinum styrkjum, til að raska ekki launajafnvægi og riðla launaflokkum. En, þar sem opinberir aðilar virðast hafa lagt sitt af mörkum, eftir föngum, í lífskjarasamningunum, er það mitt mat, að Reykjavíkurborg ætti nú, að sýna þeim lægst launuðu sérstaklega lit, umfram hina og umfram lífskjarasamninga. Það er líka mitt matt, að Reykjavíkurborg beri, að greiða sínum starfsmönnum sömu laun fyrir sömu vinnu, skyldur og ábyrgð, án tillits til baksgrunns eða skólamenntunar. Í raun er þetta sama barátta og kynjabaráttan fyrir sömu launum fyrir sömu vinnu. En þá kemur það fyrirbrigði, sem kallað er höfrungahlaup, en, það þýðir, í reynd, samanburð og meting, milli starfa og stétta, þar sem sumir telja sig meira virði en aðrir - og eiga rétt á hærri launum - m.a. vegna skólagöngu sinnar. Skólamenntun segir auðvitað nokkuð - kannske oft mikið - til um mögulegt vinnuframlag einstaklings, en engan veginn allt, og það eru til menn með hæfileika, sjálfmenntun og reynslu, sem standa þeim skólamenntuðu fullkomlega á sporði. Öðrum fleti má velta upp við mat á launaréttmæti skóla-menntaðra og þeirra, sem minni skólagöngu hafa, þó að þetta sé auðvitað bara einn vinkill af fjölmörgun: Við skulum miða við 15-16 ára aldur unglinga, en þá ræðst það oft, hverjir halda áfram námi og hverjir ekki. Þeir sem halda áfram, fara þá í menntaskóla eða annað framhaldsnám, næstu 3-4 árin, og svo yfirleitt í háskóla, kannske í önnur 5 ár, eða lengur. Skólar eru fjármagnaðir með sköttum, en skattar eru einkum greiddir af vinnandi fólki, en þeir, sem hætta í skóla 15-16 ára, fara þá oft að vinna...og greiða skatta. Bóknámsmenn stunda þannig sitt bóknám, að ég hygg sér mest að kostnaðarlausu, alla vega hér heima - líka með styrkjum og lánum, sem koma frá samfélaginu - í ca. 10 ár, en kostnaðinn við námið greiða þá m.a. þeir, sem hættu náminu. Á þetta þá að þýða það, að þeir, sem hafa stundað nám í 10 ár, að nokkru fjármagnað af þeim, sem stunduðu ekki nám, eigi svo að eiga rétt á miklu hærri launum en hinir, af því að þeir eru orðnir svo sprenglærðir og klárir, að nokkru þökk sé hinum? Þetta var auðvitað bara eitt sjónarhorn af fjölmörgum, en líka að mínu viti þess virði, að taka það með í heildarmyndina. Loks vil ég skora á samtök skólamenntaðra manna, að sýna sanngirni og hófsemi í sinni kröfugerð, til að spilla ekki fyrir þeim, sem minni skólamenntun hafa og minna mega sín, en leggja þó sinn skerf af mörkum til samfélagsins, á við þá sjálfa, þó með öðrum hætti sé. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun