Hvers virði er geðheilbrigði barna? Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir skrifar 3. mars 2020 11:00 Var andvaka í nótt. Uppspennt og á síðustu hálmstráum andlegrar heilsu nú á fjórðu, fimmtu (?) viku verkfalls (líður eins og það séu sjö mánuðir). Verkfallið er svo sannarlega farið að taka sinn toll af líðan miðjubarnsins sem tekur nú regluleg spennulosunar grátköst og sýnir erfiða hegðun. Við foreldrarnir erum að verða búnir með kvótann af skipulagssamtölum um hver eigi að sækja hvenær, hvar og hvern. En það var svo sem ekki það sem hélt mér andvaka í nótt heldur það að nú í næstu viku hefst verkfall á ungbarnaleikskólanum hjá yngsta drengnum. Ungbarnaleikskóla þar sem börnin eru á aldrinum níu mánaða til tveggja ára. Það verða bæði dagar sem hann getur ekki farið á leikskólann en það sem verra er að hann og öll hin litlu börnin fá ekki hádegismat svo foreldrar þurfa að sækja börnin klukkan 11:00, gefa þeim hádegismat fyrir utan leikskólann og skila aftur fyrir hvíld. Ég veit ýmislegt um þroskaferli og tengslamyndun ungra barna og ég þekki gleðibrosin á andlitum þeirra þegar mamma og pabbi koma og sækja á leikskólann í lok dags. Ætlum við í alvörunni að setja eins árs gömul börn í þá stöðu að þurfa að kveðja mömmu og pabba í tvígang yfir daginn? Hvenær geta þau verið viss um að það sé raunverulega verið að sækja þau eftir daginn en ekki bara til að gefa þeim mat og svo fara þau AFTUR á leikskólann að hvíla sig. Hvernig ástand á eftir að myndast í hádeginu á leikskólanum? Þvílík ringulreið sem það verður af örþreyttum smábörnum sem héldu að þau væru að fara heim en ekki aftur á leikskólann að sofa. Eins árs gömul börn hafa flest ekki færni til að skilja og átta sig á þessu fyrirkomulagi. Það mun koma til með að valda óöryggi bæði í garð foreldra og leikskóla. Það mun koma til með að valda langvarandi neikvæðum afleiðingum á aðlögun barnsins í leikskólanum. Það mun koma til með að valda streitu og mjög líklega hafa neikvæð áhrif á hádegissvefn þeirra. Ég er svo sár fyrir hönd þessarar litlu kríla sem eru á mikilvægasta mótunarskeiði sínu. Eru á mikilvægasta aldri í mótun geðtengsla og því er öllu kastað fyrir borð á grundvelli verkfalls. Er verið að taka óþarfa sénsa á geðheilbrigði ungabarna? Er ekki spurning um að veita undanþágu vegna verkfallsins líkt og er gert í annarri viðkvæmri starfsemi (s.s. vistunarúrræði barnaverndar) og hlífa þessum litlu einstaklingum? Nú eða semja! Höfundur er þriggja barna móðir og félagsráðgjafi Tveggja heimila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Verkföll 2020 Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Var andvaka í nótt. Uppspennt og á síðustu hálmstráum andlegrar heilsu nú á fjórðu, fimmtu (?) viku verkfalls (líður eins og það séu sjö mánuðir). Verkfallið er svo sannarlega farið að taka sinn toll af líðan miðjubarnsins sem tekur nú regluleg spennulosunar grátköst og sýnir erfiða hegðun. Við foreldrarnir erum að verða búnir með kvótann af skipulagssamtölum um hver eigi að sækja hvenær, hvar og hvern. En það var svo sem ekki það sem hélt mér andvaka í nótt heldur það að nú í næstu viku hefst verkfall á ungbarnaleikskólanum hjá yngsta drengnum. Ungbarnaleikskóla þar sem börnin eru á aldrinum níu mánaða til tveggja ára. Það verða bæði dagar sem hann getur ekki farið á leikskólann en það sem verra er að hann og öll hin litlu börnin fá ekki hádegismat svo foreldrar þurfa að sækja börnin klukkan 11:00, gefa þeim hádegismat fyrir utan leikskólann og skila aftur fyrir hvíld. Ég veit ýmislegt um þroskaferli og tengslamyndun ungra barna og ég þekki gleðibrosin á andlitum þeirra þegar mamma og pabbi koma og sækja á leikskólann í lok dags. Ætlum við í alvörunni að setja eins árs gömul börn í þá stöðu að þurfa að kveðja mömmu og pabba í tvígang yfir daginn? Hvenær geta þau verið viss um að það sé raunverulega verið að sækja þau eftir daginn en ekki bara til að gefa þeim mat og svo fara þau AFTUR á leikskólann að hvíla sig. Hvernig ástand á eftir að myndast í hádeginu á leikskólanum? Þvílík ringulreið sem það verður af örþreyttum smábörnum sem héldu að þau væru að fara heim en ekki aftur á leikskólann að sofa. Eins árs gömul börn hafa flest ekki færni til að skilja og átta sig á þessu fyrirkomulagi. Það mun koma til með að valda óöryggi bæði í garð foreldra og leikskóla. Það mun koma til með að valda langvarandi neikvæðum afleiðingum á aðlögun barnsins í leikskólanum. Það mun koma til með að valda streitu og mjög líklega hafa neikvæð áhrif á hádegissvefn þeirra. Ég er svo sár fyrir hönd þessarar litlu kríla sem eru á mikilvægasta mótunarskeiði sínu. Eru á mikilvægasta aldri í mótun geðtengsla og því er öllu kastað fyrir borð á grundvelli verkfalls. Er verið að taka óþarfa sénsa á geðheilbrigði ungabarna? Er ekki spurning um að veita undanþágu vegna verkfallsins líkt og er gert í annarri viðkvæmri starfsemi (s.s. vistunarúrræði barnaverndar) og hlífa þessum litlu einstaklingum? Nú eða semja! Höfundur er þriggja barna móðir og félagsráðgjafi Tveggja heimila.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun