Skólinn snýst um samskipti Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 19. ágúst 2019 16:08 Haustið er handan við hornið og skólar hefja göngu sína á næstu dögum. Fyrir flesta er þetta tími tilhlökkunar, möguleika og fagurra fyrirheita en fyrir suma getur þetta verið kvíðvænlegur tími því þau eru misjöfn verkefnin sem við glímum við. Hvað sem því líður er skólinn hjartað í samfélaginu því þar eru börnin okkar stóran hluta ævi sinnar og eiga að njóta þess tíma og undirbúa sig fyrir það sem koma skal. Samstarf heimila og skóla Gott samstarf heimila og skóla, á öllum skólastigum, er ein af forsendum farsæls skólastarfs og stuðlar að árangri og vellíðan nemenda. Þetta vitum við flest og margoft hefur verið sýnt fram á mikilvægi þess, m.a. með rannsóknum, að foreldrar séu virkir þátttakendur í leik og starfi barna sinna. Slíkt samstarf byggir á góðum samskiptum og gagnkvæmri virðingu allra hlutaðeigandi. Menntun og velferð nemenda er sameiginlegt verkefni skólans og heimilanna þótt foreldrar og forsjáraðilar beri vissulega ábyrgð á uppeldi barna sinna. En fæstir spretta fram fullskapaðir foreldrar og allir þurfa einhvern tíma aðstoð við að fóta sig í gegnum uppeldið á mismunandi æviskeiðum barnsins.Ekki síst með tilkomu nýrra áskorana sem tengst geta tækni og þeim möguleikum og freistingum sem hún hefur í för með sér. Hér er samstarf allra hlutaðeigandi lykillinn að hinu gullna jafnvægi og skólinn getur aðstoðað foreldra í uppeldishlutverkinu auk þess að skapa tækifæri til menntunar. Flestir foreldrar eru auk þessa á vinnumarkaði og ekki má vanmeta hlutverk atvinnulífsins í að skapa svigrúm og tækifæri fyrir foreldra og aðra uppalendur að sinna þessu mikilvægasta hlutverki lífsins. Í raun er ekki vanþörf á að skapa enn fleiri tækifæri fyrir foreldra til að fá fræðslu og aðstoð við uppeldishlutverkið í krefjandi veröld nútímans. Hvernig tek ég þátt? Þátttaka foreldra í skólastarfinu er mikilvæg og í boði eru ýmsar leiðir til að láta til sín taka, s.s. í gegnum bekkjarstarf og foreldrafélag en einnig eiga foreldrar sæti í foreldraráðum leik- og framhaldsskóla og skólaráðum grunnskóla. Þátttaka í daglegu skólastarfi er ekki síður mikilvæg og margir þættir þar sem snúa beint að foreldrum s.s. að fylgjast með lestri og heimanámi barna sinna, mæta í foreldraviðtöl, á námsefniskynningar og ýmsa viðburði í skólanum og aðstoða þegar þörf krefur. Skólinn er opinn foreldrum og um að gera að hafa samband, taka þátt og viðra áhugaverðar hugmyndir. Rannsóknir benda til þess að þegar foreldrar taka þátt í skólastarfi og hafa jákvæða afstöðu til skólans sé frammistaða nemenda betri, sjálfstraust meira og viðhorf nemenda almennt jákvæðara. Auk þessa eru fjarvistir færri og brottfall minna. Skólabragur verður jákvæðari og öllum líður betur – nemendum, kennurum og foreldrum. Virðing vísar veginn Við hjá Heimili og skóla og SAFT veitum auk fræðslu í formi erinda og námskeiða, ráðgjöf í einstaka málum. Þegar eitthvað bjátar á og til okkar er leitað eiga málin oftar en ekki eitt atriði sameiginlegt. Þau snúast um samskipti. Þetta geta verið samskipti foreldra við skólann og öfugt, samskipti nemenda og kennara, samskipti barna og foreldra, samskipti í nemendahópum o.s.frv. Vandinn skapast oft af því að virðingu, heilindi og skilning skortir í samskiptum. Jafnvel getu til að setja sig í spor annarra. Því viljum við nú í upphafi skólaárs brýna fyrir öllum aðilum skólasamfélagsins að leggja sig fram við að sýna virðingu og umburðarlyndi í samskiptum og muna að við eigum öll mismunandi sögu og erum að fást við miskrefjandi verkefni sem hafa áhrif á hegðun og líðan. Tillitssemi kostar ekkert og til að ná árangri og stuðla að farsælli skólagöngu nemenda er virðing í samskiptum lykilatriði.Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Hrefna Sigurjónsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Haustið er handan við hornið og skólar hefja göngu sína á næstu dögum. Fyrir flesta er þetta tími tilhlökkunar, möguleika og fagurra fyrirheita en fyrir suma getur þetta verið kvíðvænlegur tími því þau eru misjöfn verkefnin sem við glímum við. Hvað sem því líður er skólinn hjartað í samfélaginu því þar eru börnin okkar stóran hluta ævi sinnar og eiga að njóta þess tíma og undirbúa sig fyrir það sem koma skal. Samstarf heimila og skóla Gott samstarf heimila og skóla, á öllum skólastigum, er ein af forsendum farsæls skólastarfs og stuðlar að árangri og vellíðan nemenda. Þetta vitum við flest og margoft hefur verið sýnt fram á mikilvægi þess, m.a. með rannsóknum, að foreldrar séu virkir þátttakendur í leik og starfi barna sinna. Slíkt samstarf byggir á góðum samskiptum og gagnkvæmri virðingu allra hlutaðeigandi. Menntun og velferð nemenda er sameiginlegt verkefni skólans og heimilanna þótt foreldrar og forsjáraðilar beri vissulega ábyrgð á uppeldi barna sinna. En fæstir spretta fram fullskapaðir foreldrar og allir þurfa einhvern tíma aðstoð við að fóta sig í gegnum uppeldið á mismunandi æviskeiðum barnsins.Ekki síst með tilkomu nýrra áskorana sem tengst geta tækni og þeim möguleikum og freistingum sem hún hefur í för með sér. Hér er samstarf allra hlutaðeigandi lykillinn að hinu gullna jafnvægi og skólinn getur aðstoðað foreldra í uppeldishlutverkinu auk þess að skapa tækifæri til menntunar. Flestir foreldrar eru auk þessa á vinnumarkaði og ekki má vanmeta hlutverk atvinnulífsins í að skapa svigrúm og tækifæri fyrir foreldra og aðra uppalendur að sinna þessu mikilvægasta hlutverki lífsins. Í raun er ekki vanþörf á að skapa enn fleiri tækifæri fyrir foreldra til að fá fræðslu og aðstoð við uppeldishlutverkið í krefjandi veröld nútímans. Hvernig tek ég þátt? Þátttaka foreldra í skólastarfinu er mikilvæg og í boði eru ýmsar leiðir til að láta til sín taka, s.s. í gegnum bekkjarstarf og foreldrafélag en einnig eiga foreldrar sæti í foreldraráðum leik- og framhaldsskóla og skólaráðum grunnskóla. Þátttaka í daglegu skólastarfi er ekki síður mikilvæg og margir þættir þar sem snúa beint að foreldrum s.s. að fylgjast með lestri og heimanámi barna sinna, mæta í foreldraviðtöl, á námsefniskynningar og ýmsa viðburði í skólanum og aðstoða þegar þörf krefur. Skólinn er opinn foreldrum og um að gera að hafa samband, taka þátt og viðra áhugaverðar hugmyndir. Rannsóknir benda til þess að þegar foreldrar taka þátt í skólastarfi og hafa jákvæða afstöðu til skólans sé frammistaða nemenda betri, sjálfstraust meira og viðhorf nemenda almennt jákvæðara. Auk þessa eru fjarvistir færri og brottfall minna. Skólabragur verður jákvæðari og öllum líður betur – nemendum, kennurum og foreldrum. Virðing vísar veginn Við hjá Heimili og skóla og SAFT veitum auk fræðslu í formi erinda og námskeiða, ráðgjöf í einstaka málum. Þegar eitthvað bjátar á og til okkar er leitað eiga málin oftar en ekki eitt atriði sameiginlegt. Þau snúast um samskipti. Þetta geta verið samskipti foreldra við skólann og öfugt, samskipti nemenda og kennara, samskipti barna og foreldra, samskipti í nemendahópum o.s.frv. Vandinn skapast oft af því að virðingu, heilindi og skilning skortir í samskiptum. Jafnvel getu til að setja sig í spor annarra. Því viljum við nú í upphafi skólaárs brýna fyrir öllum aðilum skólasamfélagsins að leggja sig fram við að sýna virðingu og umburðarlyndi í samskiptum og muna að við eigum öll mismunandi sögu og erum að fást við miskrefjandi verkefni sem hafa áhrif á hegðun og líðan. Tillitssemi kostar ekkert og til að ná árangri og stuðla að farsælli skólagöngu nemenda er virðing í samskiptum lykilatriði.Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar