Að koma sér í úlfakreppu kolbeinn óttarsson proppé skrifar 1. apríl 2015 07:00 Starf þingmannsins einkennist af törnum. Á löngum tímabilum er lítið að gera og fáir í þingsal, en síðan hrúgast málin inn og langir þingfundir taka við. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, hefur ítrekað hvatt ráðherra til að koma tímanlega fram með frumvörp. fréttablaðið/valli Gjörbylting á húsnæðiskerfinu með sérstökum styrkjum til bygginga, heildarendurskoðun á bótum og þeim ásetningi að styrkja húsnæðissamvinnufélög í sessi. Nýr tekjustofn ríkissjóðs sem er veiðigjald á fisktegund sem ekki hefur verið við lýði áður. Fyrirkomulag veiðigjalda almennt til lengri tíma þar sem sérstaklega er tekið á setningu aflahlutdeildar. Þetta eru mál sem gætu haldið þingi í hvaða ríki sem er í heiminum uppteknu um langa hríð. Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks ætlar Alþingi Íslendinga 20 daga til að ræða þessi mál, mál sem eru þau stærstu sem hún leggur fram á yfirstandandi þingi. Í gær rann út framlagningarfrestur á þingi, sem þýðir að leita þarf afbrigða til að leggja fram ný mál héðan í frá. Tveir þriðju þingmanna þurfa að samþykkja afbrigði, en ríkisstjórnin hefur stuðning 38 þingmanna af 63. Ólíklegt er annað en að stjórnin komi að málum ef hún leitar eftir því, en fyrst og fremst er það umhugsunarvert hvers vegna mál koma jafn seint inn og raun ber vitni. Heimildarmenn Fréttablaðsins innan stjórnarflokkanna benda margir á að skýringanna á því hve seint mál koma fram sé að leita í ágreiningi á milli flokkanna. Ekki þarf að leita langt til að sjá slíku stað. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lagði fram frumvarp um náttúrupassa sem naut ekki stuðnings innan stjórnarflokkanna. Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, hætti við að leggja fram kvótafrumvarp og nefndi andstöðu sem helstu ástæðuna. Þar tiltók hann stjórnarflokkana sérstaklega. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að ástæðu þess hve seint húsnæðisfrumvörp Eyglóar Harðardóttur eru fram komin sé fyrst og síðast að finna í andstöðu innan stjórnarflokkanna sjálfa. Eins og sjá má hér til hliðar hefur Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, lagt mikið upp úr því að starfsáætlun þingsins haldi. Til þess þurfi ráðherrar að huga tímanlega að þeim þingmálum sem berast þinginu. Eygló lýsti því yfir við Fréttablaðið í síðustu viku að ef með þyrfti yrði haldið sumarþing. Það er þvert á starfsáætlun þingsins. Nú tekur við átakatími á þingi, þar sem stjórnin er allt í einu komin í þá stöðu að þurfa að treysta á stjórnarandstöðuna um hvernig málum háttar fyrir þingfrestun, þrátt fyrir ríflegan meirihluta sinn. Þótt slík staða sé alþekkt í störfum þingsins, verður ekki annað séð en að ríkisstjórnin hafi komið sér í úlfakreppu af sjálfsdáðum. Alþingi Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Gjörbylting á húsnæðiskerfinu með sérstökum styrkjum til bygginga, heildarendurskoðun á bótum og þeim ásetningi að styrkja húsnæðissamvinnufélög í sessi. Nýr tekjustofn ríkissjóðs sem er veiðigjald á fisktegund sem ekki hefur verið við lýði áður. Fyrirkomulag veiðigjalda almennt til lengri tíma þar sem sérstaklega er tekið á setningu aflahlutdeildar. Þetta eru mál sem gætu haldið þingi í hvaða ríki sem er í heiminum uppteknu um langa hríð. Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks ætlar Alþingi Íslendinga 20 daga til að ræða þessi mál, mál sem eru þau stærstu sem hún leggur fram á yfirstandandi þingi. Í gær rann út framlagningarfrestur á þingi, sem þýðir að leita þarf afbrigða til að leggja fram ný mál héðan í frá. Tveir þriðju þingmanna þurfa að samþykkja afbrigði, en ríkisstjórnin hefur stuðning 38 þingmanna af 63. Ólíklegt er annað en að stjórnin komi að málum ef hún leitar eftir því, en fyrst og fremst er það umhugsunarvert hvers vegna mál koma jafn seint inn og raun ber vitni. Heimildarmenn Fréttablaðsins innan stjórnarflokkanna benda margir á að skýringanna á því hve seint mál koma fram sé að leita í ágreiningi á milli flokkanna. Ekki þarf að leita langt til að sjá slíku stað. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lagði fram frumvarp um náttúrupassa sem naut ekki stuðnings innan stjórnarflokkanna. Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, hætti við að leggja fram kvótafrumvarp og nefndi andstöðu sem helstu ástæðuna. Þar tiltók hann stjórnarflokkana sérstaklega. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að ástæðu þess hve seint húsnæðisfrumvörp Eyglóar Harðardóttur eru fram komin sé fyrst og síðast að finna í andstöðu innan stjórnarflokkanna sjálfa. Eins og sjá má hér til hliðar hefur Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, lagt mikið upp úr því að starfsáætlun þingsins haldi. Til þess þurfi ráðherrar að huga tímanlega að þeim þingmálum sem berast þinginu. Eygló lýsti því yfir við Fréttablaðið í síðustu viku að ef með þyrfti yrði haldið sumarþing. Það er þvert á starfsáætlun þingsins. Nú tekur við átakatími á þingi, þar sem stjórnin er allt í einu komin í þá stöðu að þurfa að treysta á stjórnarandstöðuna um hvernig málum háttar fyrir þingfrestun, þrátt fyrir ríflegan meirihluta sinn. Þótt slík staða sé alþekkt í störfum þingsins, verður ekki annað séð en að ríkisstjórnin hafi komið sér í úlfakreppu af sjálfsdáðum.
Alþingi Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira