Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Lovísa Arnardóttir skrifar 16. maí 2025 16:00 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ásamt öðrum leiðtogum sem undirrituðu yfirlýsinguna. Á myndina vantar forsætisráðherra Írlands sem komst ekki til Tirana. Stjórnarráðið Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra undirritaði í dag yfirlýsingu með leiðtogum sex annarra ríkja þar sem þeir lýsa því yfir að tafarlausra aðgerða sé þörf til að koma í veg fyrir frekari hörmungar á Gasa. Ísland átti frumkvæði að gerð yfirlýsingarinnar samkvæmt tilkynningu stjórnarráðsins og veitti því forystu ásamt Spáni að hópurinn náði saman. Í yfirlýsingunni segja forsætisráðherrar Íslands, Spánar, Noregs, Írlands, Lúxemborgar, Slóveníu og Möltu að til þessa hafi yfir 50 þúsund manns látið lífið á Gasa og margir til viðbótar muni svelta í hel á komandi dögum ef ekkert verður að gert. Í yfirlýsingunni hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust, stöðva hernaðaraðgerðir á Gasa og tryggja óheftan aðgang hjálpargagna frá alþjóðlegum mannúðarsamtökum inn á svæðið. „Frumkvæði þessa hóps og sá stuðningur við Palestínu sem fram kemur í yfirlýsingunni skiptir mjög miklu máli. Staðan á Gasa er hryllileg, hún versnar með hverjum deginum sem líður, og við getum ekki setið lengur þögul hjá. Þetta er í fyrsta sinn sem yfirlýsing er gefin út á leiðtogastigi og það bendir til þess að afstaðan sé að breytast. Ég bind vonir við að þessi yfirlýsing, ásamt öðrum ferlum sem eru í gangi á alþjóðavettvangi, leiði til stærri skrefa í málum Palestínu,“ segir Kristrún sem er stödd í Tirana í Albaníu á vettvangi EPC (European Political Community). Yfirlýsingin kemur í kjölfar sameiginlegrar yfirlýsingar utanríkisráðherra sex ríkja frá 7. maí síðastliðnum sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra undirritaði. Þar höfnuðu ráðherrarnir öllum hugmyndum um brottflutning Palestínumanna frá Gasa enda væru þær brot á alþjóðalögum. „Við erum að hittast hér í Tirana til að ræða öryggismál í Evrópu en hljóð og mynd þurfa að fara saman. Við erum sammála um að það sem er að gerast á Gasa þurfi að ræða í samhengi við öryggi, ekki síst öryggi í Evrópu. Það varðar hag okkar allra að koma á friði í Palestínu. Fyrir utan þann augljósa siðferðislega vinkil sem er á málinu, enda öllum ljóst að verið er að beita hungri sem vopni og alþjóðleg lög margbrotin. Það var þungur tónn í umræðum okkar og ljóst að þolinmæði gagnvart óbreyttu ástandi er á þrotum. Ég lýsti yfir fullum vilja Íslands til að halda þessu samtali áfram og taka þátt í öllum aðgerðum sem mögulega væri hægt að grípa til,“ segir Kristrún í tilkynningu stjórnarráðsins. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Spánn Noregur Lúxemborg Slóvenía Malta Írland Tengdar fréttir Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Utanríkisráðherra Íslands og fimm annarra Evrópuríkja hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem kallað er eftir því að ísraelsk stjórnvöld hverfi frá áformum sínum um að víkka út hernaðaraðgerðir og hafa varanlega viðveru á Gasa. Ráðherrarnir hafna jafnframt „öllum hugmyndum um brottflutning Palestínumanna frá Gaza enda væru það brot á alþjóðalögum,“ segir meðal annars í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu um málið. 7. maí 2025 07:24 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Sjá meira
Í yfirlýsingunni segja forsætisráðherrar Íslands, Spánar, Noregs, Írlands, Lúxemborgar, Slóveníu og Möltu að til þessa hafi yfir 50 þúsund manns látið lífið á Gasa og margir til viðbótar muni svelta í hel á komandi dögum ef ekkert verður að gert. Í yfirlýsingunni hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust, stöðva hernaðaraðgerðir á Gasa og tryggja óheftan aðgang hjálpargagna frá alþjóðlegum mannúðarsamtökum inn á svæðið. „Frumkvæði þessa hóps og sá stuðningur við Palestínu sem fram kemur í yfirlýsingunni skiptir mjög miklu máli. Staðan á Gasa er hryllileg, hún versnar með hverjum deginum sem líður, og við getum ekki setið lengur þögul hjá. Þetta er í fyrsta sinn sem yfirlýsing er gefin út á leiðtogastigi og það bendir til þess að afstaðan sé að breytast. Ég bind vonir við að þessi yfirlýsing, ásamt öðrum ferlum sem eru í gangi á alþjóðavettvangi, leiði til stærri skrefa í málum Palestínu,“ segir Kristrún sem er stödd í Tirana í Albaníu á vettvangi EPC (European Political Community). Yfirlýsingin kemur í kjölfar sameiginlegrar yfirlýsingar utanríkisráðherra sex ríkja frá 7. maí síðastliðnum sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra undirritaði. Þar höfnuðu ráðherrarnir öllum hugmyndum um brottflutning Palestínumanna frá Gasa enda væru þær brot á alþjóðalögum. „Við erum að hittast hér í Tirana til að ræða öryggismál í Evrópu en hljóð og mynd þurfa að fara saman. Við erum sammála um að það sem er að gerast á Gasa þurfi að ræða í samhengi við öryggi, ekki síst öryggi í Evrópu. Það varðar hag okkar allra að koma á friði í Palestínu. Fyrir utan þann augljósa siðferðislega vinkil sem er á málinu, enda öllum ljóst að verið er að beita hungri sem vopni og alþjóðleg lög margbrotin. Það var þungur tónn í umræðum okkar og ljóst að þolinmæði gagnvart óbreyttu ástandi er á þrotum. Ég lýsti yfir fullum vilja Íslands til að halda þessu samtali áfram og taka þátt í öllum aðgerðum sem mögulega væri hægt að grípa til,“ segir Kristrún í tilkynningu stjórnarráðsins.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Spánn Noregur Lúxemborg Slóvenía Malta Írland Tengdar fréttir Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Utanríkisráðherra Íslands og fimm annarra Evrópuríkja hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem kallað er eftir því að ísraelsk stjórnvöld hverfi frá áformum sínum um að víkka út hernaðaraðgerðir og hafa varanlega viðveru á Gasa. Ráðherrarnir hafna jafnframt „öllum hugmyndum um brottflutning Palestínumanna frá Gaza enda væru það brot á alþjóðalögum,“ segir meðal annars í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu um málið. 7. maí 2025 07:24 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Sjá meira
Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Utanríkisráðherra Íslands og fimm annarra Evrópuríkja hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem kallað er eftir því að ísraelsk stjórnvöld hverfi frá áformum sínum um að víkka út hernaðaraðgerðir og hafa varanlega viðveru á Gasa. Ráðherrarnir hafna jafnframt „öllum hugmyndum um brottflutning Palestínumanna frá Gaza enda væru það brot á alþjóðalögum,“ segir meðal annars í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu um málið. 7. maí 2025 07:24
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent