Ekki sammála umsögn Sambands sveitarfélaga sveinn arnarsson skrifar 1. apríl 2015 07:00 Benda stjórnarmennirnir á að flutningur Fiskistofu hafi ekki verið nægilega ígrundaður og það sé stórmál að flytja stofnanir landshorna á milli. Fréttablaðið/Valli Tveir stjórnarmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga eru ósammála umsögn sambandsins um lagafrumvarp sem heimilar ráðherrum að ákveða staðsetningu ríkisstofnana án atbeina Alþingis. Borgarfulltrúinn S. Björn Blöndal og bæjarfulltrúi Hafnarfjarðar í stjórn sambandsins, Gunnar Axel Axelsson, settu fyrirvara við umsögnina á síðasta stjórnarfundi sambandsins. Eru þeir ósammála umsögninni sem undirrituð er af Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra sambandsins.@kvót fréttasíður nafnogtitill:Í umsögninni telur sambandið nauðsynlegt að lögfesta heimild ráðherra til að ákveða aðsetur stofnana enda mikilvægt að svigrúm sé til flutnings opinberra starfa á landsbyggðirnar þar sem rök eru á annað borð talin standa til þess. Gerir sambandið því ekki athugasemdir við frumvarpið. Þessu eru fulltrúar Reykjavíkur og Hafnarfjarðar ekki sammála. Nýlegt dæmi um flutning Fiskistofu sýni að vald ráðherra í þessum efnum sé of mikið. „Við settum fyrirvara við þessa umsögn. Við teljum ekki rétt að ráðherra geti einn síns liðs ákveðið að flytja stofnun sem undir hann heyrir án þess að leita til Alþingis með ákvörðun sína. Við teljum það mikilvægt að upplýst umræða um staðsetningu, og eftir því sem við á, flutning stofnana eigi sér stað innan sala Alþingis frammi fyrir opnum tjöldum,“ segir S. Björn Blöndal. „Í því samhengi bendum við á ákvörðun sjávarútvegsráðherra um flutning Fiskistofu.“ Gunnar Axel segir þessa umsögn ganga of langt að sínu mati. „Rökstuðningur sambandsins er á þá leið að þetta sé í samræmi við samþykkta stefnumörkun þess sem sé að stuðla að vexti opinberra starfa um allt land. Ég tel of langt gengið í túlkun á þeirri stefnumörkun,“ segir Gunnar Axel. „Ef menn hafa ekkert að óttast þá ættu svona ákvarðanir, sem eru gríðarlega stórar og varða fjölda einstaklinga, að fara fyrir Alþingi og löggjafarvaldið að taka ákvörðun um þessi mál. Menn verða að átta sig á því að það er stórkostlegt inngrip í stjórnsýsluna að flytja stofnun með manni og mús landshorna á milli.“ Ellefu sveitarstjórnarfulltrúar sitja í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fimm þeirra eru af höfuðborgarsvæðinu en sex stjórnarmenn utan af landi. Alþingi Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Sjá meira
Tveir stjórnarmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga eru ósammála umsögn sambandsins um lagafrumvarp sem heimilar ráðherrum að ákveða staðsetningu ríkisstofnana án atbeina Alþingis. Borgarfulltrúinn S. Björn Blöndal og bæjarfulltrúi Hafnarfjarðar í stjórn sambandsins, Gunnar Axel Axelsson, settu fyrirvara við umsögnina á síðasta stjórnarfundi sambandsins. Eru þeir ósammála umsögninni sem undirrituð er af Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra sambandsins.@kvót fréttasíður nafnogtitill:Í umsögninni telur sambandið nauðsynlegt að lögfesta heimild ráðherra til að ákveða aðsetur stofnana enda mikilvægt að svigrúm sé til flutnings opinberra starfa á landsbyggðirnar þar sem rök eru á annað borð talin standa til þess. Gerir sambandið því ekki athugasemdir við frumvarpið. Þessu eru fulltrúar Reykjavíkur og Hafnarfjarðar ekki sammála. Nýlegt dæmi um flutning Fiskistofu sýni að vald ráðherra í þessum efnum sé of mikið. „Við settum fyrirvara við þessa umsögn. Við teljum ekki rétt að ráðherra geti einn síns liðs ákveðið að flytja stofnun sem undir hann heyrir án þess að leita til Alþingis með ákvörðun sína. Við teljum það mikilvægt að upplýst umræða um staðsetningu, og eftir því sem við á, flutning stofnana eigi sér stað innan sala Alþingis frammi fyrir opnum tjöldum,“ segir S. Björn Blöndal. „Í því samhengi bendum við á ákvörðun sjávarútvegsráðherra um flutning Fiskistofu.“ Gunnar Axel segir þessa umsögn ganga of langt að sínu mati. „Rökstuðningur sambandsins er á þá leið að þetta sé í samræmi við samþykkta stefnumörkun þess sem sé að stuðla að vexti opinberra starfa um allt land. Ég tel of langt gengið í túlkun á þeirri stefnumörkun,“ segir Gunnar Axel. „Ef menn hafa ekkert að óttast þá ættu svona ákvarðanir, sem eru gríðarlega stórar og varða fjölda einstaklinga, að fara fyrir Alþingi og löggjafarvaldið að taka ákvörðun um þessi mál. Menn verða að átta sig á því að það er stórkostlegt inngrip í stjórnsýsluna að flytja stofnun með manni og mús landshorna á milli.“ Ellefu sveitarstjórnarfulltrúar sitja í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fimm þeirra eru af höfuðborgarsvæðinu en sex stjórnarmenn utan af landi.
Alþingi Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Sjá meira