Stjórnarandstaðan ósátt við frestun ESB umræðu Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2015 19:00 Stjórnarandstaðan gagnrýndi forseta Alþingis harðlega í dag fyrir að setja þingsályktun hennar um þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsviðræður ekki á dagskrá Alþingis fyrir páska. Forseti þingsins segir málið mjög mikilvægt enda með fyrstu málum á dagskrá þingsins að loknu páskaleyfi. Að deginum í dag meðtöldum eru einungis þrír fundardagar eftir á Alþingi fram að páskaleyfi þingmanna en þing kemur aftur saman hinn 13. apríl. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa sameiginlega lagt fram þingsályktun um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram hinn 25. september um hvort halda eigi áfram viðræðum við Evrópusambandið og leggja samning í dóm þjóðarinnar eða ekki. „Þessa tillögu má hvergi sjá á dagskrá fundarins í dag. Það hlýtur að vekja spurningar þegar þingmenn fjögurra flokka af sex hér á þingi og formenn þessara sömu flokka leggja fram slíka tillögu, hvað tefji? Af hverju hún fáist ekki sett hér á dagskrá til umræðu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis tók undir þau sjónarmið að málið væri mikilvægt. „Forseta er það auðvitað ljóst að á bakvið þessa tillögu standa formenn allra stjórnarandstöðuflokkanna og vildi þess vegna greiða fyrir því að málið færi á dagskrá. Niðurstaða forseta varð sú að þetta mál verði þá tekið fyrir strax að loknu páskahléi hér á Alþingi,“ sagði Einar Kristinn. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sættu sig ekki við þessi svör forseta. Stjórnarandstaðan sagði vel hægt að ræða þingsályktunartillögu hennar um þjóðaratkvæðagreiðslu. Meðal annars væri hægt að taka mál Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um þróunarsamvinnu út af dagskrá þingsins í dag. Enda hefði verið samþykkt að Ríkisendurskoðun legði mat á áhrif frumvarpsins. Það lægi því ekki á að ræða þetta frumvarp utanríkisráðherra sem fæli m.a. í sér að Þróunarsamvinnustofnun verði lögð niður og verkefni hennar færð inn í utanríkisráðuneytið. „Hvaða mál eru svo brýn að það sé ekki hægt að setja þetta mál á dagskrá (fyrir páska). Er það málið sem er ætlað að grafa undan þróunarsamvinnu Íslands við fátækustu ríki þessa heims? Er það mikilvægara,“ spurði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði gott að Samfylkingin vildi nú ræða Evrópusambandsmál á Alþingi og nauðsynlegt væri að ræða þau mál mjög ítarlega, sem ekki ynnist tími til fyrir páska. En stjórnarandstaðan bauð að fyrri umræðan yrði háð tímatakmörkunum þannig að henni gæti lokið fyrir páska og málið færi til nefndar. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata sagði tímann mikilvægan í þessum efnum þar sem stjórnarflokkarnir reyndu nú að fá Evrópusambandið til að slíta aðildarviðræðunum fyrir sig. Alþingi þyrfti því að hefja þessa umræðu sem fyrst. Alþingi ESB-málið Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Stjórnarandstaðan gagnrýndi forseta Alþingis harðlega í dag fyrir að setja þingsályktun hennar um þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsviðræður ekki á dagskrá Alþingis fyrir páska. Forseti þingsins segir málið mjög mikilvægt enda með fyrstu málum á dagskrá þingsins að loknu páskaleyfi. Að deginum í dag meðtöldum eru einungis þrír fundardagar eftir á Alþingi fram að páskaleyfi þingmanna en þing kemur aftur saman hinn 13. apríl. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa sameiginlega lagt fram þingsályktun um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram hinn 25. september um hvort halda eigi áfram viðræðum við Evrópusambandið og leggja samning í dóm þjóðarinnar eða ekki. „Þessa tillögu má hvergi sjá á dagskrá fundarins í dag. Það hlýtur að vekja spurningar þegar þingmenn fjögurra flokka af sex hér á þingi og formenn þessara sömu flokka leggja fram slíka tillögu, hvað tefji? Af hverju hún fáist ekki sett hér á dagskrá til umræðu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis tók undir þau sjónarmið að málið væri mikilvægt. „Forseta er það auðvitað ljóst að á bakvið þessa tillögu standa formenn allra stjórnarandstöðuflokkanna og vildi þess vegna greiða fyrir því að málið færi á dagskrá. Niðurstaða forseta varð sú að þetta mál verði þá tekið fyrir strax að loknu páskahléi hér á Alþingi,“ sagði Einar Kristinn. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sættu sig ekki við þessi svör forseta. Stjórnarandstaðan sagði vel hægt að ræða þingsályktunartillögu hennar um þjóðaratkvæðagreiðslu. Meðal annars væri hægt að taka mál Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um þróunarsamvinnu út af dagskrá þingsins í dag. Enda hefði verið samþykkt að Ríkisendurskoðun legði mat á áhrif frumvarpsins. Það lægi því ekki á að ræða þetta frumvarp utanríkisráðherra sem fæli m.a. í sér að Þróunarsamvinnustofnun verði lögð niður og verkefni hennar færð inn í utanríkisráðuneytið. „Hvaða mál eru svo brýn að það sé ekki hægt að setja þetta mál á dagskrá (fyrir páska). Er það málið sem er ætlað að grafa undan þróunarsamvinnu Íslands við fátækustu ríki þessa heims? Er það mikilvægara,“ spurði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði gott að Samfylkingin vildi nú ræða Evrópusambandsmál á Alþingi og nauðsynlegt væri að ræða þau mál mjög ítarlega, sem ekki ynnist tími til fyrir páska. En stjórnarandstaðan bauð að fyrri umræðan yrði háð tímatakmörkunum þannig að henni gæti lokið fyrir páska og málið færi til nefndar. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata sagði tímann mikilvægan í þessum efnum þar sem stjórnarflokkarnir reyndu nú að fá Evrópusambandið til að slíta aðildarviðræðunum fyrir sig. Alþingi þyrfti því að hefja þessa umræðu sem fyrst.
Alþingi ESB-málið Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira