Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. október 2025 07:51 Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segir fulla ástæðu til að hafa umtalsverðar áhyggjur af vanfjármögnun lögbundinna verkefna spítalans. Þetta kemur fram í umsögn Landspítalans um fjárlagafrumvarpið 2026 en þar segir meðal annars að þrátt fyrir nýja fjármögnun á sviði geð- og rannsóknarþjónustu, sé nokkurt bil billi fjárþarfar spítalans og þeirra fjárveitinga sem gert er ráð fyrir. Þar muni mestu um ófullnægjandi fjármögnun á nýjum kjarasamningi við lækna, þar sem spítalinn segir vanta um það bil 1,5 milljarð króna upp á, og á nýrri bráðamatsdeild í Fossvogi. Runólfur segir í umsögninni að óumflýjanlega muni þetta koma niður á menntunar- og vísindastarfi spítalans, sem sé miður. Spítalinn muni eftir sem áður leita allra leiða til að halda sig innan fjárheimilda og tryggja að fjárskorturinn komi ekki niður á þjónustu við sjúklinga. Í umsögninni segir að breytt aldurssamsetning þjóðarinnar og mannfjöldaspá til næstu ára kalli á viðvarandi vöxt í starfsemi Landspítalans. Að óbreyttu þurfi fjárveitingar að aukast um að lágmarki 2,7 prósent árlega til að halda í við eftirspurn eftir þjónustu. „Í frumvarpinu eru ýmis ný sérgreind verkefni fjármögnuð, einkum á sviði geðþjónustu en einnig nýjungar innan rannsóknarþjónustu. Þetta er mikilvægur stuðningur við umfangsmikið hlutverk spítalans,“ segir um fjárlagafrumvarpið. Raunvöxtur til Landspítala sé hins vegar 1,8 prósent á rekstrarlið, sem sé lægri en sem nemur fólksfjölgun og þá sé á sama tíma gerð hagræðingarkrafa um 0,7 prósent, sem beint sé að innkaupum á vörum og þjónustu. „Landspítali telur það mat á fjárþörf spítalans sem endurspeglast í frumvarpinu því nokkuð frá brýnni þörf á fjármögnun til að unnt sé að halda úti lögbundnu hlutverki hans.“ Kjarasamningur, viðhald og tækjakaup „Brýnustu liðir“ eru taldir upp í umsögninni, þeirra á meðal áðurnefnd fjármögnun vegna kjarasamnings ríkisins við Læknafélag Íslands og hagræðingarkrafa vegna jafnlaunavottunar og innkaupa á rekstrarvörum og tækjum. Þá er komið inn á skort á samfélagslegum úrræðum sem hamla starfsemi Landspítalans, þar sem segir meðal annars að ein af stærstu áskorunum spítalans sé að geta ekki útskrifað sjúklinga þegar meðferð er lokið. Þótt árangur hafi náðst hafi að meðaltali 86 legurými verið í notkun á dag á þessu ári fyrir einstaklinga sem lokið hafa meðferð. Þar af séu um 31 legurými á bráðadeildum teppt. Þessi þrátláta staða skapi ógn við öryggi sjúklinga og álag á starfsfólk og mönnunarvanda. Í umsögninni er enn fremur lögð áhersla á að að samþykkt verði fjárveiting til að fjármagna hlut Landspítala vegna nýrra eininga, sem metinn sé á um milljarð á ári. Þá segir að brýn viðhaldsverkefni séu framundan sem séu ófjármögnuð, meðal annars lagfæringar á Landakoti, endurnýjun legudeildar á Hringbraut og ýmsar úrbætur í Fossvogi. Auk þess sé mikil uppsöfnuð þörf á endurnýjun tækjabúnaðar og fjölgun tækja, til dæmis línuhraðla til krabbameinsmeðferðar, æðaþræðingatækja, aðgerðaþjarka og fleira. Fjárlagafrumvarp 2026 Landspítalinn Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn Landspítalans um fjárlagafrumvarpið 2026 en þar segir meðal annars að þrátt fyrir nýja fjármögnun á sviði geð- og rannsóknarþjónustu, sé nokkurt bil billi fjárþarfar spítalans og þeirra fjárveitinga sem gert er ráð fyrir. Þar muni mestu um ófullnægjandi fjármögnun á nýjum kjarasamningi við lækna, þar sem spítalinn segir vanta um það bil 1,5 milljarð króna upp á, og á nýrri bráðamatsdeild í Fossvogi. Runólfur segir í umsögninni að óumflýjanlega muni þetta koma niður á menntunar- og vísindastarfi spítalans, sem sé miður. Spítalinn muni eftir sem áður leita allra leiða til að halda sig innan fjárheimilda og tryggja að fjárskorturinn komi ekki niður á þjónustu við sjúklinga. Í umsögninni segir að breytt aldurssamsetning þjóðarinnar og mannfjöldaspá til næstu ára kalli á viðvarandi vöxt í starfsemi Landspítalans. Að óbreyttu þurfi fjárveitingar að aukast um að lágmarki 2,7 prósent árlega til að halda í við eftirspurn eftir þjónustu. „Í frumvarpinu eru ýmis ný sérgreind verkefni fjármögnuð, einkum á sviði geðþjónustu en einnig nýjungar innan rannsóknarþjónustu. Þetta er mikilvægur stuðningur við umfangsmikið hlutverk spítalans,“ segir um fjárlagafrumvarpið. Raunvöxtur til Landspítala sé hins vegar 1,8 prósent á rekstrarlið, sem sé lægri en sem nemur fólksfjölgun og þá sé á sama tíma gerð hagræðingarkrafa um 0,7 prósent, sem beint sé að innkaupum á vörum og þjónustu. „Landspítali telur það mat á fjárþörf spítalans sem endurspeglast í frumvarpinu því nokkuð frá brýnni þörf á fjármögnun til að unnt sé að halda úti lögbundnu hlutverki hans.“ Kjarasamningur, viðhald og tækjakaup „Brýnustu liðir“ eru taldir upp í umsögninni, þeirra á meðal áðurnefnd fjármögnun vegna kjarasamnings ríkisins við Læknafélag Íslands og hagræðingarkrafa vegna jafnlaunavottunar og innkaupa á rekstrarvörum og tækjum. Þá er komið inn á skort á samfélagslegum úrræðum sem hamla starfsemi Landspítalans, þar sem segir meðal annars að ein af stærstu áskorunum spítalans sé að geta ekki útskrifað sjúklinga þegar meðferð er lokið. Þótt árangur hafi náðst hafi að meðaltali 86 legurými verið í notkun á dag á þessu ári fyrir einstaklinga sem lokið hafa meðferð. Þar af séu um 31 legurými á bráðadeildum teppt. Þessi þrátláta staða skapi ógn við öryggi sjúklinga og álag á starfsfólk og mönnunarvanda. Í umsögninni er enn fremur lögð áhersla á að að samþykkt verði fjárveiting til að fjármagna hlut Landspítala vegna nýrra eininga, sem metinn sé á um milljarð á ári. Þá segir að brýn viðhaldsverkefni séu framundan sem séu ófjármögnuð, meðal annars lagfæringar á Landakoti, endurnýjun legudeildar á Hringbraut og ýmsar úrbætur í Fossvogi. Auk þess sé mikil uppsöfnuð þörf á endurnýjun tækjabúnaðar og fjölgun tækja, til dæmis línuhraðla til krabbameinsmeðferðar, æðaþræðingatækja, aðgerðaþjarka og fleira.
Fjárlagafrumvarp 2026 Landspítalinn Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent