Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. október 2025 21:01 Meirihlutinn hefur talað. Langflestir eru hrifnari af því að einkunnir séu birtar í tölustöfum en bókstöfum samkvæmt nýrri könnun. Getty Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er hlynntur einkunnagjöf í tölustöfum frekar en með bókstöfum samkvæmt nýrri könnun. Innan við þrír af hverjum hundrað eru hrifnir af því að einkunnir í íslenskum skólum séu birtar í bókstöfum. Nemendur sem hafa kynnst hvoru tveggja telja sumir að bókstafirnir séu betri á meðan öðrum þykja tölustafir nákvæmari og sanngjarnari. Í allnokkur ár hafa einkunnir í íslenskum grunnskólum verið gefnar í bókstöfum í stað tölustafa líkt og áður var. Sitt sýnist hverjum um hvort er betra, en samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var dagana 15. til 19. september liggur fyrir nokkuð afdráttarlaus skoðun meirihlutans. Ríflega 88% svarenda finnst að einkunnir í íslenskum skólum eigi að vera birtar í tölustöfum. Innan við tíu prósentum finnst það ekki skipta máli og aðeins 2,6 prósent segjast vilja hafa einkunnir í bókstöfum. Lítill munur er á svörum eftir aldri, þar sem yfirgnæfandi meirihluti í öllum aldurshópum er hrifnari af tölustöfum en bókstöfum, flestir þó á aldrinum 18 til 29 ára og fæstum á aldrinum 40 til 49 ára. Fjöldatölur eru við hvern hóp. Aðeins er greint eftir bakgrunni fyrir þá hópa þar sem 5 eða fleiri svöruðu spurningunni.Maskína Ekki var mikill munur á svörum eftir öðrum breytum heldur. Myndin hér að neðan sýnir hvernig svör dreifðust eftir kyni, aldri, búsetu, menntun, heimilistekjum og afstöðu til stjórnmálaflokka. Íbúar á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi, sem og kjósendur Pírata, Samfylkingar og Vinstri grænna voru þó öllu líklegri til að telja það ekki skipta máli hvort einkunnir séu í tölu- eða bókstöfum, en yfirgnæfandi meirihluti í öllum hópum kveðst hlynntari tölustöfum. Alls svöruðu 990 einstaklingar könnuninni. Líkt og niðurstöður könnunarinnar gefa til kynna eru svarendur allir 18 ára eða eldri. Fréttastofa fór á stúfana og ræddi við nokkra nemendur í Fjölbrautaskólanum við Ármúla, en þar fá nemendur einkunnir sínar í tölustöfum en ekki í bókstöfum líkt og þeir eru vanir úr grunnskóla. Líkt og heyra má í fréttinni hér að neðan hafa margir nemenda sterka skoðun á því hvort þeim finnst betra, bókstafir eða tölustafir. Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Börn og uppeldi Skoðanakannanir Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Í allnokkur ár hafa einkunnir í íslenskum grunnskólum verið gefnar í bókstöfum í stað tölustafa líkt og áður var. Sitt sýnist hverjum um hvort er betra, en samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var dagana 15. til 19. september liggur fyrir nokkuð afdráttarlaus skoðun meirihlutans. Ríflega 88% svarenda finnst að einkunnir í íslenskum skólum eigi að vera birtar í tölustöfum. Innan við tíu prósentum finnst það ekki skipta máli og aðeins 2,6 prósent segjast vilja hafa einkunnir í bókstöfum. Lítill munur er á svörum eftir aldri, þar sem yfirgnæfandi meirihluti í öllum aldurshópum er hrifnari af tölustöfum en bókstöfum, flestir þó á aldrinum 18 til 29 ára og fæstum á aldrinum 40 til 49 ára. Fjöldatölur eru við hvern hóp. Aðeins er greint eftir bakgrunni fyrir þá hópa þar sem 5 eða fleiri svöruðu spurningunni.Maskína Ekki var mikill munur á svörum eftir öðrum breytum heldur. Myndin hér að neðan sýnir hvernig svör dreifðust eftir kyni, aldri, búsetu, menntun, heimilistekjum og afstöðu til stjórnmálaflokka. Íbúar á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi, sem og kjósendur Pírata, Samfylkingar og Vinstri grænna voru þó öllu líklegri til að telja það ekki skipta máli hvort einkunnir séu í tölu- eða bókstöfum, en yfirgnæfandi meirihluti í öllum hópum kveðst hlynntari tölustöfum. Alls svöruðu 990 einstaklingar könnuninni. Líkt og niðurstöður könnunarinnar gefa til kynna eru svarendur allir 18 ára eða eldri. Fréttastofa fór á stúfana og ræddi við nokkra nemendur í Fjölbrautaskólanum við Ármúla, en þar fá nemendur einkunnir sínar í tölustöfum en ekki í bókstöfum líkt og þeir eru vanir úr grunnskóla. Líkt og heyra má í fréttinni hér að neðan hafa margir nemenda sterka skoðun á því hvort þeim finnst betra, bókstafir eða tölustafir.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Börn og uppeldi Skoðanakannanir Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira