Innlent

Friður á Gasa mögu­lega í sjón­máli og rætt við utan­ríkis­ráð­herra Palestínu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um tíðindi gærkvöldsins þegar fregnir bárust af því að friður sé nú mögulega í sjónmáli á Gasa.

Við fjöllum um helstu atriðin í friðaráætluninni sem nú er verið að semja um og viðbrögð ráðamanna um allan heim. 

Þá ræðum við málið við utanríkisráðherra heimastjórnar Palestínu en hún er stödd hér á landi og fundaði með kollega sínum Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir í morgun. 

Einnig fjöllum við um væntanlegt Kvennafrí sem er í uppsiglingu síðar í mánuðinum og um vaxtastigið í landinu.

Í sportinu verður svo fjallað um landsleikinn á Laugardalsvelli annað kvöld en þar getur liðið tekið stórt skref í átt að því að spila um laust sæti á HM. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×