Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Atli Ísleifsson skrifar 9. október 2025 07:40 VÆB-bræður voru fulltrúar Íslands í Eurovision fyrr á þessu ár. Vísir/Hulda Margrét Meirihluti þjóðarinnar er almennt hlynntur þátttöku Íslands í Eurovision en ekki ef Ísrael verður með, eða 58 prósent. Ríflega fimmtungur er hlynntur þátttöku Íslands óháð þátttöku Ísrael. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Samkvæmt niðurstöðunni eru nær 15 prósent landsmanna mótfallin þátttöku í keppninni óháð þátttöku Ísrael og sex prósent eru almennt hlynnt þátttöku en ekki ef Ísrael verður meinuð þátttaka. Í tilkynningu frá Gallup segir að í lok septembermánaðar hafi stjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva boðað til atkvæðagreiðslu aðildarríkja söngvakeppninnar Eurovision um þátttöku Ísrael í henni. „Atkvæðagreiðslan fer fram í byrjun nóvember og er boðuð í kjölfar þess að nokkur þátttökulönd hafa þrýst á sambandið að meina Ísrael þátttöku og einhver hafa tilkynnt að þau dragi sig annars úr keppni. Forysta RÚV hefur gefið í skyn að þau muni ólíklega taka þátt í keppninni verði Ísrael með og að þau muni líklega greiða atkvæði gegn þátttöku Ísrael en hefur ekki gefið afgerandi svör. Útvarpsstjórar norðurlandanna koma saman á næstu dögum og haft er eftir stjórnarformanni RÚV að ákvörðun verði að öllum líkindum tekin í lok mánaðar um hvort stofnunin greiði atkvæði með brottvísun Ísrael úr keppninni eða ekki,“ segir í tilkynningunni. Áfram segir að í byrjun síðasta árs hafi legið fyrir að Ísland tæki þátt í keppninni í fyrra en gagnrýnisraddir voru uppi um það vegna þátttöku Ísrael. Könnun Gallup á viðhorfi landsmanna sýndi að þá voru rúmlega þrír af hverjum tíu fylgjandi þátttöku Íslands en nær helmingur andvígur. „Þátttaka Ísrael hefur minni áhrif á viðhorf karla en kvenna til þess hvort Ísland eigi að taka þátt eða ekki. Íbúar landsbyggðarinnar eru almennt mótfallnari þátttöku í keppninni en íbúar höfuðborgarsvæðisins, óháð þátttöku Ísrael. Fólk með háskólapróf er líklegra en fólk með minni menntun að baki til að vera almennt hlynnt þátttöku en ekki ef Ísrael verður með. Þátttaka Ísrael hefur minni áhrif á viðhorf þeirra sem hafa ekki lokið háskólaprófi. Fólk með lægstar fjölskyldutekjur er frekar almennt mótfallið þátttöku Íslands í keppninni en fólk með hærri tekjur. Þau sem kysu Sjálfstæðisflokkinn eða Miðflokkinn ef kosið yrði til Alþingis nú eru líklegust til að vera hlynnt þátttöku Íslands í keppninni óháð þátttöku Ísrael. Þau sem kysu Samfylkinguna eða Viðreisn eru líklegust til að vera almennt hlynnt þátttöku en ekki ef Ísrael verður með,“ segir í tilkynningunni. Niðurstöður eru úr netkönnun Gallup sem gerð var dagana 18. september til 2. október 2025. Heildarúrtaksstærð var 1.748 og þátttökuhlutfall var 46,8 prósent. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Eurovision 2026 Eurovision Ríkisútvarpið Skoðanakannanir Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins segir Eurovision vera áróðursstökkpall fyrir ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Ísraelar hafi stundað áróðursherferð í 35 löndum í keppninni í ár til að tryggja árangur. Ísland geti dregið sig úr keppni jafnvel þó EBU ákveði að vísa Ísrael ekki úr keppni. 6. október 2025 10:30 Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins vill að Ísrael verði vikið úr Eurovision. Stjórnvöld þar hafi sagt sig úr samfélagi siðaðra manna. Ísraelar noti keppnina sem áróðurstól. 5. október 2025 13:33 Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Stefán Jón Hafstein, formaður stjórnar RÚV, segir í aðsendri grein á Vísi að hans mati eigi að víkja Ísrael úr Eurovision tafarlaust. Greinina skrifar hann í eigin nafni, ekki nafni stjórnar. Útvarpsstjórar Norðurlanda funda í Reykjavík á næstu dögum um atkvæðagreiðslu sem fer fram í nóvember um áframhaldandi þátttöku Ísrael. Fulltrúi stjórnar Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, verður á fundinum í Reykjavík. 5. október 2025 08:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Samkvæmt niðurstöðunni eru nær 15 prósent landsmanna mótfallin þátttöku í keppninni óháð þátttöku Ísrael og sex prósent eru almennt hlynnt þátttöku en ekki ef Ísrael verður meinuð þátttaka. Í tilkynningu frá Gallup segir að í lok septembermánaðar hafi stjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva boðað til atkvæðagreiðslu aðildarríkja söngvakeppninnar Eurovision um þátttöku Ísrael í henni. „Atkvæðagreiðslan fer fram í byrjun nóvember og er boðuð í kjölfar þess að nokkur þátttökulönd hafa þrýst á sambandið að meina Ísrael þátttöku og einhver hafa tilkynnt að þau dragi sig annars úr keppni. Forysta RÚV hefur gefið í skyn að þau muni ólíklega taka þátt í keppninni verði Ísrael með og að þau muni líklega greiða atkvæði gegn þátttöku Ísrael en hefur ekki gefið afgerandi svör. Útvarpsstjórar norðurlandanna koma saman á næstu dögum og haft er eftir stjórnarformanni RÚV að ákvörðun verði að öllum líkindum tekin í lok mánaðar um hvort stofnunin greiði atkvæði með brottvísun Ísrael úr keppninni eða ekki,“ segir í tilkynningunni. Áfram segir að í byrjun síðasta árs hafi legið fyrir að Ísland tæki þátt í keppninni í fyrra en gagnrýnisraddir voru uppi um það vegna þátttöku Ísrael. Könnun Gallup á viðhorfi landsmanna sýndi að þá voru rúmlega þrír af hverjum tíu fylgjandi þátttöku Íslands en nær helmingur andvígur. „Þátttaka Ísrael hefur minni áhrif á viðhorf karla en kvenna til þess hvort Ísland eigi að taka þátt eða ekki. Íbúar landsbyggðarinnar eru almennt mótfallnari þátttöku í keppninni en íbúar höfuðborgarsvæðisins, óháð þátttöku Ísrael. Fólk með háskólapróf er líklegra en fólk með minni menntun að baki til að vera almennt hlynnt þátttöku en ekki ef Ísrael verður með. Þátttaka Ísrael hefur minni áhrif á viðhorf þeirra sem hafa ekki lokið háskólaprófi. Fólk með lægstar fjölskyldutekjur er frekar almennt mótfallið þátttöku Íslands í keppninni en fólk með hærri tekjur. Þau sem kysu Sjálfstæðisflokkinn eða Miðflokkinn ef kosið yrði til Alþingis nú eru líklegust til að vera hlynnt þátttöku Íslands í keppninni óháð þátttöku Ísrael. Þau sem kysu Samfylkinguna eða Viðreisn eru líklegust til að vera almennt hlynnt þátttöku en ekki ef Ísrael verður með,“ segir í tilkynningunni. Niðurstöður eru úr netkönnun Gallup sem gerð var dagana 18. september til 2. október 2025. Heildarúrtaksstærð var 1.748 og þátttökuhlutfall var 46,8 prósent. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.
Eurovision 2026 Eurovision Ríkisútvarpið Skoðanakannanir Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins segir Eurovision vera áróðursstökkpall fyrir ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Ísraelar hafi stundað áróðursherferð í 35 löndum í keppninni í ár til að tryggja árangur. Ísland geti dregið sig úr keppni jafnvel þó EBU ákveði að vísa Ísrael ekki úr keppni. 6. október 2025 10:30 Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins vill að Ísrael verði vikið úr Eurovision. Stjórnvöld þar hafi sagt sig úr samfélagi siðaðra manna. Ísraelar noti keppnina sem áróðurstól. 5. október 2025 13:33 Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Stefán Jón Hafstein, formaður stjórnar RÚV, segir í aðsendri grein á Vísi að hans mati eigi að víkja Ísrael úr Eurovision tafarlaust. Greinina skrifar hann í eigin nafni, ekki nafni stjórnar. Útvarpsstjórar Norðurlanda funda í Reykjavík á næstu dögum um atkvæðagreiðslu sem fer fram í nóvember um áframhaldandi þátttöku Ísrael. Fulltrúi stjórnar Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, verður á fundinum í Reykjavík. 5. október 2025 08:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins segir Eurovision vera áróðursstökkpall fyrir ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Ísraelar hafi stundað áróðursherferð í 35 löndum í keppninni í ár til að tryggja árangur. Ísland geti dregið sig úr keppni jafnvel þó EBU ákveði að vísa Ísrael ekki úr keppni. 6. október 2025 10:30
Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins vill að Ísrael verði vikið úr Eurovision. Stjórnvöld þar hafi sagt sig úr samfélagi siðaðra manna. Ísraelar noti keppnina sem áróðurstól. 5. október 2025 13:33
Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Stefán Jón Hafstein, formaður stjórnar RÚV, segir í aðsendri grein á Vísi að hans mati eigi að víkja Ísrael úr Eurovision tafarlaust. Greinina skrifar hann í eigin nafni, ekki nafni stjórnar. Útvarpsstjórar Norðurlanda funda í Reykjavík á næstu dögum um atkvæðagreiðslu sem fer fram í nóvember um áframhaldandi þátttöku Ísrael. Fulltrúi stjórnar Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, verður á fundinum í Reykjavík. 5. október 2025 08:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent