Innlent

Selta olli raf­magns­leysi á Suður­landi

Árni Sæberg skrifar
Bilunin nær austur að Vík.
Bilunin nær austur að Vík. Jóhann K. Jóhannsson

Rafmagnslaust var frá Rimakoti á Suðurlandi austur að Vík um tíma í dag. Talið er að selta hafi valdið rafmagnsleysinu. 

Tilkynnt var um rafmagnsleysið á vef Rarik klukkan 12:10 en Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúa Rarik, segir að rafmagn sé komið á aftur. Engar skemmdir hafi fundust á línunni, Rímakotslínu 1, og talið sé að ástæðan hafi verið selta. Mikil selta hafi fylgt veðrinu síðasta sólarhring.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×