Hænufet í rétta átt Svandís Svavarsdóttir skrifar 17. desember 2011 07:00 Nýlokið er árlegri loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem þetta skiptið var haldin í Durban í Suður-Afríku. Væntingar fyrir ráðstefnuna voru litlar sem engar, sér í lagi eftir vonbrigði sem urðu með loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn fyrir tveimur árum, en þvert á væntingar þokaði málum áfram. Því miður er varla hægt að segja að þar hafi verið um meira en eitt hænuskref að ræða, þó að vissulega hafi orðið vart við mjög mikilvægan samhljóm á ráðstefnunni. Samkomulag í sjónmáli?Leiðin að alþjóðlegum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum hefur verið þyrnum stráð undanfarna tvo áratugi. Fljótt þótti ljóst að upphaflegur loftslagssamningur Sameinuðu þjóðanna, sem undirritaður var árið 1992, dygði ekki til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar upp að því marki sem æskilegt væri. Til að bregðast við því var Kýótó-bókunin gerð við samninginn árið 1995, þar sem komið var á nokkuð skýru kerfi, með mælanlegum og lagalega bindandi markmiðum. Kýótó-bókunin mætti talsverðri mótspyrnu og þess sér enn merki í því að Bandaríkin hafa aldrei staðfest bókunina. Þannig stendur eitt stærsta losunarríkið utan Kýótó-bókunarinnar, en jafnframt hafa ört vaxandi þróunarríki á borð við Kína, Indland og Brasilíu ekki tekið á sig skuldbindingar. Undanfarin ár hafa ríki sem nú losa um 16% gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu lýst sig reiðubúin að halda áfram skuldbindingum í takt við Kýótó-bókunina, en betur má ef duga skal. Hafa viðræður því stefnt að því að auka það hlutfall til muna í nýju samkomulagi, sem gæti tekið gildi þegar fyrsta skuldbindingatímabil Kýótó endar undir lok árs 2012. Því miður var niðurstaða loftslagsráðstefnunnar í Durban í meginatriðum sú að eina ferðina enn var ákveðið að komast að niðurstöðu síðar. Kýótó-bókunin verður framlengd um nokkur ár í stað þess að nýtt samkomulag taki gildi en vonir eru bundnar við að hægt sé að ljúka vinnu við alþjóðlega aðgerðaáætlun fyrir 2015 sem tekið geti gildi árið 2020. ViðhorfsbreytingEinu ber þó sérstaklega að fagna. Það er sú þróun sem hefur verið undanfarin ár en kom sérstaklega skýrt fram í Durban, að þjóðir heims eru hættar að karpa um það hvort loftslagsváin sé raunveruleg og aðgerða sé þörf. Þetta er mikilvægt skref, því nú virðast öll lönd heimsins vera tilbúin að nálgast lagalega bindandi samkomulag – þótt enn greini þau á um eðli og inntak slíks samkomulags. Í fyrsta sinn eru ríki eins og Bandaríkin, Kína og Indland, sem til þessa hafa ekki viljað ljá máls á lagalega bindandi samkomulagi, komin að samningaborðinu. En tíminn er naumur og aðgerða er þörf. Heimurinn hefur ekki efni á því að sífellt sé bætt við viljayfirlýsingum um að senn þurfi að bregðast við loftslagsvandanum. Fyrir sum ríki heims er tíminn í raun runninn út, fyrir enn fleiri er of seint að bregðast við vandanum innan einhverra ára. Að óbreyttu þurfum við að horfast í augu við gjörbreytt veðurfar og náttúrufar um alla jörð. Í þessum málum hefur Ísland tekið skýra stöðu með þeim ríkjum sem vilja framlengja Kýótó-bókunina. Fyrir tveimur árum var sú ákvörðun tekin að vera í samfloti með nágrannaþjóðum okkar í Evrópu í samningaviðræðunum, en Evrópusambandið myndar meginstoð þeirra ríkja sem standa undir losunarskuldbindingum samkvæmt Kýótó-bókuninni. Hér skiptir máli að ganga fram með góðu fordæmi, sama hversu stór eða smá ríki eru. Í því skyni hafa íslensk stjórnvöld sett saman aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem til stendur að endurskoða rækilega á næsta ári. Þar eru sett fram metnaðarfull og raunhæf skref í átt að minni losun á þeim sviðum þar sem Íslendingar standa sig ekki sem skyldi. Við megum vera ánægð með það hversu lítil losun er hér á landi í tengslum við húshitun og orkuframleiðslu en þegar kemur t.d. að samgöngum erum við óvenjumiklir umhverfissóðar. Stærsta verkefni samtímansLoftslagsmálin eru stærsta viðfangsefni stjórnmála samtímans og eitt stærsta jafnréttismál okkar daga. Loftslagsmálin snúast um jafnrétti á milli þjóða heims, en þau ríki sem verst verða úti við loftslagsbreytingar eru mörg hver meðal þeirra fátækustu og þau sem menga mest oft þau auðugustu. Loftslagsmálin snúast líka um jafnrétti kynslóðanna, að tryggja að komandi kynslóðir hafi sama rétt og við til að njóta gæða jarðarinnar um ókomna tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Nýlokið er árlegri loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem þetta skiptið var haldin í Durban í Suður-Afríku. Væntingar fyrir ráðstefnuna voru litlar sem engar, sér í lagi eftir vonbrigði sem urðu með loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn fyrir tveimur árum, en þvert á væntingar þokaði málum áfram. Því miður er varla hægt að segja að þar hafi verið um meira en eitt hænuskref að ræða, þó að vissulega hafi orðið vart við mjög mikilvægan samhljóm á ráðstefnunni. Samkomulag í sjónmáli?Leiðin að alþjóðlegum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum hefur verið þyrnum stráð undanfarna tvo áratugi. Fljótt þótti ljóst að upphaflegur loftslagssamningur Sameinuðu þjóðanna, sem undirritaður var árið 1992, dygði ekki til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar upp að því marki sem æskilegt væri. Til að bregðast við því var Kýótó-bókunin gerð við samninginn árið 1995, þar sem komið var á nokkuð skýru kerfi, með mælanlegum og lagalega bindandi markmiðum. Kýótó-bókunin mætti talsverðri mótspyrnu og þess sér enn merki í því að Bandaríkin hafa aldrei staðfest bókunina. Þannig stendur eitt stærsta losunarríkið utan Kýótó-bókunarinnar, en jafnframt hafa ört vaxandi þróunarríki á borð við Kína, Indland og Brasilíu ekki tekið á sig skuldbindingar. Undanfarin ár hafa ríki sem nú losa um 16% gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu lýst sig reiðubúin að halda áfram skuldbindingum í takt við Kýótó-bókunina, en betur má ef duga skal. Hafa viðræður því stefnt að því að auka það hlutfall til muna í nýju samkomulagi, sem gæti tekið gildi þegar fyrsta skuldbindingatímabil Kýótó endar undir lok árs 2012. Því miður var niðurstaða loftslagsráðstefnunnar í Durban í meginatriðum sú að eina ferðina enn var ákveðið að komast að niðurstöðu síðar. Kýótó-bókunin verður framlengd um nokkur ár í stað þess að nýtt samkomulag taki gildi en vonir eru bundnar við að hægt sé að ljúka vinnu við alþjóðlega aðgerðaáætlun fyrir 2015 sem tekið geti gildi árið 2020. ViðhorfsbreytingEinu ber þó sérstaklega að fagna. Það er sú þróun sem hefur verið undanfarin ár en kom sérstaklega skýrt fram í Durban, að þjóðir heims eru hættar að karpa um það hvort loftslagsváin sé raunveruleg og aðgerða sé þörf. Þetta er mikilvægt skref, því nú virðast öll lönd heimsins vera tilbúin að nálgast lagalega bindandi samkomulag – þótt enn greini þau á um eðli og inntak slíks samkomulags. Í fyrsta sinn eru ríki eins og Bandaríkin, Kína og Indland, sem til þessa hafa ekki viljað ljá máls á lagalega bindandi samkomulagi, komin að samningaborðinu. En tíminn er naumur og aðgerða er þörf. Heimurinn hefur ekki efni á því að sífellt sé bætt við viljayfirlýsingum um að senn þurfi að bregðast við loftslagsvandanum. Fyrir sum ríki heims er tíminn í raun runninn út, fyrir enn fleiri er of seint að bregðast við vandanum innan einhverra ára. Að óbreyttu þurfum við að horfast í augu við gjörbreytt veðurfar og náttúrufar um alla jörð. Í þessum málum hefur Ísland tekið skýra stöðu með þeim ríkjum sem vilja framlengja Kýótó-bókunina. Fyrir tveimur árum var sú ákvörðun tekin að vera í samfloti með nágrannaþjóðum okkar í Evrópu í samningaviðræðunum, en Evrópusambandið myndar meginstoð þeirra ríkja sem standa undir losunarskuldbindingum samkvæmt Kýótó-bókuninni. Hér skiptir máli að ganga fram með góðu fordæmi, sama hversu stór eða smá ríki eru. Í því skyni hafa íslensk stjórnvöld sett saman aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem til stendur að endurskoða rækilega á næsta ári. Þar eru sett fram metnaðarfull og raunhæf skref í átt að minni losun á þeim sviðum þar sem Íslendingar standa sig ekki sem skyldi. Við megum vera ánægð með það hversu lítil losun er hér á landi í tengslum við húshitun og orkuframleiðslu en þegar kemur t.d. að samgöngum erum við óvenjumiklir umhverfissóðar. Stærsta verkefni samtímansLoftslagsmálin eru stærsta viðfangsefni stjórnmála samtímans og eitt stærsta jafnréttismál okkar daga. Loftslagsmálin snúast um jafnrétti á milli þjóða heims, en þau ríki sem verst verða úti við loftslagsbreytingar eru mörg hver meðal þeirra fátækustu og þau sem menga mest oft þau auðugustu. Loftslagsmálin snúast líka um jafnrétti kynslóðanna, að tryggja að komandi kynslóðir hafi sama rétt og við til að njóta gæða jarðarinnar um ókomna tíð.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun