Dóp í hraðsendingu hratt málinu af stað 10. júní 2009 00:01 Mikið magn fíkniefna hefur verið tekið það sem af er árinu. Lögregla rannsakar nú afar umfangsmikið mál sem talið er ná víða um lönd. Þrír karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna gríðarlega umfangsmikils fíkniefnamáls sem talið er teygja anga sína víða um lönd. Lögreglan verst fregna af því hvaða lönd rannsóknin varðar á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Fyrsti maðurinn var handtekinn eftir að hraðsending sem reyndist innihalda nokkur kíló af hörðum fíkniefnum hafði borist hingað til lands. Hann var handtekinn 22. maí og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. júní. Gæsluvarðhald var síðan framlengt til 12. júní vegna rannsóknarhagsmuna. Tveir karlmenn til viðbótar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. júní, grunaðir um aðild að skipulagningu á innflutningi á fíkniefnum til landsins auk peningaþvættis. Þeir eru Ársæll Snorrason, sem er á fimmtugsaldri, og Sigurður Ólason sem er á sextugsaldri. Ársæll var raunar handtekinn í fangelsinu á Litla-Hrauni, þar sem hann afplánar nú fimm ára dóm vegna BMW-málsins svokallaða. Í því máli var reynt að smygla til landsins fimmtán kílóum af amfetamíni og tíu af hassi í bensíntanki BMW-bíls árið 2006. Ársæll hafði áður verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Hollandi fyrir fíkniefnabrot. Þriðji maðurinn sem situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins er Sigurður Ólason. Hann var fyrir nokkrum árum dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að smygli á þrjátíu kílóum af hassi. Fjórði maður var einnig handtekinn í aðgerðum lögreglunnar en honum var sleppt að skýrslutöku lokinni. Hvað þá þrjá menn varðar, sem sitja í gæsluvarðhaldi nú, rannsakar lögregla meðal annars hvort tengsl séu milli þeirra og alþjóðlegs glæpahrings, sem meðal annars hefur staðið fyrir fíkniefnasmygli og öðrum umfangsmiklum afbrotum. Í aðgerð lögreglu í fyrradag voru fimm menn handteknir og ellefu húsleitir gerðar. Rannsókn lögreglu er liður í rannsókn fleiri landa og unnin í samvinnu við tengslaskrifstofu Íslands hjá Europol. Hér á landi hafa lögregluembættin á Suðurnesjum og tollyfirvöld komið að málinu. Lögreglumál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Sjá meira
Þrír karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna gríðarlega umfangsmikils fíkniefnamáls sem talið er teygja anga sína víða um lönd. Lögreglan verst fregna af því hvaða lönd rannsóknin varðar á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Fyrsti maðurinn var handtekinn eftir að hraðsending sem reyndist innihalda nokkur kíló af hörðum fíkniefnum hafði borist hingað til lands. Hann var handtekinn 22. maí og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. júní. Gæsluvarðhald var síðan framlengt til 12. júní vegna rannsóknarhagsmuna. Tveir karlmenn til viðbótar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. júní, grunaðir um aðild að skipulagningu á innflutningi á fíkniefnum til landsins auk peningaþvættis. Þeir eru Ársæll Snorrason, sem er á fimmtugsaldri, og Sigurður Ólason sem er á sextugsaldri. Ársæll var raunar handtekinn í fangelsinu á Litla-Hrauni, þar sem hann afplánar nú fimm ára dóm vegna BMW-málsins svokallaða. Í því máli var reynt að smygla til landsins fimmtán kílóum af amfetamíni og tíu af hassi í bensíntanki BMW-bíls árið 2006. Ársæll hafði áður verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Hollandi fyrir fíkniefnabrot. Þriðji maðurinn sem situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins er Sigurður Ólason. Hann var fyrir nokkrum árum dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að smygli á þrjátíu kílóum af hassi. Fjórði maður var einnig handtekinn í aðgerðum lögreglunnar en honum var sleppt að skýrslutöku lokinni. Hvað þá þrjá menn varðar, sem sitja í gæsluvarðhaldi nú, rannsakar lögregla meðal annars hvort tengsl séu milli þeirra og alþjóðlegs glæpahrings, sem meðal annars hefur staðið fyrir fíkniefnasmygli og öðrum umfangsmiklum afbrotum. Í aðgerð lögreglu í fyrradag voru fimm menn handteknir og ellefu húsleitir gerðar. Rannsókn lögreglu er liður í rannsókn fleiri landa og unnin í samvinnu við tengslaskrifstofu Íslands hjá Europol. Hér á landi hafa lögregluembættin á Suðurnesjum og tollyfirvöld komið að málinu.
Lögreglumál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Sjá meira