Vel heppnuð skíðaferð án skíða Dagur B. Eggertsson skrifar 9. júlí 2004 00:01 Dagur B. Eggertsson - "Án hættumats og rökstuðnings eru fundir með Bandaríkjaforseta eins og þegar skíðalandsliðið mætti á Ólympíuleikana með allt nema skíðin." Blaðamannafundur Davíðs Oddssonar og Bush Bandaríkjaforseta hafði einhvern veginn sömu áhrif á mig og þegar Icy-tríóið flutti Gleðibankann í Bergen. Það hríslaðist um mig eitthvert undarlegt sambland af þjóðarstolti og bjánahrolli. Meira en ár er síðan upplýst var að Bandaríkjastjórn hafði ákveðið einhliða að draga orrustuvélar sínar frá Keflavíkurflugvelli. Forsætisráðherra gerði vel í að ná málinu úr þeim farvegi og inn á borð Bandaríkjaforseta. Það má hann eiga. En við fundarborðið virðist Davíð hafa dottið í hlutverk stráksins sem hafði mannað sig upp í tala við sætustu stelpuna í skólanum en gleymdi að hafa eitthvað að segja. Brá ekki fyrir glotti þegar Bush hallaði sér að okkar manni og sagði að næst mættu Íslendingar gjarnan leggja fram hættumat og rök fyrir því að landið þyrfti loftvarnir? Við getum í það minnsta gefið okkur að samningamenn Bandaríkjamanna hafi brosað í kampinn. Morgunblaðið sagði nefnilega frá því fyrir meira en tveimur árum að málefnafátækt Íslendinga í varnarviðræðunum vekti furðu. Þá voru "auðfundnir þeir menn [í Washington] sem engan botn fá í hættumat íslenskra ráðamanna": Og það er ennþá staðan. En hvernig hefur ríkisstjórnin nýtt tímann? Í vetur voru þoturnar umdeildu vikum saman á meginlandi Afríku án þess að nokkur tæki eftir. Ætli það hafi orðið til að styrkja trúna á hættumati Íslendinga? Heldur einhver að herþotur haldist hér á sjarmanum einum saman? Forsætisráðherra virðist mæta verr undirbúinn til viðræðna um þær en nýútskrifað skólafólk á leið í atvinnuviðtal. Goðsögnin um að Sjálfstæðisflokknum sé best treystandi fyrir varnar- og öryggismálum hefur beðið skipbrot. Eftir meira en tíu ára viðræður um varnarmál örlar ekki ennþá á mati á varnarþörf landsins, hvaða breytingar hafi orðið eftir lok kalda stríðsins og hvert hlutverk Íslands eigi að vera í hinni nýju heimsmynd. Án slíkra gagna eru fundir með Bandaríkjaforseta eins og þegar skíðalandsliðið mætti á Ólympíuleikana með allt nema skíðin. Þau gleymdust óvart heima. Sýnu verst er þó að fá hvað eftir annað staðfestingu á því að pukur og leynd íslenskra stjórnvalda með varnarmálin hafi fyrst og fremst verið til þess að breiða yfir veikan málstað og óvönduð vinnubrögð. Fyrir vikið hafa liðið tíu löng ár án löngu tímabærrar umræðu og endurskoðunar á öryggis- og varnarstefnu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson - "Án hættumats og rökstuðnings eru fundir með Bandaríkjaforseta eins og þegar skíðalandsliðið mætti á Ólympíuleikana með allt nema skíðin." Blaðamannafundur Davíðs Oddssonar og Bush Bandaríkjaforseta hafði einhvern veginn sömu áhrif á mig og þegar Icy-tríóið flutti Gleðibankann í Bergen. Það hríslaðist um mig eitthvert undarlegt sambland af þjóðarstolti og bjánahrolli. Meira en ár er síðan upplýst var að Bandaríkjastjórn hafði ákveðið einhliða að draga orrustuvélar sínar frá Keflavíkurflugvelli. Forsætisráðherra gerði vel í að ná málinu úr þeim farvegi og inn á borð Bandaríkjaforseta. Það má hann eiga. En við fundarborðið virðist Davíð hafa dottið í hlutverk stráksins sem hafði mannað sig upp í tala við sætustu stelpuna í skólanum en gleymdi að hafa eitthvað að segja. Brá ekki fyrir glotti þegar Bush hallaði sér að okkar manni og sagði að næst mættu Íslendingar gjarnan leggja fram hættumat og rök fyrir því að landið þyrfti loftvarnir? Við getum í það minnsta gefið okkur að samningamenn Bandaríkjamanna hafi brosað í kampinn. Morgunblaðið sagði nefnilega frá því fyrir meira en tveimur árum að málefnafátækt Íslendinga í varnarviðræðunum vekti furðu. Þá voru "auðfundnir þeir menn [í Washington] sem engan botn fá í hættumat íslenskra ráðamanna": Og það er ennþá staðan. En hvernig hefur ríkisstjórnin nýtt tímann? Í vetur voru þoturnar umdeildu vikum saman á meginlandi Afríku án þess að nokkur tæki eftir. Ætli það hafi orðið til að styrkja trúna á hættumati Íslendinga? Heldur einhver að herþotur haldist hér á sjarmanum einum saman? Forsætisráðherra virðist mæta verr undirbúinn til viðræðna um þær en nýútskrifað skólafólk á leið í atvinnuviðtal. Goðsögnin um að Sjálfstæðisflokknum sé best treystandi fyrir varnar- og öryggismálum hefur beðið skipbrot. Eftir meira en tíu ára viðræður um varnarmál örlar ekki ennþá á mati á varnarþörf landsins, hvaða breytingar hafi orðið eftir lok kalda stríðsins og hvert hlutverk Íslands eigi að vera í hinni nýju heimsmynd. Án slíkra gagna eru fundir með Bandaríkjaforseta eins og þegar skíðalandsliðið mætti á Ólympíuleikana með allt nema skíðin. Þau gleymdust óvart heima. Sýnu verst er þó að fá hvað eftir annað staðfestingu á því að pukur og leynd íslenskra stjórnvalda með varnarmálin hafi fyrst og fremst verið til þess að breiða yfir veikan málstað og óvönduð vinnubrögð. Fyrir vikið hafa liðið tíu löng ár án löngu tímabærrar umræðu og endurskoðunar á öryggis- og varnarstefnu Íslands.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar